Lögberg - 02.06.1955, Síða 4

Lögberg - 02.06.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNl 1955 Lögberg GefitS tit hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 RÆÐA B. Egilssonar bæjarstjóra á Gimli við móttöku landstjórans, 21. maí 1955 Yðar hágöfgi landstjórinn í Canada, virðulegir gestir og samborgarar. Samkoma þessi verður oss öllum minnisstæð, því hér er um sögulegan viðburð að ræða, sem minnir oss á fjórar mikilvægar heimsóknir til þessa bygðarlags. Núverandi forsætisráðherra þjóðarinnar, Louis St. Laurent, heiðraði fyrir nokkru bæjarfélag vort með návist sinni, en þrír fyrirrennarar yðar hágöfgi, höfðu auðsýnt oss samskonar heiður, þeir Dufferin lávarður, Tweedsmuir lá- varður og jarlinn af Athlone. Fögnuður vor yfir komu yðar hingað verður því meiri, er vér minnumst þess, að þér eruð fyrsti landsstjórinn, sem fæddur er í Canada. Þetta hérað, sem þér nú heiðrið á svo virðulegan hátt, bygðist af Islendingum fyrir áttatíu árum; nýbygðin var kölluð Gimli, sem í norrænni goðafræði táknaði bústað Guðanna; markið var óneitanlega sett hátt, með því að gefa slíkt heiti villimörk, fenjum og skógarbeltum; en með trún- aðartrausti og hugprýði lánaðist frumherjunum að leggja grundvöll að farsælum heimilum og verjast hvers konar ágjöfum, er landnámsstritinu óhjákvæmilega urðu samfara; en hvort heldur sem staður þessi skoðast stór eða smár hluti af jarðneskri Paradís, þá stöndum vér í ævarandi þakkar- skuld við hinn harðsnúna hóp manna og kvenna, er við strendur þessa vatns festi bygðir og bú um haustið 1875. Úr hópi þessum er nú aðeins einn maður á lífi í bygðarlaginu og er sá Vigfús Arason í Kjalvík; er oss það mikið ánægju- efni að hann skyldi geta sótt þenna mannfagnað svo að okkur gæfist kostur á að kynna hann landsstjóranum. Um aldamótin tóku að flytja hingað Úkraníumenn og nema hér lönd; seinna bættust í hópinn Pólverjar og menn af fleiri þjóðernum. Árið 1942 kom til bæjarins margmennur hópur úr Royal Canadian flugliðinu, er saman stóð af óteljandi þjóðernum; en slíkt leiddi til þess, að Gimli fékk brátt á sig heimsborgara- blæ. En þó við að sjálfsögðu metum mikils hinar glæsilegu menningarerfðir þeirra ýmsu þjóðflokka, er hér hafa tekið sér bólfestu, vekur það hjá okkur ósegjanlegan fögnuð, að hér er að skapast heilsteypt, canadiskt bygðarlag helgað canadisku fólki. Með þetta fyrir augum er oss Gimlibúum það ógleyman- legt fagnaðarefni, að bjóða yður velkominn og fara þess á leit, að þér tjáið Hennar hátign, drottningunni, órjúfandi hollustu vora. Sem bæjarstjóri á Gimli, tel ég mér það mikla sæmd, að afhenda yðar hágöfgi og fylgdarliði yðar lykilinn að hlið- um bæjarins meðan þér staldrið hér við. Að svo mæltu el ég þá ósk í brjósti, að bygðarlag vort verði seinna meir heiðrað á hliðstæðan hátt, annað hvort af yður sjálfum eða eftirmönnum yðar; og nú vil ég hér með biðja Mr. G. S. Thorvaldson, Q.C., forseta Canadian Chamber of Commerce, sem er beinn afkomandi frumbyggjafjölskyldu í þessu héraði, að kynna landsstjórann samkomugestum. — ☆ ☆ ☆ Mr. Thorvaldson mælti á þessa leið: Ég tel mér það mikla sæmd, að bjóða yðar hágöfgi að mæla nokkur orð til íbúanna í þessu gamla Manitoba- bygðarlagi. Ég get ekki látið hjá líða, að leggja áherzlu á þau hlýyrði, sem einkendu ávarp bæjarstjórans á Gimli. Hér er vissulega um frumherjabygðarlag að ræða, vegna þess, að burtséð frá hinu fyrsta Rauðárdalslandnámi þar sem Rauðá og Assiniboine árnar kvísluðust í tvennt, en þar voru einkum Egilsaxar og Frakkar — hófst íslenzka land- námið á Gimli, en í fótspor hinna íslenzku landnema fetuðu síðan innflytjendur frá ýmsum öðrum Evrópuþjóðum inn í Manitobafylki; ef til vill er það af þeirri ástæðu, að Manitoba hefir áður verið heiðrað með heimsókn af fulltrúum krún- unnar þar sem í hlut áttu Dufferin lávarður, Tweedsmuir lávarður og jarlinn af Athlone. Með heimsókn yðar hingað í dag hafið þér orpið nýjum ljóma á þetta bygðarlag, þar sem þér eruð fyrsti landsstjórinn borinn og barnfæddur í þessu landi; þér hafið veitt Canada á liðnum árum merka og margháttaða þjónustu á vettvangi mentamála, viðskiptalífs og varðandi meðferð utanríkismála; þér hafið lagt fram ríkulegan skerf til þróunar þeim cana- dísku lífsvenjum, sem við öll unnum og erum stolt af. Ég vil leyfa mér að bæta við nokkrum orðum varðandi þetta bygðarlag. Ég er viss um að fólk vort finnur til rétt- láts