Lögberg - 29.09.1955, Page 8

Lögberg - 29.09.1955, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 Úr borg og bygð FRÓNS-fundurinn Frá því hefir verið skýrt í blöðunum, að Frón efndi til almenns fundar í G. T. húsinu á mánudaginn, 3. okt. n.k., kl. 8.15 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir; verður inn- gangur ekki seldur, en leitað samskota svo sem siður er til á fundum deildarinnar. Að venjulegum fundarstörfum loknum fer fram skemmtiskrá sem hér segir: Piano Solo: Carl Thorsteinson 1. A Doll’s Dream, Oesten 2. Kight Rupert, Schumann Vocal Solo: Diane Broadly, Soprano Tvö íslenzk lög. Kappræða: Æðsta hlutverk íslenzkrar þjóðrækni vestan hafs er viðhald íslenzkrar tungu. Þátttakendur: •— Jákvæða hliðin: Frú Ingibjörg Jónsson Tryggvi J. Oleson Neikvæða hliðin: Frú Hólmfríður Danielson Heimir Thorgrimson. Eldgamla Isafold, God Save the Queen. —Nefndin ☆ Dr. Rúnólfur Marteinsson og frú komu heim seinnipart fyrri viku eftir hálfs mánaðar dvöl hjá dóttur og tengdasyni að Ninette, Man. ☆ Mr. og Mrs. Oli Thorvald- son frá Los Angeles, Cal., komu snögga ferð hingað til borgar í fyrri viku í heimsókn til ættingja sinna; höfðu þau áður heimsótt íslendinga- bygðirnar í North Dakota, en þangað eiga þau rætur sínar að rekja. — Veitið athygli! — Þriðjudaginn 4. október n.k. gefst fólki tækifæri til að kaupa heita lifrapylsu og blóðmör hjá kvenfélagskon- um Fyrsta lúterska safnaðar í fundarsal kirkjunnar. Salan byrjar kl. 12 á hádegi og verður til kl. 8 um kvöldið. Notið tækifæri til að kaupa þennan al-íslenzka mat. * Séra Jóhann Friðriksson frá Glenboro prédikar í Fyrstu lútersku kirkju á Sunnudags- kvöldið 2. október kl. 7. — Sóknarprestur verður þá staddur að Gimli við inn- setning séra Braga Friðriks- sonar. ☆ Mrs. Thórhildur Guðmunds son, widow of the late Jakob Guðmundsson, who recently celebrated her 77th birthday, was honoured by her family and relatives, who showered her with gifts and good wiches at a party given at the family home in Vancouver. Mrs. Guðmundsson is the daughter of Friðrik Jónsson, an early pioneer in the Argyle District, and her only surviv- ing brother is Friðbjörn Frederickson of Glenboro. Among those present at the gathering was her grand- daughter, Miss Caroll Sue Turner, who has just arrived from Kenya, Africa, to attend the University of British Columbia in Vancouver. ☆ Vegna takmarkaðs rúms í blaðinu verður umsögn af virðulegu og fjölmennu heið- urssamsæti, sem haldið var á mánudagskvöldið í sambands- kirkjunnið fyrir Björgvin tón- skáld Guðmundsson og frú, að bíða næstu viku. MESSUBQÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. okt.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ — Gimli presiakall — Sunnud. 2. okt. 1955: Guðþjónusta kl. 11 f. h. Séra Bragi Friðriksson verður settur inn í embætti af Dr. V. J. Eylands, kl. 7 e. h. ☆ Uniled Luiheran Mission of Silvsr Heighis Services in the St. James Y.M.C.A., Ferry Road, (just off Portage Ave.) Sunday, Ociober 2nd: Sunday School 9.45 a.m. Worship Service 11 a.m. Pastor Sigmar’s sermon will be “Humbleness versus Pride” Eric H. Sigmar Kristín Lára Thorvaldson, Riverton, og Sigurjón Thor- kelson voru gefin saman í hjónaband 17. sept. í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg. Brúðurin er dóttir Sveins heitins Thorvaldssonar og Kristínar konu hans, en brúð- guminn er sonur Sigurðar Thorkelssonar og Jóhönnu konu hans. Veizla fór fram á heimili Mr. og Mrs. H. M. Frederickson, Sherburn St. Heimili ungu hjónanna verð- ur í Riverton. ☆ A meeting of the Jon Sigurdson