Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1955
FUNDNI PÝRAMÍDINN
Höfundur þessarar grein-
ar, Mr. Leonard Cottrell,
er kunnur .rithöfundur og
útvarpslesari í Englandi.
Hann hefir ritað tvær
bækur um Forn-Egypta,
sem heita “The Lost
Pharao” og “Life Under
the Pharaos.” Hann er nú
nýkominn heim úr rann-
sóknaför í Egyptalandi.
Það var vorið 1954 að
amerísku kvikmyndastjörn-
urnar, Eleanor Parker og
Robert Taylor, komu með
flokk leikara til Sakkara, sem
er um 20 km. suður af Kairo.
Þau voru komin til Egypta-
lands til þess að fullgera
kvikmynd, sem heitir „Kon-
ungadagur". Þurftu þau að fá
inn í hana myndir af reglu-
legri eyðimörk. Þarna hjá
SakkaFa er regluleg eyði-
mörk, en þar eru líka margir
pýramídar, sem setja svip á
landið. — Kvikmyndamenn-
irnir voru því mjög ánægðir.
Þá var fólkið þarna ánægt.
Það fékk að taka þátt í kvik-
myndinni og syngja þjóðlög
sín, og einnig „Bátsöng á Níl“,
sem sérstaklega hafði verið
búinn til handa þeim af sér-
fræðingi í Hollywood. (Og nú
syngja þeir þennan söng í
tíma og ótíma, til sárrar
gremju öllum þeim, sem eru
að reyna að ná egypzkum
þjóðlögum á segulband).
Skömmu seinna^ birtist
þarna enski kvikmyndaleikar-
inn Jack Hawkins, með tvö-
falda Faraó-kórónu á höfði og
stjórnaði byggingu pýramída.
Innfæddum mönnum á þess-
um slóðum þótti ekki lítið í
það varið, og þá ekki síður
hitt að fá að vinna að bygg-
ingu pýramídans og vera í
fornaldarbúningum. — Þarna
hömuðust þeir við að flytja
gríðarmikla „steina“, sem
ætla mátti að mundu vega
tim 20 smálestir hver. En það
voru raunar tómir trékassar
og vógu ekki meira en 20
pund.
Fólkið í Sakkara var afar
hrifið af kvikmyndaleikurun-
um, og á enga heitari ósk en
þá, að þeir komi aftur. En
allt hlýtur að enda, og nú er
Sakkara mjög svipuð því sem
hún var áður. Þar er ofur-
lítill skáli fyrir fornfræðing
ríkisins og nokkrir leirkofar
fyrir verkamenn, opinber
skrifstofa og dálítið forn-
minjasafn, nokkrir pýramíd-
ar, hundruð forngrafa, sem
eru hálfkafðar í sand, og svo
eyðimörkin endalaus í allar
áttir. Það eina, sem þarna
hefir bætzt við, að undan-
teknum „Bátsöngnum á Níl,“
er heljarmikill pýramídi, sem
við fyrstu sýn lítur út fyrir
að vera frá dögurn fjórðu
stjórnarættar, en er í raun og
veru byggður af Metro-
Goldwin-Mayer.
----ú---
En þetta kvikmyndafyrir-
tæki í Sakkara gerði meira en
eyða fásinninu hjá íbúum
Sakkara. Það hafði og mikla
þýðingu fyrir fornleifarann-
sóknir.
Tveimur árum áður en
kvikmyndafólkið kom, hafði
ungur egypzkur fornfræðing-
ur, Mohammed Zakaria
Goneim, sezt að á þessum
stað við rannsóknir. Hann er
fulltrúi stjórnarinnar á þess-
um stað og nokkurs konar
löggæzlumaður um allt er
fornminjum viðvíkur. Hann
hefir umsjón með þeim, sem
eiga að gæta grafanna, svo að
ræningjar geri þar ekki usla.
Hann á að sýna ferðamönnum
grafirnar og hann á að hafa
eftirlit með því að hinir og
aðrir sé ekki að grafa þar og
leita. En hann á einnig að
vinna að rannsóknum og upp-
grefti sjálfur.
