Lögberg - 29.09.1955, Síða 1

Lögberg - 29.09.1955, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 NÚMER 39 Þingmaður íslenzkur í módurætt Sambandsþingmaðurinn fyr- ir Kindersley kjördæmið í Saskatchewan, Mr. Mervin Johnson, er íslenzkur í móð- urætt, fæddur í Kindersley 9. maí árið 1923 og hefir þegar komið mikið við sögu opin- berra mála í landinu; hann er maður vel mentur og er kunnur að mælsku; móðir hans, Guðbjörg, var fædd í Portage la Prairie 1. maí 1893. Faðir hennar var Thórður Kolbeinsson, fæddur 23. sept- ember 1857 á Hreimsstöðum í Norðurárdal 1 Mýrasýslu, og var hann sonur Kolbeins Sæ- mundssonar í Laxholti í Borgarhreppi og Guðríðar Guðmundsdóttur óðalsbónda að Hraunsnefi í Norðurárdal. Guðríður Jónsdóttir kona Thórðar var fædd á Einifelli í Stafholtstungum 29. nóvem- ber 1857. Hennar foreldrar voru þau hjónin Jón Ólafsson bóndi og skáld á Einifelli og Guðríður Jónsdóttir, dóttir Jóns bónda 1 Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Thorður lézt 18. apríl 1926, en Guðríður kona hans 13. október 1938. Foreldrar Guð- ríðar fluttust til Canada 1886, dvöldust lengi í Tgntallon- bygðinni, en eyddu síðustu æviárunum að Merid, Sask. Mervin Johnon naut barna- skólamentunar að Beadle, en miðskólamentunar í Kinders- ^ey; að því búnu innritaðist hann við landbúnaðardeild Saskatchewanháskóla og lauk þaðan með ágætiseinkunn B. Sc.-prófi 1944. Hann tók mikinn þátt í félagslífi há- Mervin Johnson, M.P. skólans bæði sem ræðugarpur og íþróttamaður og var um eitt skeið formaður Student’s Representative Council. Faðir hins unga þingmanns, Mr. R. A. Johnson, var írskur að ætt. Að loknu háskólaprófi gekk Mervin í herinn og var leystur úr herþjónustu í nóvember 1945 með Lieutenants nafn- bót. Hinn 5. október kvæntist hann og gekk að eiga Miss Elaine Aseltine, dóttur Hon. W. M. Aseltine frá Rosetown; þau eiga þrjú börn, Merlaine, 6 ára, Morley, 3 ára, og Gordon, 2 ára. Mr. Johnson býr nú stórbúi á óðali foreldra sinna og hefir gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum í hér- aði; hann var kosinn á sam- bandsþing 10. ágúst 1953 undir merkjum C.C.F.-flokks- ins og sat í júlímánuði síðast- liðnum fyrir hönd canadisku þjóðarinnar NATO-fundinn í París. Bandaríkjaforseti veikist Síðastliðinn laugardag fékk Eisenhower forseti aðkenning af hjartaslagi og var sam- stundis fluttur á sjúkrahús; var hann þá staddur í Denver, Colorado, í gistivináttu tengda ttióður sinnar, og stjórnaði bsðan hinu víðlenda ríki sínu; laeknar forsetans töldu sjúk- ^óm hans ekki alvarlegs eðlis nema því% aðeins, að aðrir sjúkdómar kæmi í spilið; einn víðkunnasti sérfræðingur Bandaríkjanna á hjartasjúk- úómum, sem búsettur er' í ^oston, kom flugleiðis rak- leitt til fundar við forseta, og taldi miklar líkur á, að hann nayndi svo ná sér, að hann g*ti boðið sig fram við for- sotakosningarnar 1956, þó frernur þyki ólíklegt að svo verði, með því að fjölskylda hans sé því mótfallin, að hann stofni heilsu sinni í aukna hættu með vaxandi áreynslu. ÐWIÓHT D. IISEHHOWER Samúðarskeyti frá þjóð- höfðingjum vítt um heim streymdu til forseta jafnskjótt og hljóðbært varð um sjúk- dómstilfelli hans, þar á meðal frá páfanum í Róm. Merkisprestur nýlótinn í Reykjavík Sera EINAR STURLAUGSSON Samkvæmt símskeyti, sem Dr. Valdimar J. Eylands barst frá biskupi íslands á þriðjudaginn, var þá nýlátinn í höfuðborg Islands séra Einar Sturlaugsson prófastur á Patreksfirði eftir langa og þunga legu; hann var gáfumaður mikill og hvers manns hugljúfi. Vestur-íslendingar standa í ævarandi þakklætisskuld við séra Einar vegna hinnar miklu blaða- og tíma- ritagjafar hans til Manitobaháskólans. f Séra Einar ferðaðist vítt um bygðir Vestur-íslendinga þann tíma, sem hann dvaldi hér vestra, og flutti fögur og lærdómsrík erindi, sem fólk vort mun lengi minnast. Fiskiútveginum á Winnipegvatni sjónvarpað Falið nýtt hóskólastarf Dagblaðið “Grand Forks Herald” og “Dakota Student,” vikublað ríkisháskólans í Norður-Dakota, fluttu ný- verið þá frétt, að forseti há- skólans, dr. George W. Staröher, hefði skipað dr. Richard Beck sem ráðunaut erlendra stúdenta á háskól- anum (Faculty Adviser to Foreign Students). Er hér um nýtt háskólastarf að ræða, og er það meðal annars verksmið dr. Becks að eiga hlut að því, að hinir erlendu stúdentar hafi sem fylsta aðstöðu til þáttöku í háskólalífinu og einnig til kynningarstarfs í þágu heimalands síns og þjóðar. Á háskólaárum sínum í Cornell var hann forystu- maður í hópi erlendra stú- denta, um skeið forseti “Cornell Cosmopolitan Club.” Kveðjusamsæf-i Á þriðjudaginn hinn 13. þ. m., var hinum merku og vinsælu hjónum þfnrn séra Braga Friðrikssyni og frú Katrínu ,haldið kveðjusam- sæti á hinu vingjarnlega heimili Byrons-hjónanna á Lundar fyrir atbeina Kven- félagsins Björk; voru þar lang borð reist, er svignuðu undan hinum ljúffengustu vistum, þar á meðal rúllupylsu; for- seti Kvenfélagsins, frú Dóra Breckman háfði veizlustjórn með höndum; nú hafa prests- hjónin, svo sem vitað er, flutt búferlum til Gimli og fylgja þeim þangað með söknuði blessunaróskir Lundarbúa; af hálfu Bjarkar tók til máls frú Anna Byron og afhenti þeim að gjöf vandað og fagurt „set“. Fyrir hönd sveitarinnar flutti oddviti hennar, Mr. Kári Byron, ávarp og þdkkaði heiðursgestum giftudrjúgt starf þeirra á Lundar og í nærliggjandi bygðum, en Mr. D. J. Lindal sveitarráðsmaður flutti þeim hlý ávarpsorð í nafni safnaðarins. í mannfagnaði þessum tóku og þátt Gunnar Erlendsson hljómlistarkennari frá Winni- peg og Guðni Þórðarson blaða maður frá Reykjavík og Sig- rún frú hans, er voru gestir frú Kristínar Pálsson. Er hinna rausnarlegu veit- inga hafði verið neytt, var skemt með íslenzkum söngv- um, en við hljóðfærið var frú Rósa Kjartansson. Allir þeir, er tóku þátt í samsætinu, munu vera á einu máli um það, að það hafi verið hið ánægjulegasta um alt. —Viðsladdur Canadiska sjónvarpið (TV) sýnir á hverju sunnudags- kveldi á News Magazine tím- anum ýmsan canadiskan iðnað ,og er myndunum sjón- varpað samtímis frá stöðvum um alt landið. Að öllu for- fallalausu verður fiski-iðnað- inum á Winnipegvatni sjón- varpað á sunnudagskveldið, 2. okt. (News Magazine Hour) frá CBWT Winnipeg og öðr- um canadiskum stöðvum. (9. okt., ef myndirnir verða ekki tilbúnar 2. okt.). Myndatökumennirnir, sem taka þessar myndir leggja mikið á sig til að þættir þessir verði sem raunverulegastir og sannastir. Það fyrsta sem þeir gerðu varðandi fiski- iðnarmyndina var að leita upplýsinga og aðstoðar frá einu stærsta fiskifélaginu í Winnipeg, Keystone Fisheries. Lét forstjórinn, G. F. Jónas- son, þeim í té far með einum fiskiflutningsbátnum, Luanna, norður á vatn á fiskistöðvarnar. Lentu þeir í ofsaroki á leiðinni norður, og tóku nokkrar myndir af vatn- inu, þegar það er í sínum versta ham. Þegar norður kom tóku þeir myndir af þessu: fiskimfenn að binda korka og blý á netin; siglingin út á miðin; netin lögð í vatn- ið; fiskimenn vitja netanna og taka úr þeim fiskinn; fisk- urinn fluttur í land, slægður og pakkaður í ís og settur í kæliherbergið; mathús, svefn- hús og daglegt líf fiskimann- anna; flutningsbáturinn kem- ur, er fermdur fiski, fer hlað- inn til Winnipeg; tekið á móti fiskinum í Winnipeg, hann hreistraður, flattur, þveginn og vafinn í umbúðir, pakkaður og frystur, fluttur í geymsluhúsin eða til markaða. Mörgum mun þykja fróð- legt að sjá þessar myndir og þær miklu breytingar sem orðið hafa á síðustu áratug- um við fiskiveiðarnar frá því, sem áður var, þegar íslenzkir frumherjar fyrstir manna byrjuðu að sækja á miðin í litlum róðrabátum og verzla með fiskinn. Þeir lögðu smám saman undir sig vötnin í fylk- inu þannig að 1930 var talið að 2/3 framleiðslunnar væri í þeirra höndum. Munið eftir þessu sjónvarpi T.V. CBWT News Magazine, sunnudagskveldið 2. okt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.