Lögberg


Lögberg - 25.08.1955, Qupperneq 2

Lögberg - 25.08.1955, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1955 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Húsaíelli: Ferð til íslendinga vestan hafs (NIÐURLAG) Skaulahöllin siærsia byggingin Til Lundar kom ég 25. sept. og dvaldi þar hjá systur minni til 5. nóv. Var þar því um sex vikna tíma. Lundar er fremur lítið kauptún; mörg þorp eru í héraðinu milli Manitobavatns og Winnipeg- vatns. Af þeim held ég að Gimli sé stærst og einna helzt borgarbragur þar á. Um Lundar liggur þjóðvegur frá Winnipeg og norður í nánd við Manitobavatn. Götur allar í þorpinu liggja eftir höfuð- áttum. Landið er mjög flatt og í skurðum meðfram göt- unum lónar vatnið aðeins áfram. Brýr liggja yfir skurð- ina heim að húsunum. Gang- stígar liggja víða eftir skurð- brúnunum milli þeirra og húsanna og eru þá brýr yfir skurðina, sem liggja með þvergötunum. Við þjóðveginn standa verzlunarhúsin og helztu byggingarnar. Þar er pósthúsið, símstöðin, mjólkur búið, sveitastjórnarskrifstof- an, gistihúsið, og mig minnir, bankinn. Þar er líka bílavið- gerðarsmiðja, skósmiður og járnsmiður. Annars staðar eru kirkjurnar, kaþólsk og lútersk, skólinn, samkomu- húsin, rakarinn og mig minnir bjórstofan. Langstærsta bygg- ingin í þorpinu er skauta- höllin. Hún er ekki fullgerð. Hún er að öllu leyti byggð i frítímum þorpsbúa og ná- grennis, er með braggaþaki og alúminíumþaki. Ég held að hún sé 40x80 metrar að flat- armáli. íþróttaáhugi er þarna og eru skautafarir þjóðar- íþrótt þeirra. Lundar og ná- grenni hafa Kanadameistara í ísknattleik. Aðra skautahöll sá ég í smíðum í Eiríksdal, sem er þorp nokkru fyrir norðan Lundar og er hún líka byggð með frívinnu. Á Lund- ar og í sveitunum þar í kring eru fjöldamargir menn af ís- lenzkum ættum og margir, sem fæddir eru heima á Is- landi. Þeim þykir afar skemmtilegt þegar „einhver heiman af gamla Fróni“ heimsækir þá, þó það séu gamlir afdalakarlar eins og ég, er það eins og það sé ís- land sjálft, sem komið er. Mig heiðruðu þeir með sam- sæti, ræðuhöldum og síðan gjöfum að skilnaði. Slrákadagurinn Laugardagurinn 30. október er í Ameríku kallaður stráka- dagur. Þá hafa allir leyfi til að gera strákapör. Allt er þá á ferð og flugi og fyllirí í meira lagi. Eitt af því, sem er í tízku þetta kvöld, er að smá- krakkar ganga hús úr húsi og sníkja. Klæða þau sig alls konar druslum, setja á sig grímur og ganga nokkur i hóp. Hefir hver krakki stærð- ar poka. Húsmæður þurfa að búa sig undir kvöldið og draga að sér heilmikið af alls konar góðgæti handa þeim litlu. Þegar svo börnin koma að húsunum, berja þau kur- teislega á dyr og koma svo inn og opna poka sína. Fer þá húsmóðirin og stingur sinni ögninni í hvern poka. Við þetta tækifæri fá börn úr sveitinni að fara til þorpanna til að taka þátt í þessu. Koma svo heim á eftir með heil- mikla hrúgu af þessu dóti. Ægir þar saman ávöxtum, tyggigúmmíi, spýtubrjóst- sykri, súkkulaði og öðru því líku. Stórir strákar hafa stærri fyrirtæki. Velta þeir um kömrum, eða jafnvel bíl- um, sem standa mannlausir, fara út í sveit, opna hlið og helypa skepnum þangað, sem þær eiga ekki að vera og svo framvegis. Kvenfólk fer í karlmannsföt og tekur þátt í þessum óspektum með strák- unum. — Aftur er stelpudag- ur laugardag eða sunnudag 6. eða 7. nóv. Þá hengja þær rósir eða önnur blóm á karl- mennina. Heimsókn hjá þingmanni Skúli Sigfússon var lengi þingmaður sveitar sinnar á fylkisþingi Manitoba. Heim- sótti ég hann og var hjá hon- um heilan dag og nótt. Hann var lengi bóndi við Manitoba- vatnið skammt fyrir vestan Lundar, en er nú hættur bú- skap