Enda þótt þessir eftirlits-
menn sé að jafnaði fornfræð-
ingar, þá finna þeir sjaldan
neitt markvert. Það er aðal-
lega vegna þess að þeir eru
svo störfum hlaðnir við eftir-
litið, að þeir hafa aldrei tíma
til að gera neinar rannsóknir.
En Goneim er þar undan-
tekning. Árið 1951 fann hann
þarna pýramída, sem er svo
stór, að hann mældist 350 fet
á hvern veg. Þessi pýramídi
hefir aldrei verið fullger,
menn hafa hætt við hann
þegar hann var orðinn um 30
feta hár. Og síðan hefir sand-
urinn fært hann á kaf, og á
kafi í sandi hafði hann nú
legið allt að .5000 árum.
Þetta var mjög merkilegur
fundur ,en um tveggja ára
skeið fór ekkert orð af honum,
nema hvað hans var lauslega
getið í blöðum og tímaritum.
En allan þennan tíma hélt
Goneim áfram rannsóknum
sínum og hafði menn í vinnu
við að grafa -upp þetta forna
mannvirki. Hann er mjög vel
íær í sínu starfi og honum
hafði tekizt að grafa upp stór-
an hringmúr, sem er um-
hverfis pýramídann, og síðan
að komast fyrir hvar hornin
á pýramídanum voru. Hafði
þá komið í ljós, að þetta var
mjög fornt mannvirki, líklega
frá dögum þriðju stjórnættar-
innar (2780—2720 árum f. Kr.)
Það líktist mjög hinum al-
kunna „Stalla-þýramída“, sem
er helzta mannvirkið hjá
Sakkara. En þann pýramída
lét Imhotep vezír reisa yfir
Djoser konung, sem var fyrsti
konungur þriðju stjórnættar-
innar. Þessi nýfundni pýra-
mídi líktist svo mjög „Stalla-
pýramídanum“, að mestar
líkur voru taldar til þess að
byrjað hefði verið á honum
skömmu eftir fráfall Djosers.
/ ----------0---
Þegar Goneim hafði nú
komizt fyrir takmörk pýra-
mídans, var næsta verk hans
að athuga hvar inngangurinn
£ ítf r»tr*s^b***
hrip
™ því að HRINgjT
NÖMERíÐ. Með því
ÍJa Y3ur númerið. sem'
simaafgreiðslan gefur
o,"i
*2T- b*ma3 **«« Kr
9 a "»si"
Otilokið drátt —
hringig í númerið
MANÍTOBA TELEPHONE SYSTEM
mundi hafa verið. Og 1954
fann hann innganginn. Voru
þar fyrst jarðgöng niður á
við að innsigluðum dyrum.
Innan við þær tók svo við
bratt steinrið, höggvið út úr
klöppinni undir þessari hálf-
gerðu byggingu.
Það var einmitt um það
leyti er þetta fannst, að þau
ungfrú Parker og Taylor bar
þar að með leikara sína og
fjölda fréttaritara. Þegar
fréttaritararnir þóttust hafa
gert góða grein fyrir athöfn-
um kvikmyndaleiðangursins,
fóru þeir að skoða sig um í
Sakkara, og rákust þá á
Goneim, þar sem hann var að
láta grafa í kring um pýra-
mídann. Og það skipti engum
togum — í sama vetfarígi
voru öll blöð heimsins full af
fréttum um þennan merkilega
nýja fornleifafund ,og var
ekki gert minna úr honum
heldur en því er gröf Tutank-
hamen sáluga fannst hérna á
árunum. Ekki skorti upplýs-
ingarnar og getgáturnar. Sagt
var að byrjað hefði verið á
þessum pýramída 5000 árum
áður en Kristur fæddist.
Hann væri með öllu óskemmd
ur. Þar mundi sennilega finn-
ast gulli slegin líkkista ein-
hvers Faraós. Stundum var
sagt, að þarna mundi vera
grafinn Sanakht konungur úr
þriðju ríkisstjórnarætt, eða
þá Amenophis III., sem var
uppi rúmum þúsund árum
seinna.
