Lögberg - 11.08.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1955
5
'^■'w'w'w'w'w'w'w''w'w'w'www"w'wwwwwwww'w
ÁmjeAMÁL
LVENNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA AFMÆLI
KVENNASKÓLA HÚNVETNINGA
Eftir prófessor RICHARD BECK
Ein af þeim menntastofnun-
um, sem við hjónin heim-
sóttum í íslandsferð okkar
síðastliðið sumar og minn-
umst með sérstaklega þakk-
látum huga, er Kvennaskól-
inn á Blönduósi. Dvöldum við
tvo daga þar í bæ í höfðing-
legu vinaboði þeirra Páls
Kolka læknis og frú Guð-
bjargar, og áttum þar hinum
ágætustu viðtökum að fagna.
Hafði Páll læknir ennfremur
ráðstafað því, að við ættum
næturgistingu í Kvennaskól-
anupi, sem eigi er starfræktur
að sumrinu; eigi stóð á sam-
þykki frú Huldu Á. Stefáns-
dóttur (skólameistara á Akur-
eyri), forstöðukonu skólans,
er tók okkur með sömu alúð
°g risnu og þau læknishjónin.
Skoðuðum við að sjálfsögðu,
skólann undir leiðsögn henn-
ar, og þótti mikið til hans
koma og harla vel að honum
búið, enda var hann nýlega
endurbættur. Sáum við þess
einnig næg merki, að þar ráða
húsum stjórnsemi, hagsýni og
smekkvísi.
Þegar ég nú sting niður
Penna til þess að minnast
Kvennaskólans á Blönduósi í
úlefni af 75 ára afmæli hans,
geri ég það því minnugur
binnar ánægjulegu komu
°kkar hjóna þangað, og þá
eigi síður minnugur þeirrar
^iklu menningarlegu skuld-
ar, sem íslenzka þjóðin á því
agæta menntasetri, Kvenna-
skóla þeirra Húnvetninganna,
að gjalda; hygg ég, eins og
siðar mun nánar sagt verða,
ab Islendingar vestan hafs
standi einnig í skuld við skól-
ann fyrir uppeldisleg og
^enningarleg áhrif þaðan.
Kvennaskólinn á Blönduósi,
eða Öllu heldur Kvennaskóli
Húnvetninga, eins og hann er
rettnefndari, sögulega talað,
því að Blönduósskólinn er arf-
t^ki eldri skóla á þeim slóð-
Unb átti 75 ára afmæli síðast-
liðið haust. Var þeirra merku
úmamóta í sögu skólans
^innst með veglegum og fjöl-
þmttum hátíðahöldum á
Hlönduósi laugardaginn og
Sunnudaginn 21. og 22. maí í
v°r. Tóku þátt í hátíðahald-
lnu fjöldi virðingarmanna
jnnan héraðs og utan, meðal
þeirra Steingrímur Steinþórs-
s°n ráðherra, er flutti skólan-
Urn þakkir og árnaðaróskir
^íkisstjórnar Islands og hélt
síðan ræðu um forystu Hún-
vetninga í menntun kvenna
°§ á öðrum sviðum félags-
mála. Sóttu hátíðina 5—600
manns, og fjölmenntu kon-
urnar mjög á þetta virðulega
afmælismót síns gamla skóla;
voru honum einnig færðar
verðugar afmælisgjafir.
Á sextíu ára afmæli skólans
(1939) kom út í Reykjavík á
vegum skólaráðs hans mynd-
arlegt og myndum prýtt
Minningarrit, — Kvennaskóli
Húnvelninga 1879—1939, —
og fróðlegt að sama skapi,
enda var það samið af körl-
um og konum, er gagnkunnug
voru sögu skólans og starfi.
