Lögberg - 02.06.1955, Síða 2

Lögberg - 02.06.1955, Síða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1955 Hugleiðing um hundroð óra afmæli íslenzku byggðarinnar í Utah eftir FINNBOGA — Síðari hluii — 1 grein um skerf þann, er ísland hefur lagt til Utah (Iceland’s Contribution to Utah, prentaðri í 2. bindi rit- safnsins Heart Throbs of the West), segir frú Kate B. Carter,1) forseti mjög óflugs félagsskapur, er kallar sig Daughters of the Utah Pion- eers, svo m. a. um nokkra hina fyrstu íslenzku land- nema (aðra en þá, er þegar hefur verið getið): Árið 1857 fluttust til Amer- íku úr Landeyjum Loftur Jónsson, kona hans Guðrún Halldórsdóttir, og stjúpbörn hans, Jón Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Ásamt þeim fóru og Magnús Bjarnason og kona hans, Þuríður Magnús- dóttir, og kona að nafni Vig- dís Björnsdóttir, góður læknir og mikill fengur byggðarlag- inu. Loftur Jónsson var völ- undur bæði á tré og járn og reisti sér snemma á dögum eitt myndarlegasta heimilið í Spanish Fork. Jón Jónsson gerðist bóndi, en var síðar kvaddur til Sanpete sýslu sem útvörður gegn Indíánum, er þar herjuðu á. Fluttist Jón þangað ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans, Anna [Guð- laugsdóttir] „var sögð að kunna vel að halda á nál og prjónum. Fyrstu árin í Utah prjónaði hún mikið af sokka- plöggum, sem hún bæði seldi í búðir og til einstaklinga. Var það góður búbætir.“ Guðný Hafliðason var fyrir íslendingunum í því að skrá ýmsa atburði, og hafði hún þann sið með sér að heiman, enda íslendingar öðrum þjóð- um fremri í þeim efnum. Magnús Bjarnason var mjög bókhneigður og stofnaði ís- lenzkt bókasafn, er mikill menningarauki var að. Bæk- ur voru fengnar hvaðanæfa og léðar mönnum, er jafn- framt keyptu bækur og gáfu safninu. Magnús hélt dagbók, sem varðveitt er meðal ann- arra gagna kirkjunnar. Hann hvatti landa sína mjög til iðjusemi og sparneytni og þegnskapar við hið nýja land. Ragnhildur Hansson og dóttir hennar María (frú Mary Sherwood frá Levan) voru í hópi íslenzku frumherjanna, og bjuggu þær árum saman á heimili Brigham Young for- seta og fjölskyldu hans. íslendingar þessir settust að í austurútjaðri Spanish Fork, þar sem þeir byggðu sér lágreist híbýli, sum þeirra blátt áfram grafin ofan í jörð- ina. Þeir sem þegar höfðu komið sér fyrir í Spanish Fork gerðu skop að Islending- unum vegna ýmissa hátta þeirra og klæðaburðar. En 1) John Y. Bearnson, Elner B. Jarvis og Kate B. Carter eru eyst- kini, börn Finnboga Bjömssonar frá Hjallanesi á Landi og danskrar konu han«, Maríu að nafni. GUÐMUNDSSON með ástundun og kostgæfni náðu þeir sér brátt á strik, byggðu sér betri húsakynni og eignuðust sitt eigið jarð- næði. Nýir landnemar bætt- ust í hópinn og íslenzku byggðinni óx fiskur um hrygg. Islendingar í Utah hafa ætíð verið kunnir fyrir söng sinn. Höfðu þeir ekki verið í Utah nema skamma hríð, er þeir stofnuðu kór og reistu ís- lenzka Mormónakirkju. Varð hún síðan eins konar miðstöð félagslífs þeirra. Jameson fjöl- skyldan þótti snemma bera af um söng, og hafa margir af- komendur hennar lagt drjúgt til hljómlistarmála í Utah. íslendingar í Utah eru sagðir hafa varðveitt ýmis þjóðleg fræði og háttu betur en önnur þjóðarbrot í Utah og hafi þeir kennt fyrstu kyn- slóðinni tungu sína og frætt hana um sögu og menningu Islands. í hópi landnemanna voru furðu margir hagleiks- menn, smiðir hvers konar, málarar o. s. frv., og hefur hagleikurinn haldizt í ættum og margir afkomendur frum- byggjanna látið að sér kveða í hinum ýmsu greinum. Á ári hverju, 2. ágúst, held- ur íslenzka byggðin í Utah hátíð, og koma þá afkomendur landnemanna saman í minn- ingu þeirra og rifja upp liðna tíð í sögu, sögnum og söng. Þó að íslendingar yrðu fljótir til að samlagast hinu nýja umhverfi og amerískum lífs- venjum, hverfa þeir á hátíð þessari að nokkru aftur til tungu og bókmennta ættlands síns. ' Ef