Lögberg - 11.08.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.08.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1955 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BEGK, Manager Utanáskrlft ritstJórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The VDögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Afmæliskveðja til Einars P. Jónssonar hólf-óttræðs Sumir eldast langt um aldur fram; aðrir bera byrði áranna svo léttilega, að furðu sætir. Einar Páll Jónsson skáld og ritstjóri Lögbergs er áreiðanlega í seinni hópnum. Þess sá ég glögg merki, þegar fundum okkar bar saman í Winnipeg fyrir stuttu síðan. Mun og fleirum fara sem mér, að þeim þyki það með nokkurum ólíkindum, að hann verður hálf- 'áttræður þann 11. ágúst í ár. En fyrst eigi verður fram hjá þeirri staðreynd komist, má ekki minna vera en ég launi honum lítillega áratuga trygga vináttu, að ógleymdri ágætri samvinnu að sameiginlegum áhugamálum, með því að senda honum stuttorða afmæliskveðju á þessum virðulegu tíma- mótum, er hann á sér þrjá aldarfjórðunga að baki. Tvö eru þau einkunnarorð, sem löngu eru fasttengd nafni Einars Páls Jónssonar og svipmerkja hann um annað fram, rilsljóri og skáld, en eðlilega fléttast þessar tvær meginhliðar á starfi hans saman með ýmsum hætti. Hann mun með réttu mega teljast aldursforseti starfandi ritstjóra íslenzkra beggja megin hafsins, því að hann hefir nú setið í þeim sessi um fjörutíu ára bil. Þær skipta því orðið næsta mörgum hundruðum ritstjórnargreinarnar einar saman, sem komið hafa frá hendi hans á þeim langa starfs- ferli hans; kennir þar að sama skapi margra grasa um við- fangsefni, er ber jafnframt vitni víðtækum áhugaefnum höf- undarins. Óhætt mun þó mega segja, að hugstæðustu um- ræðuefni hans hafi verið þjóðræknismálin og önnur menn- ingarmál vor Islendinga í Vesturheimi, því að honum er það fyllilega Ijóst, mörgum betur, hve mikilvæg þau mál eru fyrir þjóðstofn vorn beggja megin hafsins, og þá eigi síður hitt, hvert grundvallar hlutverk vestur-íslenzku vikublöðin inna af hendi í allri menningarviðleitni vor Islendinga í landi hér, og hver líftaug þau eru vor í milli innbyrðis og við heimaþjóðina. En þó að-ritstjórnargreinar Einars Páls séu ósjaldan harla athyglisverðar að efni til, þá eru þær það eigi síður hvað málfarið snertir, því að þær eru ritaðar á hreimmiklu og litbrigðaríku máli. Um hann má það með fullum sanni segja, að hann ann íslenzkri tungu hugástum, og sýnir þá ást sína fagurlega í ritmennsku sinni. Móðurmálið er honum helgur dómur, sem eigi má misbjóða eða fara um óhreinum höndum. Það er engin tilviljun, að honum hefir oftar en einu sinni í ritstjórnargreinum sínum orðið vitnað til þessara spaklegu og fleygu orða Einars Benediktssonar: Og feðratungan tignarfríð — hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. — Það orktu guðir lífs við lag; jeg lifi í því minn æfidag og dey við auðs þess djúpu brunna. Ég ætla það ekki fjarri sanni, að í þessum ljóðlínum hins mikla skálds felist þjóðræknisleg trúarjátning Einars Páls Jónssonar, sem hann hefir vitanlega með ýmsum hsetti, í eigin orðum, fært í skáldlegan og snjallan búning í kvæðum sínum. Ástin á íslenzkri tungu, á ættlandi voru og þjóð, í einu orði sagt, á öllu því, sem íslenzkt er og fegurst, er hinn heiti og djúpi undirstraumur margra ágætustu kvæða hans. Og það fer að vonum, því að þau eru runnin beint undan hjarta- rótum hans; hann er aldrei áttaviltur þjóðernislega, en skilur til fullnustu hið