Lögberg


Lögberg - 09.06.1955, Qupperneq 4

Lögberg - 09.06.1955, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. JÚNI 1955 Vert fylztu þakkar Síðan að Lögberg birti ritstjórnargreinina hinn 12. maí, „Gáð til veðurs“, hafa ritstjóranum borist mörg bréf um framtíðarhorfur blaðsins, undantekningarlaust vinsamleg og þrungin alvöru; má það af bréfum þessum ráða, að menn láta sér ekki á sama standa hvað um blaðið verði, fleiri hafa nú þegar greitt áskriftargjöld sín en áður var, þó víst sé, að slíkt hið sama verði aðrir kaupendur þess að gera, svo að allir verði skuldlausir við blaðið um næstu áramót; uppá- stunga ritstjórans um styrktarfélaga hefir mælst vel fyrir og er þegar farin að bera nokkurn árangur, enda er slíkt mjög tíðkað, er um menningarstofnanir ræðir, sem af eðlilegum ástæðum eiga erfitt uppdráttar; mætti samtakanna verða engin takmörk sett. Aldurhniginn velunnari Lögbergs, J. A. Vopni, fyrrum stórbóndi í Swan River-bygðinni, en nú búsettur að Gimli, kemst meðal annars þannig að orði í bréfi til ritstjórans frá 14. maí s.l.: „Ég las ritstjórnargreinina í Lögbergi, „Gáð til veðurs“, með blandinni ánægju; ég hefi verið að velta því fyrir mér hvað hægt væri að gera blaðinu til varanlegrar styrktar og ég aðhyllist tillögu þína um reglubundinn, árlegan stuðning frá íslendingum jafnt í Canada sem Bandaríkjunum, því íslenzk tunga viðurkennir engin landamæri; mér kemur því til hugar, að rétt sé og sanngjarnt, að sérhvert íslenzkt bygðarlag beiti sér fyrir um söfnun árlegs tillags frá ein- staklingum innan vébanda sinna og tryggi með því framtíð blaðsins, því án þess megum við ekki undir neinum kringum- stæðum vera; mér hefir hugkvæmst, að tillögin ættu að vera frá $10, $25, $50, eða jafnvel upp í $100. Þessar upphæðir þyrftu ekki endilega að greiðast í einu lagi ef víst væri að þær bærist blaðinu fyrir lok hvers fjárhagsárs; ég treysti þér manna bezt til að ráða úr þessu vandamáli sakir kunnug- leika þíns í bygðum okkar Vestur-lslendinga og langrar reynslu". Ungur, íslenzkur lögfræðingur, sem nú býr í fjarlægð við Winnipeg, skrifar ritstjóranum hinn 31. maí s.l., en honum farast varðandi Lögberg þannig orð: „Ég læt dálitla peningaávísun verða samferða bréfi þessu, sem ég vona að komi að einhverjum notum; ég hefi ávalt verið þeirrar skoðunar, að útkoma Lögbergs væri hvorki meira né minna en nauðsyn, eigi okkur, sem erum af íslenzku bergi brotin, að lánast að viðhalda menningarlegum sam- tökum og vitneskjunni um uppruna okkar og ætt; ég treysti því að undirtektir almennings verði góðar og sem allra víð- tækastar og mun þá vel fara“. Þó eigi sé vitnað hér að sinni í fleiri en þessi tvö bréf, eru þó mörg önnur, sem borist hafa, rituð í sama anda. I hinu fagra kvæði Kristjáns Jónssonar, Vonin, standa eftirfarandi ljóðlínur: „Alt, sem lifir lifa girnir, lífið heli móti spyrnir. Þegar lífsins löngun hverfur lífið er eðli sínu fjær“. — Þó öllum sé ljóst, að stundaglasið renni út tíðum fyr en varir, búa þeir sig þó jafnan undir lífið engu síður fyrir það, og þeir vilja heldur ekki að alt fari með þeim í gröfina; flestir eiga einhver þau hugsjónamál, er þeim er ant um að lifi þá sjálfa; einhverjar þær stofnanir, einhver þau mannfélagssamtök, sem þeir óska langlífis niðjum sínum til blessunar; og með þetta fyrir augum, búa þeir oft