Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.09.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. S^PTEMBER 1955 5 AHLG/IHAL LVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Kaflar úr íslendingasögu Jónasor Jónssonar (NIÐURLAG) Ég hefi valið þá kafla úr sögunni, sem snerta konur sérstaklega, þótt þeir séu e. t. v. ekki þeir beztu í bók- inni. Þeir sem hafa hug á að kynna sér listaverk í aagn- ritun ættu ekki að láta hjá -líða að útvega sér þetta átt- unda bindi íslendingasög- unnar. — Jónas Jónsson leiðir glögg- lega í ljós hve þýðingarmik- inn þátt skáldin áttu í frelsis- niáli íslendinga. Og hann bregður líka upp myndum af því hve ljóð þeirra hafa ör- lagaríkar afleiðingar fyrir þá einstaklinga, er þau yrkja um, því orð skáldsins eru máttug og fleyg. Eins og hann kemst svo vel að orði um Pál Ólafsson: „Hann orti vísur og kvæði af innri þörf, þegar andinn kom yfir hann, og síðan hóf þessi skáldskapur sjálfstætt ferðalag um alt landið. Páll. Ólafsson þurfti ekki blöð, tímarit eða kvæða- baekur til að bera ljóðmæli sín um landið. Allt sem hann hefir bezt ort var kunnugt svo að segja hverju mannsbarni á fslandi, löngu áður en ljóða- bók hans kom fyrir almenn- mgssjónir.“ Sama má segja um fleiri skáld; þau varpa Ijóma á nöfn þeirra manna, sem þau dá, en hins vegar geta þau líka ,ef þau láta sér það sæma, sveipað dimmum skugga um aldir fram um uöfn þeirra manna, er þeim verður í nöp við. Það er vandi að fara með þessa dýrmætu gjöf, skáldgáfuna, og mörgum hefir orðið hált á því að styggja skáldin. Ég minnist þess þegar ég Var barn, að móðuramma mín var einu sinni sem oftar að segja mér frá Kristjáni skáldi Jónssyni. Hún hafði verið honum samtíða, fékk miklar mætur á honum og kunni meginið af ljóðum hans. Hún fór nú með nokkur kvæði hans, þar á meðal Bálför gamals unnustubréfs. Ég man enn hve augu hennar brunnu af reiði, þegar hún fór með þessar hendingar: Töfrasmíði svikafullrar sálar Se ég glöggt að verið hefir þú. Gg ég, hrifnæmur stelpu- krakki varð einnig reið og fákk ósjálfrátt skömm á þess- ari stúlku, sem hafði svikið hið mikla skáld. Vitanlega var mér ekki kunnugt um aðstæð- Ur í þessu ástamáli, né hver °rsökin var til þess að stúlk- an fann sig nauðbeygða til að rjúfa heit sín. En skáldið felldi dóminn, sem var tekinn trúanlegur, og hún gat ekki umflúið hann, þaðan í frá. Frá öðru slíku tilfelli skýrir söguritarinn 1 kaflanum um Steingrím Thorsteinsson: „Steingrímur kynntist glæsi legri Reykjavíkurstúlku af góðum ættum, tveim árum yngri en hann. Hún hafði til að bera marga þá eiginleika, sem hrífa hugi karlmanna, en var þó léttúðug og hverful í lund. Hún brá tryggðum við Steingrím. Þá orti hann vegna hennar tvö kvæði, sem eru einstök í íslenzkum bók- menntum, djúpir kveinstafir, miskunnarlaus áfellisdómur og máttug áhrínsorð: Á sætastri blómrós er sárust þyrniflís, og snákurinn sér leynir í fríðleiksparadís. Þitt gull verður aska, þín gæfa moldarryk, í grát snýst þín léttúð, í slys þín eiða svik. Hann spáir hinni ótryggu ástmey hörmulegum enda- lyktum: (Fyrr og nú). Hríðin kalda, döggin lofts mun lauga leiði þitt en ekkert mannlegt tár. Spásögn skáldsins rættist. Glæsikona æskudaga hans varð lánlaus, andaðist í hárri elli; yfirgefin og ógrátin af öllum.