Lögberg - 23.06.1955, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNI 1955
3
QUO VADIS?
Business and Professional Cards
S. O. BJERRING
Þegar ég fer að rifja þetta I
upp fyrir mér núna, þá er það
eins og að rekja spor í sandi
eða mjöll eftir að vindsveipur
hefur gengið yfir, krókótta
slóð eftir tvo fætur, ofan frá
hasnum inni í dalnum, niður
til bæjarins út við sjó.
Ég er staddur í Málmey við
Eyrarsund, eitt síðkvöld í
nóvember, farþegi á þriðja
farrými í næturlest, í klefa,
sem ætlaður er sitjandi fólki,
því að svefnvagnarnir eru
fullskipaðir; og framundan
óralöng sænsk nótt. Ég er
kominn í gegnum tollinn,
einnig útlendingaeftirlitið
með sinni gjaldeyrisyfir-
heyrslu og vegabréfaskoðun.
Sit einn út af fyrir mig og bíð
brottferðar. En ég hef enn
ekki getað gleymt vegabréfa-
skoðaranum, þessum varð-
hundi landamæranna. Get
ekki að mér gert að muna
hann enn, hvar hann sat inni
1 básnum sínum eða hólfinu
ofan við landgöngubrúna, stór
°g kraftalegur, og maður sá
hann ekki fyrr en maður stóð
beint fyrir framan hann.
Hann leit á mig snöggt og
grimmilega um leið og hann
tok við vegabréfinu, eins og
hann væri staðráðinn í að
Ijósta upp um mig glæp, af-
hjúpa í leiftursókn dulinn
andskota í fari mínu. En
sy° sleppti hann mér fram hjá
Ser, inn í föðurland sitt í
norðri, ojá, lét mig sleppa.
Þetta er ég að hugsa um
þangað til lestin rennur af
stað, þangað til stunur lestar-
mnar, titringur og skjálfti
hafa slitið mig úr sambandi
við allt sem var og verður og
gefið miskunnarlausu augna-
bliki líðandi stundar alræðis-
vald yfir skynjun minni og
tilfinningum. Svartahaf hinn-
ar sænsku haustnætur svarrar
^ið nötrandi gluggarúðurnar.
hað er ekkert að sjá.
Mannsaldur líður, að mér
tinnst, annar mannsaldur og
hinn þriðji, öldin okkar hlýt-
Ur að vera liðin og önnur ný
runnin upp, þó ég hafi ekki
°rðið þess var, eða eru vís-
indin kannske búin að
slökkva á sólinni og fram-
alla ragnarök, svo sem spáð
efur verið? — Nei, ekki enn,
ekki enn: Það er allt í einu
ekið að skíma, svo sannar-
ega, sortinn skyndilega orð-
inn grár, og maður hrekkur
UPP úr einum af þessum ólýs-
anlegu, örstuttu blundum,
sem á mann renna við og við
eftir að hafa þraukað heila
nótt uppi sitjandi og án þess
að hafa nokkuð sér til afþrey-
ingar. Þetta er morgunninn
þó ótrúlegt sé, hann er kom-
lnn hingað til mín, alla leið
1Un í sænska „snabbtoget“ —
austrænn morgunn, runninn
UPP handan við Kóreu og hið
gula haf, búinn að fara vestur
yfír þver Sovétríkin, gylla
aukturna Slavans og kalífans
uiínarettur í Qum. Kom þú
blessaður, grái, langföruli
nóvembermorgun, ég hef beð-
ið þín langa nótt óþreyju-
fullur.
Úti var stormur og sjódrífa,
kóf í rjóðrum, skógarnir upp-
fenntir, og' það fór um mig
hrollur eitt augnablik. En svo
sá ég, að út úr fönninni lýsti
grænt — að undan mjöllinni
skinu algrænir viðir og flétt-
uðu saman sitt lifandi lim.
Það var eins og þeir tækju
höndum saman í bylnum,
staðráðnir í að styðja hver
annan hvað sem á gengi, svo
hvorki megnaði veturinn að
brjóta þá né beygja.
„Samhjálp — samvinna“,
flaug mér í hug. Mér hafði
birzt táknmynd hinna mátt-
ugu samtaka fólksins, hvers
gestur ég átti nú að verða um
skeið; einnig hér í uppfennt-
um skóginum ríkti andinn
frá Rochdale. Klukkan tæpt
níu komum við til Stokk-
hólms.