og synir hans teknir við. Skúli er 84 ára og enn beinn í baki og léttur á fæti. Hann er meðalmaður á hæð, en fremur grannur, með stórt nef og grátt yfirskegg og blá, mjög fögur augu. Hann var stór og ágætur bóndi, vitur maður og tillögugóður, góð- gjarn og vinsæll. Skemmti- legur maður er hann, fróður, framsýnn og glöggskygn. — Hann var forstöðumaður í m ö r g u m framfaramálum sveitar sinnar. Þarna var ekki mikill skóg- ur, en hann hefir ræktað skjólbelti af alls konar skóg- trjám kringum heimili sitt. Er þar bæði greni og fura, askur og álmur og margar aðrar tegundir. Fjórtán ára gömul grenitré eru þar þriggja mannhæða há. Álm- urinn og eskið mikið hærri. Þar eru líka eplatré og fleiri ávaxtatré og ýmsir berja- runnar. Sagt var að hann hefði um 50 trjátegundir. Á búskaparárum sínum gerði Skúli m. a. tilraunir með ýmsar tegundir holda- nauta. Reyndi hann t. d. Aberdeen Angus, Galloway, Hereford og Shorthorn. Nú hafa synir hans eingöngu Shorthorn, en flestir bændur þarna hafa Hereford holda- gripi, en þeir sem hafa mjólk- urframleiðslu hafa kúakyn, sem kennt er við Holstein. Kona Skúla heitir Guðrún Auðmunds, ágætiskona, sem hefir verið mikil stoð manni sínum bæði í kosningum og öðru. Artur, sonur Skúla, sótti mig til Lundar. Hann er ágæt- lega menntaður, útskrifaður af búnaðarháskóla suður 1 Bandaríkjum. Hann er mynd- arlegur og viðkunnanlegur og mikill atorku- og dugnaðar- maður. Kona hans er lagleg og góðlátleg, dóttir íslenzkra þjóna þar úr nágrenninu. Nóttina, sem ég gisti þar gekk úr rúmi fyrir mér lítill dreng- ur, sonur hjónanna, svona 7 til átta ára gamall. Hann var háttaður annars staðar og sofnaður á undan mér. Um nóttina vaknaði ég við það, að strákur var að skríða upp í bólið fyrir ofan mig, kunni bezt við sig í sínu venjulega rúmi. Þeir hafa rúmin oftast svona hálfan annan metra á breidd og er algengt þegar margir næturgestir eru, að láta tvo sofa saman, bæði úti í sveitinni og líka í borginni. Byggingar allar eru þarna með miklum myndarbrag. Skúli smíðaði sjálfur íveru- húsið, er það steinhús byggt úr steyptum steinum. Það er orðið nokkuð gamalt, en var lengi ein af myndarlegustu byggingum þar um slóðir. Fræsöfnun fyrir slállinn Þarna sá ég vél, sem ég hafði ekki séð fyrr. Það var fræsöfnunarvél. Heilmikill sívalningur alsettur göddum er látinn snúast milli hjóla, nema gaddarnir puntinn á grasinu og reita hann af og kasta í þar til gerða skúffu. Hafa bændur miklar tekjur af því að aka svona vélum yfir engjarnar áður en sláttur byrjar og selja svo fræið sem safnast. Sagt var mér að dæmi væri til, að einn bóndi fengi 4000 dollara fyrir svona grasfræ. Á Lundar sá ég seinna litla vél til sömu nota, sem hagur karl smíðaði. Var sú til þess gerð, að aka henni á undan sér sem hjólbörum. Var þá höfð lítil benzínvél til að drífa' sívalninginn. Á leiðinni heim gisti ég í Winnipeg hjá Svövu systur- dóttur minni og manni henn- ar Jack Bonnell járnbrautar- stjóra, sem tóku á móti mér af hinni mestu rausn og höfð- ingsskap. Þar var ég í þrjá daga. Þar kom ég til Jóns Einarssonar frá Eskiholti af Galtarholtsætt. Hann er spur- ull og fróður, kynsæll og söngelskur. Þar heimsótti ég líka Sigurþór Sigurðsson. Hann er af Hurðarbaksætt og Deildartungu. Hann er frem- ur lágur vexti, góðmannlegur, fríður, fjörlegur og símasandi. Hann er bróðursonur Böðvars í Vogatungu. Daginn eftir komu hann og bróðir hans, Halldór að nafni, snemma dags og sóttu mig til að sýna mér borgina. Fóru þeir fyrst þangað sem sláturgriparétt- irnar eru; taka þær um 11000 naut og þeir töldu það vera þær stærstu í heimi. Þar sá ég nokkrar kindur, sem mér