Verður hér aðallega stuðst
við Minningarrit þetta, og
skal þess jafnframt þakklát-
lega getið, að frú Hulda Ste-
fánsdóttir sýndi okkur hjón-
um þá vinsemd og virðingu
að afhenda okkur að gjöf árit-
að eintak af ritinu til minn-
ingar um komu okkar í
skólann. —
Kvennaskóli Húnvetninga á
rætur sínar að rekja til þeirr-
ar vakningaröldu, sem snart
hjörtu og hugi íslenzku þjóð-
arinnar um og eftir Þjóðhá-
tíðarárið söguríka 1874. Auk
Kvennaskólans í Reykjavík,
sem hóf starf sitt sjálft Þjóð-
hátíðarárið, risu á næstu
árum upp kvennaskólar í
þrem sýslum norðanlands,
Laugalandsskólinn eldri í
Eyjafirði, Kvennaskóli Skag-
firðinga og Kvennaskóli Hún-
vetninga, en haustið 1883
voru tveir hinir síðarnefndu
sameinaðir í Ytri-Eyjarskól-
anum, er nánar verður getið.
Áttu margir ágætismenn og
merkiskonur í hópi Húnvetn-
inga hlut að því, að hugsjónin
fagra um stofnun kvenna-
skóla þeirra varð að veru-
leika, en einum manni, öðrum
fremur, ber þó heiðurinn af
því, að hafa átt meginþáttinn
í stofnun skólans. Fer ofan-
greint Minningarrit hans um
það svofelldum orðum:
„Sá maður, er þar fór í
fararbroddi, var þá énn ung-
ur, ekki þrítugur, og lítt kunn-
ur utan sinnar sveitar. Það
var Björn Sigfússon frá
Undirfelli, er síðar bjó lengi
á Kornsá í Vatnsdal og varð
þjóðkunnur merkismaður.
Hafði hann framazt erlendis
og haft þar kynni af Jóni Sig-
urðssyni forseta. Urðu flest-
um dugandi mönnum drjúg
til framtaks um þjóðnytjamál
áhrifin frá forsetanum
miklá“.
Meðal annarra • fremstu
hvatamanna að stofnun skól-
ans voru þeir klerkarnir séra
Eiríkur Briem í Steinsnesi,
séra Hjörleifur Einarsson að
Undirfelli, séra Páll Sigurðs-
son á Hjaltabakka, og konur
þeirra, þau Lækjamótshjón,
Sigurður Jónsson og Margrét
Eiríksdóttir, ungfrú Margrét
Magnúsdóttir Olsen á Stóru-
Borg (síðar kona Ólafs læknis
Guðmundssonar á Stórólfs-
hvoli) og þær dætur séra
Jóns Sigurðssonar á Breiða-
bólsstað í Vesturhópi, Ingi-
björg og Kristín.
Fyrsta veturinn, 1879—’80,
var skólinn haldinn að Undir-
felli í Vatnsdal, næstu tvo
vetur að Lækjamóti í Víðidal,
þvínæst veturinn 1882—’83 að
Hofi í Vatnsdal, en þá um
haustið var hann fluttur að
Ytri-Ey á Skagaströnd. „Með
staðsetningu skólans á Ytri-
Ey og samþykktar reglugerð-
ar og námsskrár fyrir hann,
varð hann fast mótuð menn-
ingarstofnun, og rættist þá
hinn djarfi draumur hugsjón-
armannanna um nýtt mennta-
setur í Húnaþingi", segir
Stefán Davíðsson í prýðilegri
afmælisgrein um skólann
(Vísir. 31. maí 1955).
Árið 1901 var Kvennaskól-
inn fluttur frá Ytri-Ey til
Blönduóss og byggt nýtt skóla
hús, enda hafði aðsókn að
skólanum verið svo mikil, að
þess var brýn þörf. I hinu
nýja skólahúsi var húsrúm
meira fyrir námsmeyjar og
kennslukraftar auknir sam-
bærilega.
Aðfaranótt 11. febrúar árið
1911 brann Kvennaskólahúsið
á Blönduósi, og er auðvelt að
gera sér í hugarlund, hvert
áfall þetta mikla óhapp var
fyrir skólastjórnina og skól-
ann í heild sinni. Eigi féll þó
kennslan niður, góðu heilli,
og var skólanum haldið áfram
í bráðabirgða húsakynnum,
þangað til vandað steinhús
hafði verið byggt yfir hann;
flutti skólinn þangað 1912, og
hefir starfað þar síðan. Skóla-
húsið hefir þó á síðustu árum
verið stækkað og endurbætt,
eins og fyrr var vikið að.
