Lögberg - 26.05.1955, Page 7

Lögberg - 26.05.1955, Page 7
* LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. MAI 1955 7 Heiðurssamsæti og heimsókn til íslands og Þýzkalands Mr. og Mrs. Hans Ortner Sunnudaginn hinn 24. apríl síðastliðinn komu í óvænta heimsókn yfir hundrað manns til hinna vinsælu hjóna Hans og Emily Ortner, að heimili þeirra í Whittier, sem er ein af útborgum Los Angeles. Fyrir mannfagnaði þessum voru margar ástæður t. d. að þau voru fyrir nokkru flutt í nýtt og fagurt hús; þau áttu ný lega 40 ára hjúskaparafmæli; eru í sumar ráðin til íslands- og Þýzkalandsferðalags, og síðast en ekki sízt fyrir ágæta samfylgd árum saman, því að þrátt fyrir mikið annríki þeirra, hafa þau ætíð haft tíma til þess að gleðjast með glöðum, og hryggjast með hryggum. Hans Ortner er Þjóðverji, ættaður frá Munich á Suður-Þýzkalandi, og einn af því erlenda fólki, sem að lengi hefir verið í hóp íslend- inga og undir öllum kringum- stæðum sem einn af þeim. Kona hans, Emily Einarsson Ortner, er fædd að Akra, N. Dakota, dóttir Indriða Einars- sonar, sem komin var af hinni fjölmennu Thorarensens ætt. Móðir hennar Elinborg Þor- steinsdóttir var af Bergmanns ættinni. Þessar ættir voru að- fluttar til Húnavatnssýslu, (Samkvæmt „Föðurtúnum“ Dr. P. Kolka), en sem að fljótt og vel blönduðu blóði sínu við hina ljóðelsku og tilfinn- ingaríku Húnvetninga. Emily ólst upp í íslenzku andrúms- lofti í N. Dakota; vöggugjafir hennar voru, góðar gáfur, dugnaður og drenglyndi, enda hefir hún alla ævi kynnt sig sem hina trygglyndu dóttur Islands. Ortner-hjónin hafa í 33 ár staðið fyrir veizluhöldum hjá efnafólki í Hollywood og Los Angeles, — og margar eru veizlurnar, sem þau hafa haft á hinu fullkomna og gestrisna heimili sínu. Hinar fyrstu samkomur íslendinga voru þar hafðar, og þar var íslend- ingafélagið stofnað, sem enn- þá er við líði — þrátt fyrir hringiðu og dreifbýli Islend- inga á þessum suðrænu slóðum. Þau Ortners-hjónin ólu upp að nokkru leyti systurson Mrs. Ortner, Hans Gleason; hann er nú búsettur í Long Beach, kvæntur Dorothy Morrison, eiga þau þrjú börn: Richard, Fríðu og Emily. Það var sagt um Móeiði Skúladóttur í Birtingaholti, að það birti yfir hóp sveit- unga hennar, þegar hún kæmi í hópinn. — Og þetta vil ég segja um hina vestur-íslenzku frændkonu frú Móeiðar. •— Hans og Emily hafa unnið mörg góðverk í kyrrþey — en einu þeirra verð ég að segja frá. — Mrs. Carol, sem árum saman hafði verið nágranna- kona þeirra, og þau án efa sýnt mörg vinahót, — kom til þeirra hrum og einmana og bað þau með tárin í augunum að lofa sér að sofna síðasta blundinn á heimili þeirra. Þau urðu við bón hennar, og gamla konan frá Canada fékk ósk sína uppfyllta. Hans Ortner fór ungur, frá Þýzkalandi til Englands, þar sem hann dvaldi í mörg ár, en flutti síðan til Winnipeg í Canada, og fór að vinna á Royal Alexandra hótelinu; — þar kynntust þau. unga ís- lenzka stúlkan frá N. Dakota og hann. Þann 3. febrúar 1915 voru þau gefin saman í hjóna- band af séra Friðrik Bergman, frænda hennar. Ég er sannfærður um, að þegar þau Ortnershjónin horfa úr loftinu á Esjuna, eyjarnar, sundin og nesin og Reykjavík á fögrum sumar- degi í sláttarbyrjun, að þá muni margt af því, sem Emily heyrði í æsku sinni rifjast upp, og þegar hún stígur fæti á landið heita og kalda, að þá finnist henni langur og flókinn draumur vera að rætast og verða að veruleika. Frú Guðný Thorwaldson hafði orð fyrir gestunum og færði þeim dýrindisgjafir frá vinum þeirra. Frú Ortner þakkaði gestunum fyrir kom- una og gjafirnar með fögrum orðum. — Þá voru bornar fram mjög ríkmannlegar veit- ingar heitar og kaldar, en borðum hafði verið komið fyrir í garðinum fyrir hundr- að manns inn á milli hins fjölbreytta gróðurs. Þá settist hin glæsilega og ágæta^söng- kona Anna Bjarna við hljóð- færið, en hún var þarna stödd ásamt manni sínum, Þórarni Jónssyni. Sungnir voru marg- ir af okkar ómissandi söngv- um við svona tækiíæri; enn- fremur söng frú Hanna ein- söng á