Lögberg - 02.06.1955, Side 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1955
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
Gamlar þjóðsögur um huldumenn í glæstum
reiðtygjum, sem heimsóttu selkonur og höfðu þær
á brott með sér, komu fram í huga hennar. Lýs-
ingin var svo sem ekkert ólík þessu, sem hún hafði
hér fyrir augum sér. Og hvar var Lína eiginlega
og hvar var þessi gestur? Hildur skimaði í kring-
um sig hálfsmeyk; hún var ekki þannig klædd,
að hún kærði sig um að láta ókunnan karlmann
sjá sig. En gesturinn sást hvergi og Lína ekki
heldur. En þarna voru þá Hólsbikkjurnar að
nálgast túnið. Þá gleymdi hún öllu nema gremj-
unni til þessara síhnupplandi nágranna sinna.
Hún þeyttist suður túnið með Vask á eftir sér, og
eftir örstutta stund voru klárarnir komnir á harða-
stökk fram eftir eyrunum, en Hildur hraðaði sér
heim aftur. Hesturinn stóð í sömu sporum og
áður, en Lína og huldumaðurinn sáust hvergi.
Hildur var nú að mestu leyti hætt að trúa á
huldufólkssögur, en samt var henni ekki alls kost-
ar vel við þessa hulu. En henni var orðið ónotalega
kalt, þó að veðrið væri gott, og hún flýtti sér inn í
volgt rúmið. Það varð að fara sem fara vildi með
Línu og huldumanninn.
Um morguninn, þegar Hildur vaknaði, stein-
svaf Lína við hlið hennar með hálfopinn munninn,
og nú var hún ekki í efa um, að það var vínlykt
fram úr henni. Var það ekki einkennilegt, ef
hún, svona ung stúlka, væri að súpa á víni? Hér
áður fyrr þótti það nú ekkert mjög leiðinlegt,
þó að kvenfólk sypi á víni, og þó — alltaf var
það óskemmtilegt. En fram á búrsborðinu stóð
þessi fína postulínskanna, diskur og falleg mat-
skeið. Þetta átti Lína. Það var eitt af mörgu, sem
Lína átti í búið. Hún hafði gefið gesti sínum að
borða skyr og mjólk. Hver skyldi hann hafa verið?
Nú skaut upp alveg nýrri hugsun. Lína skyldi
þó aldrei eiga kærasta? Það var einkennilegt,
hvað hún var búin að kaupa margt í búið. Þetta
hafði henni aldrei dottið í hug fyrri. Það var
leiðinlegt, ef svo væri. Hún hafði verið búin að
láta sér detta ýmislegt í hug með hann Dodda
sinn og hana. Hún var ósköp hýr og artarleg við
hann, aumingja stúlkan. Um hans hug vissi hún
nú svona hér um bil. Undir eins í vetur hafði
hann farið að láta sig dreyma um hana. Það var
víst og satt. Hann yrði hryggur, ef hún væri
bundin einhverjum öðrum. Samt fann hún vel, að
þarna -var ekki jafnræði, þótt henni væri málið
skylt, en slíkt hafði nú komið fyrir áður.
Hildur vakti Línu með kaffi, eins og vant var
klukkan tíu. Hún svaf óvanalega fast.
„Ósköp ertu syfjuð, góða mín. Við skulum
sleppa því að drekka kaffið núna, svo að þú getir
sofið lengur“, sagði Hildur, þegar hún sá, hvað
Lína átti bágt með að opna augun.
Þá reis Lína upp og neri augun. „Nei, nei, ég
fer að vakna“, sagði hún. „Ég skil ekkert í því,
hvað hausinn á mér er þungur. En kaffið bætir
það allt saman“. Hún tók við pörunum með aftur
augun. Hildur settist á stokkinn með kaffibollann
sinn í hendinni.
„Svona, góða mín, heldurðu að þú getir ekki
farið að opna augun?“
„Jú-jú, nú er ég vöknuð. ó, blessað kaffið er
búið að vekja mig“.
„Hvaða gestur kom til þín í nótt, góða mín?“
spurði Hildur óstyrk í máli af eftirvæntingu.
. Lína hafði svarið á reiðum höndum. Hún
hafði séð til Hildar, þó að hún gæti hvergi komið
auga á Línu.
„Það var hann pabbi. Ég hnuplaði frá þér
skyri handa honum“.
„Þó þú hefðir nú gert það“, sagði Hildur. „Þú
hefðir átt að koma með hann inn. Ég hefði haft
gaman af því að spjalla við hann upp á gamlan
kunningsskap".
„Hann var á hraðri ferð“, sagði Lína.