nána samband hanns og moldar, og hefir túlkað það viðhorf sitt með næmum skilningi og á eftirminni- legan hátt í kvæðum sínum. Gott dæmi þess er þetta erindi úr kvæðinu „Rödd úr vestri“, er flutt var yfir millilanda- útvarp 1. desember 1938, á tuttugu ára afmæli fullveldis íslands: Vort lífstré er eitt þó að afkvistað sé, og árin það styrkja í rót. Og lim þess ber út yfir aldir og rúm hið eilífa, norræna mót. Það rýrir ei afrek hins útflutta manns, og útsýnið hýrnar við það, að samstofna eining á eins fyrir því sinn íslenzka stöngul og blað. Náttúrulýsingar Einars Páls, hvort heldur er frá íslandi eða Kanada, eru tilþrifamiklar og með sama handbragði fagurs og meitlaðs málfars eins og hin snjöllu Islands- og Islendingaljóð hans. Hann er og maður fasttrúaður „á sumarið í starfsvöku dýrðlegra drauma“, því að hann veit það vel, eins og hann segir í kvæði sínu „Draumur“, að: í draumunum skapast allt dýrðlegt og hátt, hver djarfmannleg hugsun og lífsins sátt við andróðra árs og tíða. Þess vegna eru honum þá einnig langsýnir hugsjóna- menn, eins og Woodrow Wilson, kærir um aðra fram, sem og þeir af íslenzkum stofni, er átt hafa sér einhverja göfuga hugsjón, unnið henni, og reynst í starfi sínu trúir sjálfum sér, ætt sinni og erfðum. Einar Páll Jónsson hefir hyllt hinn ágæta Islandsvin, dr. Watson Kirkconnell háskólaforseta, í skörulegu kvæði, er hann nefnir „Varðmenn tungunnar“. Sjálfur hefir Einar Páll um fjögurra áratuga skeið staðið ótrauður í fremstu víglínu á verði um íslenzka tungu og menningarerfðir hér vestan hafs. Fyrir það ómælda vökumannsstarf hans vil ég nú sér- staklega þakka honum á 75 ára afmæli hans; og um leið og ég óska honum langlífis og blessunar um ókomin ár, sný ég upp á hann orðum sjálfs hans um íslandsvininn þjóðholla: Þeim sé greidd, er vaka á verði, verkalaun í dag! —RICHARD BECK Fréftabréf fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 fjórfaldazt miðað við sama tímabil á síðasta ári. ☆ Síðastliðinn mánudag hófst í París fundur þingmanna frá Atlantshafsríkjunum 15 og stóð hann fram til föstudags. Fund þennan sóttu þrír ís- lenzkir þingmenn, þeir Jó- hann Hafstein bankastjóri, Björn Fr. Björnsson sýslu- maður og Guðmundur 1. Guð- mundsson sýslumaður. Á fundi þessum var lögð áherzla á að kynna þingmönnum At- lantshafsríkjanna alla starf- semi Atlantshafsbandalagsins og gera þeim grein fyrir ýms- um vandamálum í starfsemi þess, stjórnmálalegum, efna- hagslegum og hernaðarlegum. Jafnframt voru haldnir um- ræðufundir þingmanna og þar fjallað um nánara samstarf milli þjóðþinga og þingmanna Atlantshaf sr ík j anna. ☆ Fulltrúaráðsfundur Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna hófst í Reykjavík kíð- astliðinn fimmtudag og flutti þá framkvæmdastjóri L.Í.Ú., Sigurður H. Egilsson, skýrslu stjórnarinnar. Gat hann þess meðal annars, að síðastliðið ár hafi orðið óhagstætt fyrir bátaflotann þrátt fyrir góða vetrarvertíð vegna þess að síldveiðar fyrir Norðurlandi brugðust og taprekstur hefði aukizt á síldveiðum með rek- netum við Suðvesturland. Einnig taldi hann að útkoma útgerðarmannsins á síðustu vetrarvertíð við Faxaflóa hafi orðið lakari en árið áður þrátt fyrir aukið heildarmagn. Framkvæmdastjórinn gat þess, að stjórn L.Í.