í haginn varðandi viðhald slíkra samtaka eða mannfélagsstofna, svo sem með því, að minnast þeirra í erfðaskrám sínum. Enn er margt fólk í þessu landi, sem ann hugástum ís- lenzkri tungu og vill margt á sig leggja henni til fulltingis. Lögberg og íslenzk tunga hafa átt langa samleið í þessari álfu og enn eru við hendi næg verkefni, sem krefjast þess að þessir tveir aðiljar haldist í hendur um fjölda mörg ókomin ár, enda hefir það sjaldan þótt mannsæmandi að leggja árar í bát þó við mótbyr sé afli að etja, en þá fyrst reynir á þolrifin. Samson Jónasson Samson Jafnvel þó dauðsföll séu tíðar fréttir meðal íslendinga, vekja þau ætíð bæði athygli meðal almennings og söknuð meðal vandamanna og vel- unnara. Svo var við fráfall Samsons J. Samsons, er lézt snögglega þann 19. maí síðast- liðinn. Hann hafði að vísu átt við vanheilsu að búa um all- langa hríð, en fáir bjuggust við umskiptum svo hraðfara. Samson var fæddur í Keldu dal í Skagafirði 14. júní 1876, sonur hinna merku hjóna Jónasar Jónssonar og konu hans, Bjargar Jónsdóttur. Systkini hans voru sem hér segir: # Jón, fyrv. lögregluþjónn, Sigurður, Dýrfinna, Sigríður, Steinunn og Þorbjörg. Af þeim er Jón einn á lífi. Samson lifir kona hans, Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Nýja-íslandi; sonur, Jón V. Samson prentsmiðjustjóri, | sem ætíð var föður síns hægri hönd. Einnig lifa tvær dætur: Lillian og Guðrún, sú þriðja, Margét, er látin fyrir nokkrum árum. Samson fór með foreldrum sínum og systkinum til Vest- urheims árið 1887. Skömmu eftir aldamót gekk hann í lögreglulið Winnipeg- borgar, var í því 19 ár og gat sér þann orðstír að vera mesta karlmennið og krafta- maðurinn af 220 lögregluþjón- um í borginni; enda var það ekki langt að sækja, því faðir hans var afrendur maður að afli, samfara því sem hann var fimur á alla lund. Samson hætti hjá lögreglu- liði borgarinnar í stóra verk- fallinu 1919, en tók þá að sér samskonar starf hjá einkafé- lögum hér í bæ, og vann við það í 20 ár. Hann gat sér á- gætan orðstír í hvívetna við þessi störf. Á síðari árum leið hann af vanheilsu mikilli, sem vann að lokum á þessum hrausta og harðfenga manni. Svo virðist stundum sem ýmsir hæfileikar mannanna séu ekki gjöf, eins og sumir halda fram, heldur lán, sem hægt er að innheimta með okurrentum, án mikils fyrir- vara. Mér, fyrir mitt leyti, finnst eitthvað vanta á Sargent Ave., síðan Samson hvarf úr rauða hægindastólnum í bill- jarndstofunni þar, og eins úr kaffihúsinu í sömu byggingu. Af. því að langir verða dagar, að sitja þá aleinn alla tíma í þröngri herbergiskytru, við nauman yl, var hinn látni daglegur gestur á þessum látnu stöðum og gaf hann þeim sérstakan svip og yfir- bragð. Vitanlega eru þessi gömlu sæti setin af öðrum síðan Samson Jónasson Samson hann leið, en það eru aðrir menn með öðrum persónu- leik og áhugamálum, öðrum lífsskoðunum og tilfinning- um. Samson var auðkenndur hvar sem hann var; hann var ætíð kunningjamargur, en í raun og veru fremur vinafár, þau ár sem ég þekkti hann bezt, eins og stundum vill verða þegar þeirra er mest og sárust þörf. Mörgum hættir við að setja vináttu og kunningsskap í eitt og sama númer og láta þar við sitja; en það er al- gjörlega rangt; þar er um tvö mismunandi hugtök að ræða, álíka sundurleit eins og sumar er vetri. Kunninginn er