Lögberg - 11.08.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.08.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1955 SJÖTÍU OG FIMM ÁRA AFMÆLI . . . . Úr borg og bygð Þann 3. ágúst s.l. lézt á Red Cross sjúkrahúsinu í Ár- borg, Man., Mrs. María Ein- arsdóttir Johnson, ekkja Guð- mundar Magnúsar Johnson landnámsmanns og bónda að Odda í Geysisbyggð. Þessarar merku konu mun verða minst nánar síðar. ☆ Fyrir skömmu lézt af slys- förum á heimili sínu við Petersfield . hér í fylkinu Benedikt bóndi Guðmundsson 45 ára að aldri; hann lætur eftir sig konu sína, Mary, tvo sonu, Mervin og Benedikt og tvær dætur, Vivian og Arlene; einnig fjórar systur, Mrs. Wiiliam Jónasson, Mrs. James O’Brian, Mrs. A. H. Malone og Mrs. S. Anderson. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni á Gimli. Séra H. S. Sigmar jarðsöng. ☆ Frú Guðrún Vigfúsdóttir frá Hveragerði í Árnessýslu hefir dvalið hér vestan hafs um hríð; hún vas viðstödd íslendingadagshátíðahaldið á Gimli í fylgd með bræðrum sínum, þeim Eiríki og Kjart- ani Vigfússonum, sem bú- settir eru í Chicago, 111. ☆ Meðal hinna mörgu gesta, sem sóttu Islendingadagshá- tíðina á Gimli 1. ágúst var Magnús Pétursson íþrótta- kennari á Akureyri ásamt börnum sínum tveim þeim Sverri og Ingibjörgu. Magnús hefir undanfarna mánuði ferðast allmikið um Banda- ríkin og Canada, en mun nú innan skamms leggja af stað áleiðis til íslands ásamt Ingi- björgu dóttur sinni. Sverrir hefir verið búsettur í Min- neapolis undanfarin ár, þar sem hann hefir stundað há- skólanám. ■& Hjónavígslur framkvæmdar af dr. Valdi- mar J. Eylands: 8. júlí: Stefán Guðmundur Loptson, Lundar, og Shirley Pokrant, Eriksdale, Man. 9. júlí: Ronald Bissett, Sioux Lookout, Ont., og Grace Laura Karitas Hjaltason, Winnipeg. 16. júlí: Roger William Bowyer, Winnipeg, og Thelma Rosina Otter, Winnipeg. 16. júlí: Robert Laurence Jackson . og June Shirley Elliston, Winnipeg. 5. ágúst: Gerald John Byron Gray og Joan Elizabeth, bæði til heimilis í Winnipeg. 5. ágúst: John Matthew Weeks og Shirley Ellan Frederickson, bæði til heim- ilis í Winnipeg. ☆ Mrs. J. J. Thorvardson, 768 Victor Street, kom heim á miðvikudagskvöldið hinn 27. júlí s.l., ásamt dóttur sinni og tengdasyni, þeim Mr. og Mrs. Reynolds eftir nokkurra daga dvöl suður í North Dakota, en þar á hún systur og margt annað skyldmenna, er hún og samferðafólk hennar hafði ósegjanlega ánægju af að heimsækja. — Fyrsta lúlerska kirkja — Enskar guðsþjónustur á sunnudagskvöldum kl. 7 í ágústmánuði ogjiyrsta sunnu- aaginn í september. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirlc Sunnud. 14. ágúst: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólaísson ☆ Uniied Lutheran Church of Silver Heighis Services held in St. James Y.M.C.A., Ferry Road off Portage Avenue. Opening Service on August 21st, 11 a.m. Eric H. Sigmar, Pastor ☆ Þeir sem óska eftir upplýs- ingum um íslenzku “Lingua- phone” plöturnar snúi sér til: Messrs Erick Linguaphone Institute Co., 901 Bleury St. Montreal, Qne. ☆ Föstudaginn, 22. júlí, voru þau Paul Edward Johnson