Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transif - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1955 —}------------ Vestur-íslenzkur „söngnámstjóri" á ferð hér Talar ekki íslenzku en hins vegar japönsku Glæsileg guðsþjónusta — Ég get því miður ekki talað íslenzku, en japönskunni get ég beitt fyrir mig ennþá, segir Margarethe Thorláks- son, sem er Vestur-íslending- ur en fædd í Nagoya í Japan og ólst þar upp til 18 ára ald- urs. Faðir hennar var kristni- boði í Japan í 25 ár. Margarethe er nú búsett í South San Francisco, sem er borg skammt fyrir sunnan San Francisco í Bandaríkjun- um. Hún er dóttir hjónanna Karólínu Kristínar Guðjóns- dóttur (Ingimundssonar, úr- smiðs í Winnipeg) og séra Oktavíusar Thorláksson, sem er ræðismaður íslendinga í San Francisco. Faðir séra Oktavíusar, séra Steingrímur Þorláksson frá Stóru-Tjörn- um í Ljósavatnsskarði, fluttist ungur að aldri til Ameríku og settist að í Winnipeg í Kanada. Kvæntist hann konu af norskum ættum. Starf Margrethe er all- umfangsmikið og í vissum skilningi brautryðjendastarf. Kennir hún söng í 11 barna- skólum í South San Francisco, on söngkennslan er með nokk- uð sérstökum hætti, þar sem hún kennir barnaskólakenn- urum aðferðir við söng- kennslu. Jilgangurinn er að reyna að fá kennarana til að kenna börnunum að syngja í tómstundum sínum. — Við þessa ellefu skóla oru 130 kennarar, og flestir þeirra eru — því miður — uijög feimnir við að hefjast handa um að kenna börnun- um ýmsa söngva. Ég haga kennslunni þannig, að ég kenni börnunum söngva í viðurvist kennarans. Það rennur þá venjulega upp fyrir þeim, hversu einfalt þetta er, því að börnin hafa mjög gam- au af þessu, segir Margrethe. En það er stundum allt að því skringilegt að sjá fullorðna og gáfaða menn — sem oft hafa agæta söngrödd — verða dauð ^eimna, ef þeir eiga að kenna eitt lítið lag. En kennslan byggist ekki aðeins á því að láta börnin syngja heldur eru þau einnig frædd um tónlist, spilaðar fyrir þau plötur. Til að gera kennsluna enn áhrifaríkari, eru nóturnar ritaðar á töfl- Una — börnin sjá og heyra tónana í senn. Árangurinn hefir orðið míög misjafn, enda er slík kennsla engan veginn skyldu- námsgrein, og því allt undir kennaranum komið — vilja hans og áhuga. Þjóðsöngvar og þjóðdansar eru einnig kenndir. Fyrst í stað kenndi ég öllum börnunum frá ellefu skólum í einu. Þau voru þá 3500, en eru nú 5000. En ég komst brátt að þeirri niður- stöðu, að þessi tilhögun gerði mér of erfitt fyrir — og börn- in höfðu ekki eins mikið gagn af því. Það kom bezt í ljós, er ég lét þau öll sýna þjóð- dansa á knattspyrnuvelli — það gekk mikið á. Nú hefir hver skóli sína sérstöku ár- Framhald á bls. 4 Úr borg og bygð — Kveðja til Ströndunga ■— Þeim mörgu, einstökum og öllum, sem við mættum á okkar nýafstöðnu Kyrrahafs- strandarför, sendum við inni- legustu þakkar- og árnaðar- kveðjur fyrir frábærar við- tökur og gestrisni, sem við urðum aðnjótandi í hvívetna. Að þessu sinni er ekki hægt að nefna nöfn sökum þess hve mörg þau yrðu. En þó verður það að segjast, að nokkrum tryggðavinum, sem sérstak- lega settu