sýndust smáar og grettar. Sagt var mér að verð á lambi væri 16 dollarar og á þriggja vetra nautum 220 dollarar. Nautin eru seld eftir lifandi vigt. Þykir gott verð þegar 18 sent fæst fyrir ensk pund. Koma þangað gripir úr öllu Manitoba og Saskatchewan og austan úr Ontario. Ontario búar gera líka talsvert að því að kaupa þar ung naut og flytja heim, ala þau eitt eða tvö ár og láta þau stækka. RaSir af Irjám með götum í griparéttunum var nýbúið að setja upp svið, sem ætlað var til uppboðshalda. Voru þar hækkandi pallar handa þeim sem kaupa vildu. Frá réttunum fóru þeir bræður með mig í eitt af stærstu veit- ingahúsum borgarinnar, þar upp á þak og sást þar vel yfir borgina, sem stendur á sléttu. Þaðan í eitt af hinum stóru verzlunarhúsum. Þar keypti Halldór okkur mat. Þar var tekinn bakki, farið með hann í krákustíg með fram borðum þar sem ýmsir réttir voru, tók þar hver sem hann vildi hafa, svo að borði þar sem sölu- maður verðleggur það sem á bakkanum var og tekur borg- un. Svo er farið með bakkan fram í sal og sest að snæðingi. Á bak við borðin hömuðust stúlkur að bæta á jafnóðum og tekið var af þeim. Þessi verzlunarhús eru ekki minna en átta hæðir og meira en dagslátta að flatarmáli og allt mögulegt selt. Um kvöldið fór ég ávo heim til Sigurþórs og komu þar saman nokkrir ls- lendingar. í Winnipeg er víða haft nokkuð breitt bil á milli gangstéttanna og götunnar og þar þá oft þreföld röð af trjám, sem eru eins há og nokkurra hæða hús og er þá vandlega slegið og hreinsað grasið á milli trjánna. Tvær ár renna um borgina og koma þar saman. Dýragarður er þár og stórt glerhús þar sem ræktuð eru alls konar stór og fögur blóm. Flogið af stað heim Ég flaug frá Winnipeg til New York á mánudag. Lagt var af stað í myrkri kl. 6 og lent í Toronto kl. 10y2 eftir Winnipegtíma. Klukkan í Toronto var þá IIV2. Þangað kom á flugstöðina Ásta systur dóttir mín og Þórir Sigurþórs- son, sonur Sigurþórs sem fyrr var nefndur. Vinnur hann við verzlun þeirra Ástu og manns hennar, sem heitir Bill Lunney. Tveir íslending- ar aðrir en ég voru þar með flugvélinni, Þorsteinn Hjálm- arsson sundþjálfari úr Reykja vík og Ingibjörg Guðmunds- dóttir, frú, úr Hafnarfirði. Fallegt var úr lofti að sjá yfir frjósamt og ræktað landið fyrir vestan Toronto, öllu skipt reglulega með beinum línum. Eftir nokkurra stunda flug var komið til New York. Byggingar á Manhattan eru mjög hrikalegar. Þar er hæsta bygging jarðar. Gnæfir hún yfir allar aðrar, þótt háar séu. Göturnar, margar hverjar, minntu mig á þröng djúp og stórhættuleg gljúfragil. Bygg' ingar Sameinuðu þjóðanna eru þarna dálítið utan við mestu hrikaþyrpinguna og eru eins og mjór og langur kassi í lögun, líkar eldspýtustokk, reistum upp á endann. Á kvöldin eru aðalgötur borgar- innar uppljómaðar, ljósin alla vega lit og sífelldar litbreyt- ingar á þeim. Þessi ljósa- mergð eru allt auglýsingar, því að alls staðar er eitthvað að selja. 1 New York var ég tvo sólarhringa, því íslenzku flugvélinni seinkaði vegna óveðurs. Frá New York var farið kl> 7 á miðvikudagskvöld og hálf átta á New Yorktíma morgun- inn eftir komið til Reykja- víkur. Þá var klukkan her hálf tólf. Það er ámóta tími og verið var að dóla með lest ur Skiplæk og að Húsafelli. Yfír 790 útibú Royal bankinn canadiski er stærsti banki í Canada með útibú svo að segja um víða veröld. Sérhvert útibú’ er trygt með öllum eignum bankans og eru því peningar ^yðar ávalt í öruggri vernd. Þér getið byrjað sparisjóðreikning með $1. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans. sem nema yfir $2,675,000,000

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.