Lögberg - 02.06.1955, Page 8

Lögberg - 02.06.1955, Page 8
8 LÖGBERG,' FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1955 Úr borg og bygð — 17. JÚNÍ — Þjóðræknisdeildin F R Ó N efnir til kveldskemmtunar föstudaginn 17. júní n.k, sem að sjálfsögðu verður helguð þjóðhátíðardegi íslendinga, og er þegar búið að ráðstafa ágætri skemmtiskrá. Meðal annars verða lesin upp Þjóðhátíðarljóð Davíðs Stefánssonar, sem hann orti í fyrra á tíu ára afmæli lýð- veldisins. Þá verða leikin nokkur lög, sem Barnakór Akureyrar hefir sungið inn á segulþráð, og ekki hafa heyrzt hér áður. Auk þess verða ræðuhöld, einsöngvar, píanó- spil og fleira. Nánar auglýst síðar. Samkoman verður í Sam- bandskirkjunni á Banning. ☆ —Nefndin Undirritaðri er mjög ant um að fá keypt þessi rit: Almanak Ólafs Thorgeirs- sonar fyrir árin 1895, 1896 og 1897. Freyja. Fyrsta og annan árgang, 1898, 1899. Heimir, alla árgangana. Breiðablik, alla árgangana. Ingibjörg Jónsson, Ste. 29 Queens Apts., Winnipeg. ☆ Mrs. John Steinthorsson frá Vogar var stödd í borginni á mánudaginn var. \ ☆ Mrs. A. Clementsson frá Silver Bay leit inn á skrifstofu blaðsins á þriðjudaginn var. Aukokosning fiI skólaroðs í annari kjördeild Merkið kjörseðil yðar Forsrti og framkvœmdarstjóri THORKKLSSON LIMITED Nýtur stuðnings Hinnar borgaralegu kosninganefndar KOSNINGAR NÆSTA MIÐVIKUDAG 8. JÚNÍ Kjörfrtaðir opnir frfl kl. 11 f. h. til kl. 10 e. h. — ÞAKKARORÐ — Ég undirritaður þakka inni- lega hér með Davíð Björns- syni skáldi fyrir fallegt og hlýtt minningarljóð urrí konu mína Guðrúnu Björgu Jó- hannsdóttur—Johnson; einnig þakka ég íslenzku vikublöð- unum, Lögbergi og Heims- kringlu fyrir vandaðan frá- gang við birtingu kvæðisins. Með endurteknum þökkum, Paul S. Johnson, Glenboro, Man. ☆ Þessi ungmenni voru fermd í Fyrstu lútersku kirkju á Hvítasunnudag, 29. maí 1955: Bardal, Karla Marian Elizabeth, 676 Oak St. Benjaminson, Lynne Cecelia, 894 Dominion St. Bjarnason, Arlene Sigurveig, 73 Havelock Avenue. Bjarnason, Joanne Helga, 638 Greenwood Place. Bjornson, Barbara Anita, 1077 Spruce Street. Brandson, Marlene Christine, 1009 Clifton Street. Freeman, Shirley Anne, 697 Stratchona St. Gislason, Hulda Kristine, 987 Minto Street. Hardy, Lillian Gail Charleen, 535 Victor Street. Johannesson, Gail Bernice, 371 Harcourt Street. Jonsson, Linda Diane, Ste. 10 Estelle Apts. MacKay, Joan, 15 Oakleigh Place. Lewis, Edith Lillian, 687 Campbell Street. Johnson, Victor Andrew, 872 Garfield Street. Reynolds, Franklin George, 664 Oak St. Tonnellier, Leon Edmund, 398 Arnold Avenue. ☆ Ungmenni fermd af séra Sigurði Ólafssyni í kirkju Selkirk safnaðar á Hvíta- sunnudag: Matthilda Mary Werner, Elinora Anna Haberman, Grace Gwendolyn Walske, Myrtle Lydia Bryan, Dennis Stephen Haraka, David George Hygaard, Kenneth Roy Davidson, Frederick James Streich, Alan George Ingimundson, Marvin Kjartan Goodman, Barry Keith Freeman, Ögmundur Bjarni Swanson, Edward George Julius Meger. ☆ Kl. 7 s.l. laugardagskvöld fór fram mjög fjölmenn og virðuleg hjónavígsluathöfn í Fyrstu lútersku kirkju. Var Yvonne Jenora Matthews, einkadóttir Lilju og Vigfúsar Matthews, 778 Minto St., gefin Leon Edmund Tonnellier verzlunarmanni hér í borg- inni. Dr. Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjónavígsluna, en frú Elma Gíslason söng einsöngva. — Að afstaðinni kirkjuathöfninni var vegleg veizla haldin í húsakynnum Fort Garry Curling Club. — Ungu hjónin setjast að hér í borginni. Lögberg óskar til hamingju. Mr. G. S. Thorvaldson, Q.C., og frú, eru í þann veginn að leggja af stað héðan áleiðis til Montreal, en þaðan sigla þau til Norðurálfunnar með Em- press of Scotland hinn 7. þ. m. ☆ Mr. Jón Ólafsson málm- fræðingur frá Salmon Arms, B.C., lagði af stað síðastliðinn sunnudag í heimsókn til ís- lands og mun sennilega dvelj- ast þar í nokkra mánuði. Mr. Ólafsson er ættaður frá Geld- ingaholti í Árnessýslu; hann á þrjú systkini á íslandi, Kjart- an, sem býr á ættaróðalinu, og Láru og Ólaf, fyrrum prest, sem bæði eru búsett í Reykja- vík; eina systur á hann hér í borg, frú Maríu Sivertson. • ☆ Andrew N. Robertson, sem sækir um kosningu í skólaráð Winnipeg, í kjördæmi nr. 2, (Ward 2), hefur áður setið í skólaráðinu í tólf ár, og var formaður skólaráðsins (chair- man) um tveggja ára skeið. Hann hefur búið í kjördæm- inu í s.l. tuttugu og fimm ár. Hann er giftur íslenzkri konu, Fanney Lovísa Júlíus. Foreldrar hennar voru Júlíus Jónasson og Kristín Sigurðar- dóttir kona hans. Auk annars er Mr. Robertson nú sem stendur skrifari stjórnar- nefndar Fyrsta Sambands- safnaðar í Winnipeg. Hann sækir undir merkjum C.C.F. flokksins. ☆ Mr. Júlíus Davíðsson bygg- ingameistari, 1148 Strathcona Street hér í borg, lagði af stað flugleiðis til New York á föstudagskvöldið var, en það- an tók hann sér far með Loft- leiða flugvél til Reykjavíkur hinn 29. maí. Mr. Davíðsson er ættaður af Akureyri, og þangað verður för hans heitið eins fljótt og því verður viðkomið; mun hann dvelja á Islandi í þrjá mánuði og hefir í hyggju að ferðast víða um land. Lögberg árnar honum góðs brautar- gengis og heillar heimkomu. ☆ Gefið iil Sunrise Lulheran Camp Erlingur Eggertsen $ 5 Miss Emily Stephensen 10 Miss Aros Olafson 5 Mrs. & Mrs. P. Goodman 25 Miss Emily Long 10 Dr. & Mrs. Scribner 25 Glenboro Ladies Aid 25 Cypress River Ladies Aid 25 Senior Ladies Aid, Selkirk 50 Ardal Ladies Aid, Arborg 25 Dorcas Society, First Lutlieran Church 100 Women’s Association, First Lutheran Church 100 Ladies Aid, First Lutheran Church 100 Gifl Certificates Sold Mrs. V. Sigvaldson, Geysir $12 Mrs. Elin Jonasson, Wpg. 21 Mrs. J. Sigurdur, Selkirk 13 Miss Freeman, Wpg. 21 Mrs. S. Arason, Husavick 11 Mrs. C. Thorlakson, Wpg. 4 Með innilegu þakklæti, Mrs. Anna Magnusson. Námsfólk af íslenzkum æftum brautskráð frá British Colum- bia-háskólanum Bachelor of Arts, General course: Rosemary Selma Alden Johann Erickson Mrs. Asta Linnolt Norma Laurian Thorne. Chemical Engineering: Victor Leo Isfeld Bachelor of Laws: Clive Victor Nylander, B.A. Brautskráð frá Saskatchewan- háskólanum Bachelor of Arls: Morley Edward Arnason, Regina. John William Grimson, B.Ed., Estevan. Civil Engineering: Donald Hugh Shields, Rainy River, Ont. (Great Distinction Award, Athlone Fellowship, The Canadian Construction Asso- ciation Award). Hospital Laboratory Technician: Louise Anna Torfason, Wadena, Sask. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson Donald Olsen, stund. theol., sem nú stundar guðfræðinám í Minneapolis, prédikar við árdegismessuna 1 Fyrstu lút- ersku kirkju á sunnudaginn kemur, 5. júní, kl. 11. ☆ Associate in Arls (2nd Year Regina College): Fjola Margaret Johnson, Regina. Donald Gene Olafson, Windthorst. Medicine: Patricia Carmelle Thorfinnson, B.A., Wynyard. Kaupið Lögberg Hvar, sem leið yðar liggur í Canada Býður EATON'S yður þjónustu sína Með hliðsjón af því, að við hendi eru 56 búðir að viðbættum 4 póstpantanamið- stöðvum og yfir 260 pantanaskrifstofum frá strönd til strandar, er EATON’s til taks varðandi leiðbeiningar um val fyrsta flokks vörutegunda, sem seljast við sann- gjörnu verði. Þér getið verzlan í fullu öryggi þar sem þér njótið trygginga vorra síðan 1869. "Vörur óaðfinnanlegar eða andvirði endurgreitt" *T. EATON Cft— WINNIPEG CANADA Stærstu smásölusamtök í Canada

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.