svip á viðtökurnar, eigum við það að þakka, að þessi Bjarmalandsför verður okkur langminnugri flestu góðu, sem fr,am við okkur hefur komið á lífsleiðinni. Heill og þökk ykkur öllum. Winnipeg, 16. sept. 1955 Björgvin Guðmundsson Hólmfríður Guðmundsson ☆ Næstkomandi föstudag, 23. þ. m., heldur Björgvin Guð- mundsson samkomu í Sam- bandskirkjunni. Fluttir verða af segulbandi II. og III. þáttur úr Oratoríunni, Friður á jörðu eftir tónskáldið og er það sein- asti konsert Kantötukórs Akureyrar, fluttur 4. maí s.l. undir stjórn höfundarins. •— Samkoman hefst kl. 8 síðd. Samskota verður leitað. Ellis Sigurdson frá Glen- boro, hefir legið rúmar sex vikur á Almenna spítalanum í Winnipeg. Hann er á góðum batavegi. ☆ Mr. Páll Johnson frá Vogar var staddur í borginni í byrj- un vikunnar; kvað hann hey- skap norður þar rýran vegna flóðanna miklu í vor. Sunnudagurinn 18. septem- ber mun lengi minnisstæður meðlimum og vinum presta- kallsins íslenzka í Pembína- dalnum í Norður-Dakota. Þann dag fór fram ein hin glæsilegasta og fjölmennasta samkoma byggðarfólks þar syðra, að Mountain, — og það var guðsþjónusta. Tilefnið var innsetning séra Ólafs Skúlasonar í prestsembætti. Venjulega fara slíkar athafnir fram í kirkju, en vegna mann- fjöldans var þess enginn kost- ur í þetta sinn, engin kirkj- anna í prestakallinu var nógu stór til að rúma alla við- stadda. Fór guðsþjónustan því fram í samkomu'húsi byggð- arinnar á Mountain. Hafði salurinn verið sérstaklega undirbúinn fyrir þessa athöfn. Altari og prédikunarstól hafði verið komið fyrir á hápalli, og sérstök sæti voru ætluð söng- flokki, og pallur fyrir söng- stjóra, Mr. Theo. Thorleifsson frá Garðar. Laust eftir kl. 2 gengu fimm hempuklæddir prestar, ásamt fulltrúum safn- aða prestakallsins, inn „kirkju gólf ið,“ við undirspil frú Ester Olgeirsson. Söngflokk- urinn hóf þá guðsþjónustuna með: „Dýrð sé Guði í hæstum hæðum.“ Séra Stefán Gutt- ormsson frá Cavalier þjónaði fyrir altari, en séra Robert Jack las lexíur dagsins. Dr. Valdimar J. Eylands, forseti kirkjufélagsins, flutti stutta inngangsræðu, en séra Har- aldur Sigmar, sem þá var um það bil að leggja af stað til prestakalls síns að Kelso, Washington, flutti prédikun. Mr. Gísli Halldórsson, for- maður sóknarnefndanna, kom nú ásamt hinum nýja presti upp á hápall, kynnti hann rneð stuttri ræðu, og afhenti forseta köllunarbréf hans. Setti forseti séra Ólaf síðan í embætti samkvæmt helgi- siðareglum kirkjunnar. Síðan flutti séra Ólafur aðafarar- ræðu sína út af 1. Kor. 2:2: „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist, og hann krossfestan.“ Flutti hann ræðu sína á fögru ensku máli, með ágætum framburði, en látlaust og mjög prúðmannlega. Orðaval hans og framburður á enskri tungu finnst mönnum þeim mun eftirtektarverðara, er þess er minnst, að hann hefir enn ekki dvalið þrjá mánuði vestanhafs, og hefir aldrei áður verið meðal enskumæl- andi manna. Áður en guðs- þjónustunni lauk fluttu þeir Séra Ólafur Skúlason séra Stefán T. Guttormsson og séra Robert Jack nokkur ávarpsorð og kveðjur, mælti sá síðarnefndi á íslenzku. — Flytur