Lögberg - 23.06.1955, Page 4

Lögberg - 23.06.1955, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1955 Lögberg Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J, T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Afmælisbörnin tvö Það er engan veginn víst, að fólk alment geri sér þess ljósa grein hve mikilvægt það sé, að tvö Sléttufylkin canadisku skuli eiga fimtugsafmæli á árinu, sem nú er að líða; þó er þetta staðreynd' sem nær til Saskatchewan og Alberta fylkjanna; þau öðluðust bæði stjórnskipuleg fylkis- réttindi árið 1905 og hafa nú í undirbúningi fjölbreytt hátíðahöld í tilefni af atburðinum; þau eru því óneitanlega enn á æskuskeiði, þó þróun þeirra hafi orðið örari og risa- vaxnari, en flestir munu hafa vogað sér að láta sig dreyma um; fylki þessi, hvort um sig, eru í rauninni orðin að stór- veldum innan fylkjasambandsins canadiska, en slíkt á rót sína að rekja til þeirra nálega ótæmandi náttúrufríðinda, sem þau búa yfir; þegar vel viðrar, „rennur lifandi korn- stangamóða“ frá einu horni Saskatchewanfylkis til annars, sem eigi aðeins brauðfæðir sína eigin íbúa, heldur og miljónir manna, kvenna og barna vítt um heim. íslenzka landnámið í Saskatchewan er svo að segja jafngamalt fylkinu. Auk hinnar umfangsmiklu kornræktar, framleiðir fylkið kynstrin öll af búpeningi, starfrækir námur og fiskiveiðar í stórum stíl og hefir komið á fót næsta fjöl- breyttum iðnaði; skólakerfi fylkisins er komið á hátt stig og slíkt hið sama er um samgöngur að segja. Frá náttúrunnar hendi er Saskatchewan stórauðugt fylki, þó mikilveráustu auðæfi þess séu vitaskuld fólkið sjálft, sem lagt hefir hönd á plóginn, ræktað jörðína og gert sér hana undirgefna; það er þetta harðsnúna fólk af svo að segja óteljandi þjóðernum, með eitt og sameiginlegt markmið fyrir augum, sem helgar krafta sína canadisku þjóðinni í heild, þar sem hvert þjóðar- brot leggur fram sinn skerf til trausts og halds því menn- ingarlega tígulsteina musteri, er svipmerkja skal fylkið í aldir fram. Virðulegar skrautútgáfur af dagblöðum og vikublöðum innan vébanda fylkisins, eru þegar teknar að koma fram á sjónarsviðið og mun von á fleirum eftir því, sem lengra líður á; eitt vikublað, vandað að frágangi, hefir Lögbergi borizt, en það er gefið út í bænum Watson, og helgað bygðarlögunum í því umhverfi; í það blað ritar ágætur Islendingur, Walter Freemanson, sögu Quill Lake bygðar- innar, vel samda og stórfróðlega, en hann er eini maðurinn af íslenzkum stofni, sem búsettur er í bænum Quill Lake. Þá eru og í uppsiglingu bækur, sem fjalla um landnám og sögu fylkisins, en eina slíka bók, sem lýtur að íslenzka landnáminu í Saskatchewan, hefir W. J. Lindal dómari samið og er hún í prentun hjá The Columbia Press Limited hér í borginni; ritstjóri þessa blaðs hefir kynt sér handrit bókarinnar og er ekki í neinum vafa um það, að frá sögu- legu og bókmentalegu sjónarmiði séð, verði að bókinni hinn mesti fengur. — Það, sem hér að ofan hefir sagt verið um Saskatchewan, gildir að mestu um Albertafylkið líka, olíufylkið mikla, eins og það nú er alment kallað, þó náttúrufríðindi þess séu síður en svo einskorðuð við olíuna eina, því að fylkið býr yfir margháttaðri auðlegð af öðrum