Framhald á bls. 3
Vöruskipf-ajöfnuðurinn óhagstæður
um 206,1 millj. fyrstu 7 món. órsins
Nálega 40 milljón króna hærri
upphæð en á sama tíma í fyrra
Innflulningur í júní og júlí
256,1 millj. króna
Samkvæmt nýútkomnu
bráðabirgðayfirliti Hag-
stofu íslands varð Hag-
skiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 59,7 milljónir
króna í júlímánuði s.l., og
er hann þó orðinn óhag-
stæður um 206,1 milljón á
tímabilinu janúar—júlí.
Á sama tímabili í fyrra
var hann hins vegar óhag-
stæður um 167,1 milljón,
en í júlí í fyrra óhagstæð-
ur uih 47,6 milljónir.
1 júlí s.l. var flutt inn fyrir
125 milljónir en út fyrir að-
eins 65,2 milljónir. í júní og
júlí hefir vöruskiptajöfnuður-
inn orðið óhagstæður um
samtals 136 milljónir króna.
Nam innflutningurinn í júní
og júlí samtals 256,1 milljón,
og geta þeir, gem séð hafa
skipin koma hvert af öðru
drekkhlaðin af bifreiðum, gert
sér í hugarlund af hverju
þessi óhagstæði verzlunar-
jöfnuður staðar.
40 milljónum meiri
en í fyrra
Bæði inn- og útflutningur
voru meiri í júlí í ár en á sama
tíma í fyrra, en innflutningur-
inn þó svo miklu meiri, að
vöruskiptajöfnuðurinn var ná
lega 12 milljónum óhagstæð-
ari í ár en í fyrra. Á fyrstu
sjö mánuðum ársins 1954 var
flutt út fyrir 451,3 milljónir,
en á sama tíma í ár var flutt
út fyrir 437,1 milljón, eða
fyrir 14,1 milljón minna. Hins
vegar hefir innflutningur
orðið 24,7 milljónum meiri á
þessu tímabili en í fyrra
og vöruskiptajöfnuðurinn á
fyrstu sjö mánuðum ársins er
hvorki meira né minna en ná-
lega 40 milljón krónum verri
útkoma en á sama tíma í
fyrra.
Norðurlandssíld
61 milljón
Upp í þessan gífurlega halla
fæst rúmlega 61 milljón fyrir
saltaða Norðurlandssíld, ^em
vitað er um, og ef til vill
nokkrar milljónir, fyrir annan
fisk, en hætt er við, að erfitt
verði að ná upp svo gífurleg-
um halla, sem á er orðinn. En
hvaðan koma þá peningarnir,
sem eiga að halda ríkinu fljót-
andi og standa undir áfram-
haldandi bílainnflutningi til
styrktar togurunum?
—Alþbl., 24. ágúst
Heimilt að veiða
600 hreindýr í
Múlasýslum í haust
Heimilt er að veiða allt
að 608 hreindýr í Múla-
sýslum í haust. Skal veið-
in fara fram á tímabilinu
20. ágúst til september-
loka. Sérstakt leyfi eftir-
litsmanns hreindýra þarf
til að mega annast veiði
þessara dýra.
Tölu þeirra dýra, sem
heimilað er að veiða, er skipt
niður á 12 hreppi og eiga
hreppsnefndirnar að sjá svo
um, að þeir bændur, sem
verða fyrir mestum ágangi af
hreindýrum ^ beitilönd sín,
njóti arðs af veiðunum, en
síðan sveitarsjóður. Fjórðung
dýranna á að veiða í Fljóts-
dalshreppi, eða 150, 130 í
Jökuldalshreppi, 80 í Fella-
hreppi og 75 í Tunguhreppi.
Minnsiur skaði
I reglum, sem menntamála-
ráðuneytið hefir gefið út um
veiðarnar, segir, að hreindýpa-
eftirlitsmaður sjái um, að
veidd séu fyrst og fremst þau
dýr, sem minnstur skaði er að
fyrir vöxt og viðgang hjarðar-
innar. Þá áskilur ráðuneytið
sér rétt að leyfa veiði nokk-
urra dýra í viðbót handa
söfnum, til vísindalegrar rann
sóknar o. fl.
—Alþbl., 24. ágúst.