“ — Tryggðarof í ástamálum eru að vísu hörmuleg afbrot, hvort sem er um trúlofaðar eða giftar persónur að ræða, en þau eru þó mjög algeng, og fullnægjandi orsakir geta stundum legið til þess að hlutaðeigendur verða frá- hverfir hvor öðrum. Þessar tvær konur hlutu ægilega refsingu fyrir að verða afhuga unnustum sínum. Þessi refs- ing sýrði líf þeirra alt og kast- aði skugga á nöfn þeirra fram í aldir. Þær guldu þess að annars vegar voru skáld, er svöluðu heipt sinni til þeirra í mögnuðum og fleygum ljóðum; gegn þeim voru þær varnarlausar. — Forfeður okkar töldu það níðingsverk að vega að vopnlausum mönnum. — Flestir kannast við ástar- sögu Jónasar Hallgrímssonar, en fáir kunna að segja hana eins vel og Jónas Jónsson: „Þegar Jónas Hallgrímsson átti eftir einn vetur 1 Bessa- staðaskóla, bauðst honum að loknu vetrarnámi góð sam- fylgd norður yfir fjöllin með Gunnari Gunnarssyni, presti í Laufási. Séra Gunnar var ókvong- aður, en hafði átt dóttur, Þóru ,að nafni, með myndar- legri stúlku í Reykjavík og komið barninu í gott fóstur. Þegar hér var komið sögu, var Þóra 16 vetra, nálega fullvax- in fríðleikskona, gáfuleg og kurteis 1 framgöngu. Jónas var fullþroska maður, rúm- lega tvítugur og búinn mörg- um þeim eiginleikum, sem eru konum að skapi. Þóra var al- gerlega óvön landferðum, en norðurleiðin torsótt og marg- ar ár yfir að fara í vorleys- ingunum. Jónas var hins vegar þaulkunnugur leiðinni, æfður ferðamaður og ágæt- lega sundfær. Þóra gat tæp- lega fengið heppilegri eða skemmtilegri samferðamann norður yfir óbyggðirnar. Er skemmst frá því að segja, að á nokkurra daga samfylgd yfir fjöll og dali felldu þau Jónas og Þóra hugi saman með svo miklum innileik og festu, að minningin um þessa æskudaga hafði áhrif á örlög beggja meðan ævin entist. Þegar leiðir skildust á Steins- stöðum, bað Jónas föður Þóru um hönd hennar, en hann tók málinu seinlega, kvað þau bæði ung og óráðin og erfitt að segja fyrirfram, hvað þeim kynni að henta bezt í ásta- málum. Jónas bar harm sinn Dánarfregn Látinn í Deer Lodge Hospital í Winnipeg þann 10. sept. Mr. Arthur Hibbert, landnámsmaður og um langt skeið bóndi í Sylvan, í grend við Víðir, Man., 83 ára að aldri. Hann var fæddur í Manchester á Englandi; kom ungur til þessa lands, nam land og bjó um hríð í íslend- ingabygðinni við Morden, Man. Hann kvæntist Gróu Helgu Lindal. Hann nam land í Sylvon 1912. Konu sína misti hann 1924. Börn þeirra á lífi eru: —• James, búsettur í Winnipeg, kvæntur Noru Malthouse; Henry, bóndi í Sylvon, kvænt- ur Sigríði Finnson; Harold, bóndi í Sylvon, kvæntur Thorunni Helgason; Emma, gift Halldóri Finnson, Víðir; Thorsteinn, Winnipeg, kvænt- ur Joan Hodge. — Tveir synir eru dánir: Gustav, látinn sjö ára að aldri, og Arthur, er dó í síðara heimsstríðinu 1944. — Níu barnabörn eru á lífi. — Einnig þrír bræður hins látna, búsettir í Englandi. Mr. Hibert var þróttmikill dugnaðarmaður, og mætti með karnmannshug breytileg- um örlögum lífsins. Um 3 ár þjónaði hann í hinu fyrra heimsstríði. Hann var lífs- tíðarmeðlimur 1 Masonic reglunni, Lisgar Lodge No. 2. Útförin var gerð 14. sept. frá Vidir Hall, en jarðsett í Sylvon-grafreit. S. Ólafsson í hljóði, en orti eftir heim- komu sína á Steinsstöðum eitt hið fegursta og göfugasta ástarljóð, sem til er á íslenzku. Sennilega hefur hann sent Þóru kvæðið, því þau höfðu bréfaskipti í nokkur missiri að óvilja Gunnars prests í Laufási. Jónas hafði miklar mætur á þessu kvæði, en birti það ekki fyrr en mörgum árum síðar í Fjölni. Hann breytti heiti þess þrem sinn- um. Fyrst nefndi hann kvæð- ið „Ástin mín,“ þá „Gömul saga“ og að síðustu „Ferða- lok.