reiðubúinn að sitja með hverjum sem er, við kaffiborðið og halda uppi samræðum. Það styttir að vísu tímann, þegar ekki er í annað hús að- venda, en þar með er þeim málum lokið, þar til næsti dagur rennur upp og sama sagan endur- tekur sig með litlum breyt- ingum. Vinurinn er af alt annari tegund, hann færir stórar og smáar fófmir, sem fáir vita um og hvergi eru skráðar, en eru ómetanlegar og kær- komnar þeim, sem eru hjálp- arvana að einhverju leyti. Meðal hins f jölmenna kunn- ingjahóps hins látna, varð ég var tveggja manna, auk Jóns sonar hans, sem ótvírætt til- heyrðu hinum síðarnefnda flokki, en þó gat vel verið um fleiri að ræða, þó mér væri ekki þar um kunnugt. Ég tek mér það bessaleyfi að geta þessara tveggja manna sérstaklega vegna þess að án þeirra drengskapar, er ég viss um að hagur hins látna hefði orðið lítt bærileg- ur um alllangt skeið. Þeir eru Ekki er óhugsandi, að einhverjir þeirra, sem skygnast vilja fram í tímann komi auga á þá staðreynd, að með því að lengja líf Lögbergs lengi þeir einnig líf íslenzkunnar, og því þá ekki að minnast blaðsins í erfðaskrám? Kristján Eyjólfsson og Gestur Davíðsson. Vanheilsan lá þungt á Sam- son heitnum og kveið hann því mjög, ef slíkt ástand yrði langdregið. Hann var því hverri hjálpandi hönd þakk- látur, þó hann hefði ekki mörg orð þar um, því hann geymdi heita og næma til- finningu undir hrjúfu yfir- borði. Honum mun hafa fundizt veður öll válynd og tvíræð öðru hverju, en hann var manna ólíklegastur til að mæla æðruorð eða kvarta um þau efni. Hann aðeins beitti breiðu herðunum gegn stormi og straumi og sparn við fótum. Sem einn af kunningjum hins látna er ég — undir kringumstæðunum — glaður að nú er skipt um vistir. Jónbjörn Gíslason Kalt vor á Vestfjörðum Þingeyri, 10. maí Lítill afli hefir verið fyrir Vestfjörðum undanfarið, og eru bátar héðan frá Þingeyri hættir vertíð. Steinbítsveiðin brást alveg, en hún hefir venjulega verið talsverð um þetta leyti..— Nokkrir menn eru nú að útbúa trillur sínar til handfæraveiða og munu tveir héðan hefja þær veiðar um helgina. — Hrognkelsa- veiðin er sáralítil og stunda hana fáir. Kali vor Vorið byrjaði hér með kuld- um vestra. Er 5—6 stiga frost á hverri nóttu. Er þetta mjög erfitt vegna sauðburðarins, sem nú er hafinn. Hefir hann þó gengið vel enn sem kómið er. Ærnar eru látnar bera inni, og verða menn að hafa þær í hlöðum, þar sem ekki þykir óhætt lambanna vegna að ærnar beri á grindum í fjárhúsum. Skapar þetta tals- vert vafstur og fyrirhöfn. Klaki í jörðu Túnávinnsla er ekki byrjuð. Klaki er í jörðu og enginn gróður að heita má. Snjór er ekki enn horfinn úr byggð og er mikill á heiðum. Byrjað er að lagfæra vegi í firðinum nokkuð, og er nú bíl- fært til Flateyrar. Hins vegar er svo mikill snjór á Rafns- eyrarheiði að á miklum hluta leiðinnar til Rafnseyrar sér hvergi í vegarkantinn. Vegur- inn í sjálfum firðinum er ekki mikið skemmdur eftir veturinn, en einna örðugasti kaflinn á Keldudalsveginum er frá Sveinseyri. Áburður frá Gufunesi í dag er Arnarfell að losa hér á Þingeyri íslenzkan á- burð, sem fer út um sveitirn- ar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenzkur áburður kemur hingað í fjörðinn, og er mikil eftirvænting í mönnum að taka hann í notkun. —Mbl.. 13. maí

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.