„Jæja“, sagði Hildur. „Á hann svona fallegan
hest?“
„Því skyldi hann ekki geta átt fallegan hest,
þótt hann sé fátækur?“ sagði Lína hálfraunaleg á
svipinn yfir fátækt pabba síns.
Doddi stóð við gluggann og horfði út.
„Hann er brúnn, hesturinn hans“, gegndi
hann fram í.
„Nei, þessi hestur var steingrár, óskaplega
falleg skepna“, sagði Hildur, og það var ekki laust
við, að tortryggnin gerði vart við sig í huga
hennar.
„Það var hann Gráni hans Geira bróður“,
flýtti Lína sér að segja.
„Og eiga þeir þessi fínu reiðtygi?“ spurði
Hildur alveg hissa á því, hvað fátæku grannarnir,
sem einu sinni voru, gætu veitt sér margt rík-
mannlegt.
„Já, Geiri á þau. Hann þénar svo mikið við
sjóinn fyrir sunnan á veturna, strákurinn“, sagði
Lína.
„Ó-já“, sagði Hildur alvarleg, „hann gerir
margan efnaðan, sjórinn, og margan fátækan líka“.
„Ó-já, það gengur svo“, sagði Lína og varð
líka alvarleg. Hún vissi, hvað Hildur hugsaði.
Hún minntist efnilega sonarins, sem hafði
drukknað.
„En hvar voruð þið, þegar ég kom út og Hóls-
trunturnar voru að læðast heim undir túnið, en
Vaskur lét eins og hann væri vitlaus við bæjar-
hurðina?“ spurði Hildur.
Enn þurfti Lína að taka til lyginnar, en hún
var orðin talsvert sniðug í því og fann, að það
gat komið sér vel.
„Við vorum að leita að öðrum vettlingnum
hans. Hann týndi honum hérna fyrir utan túnið,
og við fundum hann“, sagði Lína.
„Og hvert ætlaði hann svo?“ spurði hin for-
vitna húsmóðir.
„Hann ætlaði fram í afrétt að leita að folum,
sem töpuðust úr gæzlu. Einn þeirra var frá Ásólfs-
stöðum. Þess vegna var búizt við, að þeir hefðu
farið fram eftir“.
Þetta allt var orðið svo sennilegt, að Hildi
var horfin öll tortryggni.
„Kannske kemur hann hérna við, þegar hann
fer út hjá“, sagði Hildur.
„Það gerir hann auðvitað“, sagði Lína.
En hann kom aldrei, hvernig sem á því stóð.
Hildur og Lína voru þó alltaf að gæta til ferða
hans allan daginn.
Jón herppstjóri tók upp þann sið þetta vor, að
fara aldrei ofan í kaupstað fyrr en um miðaftan,
og koma svo ekki heim fyrr en á nóttunni.
„Því ferðu ekki strax á morgnana, eins og
þú ert vanur, góði minn?“ sagði kona hans við
hann einn morguninn. „Þú komst ekki heim í
nótt fyrr en klukkan fjögur“.
„Hvaða ósköp hefurðu litið skakkt á klukk-
una, góða“, sagði hann. „Hún var tuttugu mín-
útur gengin í eftt. Þú varst líka svo fjarska syfjuð.
En mér finnst þetta verkdrýgra, maður er hvort
sem er allan daginn að þvælast niður frá. Það er
slæmur ávani hjá þeim, sem búa nærri kaup-
staðnum, að vera á þessu sífellda rápi þangað, en
það eru svo sem fleiri en ég, sem láta svona“.
Og hann hélt uppteknum hætti. Eina nóttina
kom Manga inn í skála, vakti Þórð og sagði, að
Fálki væri kominn heim með taumana slitna, en
húsbóndinn sæist hvergi. Þórður klæddist í snatri
og fór út fyrir túnið, þar sem Fálki var. Þá sá
hann, hvar Jón var að vaða ána út á eyrunum.
Þórður teymdi hestinn heim og spretti af honum
hnakknum. Manga kom út og horfði forviða á
hann.
„Ætlarðu ekki að fara að leita að húsbónd-
anum?“ spurði hún.
„Mér sýndist það vera hann sjálfur, sem er
að koma hérna uthn eyrarnar“, anzaði hann þurr-
lega. „Það var líka ólíklegt, að hann færi sér að
voða“. Svo skellti hann harkalega hurðinni á eftir
sér og fór að afklæða.
Daginn eftir, þegar þeir Jón og Þórður voru
niður við stekk að troða óhreinum ullar reifum í
poka, sþurði Þórður allt í einu og var eitthvað
svo hlálegur á svipinn:
„Hvernig stóð á því, að þú misstir frá þér
hestinn 1 nótt?