við berum þessi ummæli saman við vitnisburð Einars H. Johnson í Sögu íslend- inga í Utah (Alm. Ól. Thor- geirssonar 1915), sjáum við, að hlutur íslendinga í varð- veizlu íslenzkar tungu og menningarerfða verður betri í frásögn Kate B. Carter en hjá Einari Johnson. Það sem veldur er eflaust ekki vísvit- andi ætlun höfundanna að gera of mikið eða lítið úr því, sem um er að ræða, heldur hin gerólíku sjónarmið þeirra. Annar lítur á allt frá heima- íslenzku sjónarmiði, hinn frá vestur-íslenzku. En hvernig sem við skoðum þetta, er það staðreynd, að enn eru sterkar íslenzkar taugar eftir þar syðra, þótt liðin sé heil öld, og má það vera íslendingum annars staðar á meginlandinu hvöt til aukinna dáða í nafni íslenzks uppruna og menn- ingarerfða. Talið er, að alls hafi sextán íslendingar flutzt til Utah á árunum 1855—1860. Var þess- um frumherjum reistur veg- legur minnisvarði í Spanish Fork, er afhjúpaður var með viðhöfn 1. ágúst 1938. Var þá ein kona úr fyrsta hónum enn á lífi og mælti þar nokkur orð. Skulu hér birt nöfn frum- herjanna sextán: Samúel Bjarnason Margrét Gísladóttir Helga Jónsdóttir Þórður Diðriksson Guðmundur Guðmundsson Loftur Jónsson Guðrún Halldórsdóttir Jón Jónsson Anna Guðlaugsdóttir Guðrún Jónsdóttir Magnús Bjarnason Þuríður Magnúsdóttir Vigdís Björnsdóttir Guðný Erasmusdóttir (Guðný E. Hafliðason) Ragnhildur Stefánsdóttir (Ragnhildur S. Hansson) María Benediksdóttir (Mary H. Sherwood). Árið 1871 kom Halldóra Samúelsdóttir Bjarnasonar vestur frá Kaupmannahöfn, en fólksflutningar til Utah hófust ekki aftur fyrr en um 1874 og stóðu þá samfleytt til 1892, er fyrir þá tók að mestu. Höfðu Mormónar sent trúboða til Islands og þeim orðið nokkuð ágengt, en ýmsir slæddust nú með til Utah, þótt þeir hefðu ekki tekið Mormónatrú. Engar nákvæmar skýrslur munu til um heildarútflutn- ing íslendinga til Utah, en þeirra allra getið, er frekast var hægt að afla upplýsinga um, í 2. bindi Sögu Vestur- íslendinga eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Hefur Þorsteinn dregið þar saman mikinn fróðleik um landa vora í Utah, en finnur sárt til þess, hve heimildir eru af skornum skammti, svo sem ljóst verður af eftirfarandi orðum hans: Islenzk saga hefði átt að gera sér annara um örlög þessara fyrstu útflutnings manna og skrá mikið meira um þá en gert hefir verið, án tillits til trúarbragða og al- gerlega hlutdrægnislaust. Þrátt fyrir allt er líf þeirra einkennileg og merk íslenzk- vestræn fornsaga þeirra fyrstu landa, sem láta bæði land sitt og trú fyrir hinn nýja heim. Hundrað ára áfanga ís- lenzka landnámsins í Norður Ameríku hefur nú verið náð. Þótt byrjun þess yrði í smá- um stíl og útflutningurinn til Utah rofnaði í bili, er þar samt að leita upphafs Amer- íkuferða á 19. öld. Hátíðahöld- in í Spanish Fork í Utah 15., 16. og 17. júní í sumar eru því sameiginleg öllum Islend- ingum vestan hafs, ef horft er af víðsýni á þessi mál. Auð- vitað á hver einstök byggð sína sögu og sín afmæli, en Vestur-íslendingar allir geta aðeins fagnað einu sameigin- legu aldarafmæli íslenzka landnámsins í Norður Amer- íku á síðustu öld. Árið 2000 munu verða stór- kostleg hátíðahöld í minn- ingu þeirra Islendinga, er fyrstir hvítra manna sóttu hafskipum að austurströnd þessa meginlands, og mun þá (eða máske miklu fyrr) verða gerð kvikmynd, tekin á hinum raunverulegu söguslóðum, er sýni leiðangur forfeðra okkar í ljósi fornrar tækni og þeirra aðstæðna, er þeir áttu við að búa fyrir 1000 árum. Þannig rekur hver áfang- inn annan, en nú næst að minnast 100 ára afmælfsins í Utah. Hefur Islendingafélagið þar, þótt fámennt sé og ætt- liðirnir frá frumbyggjunum orðnir margir, sýnt mikinn skörungsskap í undirbúningi þessarar hátíðar og allar horfur á, að hún verði félag- inu og íslendingum í heild til sóma. Er óskandi, að hópferð sú, sem efnt hefur verið til suður þangað héðan frá Winnipeg, megi heppnast