og Olga Kosowan, bæði til heim- ilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að heimili hans, Hecla Block, 260 Toronto St., hér í borg. Vitni voru: Mrs. B. E. Freeman og Mrs. R. Marteinsson. Brúðhjónin fóru í skemtiför til Minneapolis. Heimili þeirra verður í Win- nipeg. ☆ Þann 29. júlí s.l. voru gefin saman í hjónaband þau Delmar Myron Thompson og Marion Rose Árnason. Brúð- urin er yngsta dóttir Mr. og Mrs. John Árnason, Sturgeon Creek, St. James. Athöfnin fór fnam í St. Andsews Anglician kirkju, St. James. Rev. Wilcox framkvæmdi hjónavígsluna. — Framtíðar- heimili ungu hjónanna mun verða í Los Angeles, Calif. ☆ Glenboro, Man„ 6. ágúst Ritstjóri Lögbergs, 695 Sargent Ave. Winnipeg Kæri vinur: Sunnudaginn þann 31. júlí síðastliðinn hafði séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro guðsþjónustu og altarisgöngu í Concordia kirkjunni í Churchbridge, Sask. Kirkjan var troðfull við þetta tæki- færi. 62 gengu til altaris, þrjú börn voru skírð í kirkjunni, og þrjú börn seinna um daginn í heimahúsi. Eftir guðsþjón- ustuna var fjölmennt í sam- komuhúsi bygðarinnar fyrir norðan kirkjuna. Sveinn Gunnarsson, forseti safnaðar- ins, stýrði samkomunni; — sunnudagaskólabörn, undir stjórn Ólafar Johnson, skemtu með söng og upplestri. Séra Jóhann mælti nokkur orð. — Góðgerðir voru veittar af kvenfélagi safnaðarins, og fólk skemti sér prýðisvel. — Fólk kom sunnan úr dal, frá Langdenburg, Calder, York- ton og Minnedosa. Það mun Framhald af bls. 5 þingi, og annars staðar af Norður- og Austurlandi, en jafnan hafa einhverjar þeirra verið úr öðrum landshlutum, og hefir það farið í vöxt á síðari árum. Uppeldisleg og menningarleg áhrif frá skól- anum hafa því borist inn á heíimili um land allt, og þjóð- in öll á honum þess vegna skuld að gjalda. Venjulegur hlutlægur mælikvarði verður að sönnu eigi lagður á slíka hafa verið þrefalt fleira fólk við messu þennan dag en hvað tilheyrir söfnuðinum. Það er sjaldgæft og uppörf- andi. Það er prestslaust í ís- lenzka lúterska. prestakallinu í Churchbridge. Fólkið notar þau tækifæri sem gefast að sækja kirkjur. ☆ Börn skírð í Chuchbridge sunnudaginn 31. júlí: Wayne William, sonur Mr. og Mrs. Valdi Mintram. Kenneth David, sonur Mr. og Mrs. David Vestman. Wendy Lynn, dóttir Mr. og Mrs. Guðbrandur Eyjólfsson. Kathie Lynn, dóttir Mr. og Mrs. Rae Josephson, frá Sinclair, Man. John Keith og George Barry, synir Gunnars heitins Josephson frá Sinclair, Man. ☆ 4 Room Suite to be shared with 1 or 2 men or 2 women or a couple. Immediate possession. Reson- able rental. Enquire at Ste. 2 Holly Apt. 552 Sherbrook St. ☆ Á fimtudaginn hinn 28. júlí síðastliðinn voru stödd hér í borginni Ottó Kristjánsson byggingameistari og frú frá Geraldton, Ont., og Hjörtur bróðir hans og frú frá Reykja- lundi í Mosfellssveit, er dvalið hafa hér vestra um hríð; ferðafólk þetta brá sér norður til Lundar í heimsókn til séra Braga Friðrikssonar og frúar hans. ☆ Þorsteinn Jósefsson Thomp- son, lézt að 1023 Ingersoll St., 2. ágúst; hafði hann næstum náð 96 ára aldri. Fæddur var hann að