Ú. teldi ekki möguleika á því að bát- arnir stunduðu veiðar með reknetum við Suðvesturland í ár að óbreyttum aðstæðum vegna hins mikla tapreksturs þar eð meðaltalshalli báta, er stundað hafa þessar veiðar hafi numið 50 til 60 þúsund krónum á bát yfir veiðitíma- bilið að dómi Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Fiskifélags íslands. Fram- kvæmdastjórinn taldi að nú væru fyrir hendi sölumögu- leikar fyrir saltaða og frysta Suðurlandssíld, sem gætu gefið um 50 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Kosin var nefnd til þess að ræða við ríkisstjórnina og var fundi haldið áfram í gær. Hvalveiðarnar frá hval- veiðistöðinni í Hvalfirði hafa gengið ágætlega og höfðu um miðja viku veiðzt 199 hvalir, en 145 á sama tíma í fyrra. Út hafa verið fluttar um 1000 lestir af hvallýsi og 600 lestir af kjöti, en eftirspurn eftir hvalkjöti á innanlandsmark- aði er allmikil. ☆ í byrjun maímánaðar hélt frá Reykjavík leiðangur til Norðaustur-Grænlands á veg- um Náttúrugripasafnsins til þess að safna sýnishornum af dýralífi og gróðri þar. Leið- angursstjóri var Dr. Finnur Guðmundsson, forstöðumaður dýrafræðideildar Náttúru- gripasafnsins, en með honum voru Kristján, Geirmundsson á Akureyri og Hálfdán Björns son frá Kvískerjum í Öræf- um. Leiðangursmenn komu til Reykjavíkur aðfaranótt fimmtudags frá Meistara- vík, en þar dvöldust þeir allan tímann og nutu þar fyrirgreiðslu námafélagsins danska. Þetta er fyrsti vís- indaleiðangurinn, sem farinn er frá íslandi til annara landa og telur Dr. Finnur þörf á að farnir verði fleiri slíkir leið- angrar til nágrannalandanna. Leiðangursrríenn komu með fjölmörg sýnishorn með sér, bæði af dýralífi og jurta. Tel- ur Dr. Finnur Guðmundsson, að árangurinn af leiðangrin- um megi heita góður, en það sem olli leiðangursmönnum mestum erfiðleikum við rann- sóknirnar var mjög þung og erfið færð á rannsókna- svæðinu. ☆ Togarinn Valafell var tek- inn að ólöglegum veiðum innan fiskveiðitakmarkanna síðastliðið mánudagskvöld austur af Hraunhafnartanga. Farið var með togarann til Akureyrar og þar dæmt í máli skipstjórans. Var hann dæmd- ur í 74 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skip- stjórinn áfrýjaði dóminum. ☆ Vörusýningum Tékkósló- vakíu og Ráðstjórnarríkjanna, sem haldnar voru í Reykjavík á vegum Kaupstefnunnar h.f. lauk síðastliðið sunnudags- kvöld og höfðu sýningar þess- ar þá staðið í tvær vikur. — Alls voru sýningargestir 24 þúsund að tölu. ☆ Menntamálaráðuneytið hef- ir auglýst laust til umsóknar embætti prófessors í lyflækn- insfræði við Háskóla íslands og skal prófessorinn jafn- framt vera yfirlæknir lyf- læknisdeildar Landsspítalans. Umsóknarfrestur er til 1- september næstkomandi. ☆ Fremur dauft er nú yfir at- vinnulífi Vestmannaeyinga, enda hafa verið stöðugar ógæftir þar að undanförnu. Vestmannaeyjabændur eiga mikil hey úti, sem liggj3 undir skemmdum og svipaða sögu er að segja af heyskapn- um víðast hvar Suðvestan- lands vegna hinna stöðugu votviðra að undanförnu. ☆ Á þessu sumri eru liðin 40 ár frá því að norska sjó- mannaheimilið á Siglufirði tók til starfa og verður þessa afmælis minnzt með afmælis- samkomu í sjómannaheimil- inu í dag. Það er norska innan lands-sjómannatrúboðið, sem starfrækir þetta sjómanna- heimili og nú hefir sambandið fest kaup á húsi á Seyðisfirði fyrir annað norskt sjómanna- heimili, sem þegar er tekið til starfa, en það verður vígt næstkomandi sunnudag að viðstöddum sendiherra Norð- manna á íslandi, T. Andersen- Rysst og O. Dahl-Goli, fram- kvæmdastjóra norska sjó- mannatrúboðsins, sem stadd- ur er hér á landi um þessar mundir. ☆ í gær var haldið hátíðlegt a Selfossi 25 ára afmæli Mjólk- urbús Flóamanna. Starfsemi Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.