metnaðar yfir 80 ára sögu sinni hér um slóðir; það hefir ekki brugðist skyldum sínum við þjóðfélagið hvort heldur var á tímum stríðs eða friðar, og það hefir lagt Canada til marga menn og margar konur, sem skipa mikil- vægar ábyrgðarstöður í opinberu lífi og athafnalífi þjóðarinnar. Gullbrúðkaup í Árborg Hr. Sigurður Einarsson og kona hans frú Jónína Jóns- dóttir Einarsson héldu upp á gullbrúðkaup sitt 13. marz s.l. Kvenfélag Árdalssafnaðar í Árborg og aðrir stóðu fyrir veglegu samsæti í samkomu- húsi staðarins gullbrúðhjón- unum til heiðurs. Um 250 manns sátu boðið. Formaður boðsins, séra Robert Jack, setti veizl- una með nokkrum inngangs- orðum. Hann minntist meðal annars æviferils Sigurðar og frú Jónínu í þessu landi og hversu oft hann hefði talað við þau um gamla landið, því Sigurður var 23 ára gamall þegar hann fluttist til Kan- ada, en þar áður hafði hann unnið á Akureyri og numið tinsmíði í Noregi. Það eru margir sem þekkja Sigurð ekki aðeins sem prýðilega lag- færan tinsmið heldur einnig sem góðan dreng. Öll þessi ár hefir frú Jónína staðið við hlið manns síns með um- burðarlyndi og miklum kær- leika bæði í gleði og sorg. Þá tók Arthur Sigurðsson til máls og mælti fyrir minni brúðgumans og talaði fagur- lega sem nábúi hans. Hann minntist á dugnað og seiglu Sigurðar bæði á góðum og vondum tíma, og þakkaði honum fyrir hans góðu frammistöðu í þágu byggðar- innar. Frú Von Renessie talaði næst til brúðarinnar. Þær höfðu unnið saman sem yngri konur, og frúin hældi heiðurs- gestinum fyrir einlægni henn- ar og trúmennsku, dyggða, sem meðal annars höfðu þróast og fengið að njóta sín á lífsins leið, sem við öll könnumst vel við í skapgerð frú Jónínu. Frú Þóra Jóhannsson talaði næst fyrir hönd Kvenfélags- ins og gat þess að frú Jónína hefði verið ágætur félagi um langa ævi og fórnað sér oft á tíðum fyrir starfsemi fé- lagsins. Frú Hermann Fjeldsted frá Winnipeg mælti nokkur orð fyrir hönd skyldmenna og þakkaði með fögrum orðum allan kærleika og umhyggju, sem frú Jónína hefði sýnt sér og öðrum skyldmennum. Sigurður og frú Jónína áttu 7 börn og af þeim lifa nú 5. Það var mikið ánægjuefni að sjá þennar myndarlega og mannvænlega hóp í samsæt- inu; þau höfðu komið því sem næst úr öllum áttum: þrjú frá Flin Flon, Man., eitt frá Cranbrooke, British Columbia og eitt frá Winnipeg; tveir drengir þeirra stóðu upp og töluðu til foreldra sinna með fögrum orðum. Þegar Sigurður stóð upp til að þakka fyrir sína hönd og konu sinnar, var, eins og búast má við, steinhljóð. — Menn voru forvitnir, því að Fró Árborg, 23. maí 1955 Einar P. Jónsson, Winnipeg Heill og sæll: Nú er fremur dauft yfir fólki hér í Nýja-lslandi, marg- ir sem litlu gátu náð af ökrum í fyrrahaust, og nú er engu búið að sá að heita má fyrir bleytu-sakir. Það er til frétta, að hér er nú að hefja starf ungur mað- ur, Norman Stanger að nafni, sem dýralæknir. Dr. Norman útskrifaðist i búvísindum við Manitoba-há- skóla fyrir nokkrum árum og starfaði síðan um skeið sem yfir-efnafræðingur hjá Burns and Co. í Winnipeg. Fyrir þrem árum hóf hann nám við dýralæknaskólann í Guelph, Ontario og brautskráðist það- an 17. maí s.l. með hæstu ágætiseinkunn. Bændur hér vænta hins bezta af veru og starfi Dr. Stanger hér í Norður-Nýja- Islandi, enda brýn þörf á að fá dýralækni hingað. því nú geta þeir, sem mest og bezt hafa liðsinnt bændum hér í þeim efnum ekki um sinn getað sinnt þeim störfum. Dr. Stanger hefur fyrst um sinn bækistöð í verzlun S. A. Sigurdson and Son, sími 76247. Beztu kveðjur til þín og konunnar. Vinsamlegast, S. Wopnford ekki er Sigurður vanur að halda opinbera ræðu á hverj- um degi. En fólkið komst strax að raun um, að hér var maður, sem kunni að haga sér á ræðupalilnum. Hann talaði skörulega, með stillingu og ró, þakkaði með einlægni og skýrleika fyrir allt og allt. Fólkið varð snortið af orðum hans. Þessu næst söng Hermann Fjeldsted, en frú Magnea Sigurðsson annastist undir- leik á píanó, einnig lék hún undir söngva Johnson systra. Gullbrúðhjónin voru leyst út með gjöfum, bæði frá börnum sínum og byggðar- fólki. Barnabörn þeirra Sigurðar og Jónínu eru 16 og barna-^ barnabörn 4. Roberi Jack Greiðið otkvaeði með C C F A.N.Robertson fyrv. formaður skðlaráðsins 12 ár f skðlaráðinu Kosningar — 8. júní Eini umsækjendanna, sem býr í kjördæminu sem sótt er um Ward 2

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.