Lögberg


Lögberg - 29.09.1955, Qupperneq 5

Lögberg - 29.09.1955, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 5 *wwwwwwwwwwwwwwwwwww ÁliLGAHÁL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Lætur af póstafgreiðslu á sjötugsafmæli sínu Á þriðjudaginn 13. septem- ber átti merkiskonan, frú Kristín Thorsteinsson á Gimli sjötugsafmæli og lét þá jafn- framt af póstafgreiðslustörf- um, sem hún hefir gegnt í háa herrans tíð af mikilli vandvirkni og prýði. Hún er ekkja Guðna Thorsteinssonar, en hann var einn af fremstu borgurum bæjarins, gáfaður og vel lesinn og ritaði sögu þessarar frumbyggðar. Heim- ili frú Kristínar hefir jafnan staðið opið fyrir hverjum sem að garði bar og viðtökur hennar og þeirra hjóna jafnan rómaðar fyrir ástúð og gest- risni hjartans. Pósthúsið á Gimli var stofn- að í desember 1877 og var Friðjón Friðriksson póst- rneistari þar til hann flutti til íslendingafljóts 1881. Lagðist þá pósthúsið niður þar til í maí 1886 að það tók til starfa á ný og var Pétur Pálsson skipaður póstmeistari. Fimm árum síðar 1891 fluttist hann til Argyle, þá var Guðni Thorsteinsson, sem verið hafði aðstoðarmaður hans, settur í hans stað og gegndi því embætti til dauðadags, 3. júní 1946. Þá varð dóttir hans, frú Sylvia Kárdal, póstmeist- ari þar til hún flutti til Minneapolis 1952. Frú Kristín hefir verið aðstoðarpóst- meistari síðan 1933 þar til hún nú lét af störfum; þannig hefir Thorsteinsson-fjölskyld- an verið í þjónustu pósthúss- ins á Gimli í 64 ár, alla tíð frá frumbýlingsárunum, þeg- ar póstarnir báru póstinn á bakinu yfir vegleysur á vetrin eða fluttu hann á segl- bátum á sumrin einu sinni á viku milli Selkirk og Gimli. Var þessi þjónusta leyst af hendi með mikilli prýði eins °g merkja má af því, að á 25 ára ríkishátíð (Silver Jubilee) George V. Breta- konungs (1935) var Guðni Thorsteinsson sæmdur silfur- medalíu fyrir langt og trúlega nnnið starf. í samkeppni í póstafgreiðslukunnáttu, er Canadian Postmaster’s Asso- ciation efnir til hefir frú Kristín tvisvar tekið þátt og varð hún næst þeim hæsta í Canada 1937, en hin þriðja haesta að kunnáttu árið áðuy. í’að er nálega óhugsanlegt að hugsa sér frú Kristínu sjötuga, því svo er hún ungleg 1 sjón og þá ekki síður ungleg í anda og starfsþrekið óbil- ^ndi. Ekki virðist það með öllu skynsamlegt af stjórnar- yöldunum að takmarka starfs- ar þjónustufólks síns ein- göngu við aldurinn, ekki sízt þegar hraust hæfileika fólk á í hlut. Það er missir að kunn- áttu þess, hæfni og starfs- kröftum í hvaða verkahring sem er. Og ekki gildir þessi regla þegar um æðstu forustu- menn þjóðanna er að ræða; Louis St. Laurent er nú 73, en Sir Winston Churchill 83 ára og mikið tap hefði það verið fyrir þjóðir þeirra, ef þær hefðu ekki mátt njóta forustu þeirra eftir að þeir náðu sjötugsaldrinum. Það er þörf á endurskoðun á regl- unni um aldurstakmörk á starfsferli fólks. Þótt frú Kristín láti nú af því starfi, sem hún hefir stundað svo lengi með sam- vizkusemi og prýði, og henni hefir verið svo kært, er engin hætta á því að hún setjist í helgan stein. Hún á mörg hugðarmál, sem hún vinnur að með eldlegum áhuga og æskufjöri. Hún hefir jafnan komið mikið við menningar- mál Gimlibæjar og er vakin og sofin í að veita góðum mál- efnum lið. Hún er í Gimli Women’s Institute og hefir mikinn áhuga fyrir fram- gangi þess félags, en það eru ekki sízt íslenzk þjóðræknis- mál, sem hún hefir borið fyrir brjósti og unnið kappsamlega að svo fáir hafa þar komist til jafns við. Hún skipar nú forsæti í þjóðræknisdeildinni á Gimli, og er sú deild einna afkastamest af öllum deildum Þjóðræknisfélagsins. Sú deild beitir sér fyrir kennslu í íslenzku og íslenzkum bók- menntum, og hefir vakið upp íslenzka leikstarfsemi og heldur marga fundi, samkom- ur og samsæti árlega. Er frú Kristínu það mikið metnaðar- mál, að íslenzk menningar- arfleifð geymist sem lengst í Gimlibæ, vöggu íslenzka land- námsins í þessu landi. Sylvia, dóttir frú Kristínar, er ágætur píanisti og hafði lengi forustu í hljómlistarlífi bæjarins. Hún er gift Óla Kárdal, hinum góðkunna söngmanni; búa þau nú í Minneapolis. — Einkadóttir þeirra, May, fékk í vor American Legion Certificate of Distinguished Achievement fyrir frábæra hæfileika og ástundun í skóla sínum. Núverandi póstmeistari Gimlibæjar er Lawrence R. Sveinsson, en honum til að- stoðar við pósthússtörfin eru Mrs. Donna Nygaárd, Inga Stevens, umsjónarmaður húss ins Helgi Albertson og Adolf Holm póstflutningsmaður. Síðasta daginn, er frú Kristín vann við póstaf- Gifts to Betel Mrs. Gilchrist, Winnipeg, one beautiful table and two chairs. Miss B. Jones, Los^ Angeles, Cal...................