Lögberg - 25.08.1955, Side 5

Lögberg - 25.08.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1955 5 AHIJGAMAL Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DAGURINN: 17. ágúst 1955 STAÐURINN: Ste. 3, Theodore Apts., Winnipeg 1 rúmi við vegginn hvílir smávaxin kona, serh augsýni- lega hefir verið einkar fríð; andlitsfallið er fagurt enn og svipurinn hreinn. Heyrnin er dauf og sjónin döpur, en and- inn er hress og vakandi. Hún Þylur ljóð, kvæði og sálma; augsýnilega er hún ljóðelsk mjög, enda hefir hún fengist við ljóðagerð sjálf að sögn, þótt lítt hafi hún látið á því bera. Þannig hefir hún þulið Ijóðin sín í rökkrinu s.l. hálft fjórða ár, sem hún hefir verið rúmföst vegna beinbrots. Þeg- ar sambandið við umheiminn slitnaði að. mestu vegna beyrnarinnar sem brást, undi hún því að tala við sál sína, °g rifja upp endurminningar liðinna æviára, Og árin eru óvenju mörg. Hún á hundrað ára afmæli, einmitt í dag. Þessi kona heit ir Vigdís Bjarnadóttir Sam- son. Hún er fædd að Hraun- holti í Hnappadal í Snæfells- nessýslu 17. ágúst 1855. For- eldrar hennar voru Bjarni Jónsson og Guðrún Jónsdótt- ir. Hún ólst upp í heimasveit sinni, og giftist þar Birni Jónssyni úr sömu sveit. Þau fluttust vestur um haf árið 1888, og áttu heima í Winni peg, unz Björn lézt laust eftir aldamótin. Þá fluttist Vigdís til Dakota, kynntist þar og giftist um síðir Samson Frið- björnssyni Samson. Þau flutt- ust til Elfros í Saskatchewan, °g bjuggu þar lengi. Samson er einnig dáinn. Fyrir tólJ: árum. fluttist Vigdís enn til ^Vinnipeg, og hefir dvalist i skjóli Önnu dóttur sinnar af fyrra hjónabandi. Einnig á hún son, Svein að nafni, al- bróður Önnu; er hann bú- settur austur við Atlantshaf, Handaríkjamegin. Hjá henni er nú einnig stödd uppeldis- dóttir hennar, sem hún tók ti fósturs frá móðurlífi, Emily Atkinson, gift og búsett öawson Creek, B.C. Stofan er hlaðin blómum hvar sem þeim verður við komið, og fjöldi símskeyta hggja í stafla á borði gömlu konunnar. Meðal símskeyt- anna er eitt frá Elísabetu órottningu Bretaveldis, þar eru einnig bréf frá forsætis- ráðherra Canada, og frá for- sætisráðherra Manitobafylkis. Slómin eru frá ýmsum vinum fjær og nær, svo sem stjórn °g starfsfólki Hundson Bay Verzlunarinnar, þar sem Anna óóttir hennar vinnur, Mrs. F*eters og dætrum hennar, Mr. °g Mrs. L. Routh og fjöl- skyldu, Djáknanefnd Fyrstu lútersku kirkju, Siggu Hall- dórsson, Mr. og Mrs. K. W. Jóhannsson, Mrs. Doris Bywater, nágrönnum á fyrstu hæð íbúðarinnar, Theodore Apts., Mr. og Mrs. J. V. Sam- son, Mr. og Mrs. W. Hayton, og einnig gjafir og bréfspjöld úr ýmsum áttum. En kærkomnasta skeytið kom þó vafalaust frá afmælis- hátíðarnefndinni í Efros. Það hljóðar svo: “The pioneers of Elfros, Sask., celebrating Saskat- chewans Golden Jubilee, send their warmest greetings to you, their oldest living pioneer. Accept our very sin- cere congratulations on your birthdaý which will mark for you a century of worthy liv- ing. May God’s love continue to unfold you, is the wish of all your old friends here.