Lögberg - 30.06.1955, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚNl 1955
Frá Minneapotis, Minn.,
Úr borg og bygð
— MESSUBOÐ —
Að öllu forfallalausu verður
messað í Guðbrandssöfnuði
við Morden, í samkomuhúsi
héraðsins, sunnudaginn 10.
júlí klukkan 2 e. h. (Central
Standard Time). Enska og
íslenzka verða notaðar við
guðsþjónustuna.
S. Ólafsson
☆
Gefið í Blómveigasjóð kven
félagsins „Björk“ $5.00 í kærri
minningu um Mrs. Þóru Loft-
son, d. 19. apríl 1955. — Frá
Kvenfélaginu „Eining“, Lund-
ar, Man.
Kæra þökk,
Mrs. O. Johnson, Sec.
Lundar, Man., 28. júní 1955.
☆
Síðastliðinn föstudag lézt á
Johnson Memorial sjúkra-
húsinu á Gimli, Mrs. Guðrún
Johnson, lengi búsett að
Árnesi, Man., 78 ára að aldri,
vinföst merkiskona, ættuð úr
Skagafirði; hún lætur eftir
sig þrjá sonu, Marino, Ólaf og
Thorvald, og fjórar dætur,
Mrs. Jónas Ólafsson, Mrs.
Richard Amer, Mrs. Fred
McLelland og Mrs. Ray
Michaud, svo og einn bróður,
Dr. Thorberg Thorvaldson í
Saskatoon.
Úförin var gerð frá Unítara
kirkjunni við Árnes á þriðju-
daginn. Séra Philip M. Péturs
son jarðsöng.
☆
Tvö herbergi fyrir Light
Housekeeping, óskast til leigu
í vesturbænum hinn 15. júlí
næstkomandi. — Upplýsingar
veitir Leo Johnson, 1051
Downing Street. Sími 7Ö-8582.
*
Mr. J. Walter Johannson
leikhússtjóri frá Pine F'alls,
Man., lagði af stað síðastlið-
inn sunnudag ásamt frú sinni
í þriggja vikna ferðalag suður
um Bandaríki.
☆
Mr. Helgi Einarsson rithöf-
undur og fyrrum kaupmaður
að Gypsumville, Man., hefir
dvalið í borginni nokkra
undanfarna daga.
☆
Síðastliðinn fimtudag lézt
hér í borginni Helgi Árnason
múrhúðari ættaður úr Reykja
vík, 69 ára að aldri; hann læt-
ur eftir sig konu og uppkomin
börn, svo og einn bróður, Jón
Árnason fyrrum kaupmann
að Oak Point; hins látna verð-
ur vafalaust nánar minst við
fyrstu hentugleika. — Útförin
var gerð frá Bardals á laugar-
daginn. Séra Philip M. Péturs
son jarðsöng.
Kæri Einar Páll!
Fyrir nokkrum árum kom
hinn góði Jón Bíldfell með
skilaboð frá Lögbergingum,
að ég sendi þeim fréttir héð-
an. Færðist ég undan slíku
og benti á Valdimar, sem eina
manninn, sem þekkti alla ís-
lendinga hér. Vissum við þó
báðir, að Valdimar væri upp
í höku og nef í annríki, enda
hefir útkoman orðið sú, að
íslendingar hafa dáið hér eins
og flugur á seinustu árum.
En Bíldfell minntist sérstak-
lega á dauðsföll landanna. En
það eru hérumbil helztu
fréttir héðan, því hinir ný-
borriu hafa enga sÖgu að
segja — og svo er með flesta
hina eldri.
Samt höfum við samkomur
árlega; var sú í fyrra sérstak-
lega vel sótt, þó í vor hafi hún
verið all-sæmileg. En þann 17.
júní höfðum við útisamkomu,
sem var fámenn, eins og oftar,
enda ekki mörgum á að skipa.
Þegar ég leit yfir hópinn, þá
var helmingurinn nýkomnir
landar að heiman. Og væri
ekki um slíkt fólk að ræða,
þá mundi þessi þjóðhátíðar-
dagur gamla landsins ekki
hafa orðið upp á margar
spýtur.
Eitt er þó sérstakt við sam-
komur okkar, að menntaðir
og mælskir menn standa fyrir
palli — menn, sem vita hvern-
ig hinar miklu menntastofn-
anir eru innréttaðar (og er ég
einn af þeim, því ég hefi orðið
að gaufa um hin dimmu göng
þessara stofnana — stundum
innan um dauða menn og
dýr). — Vilhjálmur Bjarnar
stjórnaði samkomunni, og
kallaði á Bjorn Bjornson, sem
sagði meira á 5 mínútum, en
margir gera á hálfum tíma,
eins og hans er vani. Matthías
Thorfinnsson talaði nokkra
stund ágætlega um ísland,
sem sýndi bezt, hvað mikla
ánægju hann hafði af heim-
ferðinni — þrungin af ætt-
jarðarást, sem þó mun ekki
Alvarlegir
skógareldar
Umfangsmiklir og geigvæn-
legir skógareldar hafa undan-
farna daga geisað í norður-
hluta Manitoba, og er sá
mesti þeirra einungis í fimm
mílna fjarlægð frá Flin Flon;
tveir eldanna eru í grend við
Landing Lake norður og
austur af Flin Flon og Big
Island Lake; eldarnir ná að
sögn yfir tvö. þúsund ekra
svæði, og hefir fjöldi mikill
sjálíboðaliða frá Flin Flon
komið á vettvang 'til að reyna
að stemma stigu fyrir framrás
tortímingaraflanna; auk þess
hafa embættismenn skóg-
vörzlunarinnar sent til loga-
svæðanna 70 Indíána frá
Puketawagen, sem þaulvanir
eru í að ráða niðurlögum
skógarelda.
