Lögberg - 25.08.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.08.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL _Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1955 NÚMER 34 Mikilhæfur brautryðjandi safnast til feðra sinna 1 77 ít ./?rr Einn eftir annan hverfa Jón J. Bítdfell þeir af sjónarsviðinu braut- ryðjendurnir af íslenzkum stofni, er síðastliðna hálfa öld, og jafnvel meira en það, svipmerktu íslenzk mann- félagsmál í þessari álfu og hófu nafn landnámsins til vegs og virðingar; við minn- ingu slíkra manna og slíkra kvenna stöndum við, sem enn erum ofar moldu í ævarandi þakkarskuld, og á þeim grundvelli, sem þeir lögðu, hvíla nú þær stofnanir, sem okkur er ant um, að haldist við í lengstu lög okkur sjálf- um og niðjum okkar til sæmd- ar og blessunar; enn bíða fögur verkefni nýs landnáms framundan, því á þessari jörð iýkur lífið aldrei landnámi sínu. Fáir menn hafa ábærilegar komið við sögu okkar Vestur- Islendinga en Jón J. Bíldfell, er lézt á Almenna sjúkrahús- mu hér í borginni á miðviku- dagsmorguninn hinn 17. yfir- standandi mánaðar, fjölhæfur gáfumaður, gæddur styrkri ketjulund og sjaldgæfu vilja- þreki; maður með ákveðnar lífsskoðanir, sem aldrei var eitt í dag og annað á morgun; um langan aldur stóð hann í fremstu víglínu á vettvangi islenzkra mannfélagssamtaka hér um slóðir og hlífði sér iítt; stundum virtist mér hann um of óvæginn í vopnavið- skiptum, þótt vera megi að til Þess hafi legið gildari rök en eg í fyrstu áttaði mig á, með því að hann hafði marga hildi háð, og það eigi að ástæðu- iuusu, áður en fundum okkar fyrst bar saman. Jón J. Bíldfeli var fæddur a Bíldsfelli í Grafningi í Ár- Uessýslu 1. maí 1870. Að hon- um stóðu traustar bænda- ^ettir. Þar höfðu forfeður hans búið, gert garðinn fræg- an og þar bjó síðast faðir ^uns, Jón ögmundsson hrepp- shjóri, mikilhæfur maður og héraðshöfðingi; kona Jóns 'Ögrnundssonar, móðir Jóns J. Bíldfells, var Þjóðbjörg Ingi- mundardóttir frá Króki í ^rafningi, Gíslasonar bónda þur. Jón ólst upp hjá foreldr- Um sínum á Bíldsfelli, en nnsti móður sína, er hann var fhntán ára, en þremur árum síðar brá faðir hans búi og fluttist til Canada ásamt hörnum sínum, fjórum son- Um 0g tveim dætrum; íyrsta verkefni Jóns yngra, er vest- Ur kom var vitaskuld það, að leita sér atvinnu þó úr mörgu væri þá ekki að velja; skógar- högg og járnbrautalagningar voru þá þær atvinnulindir, er helzt stóðu til boða; þá at- vinnu stundaði Jón í þrjú ár við góðum árangri. Jóni var snemma í blóð borin þrá til menta; hann stundaði um skeið nám við verzlunarskóla í Winnipeg, en næstu þrjá vetur þar á eftir gaf hann sig að miðskólanámi, en vann að skólakenslu á sumrin; en hugur hans stefndi þá mjög að því, að afla sér fjár og frama og þess vegna varð það, að hann tókst á hendur hina miklu æfintýraför sína til Klondyke í leit að gulli; var slíkt ferðalag ekki heigl- um hent, því við margháttaða erfiðleika var oft að 'etja; hann sótti námugröftinn af því kappi, sem jafnan auð- kendi æviferil hans; áður en langt um leið, náði Jón eign- arhaldi á tveimur námum, er hann seldi með álitlegum hagnaði. Er til Winnipeg kom úr hinni miklu svaðilför, tókst Jón á hendur fasteigna- sölu og fésýslu í stórum stíl, er hann rak í mörg ár með hinni mestu elju. Vinur Jóns, Stefán Björns- son, er til margra ára hafði með höndum ritstjórn Lög- bergs, en síðar hvarf til ís- lands og gerðist prestur og prófastur á Hólmum í Reyðar- firði, kemst meðal annars svo að orði í tímaritinu Óðni 1913 í ritgerð um Jón J. Bíldfell: „Jón Bíldfell hefir af eigin rammleik rutt sér braut til N auðlegðar, vegs og virðingar, svo að hann stendur í fremstu fylkingarröð vestur-íslenzkra leikmanna. Má af því gerla sjá, að mikið er í hann spunnið. Hann er ágætum hæfileik- um búinn, manna einlægastur og öruggastur í hverju máli, sem hann ljær fylgi sitt á annað borð; framsýnn og á- hugasamur um alt, er hann snehtir við; hann er alls stað- ar heill, en aldrei hálfur. Sýnir hann í því þrek sitt, sannan metnað og stefnu- festu, en það eru einhver fegurstu einkenni íslenzkrar karlmannslundar.