Breytingar hafa einnig ó-
hjákvæmilega orðið á reglu-
gerð skólans og kennslugrein-
um, einkum síðan 1923, er
honum var breytt í húsmæðra
skóla með nútímasmíði, verk-
lega kennslan aukin, en dreg-
ið úr bóklegu námi. Á síðari
árum hefir einnig verið kom-
ið á framhaldsnámi í ýmsum
aðalgreinum skólans, er gefist
hefir ágætlega.
Eins og Minningarritið ber
með sér, er það orðinn stór
hópur ágætismanna og
kvenna, sem átt hafa sæti í
stjórnarnefndum skólans á
hinum langa og merka veg-
ferli hans. Á Ytri-Eyjar árum
skólans komu þar mest við
isögu séra Eggert Ó. Briem á
Höskuldsstöðum, Jóhann G.
Möller, kaupmaður á Blöndu-
ósi, og Árni Þorkelsson á
Geitarskarði, er einnig var
lengstum í skólanefnd fram
til 1919, samtals nálega 30 ár.
Þeir Þórarinn Jónsson á
Hjaltabakka og Jónatan J.
Líndal á Holtastöðum hafa
einnig starfað í skólastjórn-
inni áratugum saman, en um
hina mörgu aðra forystu-
menn, er hér eiga hlut að
máli, verður að vísast til
Minningarritsins.
Kvennaskóli Húnvetninga
hefir einnig frá upphafi vega
átt á að skipa ágætum for-
stöðukonum og kennslukon-
um, en um þær í heild sinni
fer Þórarinn Jónsson þesspm
orðum í Minningarritinu: —
„Allar hafa forstöðukonur
skólans og kennslukonur
reynst vel. Hefir það verið
skólans aðalstyrkur, hve góða
kennslukrafta hann hefir
ávalt hefir haft.“ Eigi verður
hér þó, rúmsins vegna, getið
sérstaklega nema tveggja af
forstöðukonunum.
Frú Elín Briem, er var for-
stöðukona skólans á Ytri-Ey
og einnig síðar á Blönduósi
um allmörg ár, átti öllum öðr-
um meiri þátt í því að móta
skólann. Var hún mikil gáfu-
kona, þjóðkunn fyrir prýði-
lega menntun, skörungsskap í
Framhald af bls. 4
mjólkurbúsins hefir farið sí-
vaxandi með ári hverju sem
sést bezt á því, að árið 1930
var innvegin mjólk 1,2 mill-
jónir kílógramma, en á síð-
asta ári 23,7 milljónir kíló-
gramma. Ostaframleiðslan síð
asta ár var rösklega 240 lestir
og mikil framleiðsluaukning
hefir orðið á ýmsum öðrum
mjólkurafurðum. Vélakostur
bússins hefir oft verið endur-
nýjaður, en nú hefir verið
ráðist í að endurbyggja allan
húsakost þess og bæta véla-
kostinn. Mjólkurbúið á nú
rúmlega 30 bíla til mjólkur-
flutninga og aka þeir saman-
lagt um 4000 kílómetra á dag.
Rúmlega 100 manns starfa nú
hjá Mjólkurbúi Flóamanna. í
stjórn þess eiga sæti Egill
Thorarensen, séra Sveinbjörn
Högnason, Eggert Ólafsson,
Dagur Brynjúlfsson og Sigur-
grímur Jónsson og hafa tveir
hinir síðastnefndu átt sæti í
stjórninni frá upphafi. Mjólk-
urbússtjóri er Grétar Símon-
arson. ☆
Hin árlega Skálholtshátíð
var haldin síðastliðinn sunnu-
dag og var mjög fjölsótt.