$101.00 Ladies Aid „Liljan“, Hnausa Man....................$25.00 Mrs. G. Matthíasson, Los Angeles, Cal. .........$10.00 Mrs. I. Kjartansson, Bernie, Man.....................$5.00 Vidir Ladies Aid $25.00 Mrs. Björg Björnsson, Lundar, Man.............$2.00 Rev. S. Ólafsson, Selkirk, Man....................$40.00 Mr. og Mrs. J. Reykjalin Langenbury ............$10.00 Mr. & Mrs. Aug. Magnús- son, Churchbridge, Sask. $8.53 Guðrún Ólafson, Foam Lake, Sask., In memory of Jón Ólafson, Died Aug 1, 1955, ..................$5.00 and in memory of Swain Swainson, Died Aug. 17, 1955 ..................$10.00 Jóhann Ólafson, Foam Lake, Sask., In memory of Jón Ólafson ................$5.00 Dr. Thorlakson, Winnipeg, Fresh Fruit. Einar Sigurdson, 50 pound fresh White fish. Inadvertently omitted in last report were Mrs. Burns and Miss Johnson, Winnipeg, beautiful Easter Lily. Ladies Auxiliary, Flin Flon, Man., big box of miscellane- ous articles — towels, soap, paper envelopes, dish towels and many other articles. Mrs. Markusson and Mrs. Stevens, a dinner bell; Mr. Tergesen, 18 bricks of ice cream. With sincere thanks on be- half of Betel. S. M. Bachman, Treasurer, Ste 40, 380 Assiniboine Ave. Winnipeg, Man. Bankastjóri nokkur kom ungum syni sínum í sveit. Kom svo eitt sinn að heim- sækja bóndanh og spurði þá, hvernig pilturinn dyggði til verka. Bóndi vildi sem minnst segja um það, en sagði þó, að ef drengurinn hefði þriðju hendina, mundi hann þurfa þriðja buxnavasann til að stinga henni í. greiðslu, safnaðist þetta fólk saman að loknu dagsverki og hélt frú Kristínu óvænta veizlu til þess að þakka henni fyrir ljúfar samverustundir og óska henni heilla. Færði það henni jafnframt að gjöf fallega rafmagnsklukku. — Samferðasveit hannar á Gimli metur að sjálfsögðu mikils hina margþættu menningar- starfsemi hennar í þágu bæj- arfélagsins og flytur henni hugheilar árnaðaróskir í til- efni af sjötugsafmæli hennar, og hlýhugir hinna mörgu vina hennar, sem í fjarlægð búa, streyma til hennar á þessum tímamótum ævi hennar. Jane Ashley segir: CASCO P0TAT0 FL0UR veitir stórkostlega aðstoð við að búa til hina Ijúffengustu bakninga og kryddkökur." CASCO POTATO FLOUR má nota með margvíslegu og handhægu móti. CASCO POTATO FLOUR er ákjósan- legt í súpur, sósur og búðinga, og til þess að búa til úr kökur, smáhleifa og kryddbrauð. Sannfærist um kosti þess af reynslunni. Næst þegar þér bakið, reynið þessa undursamlegu uppskrift fyrir Vienna Nut Loaf. VIENNA NUT LOAF 2/3 úr bolla smjör eða smjörlíki. 2/3 ” ” strásykur. 2 egg, óþeytt. 3/4 bolla mulinn hnotukjarni. 1 matskeið kókóduft. 1/3 úr bolla sigtað almennt hveiti. 1/2 bolli CASCO POTATO FLOUR, 1 teskeið bökunar-duft. Blandi'S smjöriC rjöma, bætiS 1 sykri, hræriS þangaS til þaS er létt og mjúkt. BætiS vifi eggjum, einu í einu, hræriS vel eftir hverja viCbót. Hrærið I söxufium múskathnotum, blandið vel. Setjið allt saman í eitt — hræriB vel. Lútið f feltissmurCa 8x4x2 % þumlunga deigpönnu. BakiS í ofni viS hæfilegan hita (350 P.) 50 mfnútur, eSa þangaS til þaS telst fullbakaS. GeymiS f fláti meS þéttu loki. RjóSriS meS smjörís, ef vill. Þér getið keypt CASCO POTATO FLOUR í flestum matvörubúðum í eins punds kössum. ------FRITT Eftir öSrum reyndum uppskriftum búnum til úr þeim vörum, sem vér framleiSum, skrifiS: JANE ASHbEY, Dept. F., Home Serviœ, THE CANADA STARCH COMPANY IjIMITED, P. O. Box 129, Montreal, P. Q. Uppskriftir fást á Prönsku eSa Ensku. GeriS svo vel og takiS fram hvort máliS þér viljiS. VÍÐFRÆGT FYRIR VÖRUGÆÐI KAUPIÐ og LESIÐ LÖGBERG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.