þýzku. — Miss Jenny Thdrwaldson las upp kvæði, sem Edward Scheving hafði ort til Ortners-hjónanna. — Þarna voru stödd Mr. og Mrs. Albert Sveinsson frá Victoria, Canada, og systir hennar Mrs. Thorsteinsson. Albert er bróð- ir frú Guðnýjar Matthíasson. Hinir mörgu vinir þeirra Framhald af bls. 3 skógverkstjóra. — Tilgangur skólans er að kenna ungum mönnum að stjórna öllum þeim verkum, sem til falla við skógrækt hér á landi. Skóg- ræktarstarfið eykst hér jafnt og þétt, og nú í vor hefir til dæmis tekizt að fá til landsins meira trjáfræ og fjölbreyttara Hms og Emily óska þeim langra lífdaga og að ævi- kvöldið megi færa þeim frið og farsæld, sem þau hafa svo ríkulega unnið til. Los Angels, 4. maí 1955 Skúli G. Bjarnason en nokkru sinni fyrr. Tekjur Landgræðslusjóðs af sölu vindlinga með græna merkinu svonefnda námu í s.l. mánu- uði um 55,000 krónum, og forráðamenn skógræktarinn- ar gera sér vonir um 700,000 króna tekjur á ári af þeirri sölu. Því fé verður öllu varið til þess að standa straum af gróðrarstöðvunum, svo að unnt verði að selja almenningi sem mest magn af trjáplönt- um fyrir sem lægst verð. ☆ Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrverandi ráðherra, átti sjö- tugsafmæli 1. maí, og héldu vinir hans og nemendur hon- um samsæti þá um kvöldið. Sátu það um 300 manns. Jónas Jónsson er einn þeirra stjórnmálamanna íslenzkra, sem mest hafa látið að sér kveða á þessari öld, og um hann hefir staðið meiri styrr en nokkurn annan núlifandi íslending. Hann átti megin- þáttinn í stofnun Framsókn- arflokksins, var ávallt öflugur stuðningsmaður samvinnu- hreyfingarinnar, brautryðj- andi um stofnun héraðsskóla og afkastamikill rithöfundur. Hann var þingmaður í 27 ár, nokkur ár ráðherra, og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum. To Mr. and Mrs. Hans Ortner We are meeting here today, Our ejforts are sincere, In honoring such worthy friends, That to us are so dear. As we traveled on in life, I know this to be a fact, You have captured our hearts, And earned our deep respect, It is better to give than receive, Has always been your creed, To help one when they are down, And comfort those in need. Today we wish to turn this tide, ln a humble sort of way, And have you ón the receiving end, If only for a day. So we join to give you thanks, For favors in the past, And wish, with health and happiness, Your future may be blessed. Edward Scheving Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Ljóðabréf Þetta ljóðabréf orti séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Móum á Kjalarnesi (1869 eða 1870) undir nafni fóstursonar síns og frænda, Matthíasar Egg- erssonar, er þá hefir verið 4—5 ára að aldri, en varð seinna prestur í Grímsey. Bréfið var til jafnaldra hans, Þórðar, sonar Þórðar Guð- johnsens, þá í Reykjavík, en síðar á Húsavík. Þórður yngri varð seinna læknir í Rönne á Borgundarhólmi. — Seinasta erindinu er sleppt úr kvæðinu. Skrítið er lífið, Þórður minn, hvernig allt gengur til; ég á svo margar gimbur- skeljar og skipa þeim sem ég vil. Hann pabbi segir að tunglið sé ostur ofan úr Kjós, en sólin og litlu stjörnurnar séu Jesú jólaljós. Ég þekki hana Grýlu, hún er grá eins og örn. Hún situr uppi á Esju og gleypir óþæg börn. Frá Einari á Sjónarhólum hún hremmdi fjögur lömb, þau jörmuðu og sögðu me, me í hennar slæmu vömb. Aumingja Þorsteinn kóngur, sá eldgamli mann, hann datt ofan allan stigann, og búið var svo með hann. En hver gat sagt við kónginn: „hvað gerðirðu fuglinn minn?“ Annars átti hanmengan að utan Drottin sinn. Við skulum aldrei gráta og aldrei tala ljótt, þá verðum við svo stórir, » og vöxum upp svo fljótt. Við skulum lesa bænirnar, þá kemur ekkert ljótt, því Guð og allir englarnir vaka hverja nótt. French-Style SH0RTS Nákvæmt snið, svöl og þægi- leg . . . fagurlega prjðnaS úr sjálfkembdri baSmull . . . sléttir saumar, teygjanlegt um mitti og veitir hinn fullkomnasta stuCning. Jerseys, sem eiga viC.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.