„Stokkhólmur — Lagar-
drottningin — Feneyjar Norð-
urlanda,“ — ég nefndi öll
nöfn hennar, fyrst áfram,
síðan aftur á bak, en það
stoðaði ekki: Sesam hélt á-
fram að vera lokuð, ég var
einn, það var enginn mættur
til þess að taka á móti mér.
Ég hafði þó sent símskeyti til
rektorsins og boðað komu
mína. Jæja, þá það. En ég
átti ekki einn eyri í sænskri
mynt, bara ávísun, og svo
nokkrar danskar krónur. Ein-
hver tegund af tollþjónum
fór höndum um töskurnar
mínar og vildi fá tvær krónur
fyrir snúð sinn. Ég sagðist
engar eiga, utan danskar, en
þær voru ekki gjaldgengar
hér, svo sýndi ég þeim
ávísunina.
„Láttu leysa hana út“,
sögðu þeir.
„Og það skal ég gera,“
svaraði ég.
En húsbóndi myntskipti-
skrifstofunnar á járnbrautar-
stöðinni vildi ekki fást við
slíkt, sagði að bankinn einn
hefði umboð til þess. A
dönsku krónunum mínum
virtist hann hafa alveg sér-
stakan viðbjóð. Ég spurði
hann þá, hvað til bragðs
skyldi taka, „tullen“ vildi fá
tvær krónurnar sínar og ég
kæmist ekki heim í kvöld.
Við þetta neyðaróp meyrnaði
hjarta Svíans.
„Þú kemur hér seinna,"
sagði hann og rétti mér tvær
krónur í gegnum afgreiðslu-
opið. Það var eins og að vera
leystur úr ánauð. Ég náði mér
í leigubílstjóra.
1 bíl. Vasagatan liggur
framundan og það er ekki sem
verst. Ég hef lesið um Gustav
Vasa í Sögum herlæknisins
og geri mér í hugarlund, að
þessi gata sé heitin eftir hon-
um, stríðsmanninum, — og
)við ökum eftir henni. Við
stefnum á stóra byggingu
með tveimur lágum og sívöl-
um turnum upp úr þakinu.
Dr. G. KRISTJANSSON
102 Osborne Medical Bldg.
Phone 74-0222
Weston Office: Logan & Quelch
Phone 74-5818
Þetta er hús Morgon Tidning-
en, aðalblaðs sósíaldemókrata
í Stokkhólmi, öll umferð
Vasagötunnar stefnir þangað,
að mér virðist, sporvagnar,
bílar og fótgangandi fólk. Og
hefur hraðann á, eins og það
hafi allt í einu uppgötvað
sína Mekka þarna hinum
megin við Norra Bantorget og
nú sé hver síðastur að ná
heim.
En það er raunar ekki
þangað sem ég ætla, ég er
enginn sósíaldemókrati og ég
bið Islam forláts að ég skyldi
nefna helgisetur hennar í
sömu andránni, ég er Elóhím-
Suba-Sjandra-Hó-Sí og ferð
minni er heitið á fund ílajalí
í landsbyggðinni Sjangrí-La.
Guðm. Daníelsson
—SUÐURLAND
Skoti nokkur keypti sér út-
varpstæki, — en nokkrum
dögum eftir að hann hafði
keypt það, fór hann með það
í viðtækjaverzlunina og vildi
skila því.
„Er hljóðið slæmt í því?“
spurði afgreiðslumaðurinn í
viðtæk j a verzluninni.
„Nei, það er allt í lagi með
hljóminn," svaraði Skotinn.
„En lamparnir lýsa svo dauft,
að það er ekki nokkur leið að
lesa við þá“.
☆
Vitur eiginmaður lætur sér
ekki bregfða þó kona hans sé
staðráðin í einhverju. Hann
veit, að hún er fljót að skipta
um skoðun.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-4624
J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU
EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Phone 3271 Selkirk
Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home
Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somersel Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA
Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered, Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. , And offices at: FORT WTLLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN
Hafið H öf n í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C.
Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlinglon and Sargent Phone 3-5550 We Handle School Supplies We collect light, water and phone bills. Post Office