Hlíf í Norðurárdal, Mýrasýslu, 13. ágúst 1859, sonur Jósefs Helgasonar og Sigríðar Einarsdóttur. Hann fluttist til Canada með móður sinni 1876, og lagði brátt fyrir sig járnbrautarvinnu hjá CPR-félaginu og stundaði þá atvinnu ávalt síðan, eða fram til ársins 1925, er hann komst á eftirlauna-aldur. Hann var giftur Helgu, systur Á. P. Jóhannssonar og þeirra bræðra, en hún dó 1920. Einn son áttu þau, Jósef Höskuld, sem féll í fyrri heimsstyrjöld- inni á Frakklandi 1917. Út- förin fór fram frá Bardals 5. ágúst; séra Valdimar J. Ey- lands mælti yfir moldum hins látna. andlega strauma, en áhrif þeirra eru djúptæk og raun- veruleg eigi að síður, enda er það löngu viðurkennt, að það er móðirin, um aðra fram, sem mótar heimilislífið og börnin, án þess að lítið sé gert úr áhrifum föðursins í þeim efnum. Skáldið ágæta vissi hvað hann söng, er hann sagði: „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna11. Og þó að ég hafi ekki við hendina skjallegar upplýsing- ar um það atriði, mun óhætt mega fullyrða, að ýmsar af fyrrverandi námsmeyjurn Kvennaskóla Húnvetninga hafi flutt vestur um haf og orðið hér í landi ágætar hús- mæður og mæður, og forystu- konur í menningarmálum, og að með þeim hætti hafi holl áhrif frá skólanum borizt all- ar götur hingað vestur yfir álana, og séu Vestur-íslend- ingar því einnig í nokkurri skuld við hann. í því sambandi er maklegt að minnast þess, að ein af fyrrverandi kennslukonum skólans, frú Dýrfinna Jónas- dóttir frá Keldudal í Skaga- firði, merkis- og ágætiskona, átti um allmörg ár heima i Winnipeg, en hún kenndi i skólanum að Ytri-Ey 1885 til 1889 og á Blönduósi 1901 til 1904. Minnast enn margir dvalar frú Dýrfinnu vestur hér, enda á hún fjölda ná- kominna skyldmenna þeim megin hafsins. í þrjá aldarfjórðunga hefir Kvennaskóli Húnvetninga unnið mikilvægt og víðtækt fræðslu- og menningarstarf i þjóðar þágu. Það er þvi hverju orði sannara, sem fru Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona (fyrrum ein af kennslukonum skólans) segir um hann í kvæði fyrir 60 ára minni hans í Minningarritinu: „Menntastofnun merka reistu menn, sem fólksins giftu treystu. Mætar konur traustum tökum tryggðu, hlúðu að þjóðarhag.“ Minnugur hins mikla menn- ingarstarfs Kvennaskóla Hún vetninga bið ég honum að málslokum blessunar í orðum Páls læknis Kplka úr mark- vissum vorljóðum þeim, er hann orti til skólans sextugs, og munu margir fleiri íslend- ingar vestan hafs taka í sama streng: „Vaxi meyjar eins og eik. Islenzk fold að rótum hlui og við heiðan himin búi háleit önd við starf og leik. Æskan fram að ellidögum eigi tök á hverri sál. Yfir skólans heimahögum hljómi vorsins töframál." Læknirinn: — Þér ættuð að fá yður bað áður en þér hverf- ið frá vinnu. En kæri læknir, ég ætla ekki að hætta vinnu fyrstu 12 árin. Hlusiið áður en þér hringið. Láiið líða hæfilegan líma milli hringinga. Verið viss um að hafa réii númer. Svarið hringinum samsiundis. Ef þér noiið uianbæjarsíma, ÞÁ VERIÐ VISS UM AÐ HRINGJA AF að símiali yðar loknu. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.