Lögberg - 09.06.1955, Side 8

Lögberg - 09.06.1955, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1955 Úr borg og bygð Hinn 8. apríl síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Grand Forks, N. Dak., ekkjufrú Kristjana Jackson og Mr. A. L. Odegard. Frú Kristjana starfaði um hríð á skrifstofu Lögbergs og á margt vina hér í borg; þau Mr. og Mrs. Ode- gard voru stödd hér í borg- inni í fyrri viku og var rit- stjóra Lögbergs það mikið ánægjuefni, að hitta þau að máli. ☆ Víðir P.O., Man. 30. maí 1955 Gefið í kirkjubyggingar- sjóð Víðir-safnaðar: Mrs. Dave Kaye, Cran- brook, B.C. ..........$10.00 Mrs. Guðrún Magnússon og börn, í minningu um hina mörgu og kæru liðnu ná- granna ...............$25.00 Alls í sjóði $1010.85 Með kæru þakklæti, Rúna Jónasson. féhirðir ☆ A meeting of the Jon Sig- urdson Chapter I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. J. F. Kristjanson, 246 Mont- gomery Ave., Winnipeg 13, Man., on Friday June lOth at 8 o’clock. ☆ Mr. Jón Vigfússon frá Riverton var staddur í borg- inni á þriðjudaginn. ☆ ' Mr. S. Wopnford sveitar- oddviti í Bifröst var staddur í borginni í fyrri viku. S P A C 6 CONTRIBUTED B Y WINNIPEG BREWERY IIMITID MD-3SI Ungmenni fermd í lútersku kirkjunni í Glenboro Hvíta- sunnudag, 29. maí, af sóknar- prestinum: Elin Margaret Josephson Evelyn Colleen Joel James Allen Joel Wayne Paul Johnson. Ennfremur voru eftirtalin ungbörn skírð: Heather May, dóttir Mr. og' Mrs. G. M. Skaftfeld, Wpg. Jack Ronald, sonur Mr. og Mrs. J. T. Phelps, Winnipeg. Allan Craig, sonur Mr. og Mrs. A. E. Frederickson, Glenboro. Pauline Margaret, dóttir Mr. og Mrs. H. K. Jónsson, Stockton. Robert John, sonur Mr. og Mrs. B. J. ísleifson, Glenboro. ☆ STRÖNDIN, Vancouver, B.C. stofnar til 17. júní hátíðar- halds í Hotel Georgia, 17. júní, kl. 8 e. h. Valdir ræðumenn flytja stutt, viðeigandi og skemmti- leg ávörp á báðum málunum. Fræg söngkona syngur ís- lenzk og ensk lög. Góðar veit- ingar verða fram bornar og fyrsta flokks hljómsveit spilar fyrir dansi fram á nótt. Inngangur aðeins $2.50 á mann og alt ofanskráð inni- falið. Verður þessi samkoma nán- ar auglýst bréflega, því fleira verður á skemmtiskrá. ☆ Hingað kom til borgar á sunnudaginn Mr. Thorhallur Blondal hárskurðarmeistari frá San Francisco, California, og dvaldi hér fram á þriðju- dagsmorgun. Mr. Blondal er ættaður frá Hvammi í Húna- vatnssýslu og fluttist til Vest- urheims um aldamótin; hann hefir við góðum árangri rekið iðn sína í áminstri borg síðan 1923. Hann á margt ættmenna hér í borginni, en héðan hélt hann suður til Spanish Fork til að sitja aldarafmæli Is- landsbygðar í Utah. ☆ Laugardaginn þ. 7. maí s.l. kl. 3 e. h. voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni að Brú, Cypress River, Ruth Lillian, dóttir Mr. og Mrs. H. S. Johnson frá Cypress River og Mervin Charles, sonur Mr. og Mrs. D. J. McKay frá Pilot Mount, Man. Brúðurin var leidd til altaris af föður sínum. Svara- menn voru Mrs. E. Tufvande og Lois Johnson systur brúð- urinnar og Wilma Stevens, Jim Bell, Howard Johnson og A1 Lee. Árni Sveinsson frá Baldur lék á orgelið. Mr. A. McKitrick frá Pilot Mound söng “The Lord’s Prayer” og “O promise me”. Fjölmenn og vegleg veizla var haldin í samkomuhúsinu að Brú eftir hjónavígsluna. — Ungu hjónin fóru í brúð- kaupsferð til Bandaríkjanna. Þau setjast að í Baldur. Stórhríð í útsveitum norðan lands Stórhríð var norðan lands í fyrrinótt og gær, og var tals- vert mikill snjór kominn strax í gærmorgun. Er þetta mjög vont vorhret, en senni- lega ekki sérlega skaðlegt, þar eð fé hefur mjög víða ekki verið sleppt enn og sauð- burður ekki byrjaður nærri alls staðar. Mikil snjókoma var í gær- kvöldi víðast norðan lands. Þannig var á Akureyri, Sauð- árkróki, Raufarhöfn, og einn- ig austan lands á Dalatanga. I Grímsey var kominn skaf- renningur. Leitað var til Slysavarnafélagsins í gær vegna bifreiðar, sem strandað hefir á leiðinni milli Húsa- víkur og Akureyrar. Frost var talsvert í fyrri- nótt og veðurhæð talsverð. Er sums staðar óttazt, að vegir verði illfærir eða ófærir, og þær ær, sem bornar eru verða fyrst um sinn á húsi og fullri gjöf- Ólafsfirði í gær: Stórhríðar- veður skall á kl. 4.30 í nótt og í morgun var snjór orðinn 25 cm. jafnfallinn. Þá fór að hvessa. Frost er 2—3 stig. Lágheiði var mokuð í gær- kvöldi og er hætt við að hún verði ófær að nýju. Vegir að verða ófærir Hofsósi í gær: Varla hefir svo mikill snjór komið á jafn- skömmum tíma og í nótt og dag. Eru komnir djúpir skafl- ar og vegir hér út með Skaga- firði verða ófærir, ef ekki hættir að snjóa. Sauðfé er á húsi enn. Haugasjór og hvassf Húsavík í gær: Hér hefur verið hvasst með hríð og frosti, svo að mikill snjór er kominn. Frostið er 2—4 stig. Haugasjór er og ekki sjóveð- ur. Fé hefur óvíða verið sleppt, en sauðburður er að byrja 1 S.