“ Nokkru síðar mótaði Jónas einu myndina, sem til er af Þóru: Mín er meyjan væna mittisgrönn og fótnett, bjarteyg, brjóstafögur, beinvaxin, sviphrein; hvít er hönd á snótu, himinbros á kinnum, falla lausir um ljósan lokkar háls inn frjálsa. Enn leið nokkur stund. Jónas lauk stúdentsprófi 1829 og vann í nokkur misseri við skrifstofustörf í Reykjavík, en bjó sig undir langt nám er- lendis. Honum var ljóst, að eins og öll aðstaðan var, höfðu orðið „ferðalok“ með honum og Þóru, er þau skildu á Steinsstöðum. Þóra mundi aldrei verða eiginkona, held- ur kvenhugsjón hans í minn- ingu og ljóðum. Síðan yrkir hann til hennar kvæðið „Söknuður.“ Fegurð náttúr- unnar og mannlífsins mun ætíð minna á Þóru, ekki sízt fagrar, sólbjartar konur. En sjálfur gengur hann einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum og þráir hana eina. Sex árum eftir að Þóra kom að Laufási lét hún .undan þrábeiðni vandamanna sinna og giftist ekkjumanni, Hall- dóri Bjarnasyni, er lengi var prestur á Sauðanesi.-------- Þóra bar æskuharm sinn í hljóði líkt og Helga á Borg, sem rakti í sundur sér til hugarhægðar skikkjuna góðu frá Gunnlaugi ormstungu. Þegar ljóðmæli Jónasar komu út eftir andlát hans, sá Þóra fyrst bókina á mannamóti og varð mikið um, því þar voru ljóðin um skammvinnt ásta- líf hennar og skáldsins og um endanlegan skilnað þeirra og ferðalok. Varð Þóra þá snort- in geðshræringu og hvarf sem skjótast heim til að búa ein að minnirtgum sínum. Liðu svo langir tímar. Þóra varð gömul kona og líísþreytt. En á borði við hvílu sína hafði hún jafnan tvær bækur: ritninguna og ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar.“ Jane Ashley segir: /#Einungis MAZOLA gerir kartöflur steikfar á franska vísu óviðjafnanlega Ijúffengar." Reynið Jane Ashleys forskrift á FRANSK-STEIKTUM KARTÖFLUM 6 meðalstórar kartöflur 1 pottur MAZOLA Saladolía. rtvoið og flysjitS kartöflurnar; skerið þær langsendis i renglur % þuml. á. þykt. GegnbleytiÖ í köldu, söltu vatni 30 mínútur. Hitið MAZOLA Salad olíu I 3ja potta katli í 375° P. eöa þar til 1 þumlungs brauösnúöur brúnast á 30—40 sekúndum. Þurkiö kartöflurnar til hlítar meÖ þurku. LátiÖ kartöflurnar i steikára-geymir (offyllið ekki geymirinn). Steikið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar og guibrúnar — I hér um bil 14 mínútur. Þerrið á rakþerrandi pappir. Geymið 1 vörum stað þar til allar kartöflurna reru steiktar. Stráið á salti áöur en neytt er. Neytið undir eins. Gefur máltíð 4. Fyrir Saland og sleikingu og bökun notið ávalt Fsest í matvörubúðnm í 16, 32 og 128 únza konnum. FltíTT: Pleiri forskriftir fáanlegar á frönsku eða ensku •—• tiltakið hvort heldur. Skrifið: — JANE ASHIjEY, Dept. F. Home Servioe, Tlie t'anada Starcb ('ompnny Lhl., P.O. Box 120, MONTREAL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.