Chapter IODE will be held at the home of Mrs. F. Stephenson, Ste 12 Edge- water Apts., 39 Balmoral Place, on Friday Eve. Oct. 7th at 8 o’clock when Mrs. F. Stephenson and Mrs. O. Stephensen will be hostesses. ☆ Salesmen or Salesladies wanied. Full or part time. Preference given to those speaking two languages. Phone 75-2875 or 40-4983. ENDAST ÖLLUM VINNUSOKKUM BETUR Þér getið fengið hvaða stærð og þykt, sem vera vill og óþrjótandi úrval af Penmans vinnu- sokkum. Það stend- ur á sama hvað þér veljið, þér fáið ávalt beztu vöruna á sanngjarnasta og bezta verðinu. Einnig nærföt og ytri skjólföt Frægt firma síðan 1886 WS-10-4 I fyrri viku kom hingað úr íslandsför frú Bertha Daníels- son frá Blaine, Wassh., og kvaðst hún hafa notið ósegj- anlegrar ánægju af heimsókn- inni til ættjarðarinnar; hún ferðaðist vítt um land þótt lengst dveldi hún í Húnavatns sýslu á vegum systursonar síns, Páls Kolka, læknis á Blönduósi; frú Bertha er nú komin vestur til heimilis síns í Blaine. ☆ Jónas Anderson, fyrrum kaupmaður að Cypress River, lézt hér í borginni á föstu- daginn var, drengur hinn bezti og mikill athafnamaður, 71 árs að aldri; hann lætur eftir sig konu sína, jónasínu Lilju, tvo sonu, Halldór og Marino, og tvær dætur, Mrs. E. S. Brynjólfsson í Chicago, og Mrs. F. W. Johnson, Boston Bar, C.B., svo og einn bróður, S. H. Anderson í Cypress River. Afarfjölmenn minningarat- höfn undir stjórn Dr. Valdi- mars J. Eylands var haldin að útfararstofu Bardals á sunnu- daginn, en jarðsetning fór fram frá Brúarkirkju í Argyle. ☆ Látin er fyrir skömmu í Vancouver, B.C., Mrs. Mar- grét Albertson, ekkja Carls Albertsonar, 64 ára að aldri, fædd að Akra, N.D. Hún lætur GAMAN og ALVARA Noel Coward segir frá því, þegar hann kynntist einu sinni á ferðalagi í járnbraut- arlest, einum af þessum harð- soðnu Texas-kúrekum. Þegar lestin stóð við í nokkrar mínútur á einni stöð- inni, gengu þeir um stund um brautarpallinn og þegar þeir komu aftur inn í vagninn, hafði maður nokkur teygt úr sér í -sætum þeirra beggja og svaf vært. Kúrekinn bað manninn, kurteislega, að færa sig, en hann hvorki heyrði þá né sá. Þá tók kúrekinn fram marghleypu sína og sló mann- inn fjórum sinnum í hausinn með henni og sagði: — Heyrðu, kunningi, nú gef ég þér nákvæmlega tvær sek- úndur til að hypja þig í burtu, annars ríður skotið af. Maðurinn hvarf eins og eld- ing og þegar hann var farinn, sneri kúrekinn sér að Noel, hristi höfuðið og sagði: — Það eru svona náungar, sem koma vondu orði á Texas. eftir sig sex sonu og þrjar dætur; lík þessarar vinsælu konu var flutt hingað austur til jarðsetningar og fóru hin hinztu kveðjumál fram i kirkju lúterska safnaðarins að Husavick, Man. ☆ Gefin saman í hjónaband i kirkju Selkirk-safnaðar þann 23. sept., Victor Howard Magnússon, Selkirk, Man., og Helga Doreen Guðmundsson, sama staðar. Svaramenn voru: Miss Arlene Guðmundsson, systir brúðarinnar og Mr. Charles Fergusen, Selkirk, Man. Vegleg veizla var setin að heimili brúðarinnar að hjónavígslu aflokinni. Ungu hjónin setjast að í Selkirk. ☆ Stúkan HEKLA I. O. G. T. heldur næsta fund sinn þriðju daginn 4. október á venju- legum stað og tíma. ☆ Mr. John J. Johnson fra Vogar hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. TELE-TRON TV SALES 1786 LOGAN AVE. WINNIPEG 3. MAN. — Courteous Sales — • Televisions at greatly reduced prices. • Several makes to choose from. • If you have anything to trade-in give us a call or drop in. • Service and Antenna supplied and installed. • Terms. Phone 75-2875

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.