tegundum, engu síður en áminst systurfylki þess, og íhyglisvert er það, að á örfáum árum hefir höfuðborg fylkisins vaxið örar en nokkur önnur borg í Vestur-Canada; andlegt líf í Alberta stendur í miklum blóma. Lengi vel bjuggu bæði þessi fylki við Liberalstjórnir, sem torvelt reyndist að rýma úr sessi; en á kreppuárunum hófu þau hvort um sig eins konar nýsköpun á vettvacgi efnahagsmálanna, er stafaði að miklu leyti frá samtökum bænda og hrundu Liberölum algerlega af stóli; í Alberta tók við völdum svonefnd Social Credit stjórn, sem enn ræður þar ríkjum, en Saskatchewan gekk C.C.F.-sinnum á hönd, er enn ráða þar lofum og lögum; forsætisráðherrarnir tveir, þeir Manning í Alberta og Douglas í Saskatchewan, eru ólíkir um flest, bæði í sjón og raun. Manning er hár og grannur, alvarlegur í daglegri umgengni og tók það í arf frá læriföður sínum Aberhart, að beita fyrir sig Biblíunni og prédika sig til valda; hann er íhaldssamur að eðlisfari og heldur fast um pyngjuna, en slíkt fellur stóriðjuhöldum vel í geð. Á hina sveifina er Douglas hnellinn eins og Napóleon, MINNINGARORÐ: Látnir Vestur-fslendingar Jón Sveinsson Skagfjörð og Gróa Þorsieinsdóitir Mér hefir borizt frétt um lát Gróu Þorsteinsdóttur frænku minnar og Jóns Sveinssonar manns hennar, í bréfi frá Ameríku, og þykir mér viðeigandi, að skrifa nokkur minningarorð um þau til þess að ættingjar og aðrir hér heima viti það. Gróa Þorsteinsdóttir, f. 26. sept. 1887, á Engimýri við Gimli í Manitoba, var íslenzk í báðar ættir, Þorsteinn eldri faðir hennar, f. 24. apríl 1853 í Tjarnarkoti í Biskupstungum, var einn af 16 börnum Vigfús- ar snikkara frá Hiíð, Guð- mundssonar hreppstjóra í Hlíð, Þorsteinssonar fræði- manns í Skarfanesi, Halldórs- sonar. Kona Vigfúsar, Auð- björg Þorsteinsdóttir frá Út- hlíð í Biskupstungum og fyrri konu hans Steinunnar Jóns- dóttur frá Drangshlíð. Eitt barn Vigfúsar og Auðbjargar er á lífi í Ameríku, Þorsteinn yngri. Rétt er að geta þess hér, að flestir niðjar þeirra ágætu hjóna eru þar úti; Þorsteinn eldri fór vestvir til Ameríku eftir að faðir hans dó 1875 í Víðinesi. Þorsteinn var kvæntur ágætri konu, Kristínu Jónsdóttur gull- smiðs í Reykjavík, Bernharðs- sonar, og var hún systir Bjarna Jónssonar, sem byggði Bjarnaborg í Reykjavík. Þor- steinn og Krrstín áttu saman tvö börn, Gróu og Vigfús, sem dó við háskólanám úti. Gróa giftist ágætum manni íslenzk- um, Jóni Sigurði Sveinssyni frá Hrauni á Skaga í Skaga- firði og var þeirra hjónaband farsælt; þau áttu saman tvö börn: Kristinu Benson í Ár- borg og Berard Skagfjörð í San Francisco, Californíu. Gróa var 7æn kona og vel gefin eins og hún átti kyn til, og það hefir mér verið sagt, að hún væri góðgjörn og trúræk- in. Hún andaðist úr slagi í apríl 1952. Jón Skagfjörð, maður hennar, var vel ættað- ur, og koma ættir þeirra hjónanna saman í föðurætt hennar, þannig: Þorsteinn eldri, Auðbjörg, Þorsteinn í Úthlíð, Þorsteinn á Hvoli í Mýrdal, Þorsteinn Steingríms Hinn 5. apríl 1953 (páska- dag) varð sá sorglegi atburð- ur í New Westminster, B.C., að íslenzkur piltur, Kristján Gestur Steinberg, hvarf frá sjúkrahúsi þar sem hann hafði verið til lækninga. Var leit þegar hafin, bæði af ætt- ingjum hans og