og sem flestir Islendingar hvaðanæfa sjái sér fært að fara til Spanish Fork og taka þannig virkan þátt í hátíðahöldunum. En eitt getum við öll gert, hvort sem við förum eða ekki, og það er að samfagna — í anda — fyrstu íslendingabyggðinni, um leið og við minnumst allra þeirra, er á undan eru gengnir á liðinni öld, og alls, sem við eigum þeim að þakka. Var hann sonur hertogans að lögum, eða ekki? Óvenjulegur úrskurður í máli. sem Talleyrand-æitin taldi sig miklu skipta Salirnir í dómshöll Parísar- borgar eru gráleitir og kaldir. Nokkrir svartklæddir menn hneigðu sig þögulir fyrir virð- ingartáknum lýðveldisins, en síðan las Rousselot dómari, forseti efri deildar áfrýjunar- dómstóls borgarinnar, upp dómsorðið í máli, sem fjallaði um álit gamallar aðalsættar. Dómsorðið var á þá leið, að Jean Gustave Morel, sonur fröken Antoninette Morel, skuli ekki lengur hafa rétt til þess að bera nafnið de Tall- eyrand og hertogatitil. Með þessum úrskurði lauk einhverju leðinlegasta og mest umtalaða máli sinnar tegund- ar eftir styrjöldina. Sigur- vegari varð franski aðallinn, en forréttindi hans eru að vísu ekki viðurkennd lengur opinberlega, en engu að síður í fullu gildi, rétt eins og á tímum konunganna. Enda þótt enn þyki það góð latína í Frakklandi að mikl- ast af afrekum stjórnarbylt- ingarmanna, þá er það sem svo, að allur almenningur lítur með nokkurri lotningu til aðalstitla. Það er þess vegna ekki svo undarlegt, að franskur réttur skuli hafa sýnt gamalli aðalsætt mikla virðingu, eins og gerðist í þessu máli. Jean Gustave Morel, utan- hjónabandsbarn Antoinettu Morels, hafði öðlazt nafn og titil de Talleyrands hertoga' með þeim hætti, sem ekki er mjög fátíður í Frakklandi. Árið 1947 hafði hinn áttræði hertogi Boson de Talleyrand- Périgord et Valencay viður- kennt Jean Gustave, átján ára son sinn og erfingja. Þessi viðurkenning var fæi^ð í em- bættisbækur, og þrem árum seinna kvæntist hertoginn gamli móður drengsins. — Nokkru síðar lézt hann. En er skammt var liðið frá andláti Bosons hertoga, tók Talleyrand-fjölskyldan að leggja sig í líma um að bola Jean Gustave frá hertogatign- inni. Árið 1951 hóf Hélie her- togi af Talleyrand-Périgord mál á hendur Boson gamla frænda sínum, f. h. fjölskyld- unnar, þar sem véfengt var gildi viðurkenningar gamla mannsins á Jean Gustave sem erfingja. Þrátt fyrir háan aldur Bosohs hertoga var ekki dreg- ið í efa hæfi hans til þess að lýsa Jean Gustave son sinn, — elliglöp hafi þar engin áhrif haft. Fjölskylda gamla manns- ins hafði heldur ekki gert neina tilraun til þess að svipta hann lögræði né véfengt hjónaband hans og Antoinettu Morels. Hins vegar hélt Hélie hertogi því fram fyrir réttin- um, að viðurkenningin á fað- erninu væri til orðin „vegna þvingunar, sem Antoinetta Morel hafi beitt öldunginn“. En Hélie hertogi upplýsti alls ekki, með hverjum hætti þvingun þessi hefði átt sér stað, né heldur færði hann rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni. En þar í móti vakti hann athygli dómaranna á því, að árið 1929, er Jean Gustave fæddist, hafi Antoinette búið Var hann sonur hertogans að lögum, eða ekki? 18B— með giftum verksmiðjueig- anda Fétas að nafni, í Nizza, þar sem Jean Gustave fæddist. Það má heita skiljanlegt, að Talleyrand-fjölskyldan . hafi ekki kært sig um þennan nýja ættingja, sem þannig væri til kominn, en þó mætti minnast þess, að Talleyrand sá, sem frægastur varð sem utanríkis- ráðherra Napóleons og um- svifamikill maður á Vínar- fundinum, játaði á sig fleiri en eitt barn, sem allir vissu þó, að hann ætti ekkert í. Dómstóllinn lét þó rök- semdir og efa um faðerni drengsins ekki á sig fá, né heldur úrskurðaði hann, að hertoginn hefði ekki getað lýst drenginn son sinn. Fað- erni Jean Gustave hefir al- drei verið örugglega sannað. Yfirleitt er það svo, að allur Framhald á bls. 7

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.