útvorpsræður um íslands- og Norðurlandaför í byrjun september flutti dr. Richard Beck prófessor þrjú erindi frá útvarpsstöð i íkisháskólans í Norður- Dakota (K.F.J.M.) í Grand Forks um Islands- og Norður- landaför þeirra hjóna í sumar. Nefndist erindaflokkur þessi “A Pilgrimage to Norseland.” Fjallaði fyrsta erindið um Is- land, en seinni erindin um Noreg og hin Norðurlöndin. Lýsti ræðumaður löndunum öllum að nokkru, einkum ís- landi og Noregi, en einnig þjóðfélagslegri þróun, menn- ingarlífi og verklegum fram- förum. Merk tímamót Á fimtudaginn var vígð og formlega tekin í notkun ný og vönduð brú yfir Assiniboine- ána, er tengir suðurbæinn við miðbæinn; brúin kostaði ná- lega tvær miljónir dollara; mannfjöldi mikill var við- staddur brúarvígsluna og voru ræður haldnar og bumb- ur barðar; ræðumenn voru Campbell forsætisráðherra, Sharpe borgarstjóri, Mts. Lillian Hallonquist og W. D. Hearst, yfirverkfræðingur Winnipegborgar, er bróður- hlutann átti af brúargerðinni; þetta er fyrsta brúin, sem gerð hefir verið í borginni síðan 1912, því hinar hafa allar verið endurbygðar. Nú hafa sporvagnarnir í Winnipeg sungið sitt síðasta vers, en sá sögulegi atburður gerðist á sunnudaginn; nú hafa diesel-vagnar tekið við af hinum gömlu og úreltu spor- vögnum. NÚMER 38 Hátalara hafði verið komið fyrir í salnum, og flutti hann ræður og söng til fólks bæði utan húss og innan. Er guðsþjónustunni lauk söfnuðust menn í neðri sal samkomuhússins og settust þar að ljúffengum réttum, sem kvenfélög safnaðanna báru fram af mikilli rausn. Dvaldist mönnum þar all- lengi. Auk heimamanna voru margir gestir viðstaddir, meðal þeirra var dr. Árni Helgason ræðismaður frá Chicago, einna lengst að- kominn. Byggðin er mjög einhuga um að fagna hinum ungu og glæsilegu prestshjónum, séra Ólafi og frú Ebbu, og þau, fyrir sitt leyti, eru hæstánægð með verustaðinn og viðtökur allar. Er hér vel af stað farið, og bjart yfir hugum ' manna gagnvart framtíðinni. Sjaldgæft merkisafmæli Síðastliðinn laugardag átti frú Margrét Ólafsson í Selkirk 102ja ára afmæli, og er hún að líkindum elzta persóna af íslenzkum stofni, sem nú er uppi í veröldinni; hún er ekkja Jóns Ólafssonar, er lézt 1948, en vav 97 ára að aldri; frú Margrét kom af íslandi árið 1884 og settust þau hjónin fyrst að í Árnes- bygðinni; þau fluttu til Sel- kirk árið 1889 og þar stóð heimili þeirra jafnan síðan; frú Margrét er til heimilis hjá syni sínum og tengdadótt- ur, Mr. og Mrs. Joe Ólafsson að Morris Avenue í Selkirk; annar sonur hennar, Ólafur, er búsettur í Vancouver, B.C. Barnabörn frú Margrétar eru 14, en barnabarnabörn 40 að tölu. Lögberg flytur afmælis- barninu og sifjaliði öllu hug- heilar árnaðaróskir. Stjórnarbylting í Argentínu Undanfarna daga hefir alt verið í grænum sjó í Argen- tínu og nú hefir raunveru- legri stjórnarbyltingu verið hrundið í framkvæmd. Peron forseti hefir að sögn flúið .úr landi, en herinn tekið við stjórnartaumunum fyrst um sinn. Ráðgert er að almennar þingkosningar verði haldnar eins fljótt og því frekast verður viðkomið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.