20. júní 1955
hafa verið ný í brjósti hans.
Valdimar — og án hans er
engin samkoma — las part af
greininni í seinasti Lögbergi,
„Hvað á barnið að heita“ —
og þótti okkur gaman að hin-
um gömlu nöfnum, þó sum
okkar hafi lesið Lögberg.
Væri ekki um þessar sam-
komur kvenfélagsins að ræða,
og íslenzku blöðin, þá værum
við flest dauð og gleymd. Og
hvorugt má deyja! Kven-
fólkið okkar verður að íialda
fast í lífið, og við öll verðum
að halda fast í líf blaðanna,
jafnvel þó að sumir okkar
verði ekki prentsvertuverðir
á seinustu stundinni. Væri
hægt að haga því þannig að
blöðin kæmu út aðra hvora
viku, en þó án þess að prent-
ararnir og aðrir, sem að blöð-
unum standa tapi vinnu? Ég
mundi glaður borga tvöfalt
fyrir hvort blað — og svo
munu aðrir — kannske nógu
margir? En blöðin mega ekki
líða undir lok!
Nóg sagt!
—G. T. A.
Úrslit aukakosninga
Svo sem skýrt var áður frá
að til stæði, fóru fram auka-
kosningar síðastliðinn mánu-
dag í tveimur kjördæmum til
fylkisþingsins í Manitoba,
Glenwood-Deloraine og Moun
tain kjördæmunum; kosning-
ar þessar voru sóttar af kappi
rniklu og komu þar mest við
sögu Campbell forsætisráð-
herra og leiðtogi íhaldsflokks-
ins, Mr. Roblin; úrslitin
breyttu engu til um þingstyrk
megin flokkanna; í hinu fyr-
nefnda kjördæmi náði kosn-
ingu frambjóðandi íhalds-
manna, Earl Draper, en í
Mountain gekk merkisberi
Liberala, Walter Clark, sigr-
andi af hólmi.
Kirkjuþing a Gimli
Síðastliðið laugardagskvöld
kom saman til funda í hinni
veglegu kirkju lúterska safn-
aðarins á Gimli, hið sjötugasta
og fyrsta ársþing Hins evang-
eliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Vesturheimi og
var þá formlega sett af forseta
félagsins, presti Fyrsta lút-
erska safnaðar, Dr. Valdimar
J. Eylands; við þingsetningu
voru staddir yfir 100 erindrek-
ar frá hinum ýmsu söfnuðum,
auk þjónandi og áður þjón-
andi presta; ennfremur sóttu
þingið virðulegir sendifull-
trúar hinnar Sameinuðu lút-
ersku kirkju í Norður-Ame-
ríku; með umboð fyrir hönd
herra Ásmundar Guðmunds-
sonar og Þjóðkirkju Íslands,
fór séra Ólafur Skúlason svo
sem frá er skýrt á öðrum stað
hér í blaðinu; óvenjulegur
mannfjöldi víðsvegaf að, sótti
þingið.
A Greeting
to the decsendants of the
Icelanders on the occasion
of the Centennial cele-
bration al Spanis Fork.
Utah, June 15—17, 1955
The members of the Ice-
landic organization “FRÓN“>
in Winnipeg, Canada, send
greetings and good wishes to
their kinsmen in Utah on this
most happy and auspicious
occasion.
Many of the members oi
“FRÓN” are of the older
generation of Icelanders and
so can remember back to
pioneer days themselves.
They fully realize the cour-
age, fortitude and vision
• has taken for the pioneers i°
Utah to build a new country
from the trackless wasteland
they found before them when
they arrived.
It is with the deepist joy
that the members of “FRóN’,
send their congratulations
and felicitations, remember-
ing that through these hund-
red years their kinsmen i°
Utah, have shown such a loy-
alty to the tradtions and
culture of Iceland.
On this festive occasion the
thoughts of Icelanders every-
where are with you, with the
feeling that through the neW
contacts now established with
our kinsmen in Utah, further
steps may be taken to bind
together in closer bonds oí
fellowship all the people of
Icelandic origiri, in the West-
ern hemisphere, and in Ice-
land as well.
The> festivities in Spanish
F’ork June 15—17, so carefully
planned and artistically exe-
cuted, will long be re-
mebered by Icelanders every-
where, and your activities in
the cultural sphere should be
an inspiration to the descend-
ants of Icelanders every*
where.
The members of “FRóN ’
wish you, the Icelanders i11
Utah success and happiness
in the future.
JON JOHNSON
President of “FRóN”
Winnipeg, Manitoba,
Canada.
Skiptast ó
heimsóknum
Forsætisráðherra Indlands,
Nehru, sem dvalið hefir 1
Moskvu nokkra undanfarna
daga í boði rússneskra stjórn-
arvalda, er nú horfinn heim
og lætur hið bezta af við-
tökunum; nú hefir Nehru
boðið stjórnarformanni Ráð-
stjórnarríkjanna, Nikolai
Bulgarin, til gagnkvæmrar
heimsóknar og tþk hann þvl
með fögnuði; viðræður þess-
ara tveggja forustumanna 1
Moskvu, snerust mestmegnis
uip Asíumálin, að því er ráða
má af útvarps- og blaða-
fregnum.
Góð vörumerki
oð kynnast og
kaupa eftir . . .
Veitið athygli þessum
nöfnum, er þér farið í
búð, því það, sem þér
þarnist ber að líkind-
um á sér eitthvert
þessara nafna.
— Verzlið í öryggi
— í vörugæðum og
verði.
.... einungis hjá
EATON’S
;
f
§
h.'ýyy
1Í
n|'