lögreglunni, en leitin reyndist árangurs- laus, og hafa foreldrar hans og systkini orðið að lifa við þá hugraun að vita ekkert um afdrif hans, eða hvort hann var lífs eða liðinn. En nú í vor, hinn 15. maí (á sunnudag og eftir rúm tvö ár) fundust líkamsleifar hans af tilviljun í þéttum skógar- runni um hálfa mílu frá sjúkrahúsinu, sem hann hvarf frá. Alt virtist benda til þess, að hann hefði gengið út sér til hressingar, en orðið snögg- lega veikur, leitað sér skjóls í skógarrunnanum og dáið þar, að líkindum af hjartabilun, enda var það niðurstaða dóm- nefndar þeirrar (Coroners Jury) er rannsakaði málið. Kristján var fæddur 3. marz 1920 í Foam Lake bygð- inni í Saskatchewan. Foreldr- ar hans eru, Helgi Steinberg og kona hans, Kristín, og eru þau ættuð úr Eyjafirði og Suður-Þingeyjarssýslu. Eftir- lifandi systkini eru: Ingimar, ógiftur og til heimilis hjá for- eldrum sínum rétt norðan við Blaine,. Washington, Canada- megin við landamærin; Þór- unn, Mrs. Borgfjörð, er býr í son í Kerlingardal, bróðir Jóns prófasts í Kirkjubæjar- klaustri. Gróa var sjötti liður frá Þorsteini í Kerlingardal. Jón Skagfjörð Sveinsson f. 9. sept. 1883 á Hrauni á Skaga; þar bjuggu foreldrar hans Sveinn Jónatansson bóndúf. 4. febrúar 1853 og Guðbjörg Jónsdóttir kona hans f. 9. sept. 1849. Þess má geta, að þau búa á Hrauni 1890. Hjá þeim eru þrjú börn þeirra: María Jó- hanna 14 ára, Jón Sigurður 7 ára og Steinn Leó 4 ára. Ætt Jóns Skagfjörð er rakin í ættum Skagfirðinga af Pétri Zophoníassyni. Nefnast þær Hrauns- og Skefilstaðaættir. Jón Skagfjörð lézt á Betel 30. janúar 1955. Þessi minningargrein, þó fátækleg sé,yá að vera kveðja til ættingja og vina hér heima og úti í Ameríku. Guð blessi minningu þeirra mætu hjóna. Reykjavík, 28. febrúar 1955 Vigfús Krisíjánsson. Laugateig 28 —VISIR, 5. marz nágrenni við foreldra sína; Sigríður, Mrs. Ólafsson, í Saskatoon, Sask.; Jónas, gift- ur, býr í Wenatche, Wash.; María, Mrs. Dury, í Clover- dale, B.C.; Helgi, giftur, í Vancouver, B.C.; og Kristín, Mrs. La Pierre, býr í nágrenni við foreldrana. Kristján sál. var jarðaður í Hazelmere grafreit, sem er fáar mílur frá heimili foreldr- anna, hinn 21. maí síðastlið- inn, að viðstöddum hóp vandamanna, vina og ná- granna, sem höfðu kynzt hon- um að góðu, því hann var hinn bezti drengur. Hann hafði unnið ýmsa vinnu og þó mest við vélar og smíðar því hann var hagur og vel verki farinn að hverju sem hann gekk, og öll sín verk í þjón- ustu annara vann hann með trúmensku og dygð. Nú er hinni nístandi kvöl óvissunnar létt af hjörtum hinna öldnu foreldra og þau geta fundið frið og huggun í minningunni um góðan son. —A. E. K. C0PINHAGEN Heimsins bezta munntóbak afburðamælskur og rabbar við hvern, sfem er eins og jafningja sinn; hann virðist vera farinn nokkuð að hægja á sér, að því er hin pólitísku trúarbrögð áhrærir og er nú hættur að amast við nýju „Capitali" inn 1 fylkið. Tímarnir breytast og mennirnir með. Douglas hatast við Social Credit og C.C.F.-sinnar eiga heldur ekki upp á pallborðið hjá Manning; 'en um það eru þeir sammála, að gera áminst hátíðahöld svo végleg sem framast megi verða. Krisf-ján Gestur Steinberg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.