„Er hann ekki alltaf sami keipaskrjóðurinn,
það má aldrei sleppa af honum hendinni, þá er
hann rokinn á harða sprett. Það er meiri óþægðin
í honum. Ég stanzaði á eyrunum hjá honum Ella,
og gætti ekki að hestinum fyrr en hann var kom-
inn yfir ána“, -svaraði Jón og kepptist við að troða
í pokann.
„Hvað svo sem var Elli að gera niður á evrum
um hánótt?“
„Hann var víst eitthvað við lambfé“.
„Við lambfé? Stendur sauðburðurinn ennþá
yfir hjá honum?“
„Það er víst. Reyndar spurði ég hann ekki~
að því“.
„Þér tekst óhönduglega að ljúga núna, vinur“,
sagði Þórður og hló lágan kuldahlátur. „Ég er ekki
eins fljótur að trúa og Anna, að hún hafi litið
skakkt á klukkuna. Segðu heldur eins og er, að
þú hafir verið á kvennafari, en Fálki hefur vitað,
að sér væri ofaukið og farið sína leið“.
„Viltu nokkuð, Tóti minn!“ sagði Jón og tók
hann glímutökum, áður en hann hafði endað
setninguna. Þeir fluttust víða kringum stekkinn
og loks barst leikurinn aftur til ullarpokanna.
Einn þeirra varð Þórði að fótakefli. Þeir veltust
dágóða stund í ullarbingnum, kófsveittir og laf-
móðir, eins og smástrákar. Loks stóð Jón upp og
þurrkaði af sér svitann.
„Þú máttir nú vita það, Þórður minn, að ég
hefði þig ennþá“, sagði Jón hlæjandi.
„Ég veit ekki, hvað segja skal um það. Pok-
inn hjálpaði þér talsvert. Það er mikið, hvað þú
ert, þrátt fyrir allan þennan missvefn, sem þú
hefur haft í seinni tíð“, sagði Þórður. Hann lá
ennþá í ullinn og horfði á vin Sinn með ertnis-
legu glotti.
„Það gerir mér nú ekki mikið til“, sagði Jón.
„Þú hefur kannske styrkzt við þetta fótabað,
sem þú fékkst í ánni í nótt. Var hún ekki anzi
djúp?“
„Hún var upp fyrir stígvélin".
Jón var aftur byrjaður að vinna. Þórður reis
seinlega á fætur og tók til starfa.
„Það veitti ekki af, að Ketilríður væri komin
til að líta eftir þér núna“, sagði Þórður með sömu
kaldhæðninni og áður.
„Sem betur fer er ég laus við að hafa hana á
hælunum. Hún er líka áreiðanlega bezt geymd
þar, sém hún er niðurkomin. Hún hefði aldrei átt
að koma á mitt heimili“, sagði Jón.
„Þú ert ekki búinn að bíta úr nálinni, meðan
stelpan er hérna“, sagði Þórður.
„Krakkaanginn?"
„Krakkarnir verða að fullorðnu fólki“, sagði
Þórður, „upplagið er svipað“.
Jakob kom heiman frá bænum með hest fyrir
kerru, til þess að sækja ullarpokana. Samtalið
varð ekki lengra.
OFKÆLING
Aldrei hafði Hildur kamla á Jarðbrú lifað
annað eins vor. Hún þurfti varla að snerta á verki
utan bæjar. Lína var búin að hreinsa túnið og
bera af því, nema gerðinu. Það var fráskilið
túninu með dálitlu mýrardragi. Einhvern tíma
hafði verið þar eitthvert húsmennskubýli, þess
vegna var rækt í kringum tóttarbrotin.
„Það munar um þá baggana, sem fást af því“,
sagði Doddi. „Ég ber á það eins og heimatúnið“.
Lína lagði af stað eitt kvöldið eftir að hús-
bændur hennar voru háttaðir. Hún hélt á poka
undir hendinni. 1 nótt ætlaði hún að ljúka við að
bera af túninu. Hún hoppaði syngjandi þúfu af
þúfu í ljósleitum, ermalausum kjól með hvíta
svuntu. Þannig var hún vanalega klædd við úti-
vinnuna. Hér leið henni reglulega vel. 1 þessum
fátæklegu kofum var hún dáð og tilbeðin. Hún
hafði oft heyrt það út undan sér, að Doddi var að
tala um það við móður sína, að Lína væri falleg-
asta og fínasta stúlkan í dalnum — alltaf í þessum
hvítu, fallegu kjólum. Slíkt lætur þægilega í
eyrum tvítugrar konu, sem þráir að ganga í augu
elskhugans.