Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1955 Slíkt hrakviðrasumar hefir ekki komið á Suðurlandi á þessari öld Úr borg og bygð Séra Robert Jack, fyrrum prestur í Árborg, lagði af stað síðastliðið sunnudagskvöld austur til Toronto og dvelst þar 1 nokkra daga; fjölskylda hans kemur til móts við hann í Montreal og siglir þaðan til Skotlands. Séra Robert hefir, svo sem kunnugt er, verið kjörinn prestur í Tjarnar- prestakalli í Húnavatnssýslu og tekur við embætti sínu jafnskjótt og heim til Islands kemur. Mrs. Jack mun dvelja á Skotlandi í vetur hjá tengda móður sinni ásamt börnum sínum. Lögberg árnar séra Robert og sifjaliði góðs brautar- gengis. ☆ Allan Björn Frederiksson, sonur prestshjónanna í Glen- boro, lagði af stað s.l. viku til Minneapolis, þar Sem hann stundar nám við University of Minnesota. Allan var í her- þjónustu í tvö ár og rúmt ár í Japan og Korea. Hann legg- ur fyrir sig Agriculture and Animal Husbandry. ☆ Jón Hördal að Lundar varð 85 ára á sunnudaginn, 18. september. Kvöldið áður söfnuðust vinir hans og frændfólk saman honum til heiðurs á heimili sonar hans, Vigfúsar. Jón er allvel ern; hann var fyrrum hinn mesti hlaupagarpur og vann mörg verðlaun fyrir sigra í þeirri íþrótt. — Lögberg flytur hon- um heillaóskir í tilefni af afmælinu. ☆ Þeir Mr. J. Th. Beck for- stjóri og Mr. Stefán Einarsson ritstjóri, komu heim um helg- ina vestan frá Vancouver, B.C., þar sem þeir sátu árs- þing vikublaðasambandsins canadiska. ☆ Sunnudaginn þ. 11. septem- ber voru skírð í Argyle presta kalli, Aslene Gay, dóttir Mr. og Mrs. F. B. Björnsson, Melvin Roy og Richard Kenneth, synir Mr. og Mrs. S. J. Shristie. ☆ Framar Eyford frá Vogar gekk undir uppskurð á mánu- daginn á General Hospital, er tókst vel, en hann getur ekki tekið á móti vinum sínum fyrr en hann nær sér aftur og fer að hressast. ☆ Jon Sigurdson Chapter Tea The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will hold its annual P’all Tea and Sale, on Satur- day, September 24, from 2—4.30 in the afternoon, at the T. EATON Assembly. Hall (seventh floor). MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Súnnud. 25. sept.: Ensk messa kl. 11 árd. — Church Parade of Business, Professional Women’s Club of Selkirk. Sunnudagaskóli á hádegi. íslenzk messa kl. 7. síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ United Lutheran Mission of Silver Heights Services in the St. James Y. M. C. A., Ferry Road, (just off Partage). Sunday, Sept. 25th: Sunday School at 9.45 a. m. Worship Service 11 a.m. This Sunday is “Laymen’s Sunday” at United Lutheran. Three laymen will take charge af the service: Mr. Neil Bardal will bring the message on “Spiritual Ex- periences in a Prison Camp.” Mr. Bill Pálsson will read the liturgy, and Mr. G. Morris will read the Scripture lessons. Eric H. Sigmar Séra Eric H. Sigmar fór austur til Toronto á sunnu- dagskvöldið til að sitja þar fyrir hönd Kirkjufélagsins fund í Evangelism Confer- ence„ sem verður haldinn 20. og 21. þ. m. Þaðan fer hann til Appleton, Wis., og flytur þar ræðu á ársfundi Lutheran Men’s Clubs í ríkinu. Séra Eric er væntanlegur heim þann 28. þ. m. ☆ Á laugardaginn var fór fram mjög fjölmenn hjónavígslu- athöfn í Fyrstu lútersku kirkju. Gaf séra Valdimar J. Eylands þá saman þau Alvin Kristján Sigurðsson og Auroru Joyce Thordarson. Er brúðguminn einkasonur Kristjáns B. Sigurðssonar kennara og Bjargar konu hans; en brúðurin er einka- dóttir Johns skrifstofustjóra Thordarson og Auroru konu hans. Eru brúðhjónin hin glæsilegustu ungmenni. Brúð- armær var Betty Thordarson, kona Donalds læknis í Mad- dock, N.D. bróður brúðar- Enn rigndi mikið á Suður- landi í fyrrinótt og gær, svo að bændur gátu ekk- ert átt við að