“ Þetta er fagur vitnisburður og hollur til eftirbreytni, ekki sízt er hann kemur frá jafn glöggum og grandvörum manni sem Stefán prófastur var. Klondyke-förin var ekki eina æfintýraförin, er Jón tókst á hendur á sinni löngu og litbrigðaríku ævi; sjötugur að aldri leggur hann leið sína norður til Baffins-eyjar og Grænlands á vegum sam- bandsstjórnar og Hudson’s Bay verzlunarinnar í því augnamiði að kenna Eski- móunum að hreinsa og hag- nýta sér æðardún; það krefst annars og meira en algengs áræðis, að leggja upp í slíkan leiðangur til fjarri Furðu- stranda, en úr honum kom Jón heim aftur heill á húfi og maður at fróðari. — Þau voru ekki mörg mann- félagsmálin okkar á meðal, sem Jón Bíldfell var ekki viðriðinn á einn eða annan hátt; hann tók svo að segja til æviloka öflugan þátt í starfsemi Hins evangeliska- lúterska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, og var frá komu sinni til Winnipeg ötull starfsmaður Fyrsta lúterska safnaðar og sat mörg ár á kirkjuþingum fyrir hönd safnaðar síns; hann unni hug- ástum íslenzkri tungu og ís- lenzkri menningu; hann var einn af stofnendum Þjóð- ræknisfélagsins og var kjör- inn forseti þess á árunum 1931—1933 og enn á ný 1934—1946. Hann vann af ráði og dáð að velfarnaði Jóns Bjarnasonarskóla og skipaði forsæti í skólanefnd. Jón J. Bíldfell átti mikinn og giftudrjúgan þátt í stofn- un Eimskipafélags íslands og sat stofnfund þess í Reykja- vík fyrir hönd vestur- íslenzkra hluthafa 17. febrúar 1914. Hann átti þar að ýmsu leyti erfitt aðstöðu, svo sem sjá má af tuttugu og fimm ára afmælisriti Eimskipafé- lagsins, en. í meginatriðum, svo sem þar segir frá, kom hann í framkvæmd flestum þeim breytingartillögum, er Vestur-íslendingar fóru fram á og trygði þeim að öllu jafnrétti við hluthafa heima- þjóðarinnar; hann átti um hríð sæti í framkvæmdar- nefnd Eimskipafélagsins, og var boðinn til íslands ásamt þeim Árna Eggertssyni og As- mundi P. Jóhannsyni ásamt frú sinni, þó hann ástæðna vegna, gæti því ekki við komið, að^heimsækja ættjörð- ina, sem hann unni; og víst er um það, að í heimsókn sinni til íslands 17. febrúar 1914 vann Jón J. Bíldfell eftir- minnilegan sigur. Jón J. Bíldfell var ritstjóri Lögbergs frá 1917 til 1927. Þegar hann kom að blaðinu var honum afhendis að rita á íslenzka tungu, að minsta kosti fanst mér það; honum var af skiljanlegum ástæðum enskan tamari; en með lestri úrvals íslenzkra bóka og með fágætri sjálfsþjálfun, fór svo, að eftir hann liggja margar ágætar ritgerðir í Lögbergi, svo og í Tímariti Þjóðræknis- félagsins og eins í blöðum á íslandi; það væri ósatt ef ég segði ekki frá þessu eins og það er, en um slíkt vildi ég síður vera fundinn sekur. Við Jón J. Bíldfell áttum tíu ára samstarf við Lögberg; hann sem aðalritstjóri og framkvæmdarstjóri The Col- umbia Press Limited og ég sem aðstoðarritstjóri hans; það má vel þykja ótrúlegt, en engu að síður er það dagsatt, að á þessum langa samstarfs- tíma, minnist ég ekki þess að okkur yrði sundurorða, þó okkur greindi stundum á, fremur um leiðir en markmið; í stjórnmálum þessa lands áttum við alveg samleið; við vorum á eitt sáttir um það, að 1 Liberalstefnunni, jafn- vægisstefnunni í stjórnmál- um þessa lands, lægi fram- tíðarheill hinnar canadisku þjóðar, og víst er um það, að hvorki í ritgerðum né á ræðu- palli dró Jón sig í hlé henni til fylgisöflunar og varnar. Jón var vel máli farinn og varð stundum mælskur ef í honum kviknaði. Jóni féllu margs konar mannvirðingar í skaut; hann var kjörinn heiðursfélagi í framkvæmdarnefnd Liberal- flokksins í Manitoba, heiðurs- félagi Þjóðræknisfélagsins og árið 1939 sæmdi ríkisstjórn Islands hann Stórriddara- krossi hinnar íslenzku fálka- orðu í viðurkenningarskyni fyrir fjölþætta starfsemi hans í þágu íslenzkra menningar- mála. Hinn 7. apríl árið 1903 kvæntist Jón og gekk að eiga Soffíu Þorsteinsdóttur frá Brú á Jökuldal, gáfaða ágætis konu, er reyndist manni sín- um hinn dyggasti förunautur, unz honum seig hinzti blund- ur á brá; hún lifir mann sinn ásamt þremur úrvalsbörnum, er öll voru sett til æðri menta, en þau eru Hrefna, Mrs. J. E. McRae, Winnipeg; Sylvia, Mrs. H. T. Hough, Windsor, Ontario, og Jón Aðalsteinn, læknir í Lachine, Quebec. Barnabörnin eru sjö að tölu. Jón J. Bíldfell var gæfu- maður í þess orðs sönnustu Framhald á bls. 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.