-Þing. og kominn vel af stað hér á Húsavík. í N.- Þing. er sauðburður ekki byrjaður. Djúpir skaflar eru niðri á láglendi hér í Húnaþingi eftir snjókomuna í nótt. Hríðar- veður hefur verið í dag, en þó ekki stórhríð. Fé er alls staðar í húsi nema í fremstu dala- bæjum, þar sem yfirleitt er Þeir Benedikt Ólafsson, Elías Dagfinnsson og Heimir Thorgrímsson fóru suður til Bandaríkjanna í skemtiferð í vikunni, sem lei?S. ☆ Nafn Kenneth Wayne Stephanson átti að verða sam- ferða nöfnum hinna ferming- arbarnanna í Selkirksöfnuði, en féll úr í handriti af vangá, en nafnalistinn var birtur í Lögbergi í fyrri viku. ☆ Nýlátinn er í Selkirk Hallur Gillson 83 ára að aldri. búið að sleppa því fyrir nokkru. Birti upp síðdegis Siglufirði í gær: Stórhríð var hér í nótt og töluverður snjór kominn. Seinni partinn í dag birti upp og er komið sæmilegt veður. —Alþbl.. 13. maí Brúðkaup Á sunnudaginn 5. júní voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni á Gimli, Dolores Jóhanna Jóhannesson hjúkrunarkona og Jónas C. Sigurgeirson, Flying Officer, R.C.A.F. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Helgi Jóhannes- son, Gimli, en brúðguminn einkasonur Rev. og Mrs. Skúli Sigurgeirson, Duluth, Minn. Faðir brúðgumans fram- kvæmdi hjónavígsluna með aðstoð sóknarpréstsins Rev. Harald S. Sigmar. Dr. F. E. Scribner lék á orgelið; Miss Lorna Stefánsson söng, en Mrs. S. Stevens annaðist undirleik á píanó. Brúðar- meyjar voru Misses Mary Ellen Scott og Elín Arnason, Mrs. Carl Malm, og litla Linda Stamp blómamey; en Robert Larsen og Wilfred Benson að- stoðuðu brúðgumann. Carl Malm, Marino Tómasson og Charles Tandy vísuðu gestum til sætis. Að lokinni hjónavígslunni var sezt að borðum í neðri sal kirkjunnar. Rev. Sigmar hafði veizlustjórn með hönd- um. Dr. Rúnólfur Marteinsson flutti bæn. Dr. Björn Péturs- son frá Winnipeg mælti fyrir minni brúðarinnar. Mr. Lar^ sen las fjölda heillaóska- skeyta, er borizt höfðu víðs- vegar að; ennfremur flutti Rev. Sigmar margar kveðjur frá fólki, er ekki gat komið MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 12. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-lslandi Sunnud. 12. júní: Geysir, kl. 2 Árborg, kl. 8 báðar messurnar verða á ensku. Robert Jack vegna ófærra vega. Brúðgum- inn flutti hlý þakkarorð. Brúðkaupið var fjölsótt; gestir lengst að komnir voru þrenn hjón frá Minnesota: ríkisþingmenn Erdahl og Haf- stead og konur þeirra, Mr. og Mrs. Robert Larsen. Miss M. E. Scott frá Chicago; Mr. og Mrs. McKillip frá Dauphin; Mrs. S. E. Sigurdson, Winni- pegosis og frá Winnipeg og bygðunum umhverfis. Heimili Mr. og Mrs. J. C. Sigurgeirson verður í Winni- peg. Lögberg óskar þeim til hamingju. 17. JÚNÍ Þjóðræknisdeildin Frón efnir til kvöldskemmtunar í Sambandskirkjunni á Sargent og Banning föstudaginn 17. júní 1955, klukkan 8.15 síðdegis O CANADA — Ó, GUÐ VORS LANDS Við hljóðfœrið: SIGRID BARDAL SKEMMTISKRA: ÁVARP FORSETA ........................Jón Jónsson SÖNGUR AF SEGULBANDI ..........Barnakór Akureyrar Söngatjóri: BJÖRGVIN JÖRGENSON EINSÖNGUR ...............Erlingur Eggertson, L.L.É. Víð hljóðfœrið: MRS. MCGREGOUR UPPLESTUR Margrét Guðmundsson — Pjóðhátíöarljóð Davíðs Stefánsson 1954 — I. PIANO SOLO Þóra (Ásgeirsson) Du Bois 1) liurlesca ö 2) lntermezzo ö............PÁLL ISÓLFSSON 3) Capriceio J II. VIKIVAKI ....................Sv. Sveinbjörnsson ERINDI (Kona forsetans) ..........Ingibjörg Jónsson EINSÖNGUR .......................Lilja Eylands.B.A. Við hljóðfœrið: SIGRID BARDAL SÖNGUR AF SEGULBANDI ..........Barnakór Akureyrar ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Við hljóðfœrið: SÍGRID BARDAL Kvenfélag Nambandssafnaðar stendur fyrir kaffiveitbiyum i neðri sal kirkjunnar að samkomunni lokinni, og kosta þœr aðeins 25c INNGANGUR 50c

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.