bjarga heyi því, sem flatti í hvass- viðrinu í fyrradag, og innar. Brúðarsveinn var O. Donald Olsen, stud. theol. frá Minneapolis. Mrs. Unnur Simmons, móðursystir brúð- arinnar, söng einsöngva. Að afstaðinni hjónavígslu fór fram mjög myndarleg brúð- kaupsveizla á Hotel Assini- boine í St. James. Mr. Hugh Hannesson mælti fyrir minni brúðarinnar. — Ungu hjónin munu mynda heimili í Winni- peg. — Lögberg óskar þeim til hamingju. ☆ Hr. Guðni Þórðarson með- ritstjóri Tímans í Reykjavík, sem verið hefir undanfarandi daga á ferð hér um slóðir ásamt frú sinni, Sigrúnu Jóns- dóttur, kom norðan úr Nýja- íslandi á miðvikudagskvöldið í fyrri viku; höfðu þau hjón heimsótt Gimli, Riverton og Árborg, og farið alla leið norður til Mikleyjar; þau fengu. ágætt veður og nutu mikillar ánægju af heim- sókninni; þau heilsuðu upp á Guttorm skáld í Riverton og kváðust hafa átt þar ógleym- anlegum viðtökum að fagna. Þau Guðni og frú fóru héð- an á fimtudaginn vestur til Vatnabygðanna í Saskat- ohewan, en þaðan var ferð- inni heitið til Markerville til að skoða minnismerki og býli Stephans G. Stephanssonar, en úr því ætluðu þau að halda til Vancouver og Seattle, en leggja svo af stað til íslands um miðjan októbermánuð næstkomandi. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church, Victor St., will sponsor “The Home Hour” at the audi- torium of the Westinghouse plant, Ellice Ave. & St. James Street on Tuesday Sept. 27th at 1.45 p.m. Tickets 25c. ☆ BOARD & ROOM Kindly care elderly couple or 3 persons. Private home and Tray Service. Phone 44-4195. verður óálitlegra um björgun nokkurs þess með hverjum rigningar* deginum sem líður. Svo hefir nú kastað tólfunum síðustu daga, að elztu menn segja, að ekki hafi komið annað eins sumar á Suðurlandi í 68 ár. Bændur þeir, sem komnir eru á efri ár fullyrða, að svo illt sumar hafi ekki komið á þessari öld. Árið 1887 kom að sögn elztu manna svo slæmt heyskaparsumar á Suður- landi, að helzt mætti líkja við þetta. Sleypiskúr á flait hey Fréttaritari Tímans í Bisk- upstungum sagði í gær, að þurrkurinn á miðvikudaginn hefði orðið bændum á stóru svæði þar efra verri en eng- inn, þótt ekki fyki hey til stór- skaða á eftir. Um morguninn var glatt sólskin og blástur, og breiddu menn mikið af heyi. Þegar kom fram yfir há- degl, gerði allt í einu helli- rigningu, og kom steypiskúrin svo brátt, að ekkert náðiát upp. Þessi rigning náði yfir efri hluta Tungna og Hreppa en neðar í þessum sveitum hélzt þurrt og sólskin allan daginn og náðu menn þar nokkru upp. Síðan hvessti og flatti sætið nokkuð, en hey fauk ekki til stórskaða. Fréttaritarar Tímans í Rangárþingi sögðu í gær, að þar hefði rignt mikið og eng- in tök að ná saman nokkru af fokheyinu. -—TÍMINN, 21. ágúst COPENHAGIN Heimsins bezta munntóbak EATON’S Stærsta smásöluverzlunin í brezka þjóðarsambandinu Smásöluverzlanir EATON’S ná yfir Canada frá strönd til strandar, auk þess sem hið risavaxna póst- pöntunarfyrirtæki, svo sem ráða má af verðskránni, nær til svo að segja allra vorra viðskiptavina í landinu. Hin óbrigðula reynsla vor í verzlunarsökum og hin ófrávíkj- anlega regla, að peningum sé skilað aftur sé fólk ekki ánægt með vöruna, hefir reynzt canadískum kynslóðum mikil hjálparhella. EATON'S of CANADA ÁRSFUNDUR Islendingadagsnefndarinnar verður haldinn í GOOD TEMPLARS HALL, Sargent Avenue, mánudagskveldið 26. september n.k., kl. 8 Fyrir fundi liggur að kjósa menn í nefnd til næsta árs og bera fram fjárhagsskýrslur nefndarinnar. Nefndin óskar eftir að fólk fjölmenni á þennan fund og láti álit sitt í ljósi viðvíkjandi framtíð þessarar þjóð- hátíðar Íslendinga í Manitoba. % JÓN K. LAXDAL, riiari nefndarinnar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.