“ Þessi kona hefir ekki setið auðum höndum um dagana. En hún hefir að kunnugra sögn verið hin mesta dugnað- ar- og eljukona, en um fram allt hjartahrein og hjálpsöm. Allt fram undir hundrað ára Vigdís Bjarnadóttir Samson afmæli sitt hefir hún ásamt ljóðalestri sínum setið við að prjóna vettlinga fyrir munað- arlaus börn. A jólunum gaf hún eitt sinn djáknanefnd Fyrsta lúterska safnaðar 35 pör barnavettlinga til útbýt- ingar. Ýmsar aðrar stofnanir og einstaklingar hafa notið elju hennar á sama hátt. Hún, sem hefir verið ofur fátæk og átt oft bágt, er nú rík og sterk í hárri elli sinni. Allt sem hún krefst af lífinu er henni nú fúslega látið í té. Blómin umhverfis hana eru fögur og litrík, en sjálf er hún, þótt fölnuð sé, fegursta blóm- ið, reiðubúin til yfirfærslu í aldingarð æðra lífs. V. J. E. UM MINJASAFN ÞJÓÐ- RÆKNISFÉLAGSINS Eins og skýrt hefir verið frá fréttum frá síðasta þjóð- ræknisþingi var þetta mál rætt og afgreitt á þarin hátt að sett var nefnd í það til frekari framkvæmda. Hefir Deirri nefnd nú komið saman um það að vekja máls á þessu í blöðunum til að byrja með og sjá hverjar undirtektir kunna að verða. Hugmyndin er að safna í eitt gömlum munum og handritum, sem enn eru íslendinga hér í landi, og mynda þannig safn, líkt og gert hefir verið í Utah, til fróðleiks fyrir komandi kyn- slóðir. Þótt mörg ár séu nú liðin frá landnámstíð, og seint sé byrjað á þessu, eru enn líkindi til þess, að margt kunni að finnast, sem á heima í slíku safni. En með hverjum hlut verður að fylgja stutt greinargerð viðvíkjandi eig- endum og öll söguleg skilríki, sem fólk veit um er hlutina sendir. Verður sú greinar- gerð að vera að vera rétt og nákvæm, því án hennar hefir hluturinn ekki eins mikið gildi sem sögulegt tákn liðins tíma. Hvað viðvíkur þörfinni á þessu eru ef til vill skiptar skoðanir, en nefndinni hefir komið saman um, að hér sé um mikilvægt atriði að ræða, ekki einungis fyrir komandi kynslóðir, heldur einnig fyrir nútíð okkar hér og að þetta sé beinlínis þjóðræknisspurs- mál, sem þoli enga bið, ef vel á að fara. En við verðum að hafa það hugfast, að reyna að gera þetta safn svo vel úr garði, að það. verði okkur til sóma. Við þurfum að gera það eins fullkomið og unnt er, en til þess þurfa að verða al- mennar undirtektir. Þessi stutta greinargerð er nú birt til þess að vekja máls á þessu til íhugunar fyrir fólkið, og verða ef til vill ein- hverjir til að skrifa um það nánar seinna. En í nefndinni, 3g handritum , sem gem hefir málið með höndum, til fra landnams í eru frú xngibjörg Jónsson, frú Herdís Erickson í Arborg og undirrituð. — Ef einhverjir kynnu að hafa muni, er þeir vildu leggja í þetta fyrirhug- aða safn, þá má senda þá til ofangreindra nefndarkvenna hvenær sem er. Marja Bjornson COPINHAGEN Heimsins bezta munntóbak Úrlausin: Bankalán Þér þarfnist ef til vill peninga til að greiða læknishjálp, viðgerðir við heimilið, sparnað víb notkun eldsneytis — eða í öðrum tilgangi. Hikið ekki við að leita ráða bankans. Það er vissasti vegurinn. Fyrir atbeina löggiltra banka, er unt að fá ódýr persónulán, smá og stór, til að mæta knýjandi þörfum eða gera kjörkaup. Hjá hvaða útibúi, sem er, getið þér reitt yður á nærgætni, kurteisi og algerða leynd. Það er auðvelt mál, að hlutast til um lán, er endurgreiða má af tekjum yðar gegn vægum afborgunum. Það er ekki einasta að útibú hins löggilta banka veiti persónulán, heldur annast þau um þjónustu, sem grípur inn í velferð allra. Aðeins löggiltir bankar veita full- komna bankaþjónustu, sem innifelur: SPARIREIKNIN G GætitS peninga yðar vand- lega; bankinn greiSir reglubundna vexti, og glæSir sparnaSarkendina. IjANSTRAISTS SKÍRTEINI Þetta kemur sér vel fyrir menn, sem þurfa aS fara i löng ferSalög, eSa fram- kvæma viSskipti í fjar- lægS. FERÐAMANNA- AVISANIR TryggiS ySur gegn þjófn- aSi eSa þvi, aS týna peningum; má skipta í peninga hvar og hvenær, sem er. IjAN TIIi HEIMIIAS- ITMBÖTA Fyrir viSgerSir, breyt- ingar, eSa viSauka viS heimiliS. HINIR LÖGGILTU BANKAR ÞJÓNA UMHVERFI YÐAR

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.