Hempuklæddir prestar fóru
skrúðgöngu til kirkju ásamt
vígslubiskupi dr. Bjarna Jóns-
syni. Kirkjukór Stóra-Núps-
sóknar söng, Kjartan Jóhanns
son organleikari lék á orgelið
og vígslubiskup þjónaði fyrir
altari og prédikaði. Haldin
var útisamkoma og voru þar
fluttar ræður, Ólafur Magnús
son frá Mosfelli söng og Lúðra
sveit Reykjavíkur lék á milli
atriða. Þetta er sjöunda Skál-
holtshátíðin, sem haldin hefir
verið. ☆
Landskeppni íslendinga og
Hollendinga í frjálsum íþrótt-
um fór fram í Reykjavík síð-
astliðinn fimmtudag og föstu-
dag og fórt< leikar þannig, að
skólastjórninni og frábæra
kennarahæfileika.
Núverandi forstöðukona
skólans, frú Hulda Stefáns-
dóttir, skipaði þann sess
1932—’37, og tók aftur við
stjórn hans 1953. Hefir hún
getið sér ágætisorð fyrir lær-
dóm sinn og kennslu, og sköru
lega og trausta skólastjórn.
Með hliðsjón af námsmeyja-
skránni fyrir árin 1879—1939,
sem prentuð er í Minningar-
ritinu, og ef maður áætlar
nemendafjöldann þau fimm-
tán ár, sem síðan eru liðin
(námsmeyjar voru 36 síðast-
liðinn vetur), mun ekki fjarri
lagi að télja, að um eða yfir
2000 ungmeyjar hafi stundað
nám á Kvennaskóla Húnvetn-
inga síðan hann hóf starf sitt.
Er það mikill hópur og þá um
leið að sama skapi glæsilegur,
því að vitanlega hafa það ekki
verið óálitlegustu stúlkurnar,
um andlegt og líkamlegt at-
gervi, er sótt hafa skólann.
Eðlilega hefir meiri hluti
námsmeyjanna verið úr Húna
Framhald á bls. 8
Hollendingar sigruðu, hlutu
111 stig, en íslendingar 103.
Fyrri daginn sigruðu Hollend-
ingar í fimm greinum: 100
metra hlaupi, 10 þúsund
metra hlaupi, 110 metra
grindahlaupi, langstökki og
4x100 metra boðhlaupi, en ís-
lendingar sigruðu einnig í
fimm greinum: 400 metra
hlaupi, 1500 metra hlaupi,
stangarstökki, kringlukasti og
sleggjukasti. Eftir fyrri dag-
inn höfðu Islendingar 54 stig
og Hollendingar 53 stig. í
sleggjukasti setti Þórður Sig-
urðsson nýtt íslenzkt met,
kastaði 52,16 metra. — Seinni
daginn voru sett tvö íslands-
met, Vilhjálmur Einarsson
setti nýtt íslandsmet í þrí-
stökki, 15,92 metra. Þórir
Þorsteinsson hljóp 800 metra
á 1 mínútu 54,0 sekúndum,
sem er gildandi mettími. —
Keppnin var yfirleitt mjög
jöfn og sigruðu Hollendingar
í 10 greinum og íslendingar í
10.
☆
Út er komin ný bók eftir
Halldór Kiljan Laxness og
heitir hún Dagur í senn. ræða
og rit. I bókinni eru ritgerðir
um listir og menningarmál,
stjórnmál og friðarmál, tæki-
færisræður og afmælisgrein-
ar. Þá eru og formálar, sem
skáldið hefir skrifað að nokkr
um bókum og ýmsar ritgerðir
og ræður á dönsku, þýzku og
ensku.
☆
Pólska skemmtiferðaskipið
Batory kom til Reykjavíkur á
fimmtudag og stóð við fram á
föstudagskvöld. Með skipinu
voru 750 erlendir skemmti-
ferðamenn, flestir franskir, og
fóru þeir í ferðir til Þingvalla,
Gullfoss og Geysis. Ferða-
skrifstofa ríkisins sá um mót-
töku erlendu ferðamannanna.
Fréttabréf frá ríkisútvarpi íslands