Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 Lögberg Geíið út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVBNUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: E UÍTOK EÓGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Líknarsamlag Winnipegborgar Hinn 3. þ. m., hófst hin árlega fjársöfnun til reksturs Líknarsamlagi borgarinnar, og má þess fyllilega vænta, að þegnar bæjarfélagsins láti sér skiljast, engu síður en á undanförnum árum hve mikið velti á, að vel og giftusamlega takist til um söfnunina, því þörfin er brýn og þær velferðar- stofnanir margar, er styrkja ber; alls eru slíkar stofnanir 35 að tölu, en upphæðin, sem safna skal, nemur 939,000,000. Líknarsamlagið innibindur Winnipeg, St. Boniface, Fort Garry, Charleswood, Tuxedo, St. James, Brooklands, West Kildonan, East Kildonan, North Kildonan og St. Vital. Einn af hverjum þremur borgurum nýtur árlega, beint eða óbeint, stuðnings af hálfu þeirra velferðarstofnana ,er Líknarsam- iagið telur innan vébanda sinna. Sjálfboðaliðar, konur og menn, hvorki meira né minna en 4,500 að tölu, vinna í haust að fjársöfnuninni og liggja ekki á liði sínu. Svo mikinn sparnað hefir Líknarsamlagið í för með sér, vegna þess að safnað er handa öllum stofununum í einu lagi, að kostnaður við umboðsstjórnina nemur einungis 8 af hundraði, en 92 cents af hverjum dollar ganga beint til líknarþarfa. Þó skoðanir skiptist um margt, er svo að sjá sem Winnipegbúar séu á einu máli um nytsemi Líknarsamlagsins; verkalýðsleiðtogar jafnt sem iðjuhöldar, hafa lýst blessun sinni yfir Líknarsamlaginu, og telja fjársöfnun þess skyn- samlegustu aðferðina, þannig, að bæjarfélaginu hljótist sem almennast og mest gagn af. í þessari vingjarnlegu borg, svo sem víða annars staðar, höfum vér notið dásamlegs sumars, og það sem af er hausti, hefir heldur ekki spilt til um veðurfar; en nú fer að líða að þeim tíma, er allra veðra geti verið von; og þegar veturinn gengur í garð, stundum næsta mislyndur, þurfum við að vera við honum búnir; vér megum ekki viðþví, að nokkur hluti meðbræðra vorra skjálfi í skugga, en aðrir lifi í vel- lystingum praktuglega. Allir þeir, sem njóta heilsu og atvinnu, verða að styðja Líknarsamlagið eftir beztu getu, og sannast þá sem oftar hið fornkveðna, að margt smátt gerir eitt stórt. Þótti verst að komast ekki i Skagafjörðinn Siutí samlal við vestur- íslenzka konu, írú Beatrice Sigurbjörgu Boynton. Á morgun (2. sept.) hverfur héðan vestur um haf góður vestur-íslenzkur gestur, frú Beatrice Sigurbjörg Boynton, sem dvalið hefir hér í landi feðra sinna undanfarinn hálfan mánuð ásamt manni sínum, dr. Holmes Boynton. Þetta er í annað skipti, sem þau hjónin heimsækja ísland, voru þau hér á ferð fyrir 7 árum og dvöldust þá allmiklu lengur en í þetta skipti. Frú Boynton, eða Beatrice, eins og vinir hennar kalla hana, er alíslenzk að ætt, Skagfirðingur í báðar ættir. Langafi hennar var Friðrik alþingismaður Stefánsson á Skálá, sem öllum Skagfirðing- um er kunnur. Faðir hennar, Guðmundur Friðrik Gíslason, fæddist vestan hafs og móðir hennar, Ingibjörg, fluttist þangað aðeins fárra vikna gömul. Fjölda margt annað af ættfólki hennar fluttist og vestur en frú Boynton á samt margt skyldfólk hér heima, bæði fyrir norðan og hér syðra og hún hefir skemmti- legan og einlægan áhuga á að rekja ættir sínar og skydleika tengsl við ísland og íslend- inga. Hér í Reykjavík á hún ömmubróður sinn, Björn Frið riksson, á lífi. íslenzkuna talar hún aðdáanlega vel, eftir aðstæðum að dæma, en sjálf er hún langt frá því að vera ánægð með kunnáttu sína. — „Ef mér hefðu gefizt oftar tækifæri til að tala hana, gengi það betur“, segir hún. Aðalsteinsdóttur konu hans. Þau voru í sjöunda himni yfir komunni til íslands. — „Það eina, sem ég er leið yfir,“ sagði frú Boynton — „er það, að við skyldum ekki komast norður til Skagafjarðar til að heimsækja ættingja mína þar. Þar á ég frændfólk á hverju strái: — Friðrik bónda Pálma- son á Svaðastöðum, fjölskyld- una á Vöglum o. fl. o. fl. — Ég held, að Skagafjörðurinn hljóti að vera yndislegasti hlutinn af íslandi, annars hef ég því miður ekki aðstöðu til að dæma um það, þar sem ég hefi ekki séð það mikið af landinu“. Eiginmaður hennar, dr. Boynton, hefir ekki látið ganga úr greipum sér tæki- færið til að kynnast hinum fisksælu íslenzku veiðiám og vötnum. „Ég var hreykinn af“, sagði hann, „hve silung- arnir í Soginu kunnu vel að meta amerísku flugurnar mínar. Ég veiddi þar 20 stykki á rúmum klukkutíma. Svipað- an vitnisburð get ég gefið löxunum í Norðurá í Borgar- firði. Það eina, sem skyggði á ánægjuna þar upp frá, var súldin, sem birgði okkur út- sýn á undrafjallið Baulu, sem ég hafði dáðst svo mikið af — og hinum undursamlegu lit- brígðum hennar — síðast þegar við vorum hér á ferð •— í sólskini. En hvað sem allri rigningu líður — ég hefi fjórum sinn- um á hálfum mánuði farið fram og aftur fyrir Hvalfjörð og mér fannst hann í öll skiptin jafn fagur og heill- andi“. Beatrice bað mig að lokum að skila innilegu þakklæti þeirra hjóna fyrir hinar góðu móttökur, sem þau hafa feng- ið hér heima. „Við förum héðan að „heiman“ og „heim“ til Bandaríkjanna — sagði hún — með margar sólskins- minningar, þótt sólin hafi sjaldan sýnt sig, — og ósk um að koma sem fyrst til íslands aftur“. —Mbl., 1. sept. KAUPIÐ LÖGBERG G R A Y MARINE THE ENGINE FOR YOUR BOAT Always dependable under the most rugged conditions . . . the Graymarine is de- signed particularly for its particular job. The size and type you re- quire is available through Mumford, MEPLANP, [fuited, 576 Wall St., Wpg. Ph. 37-187 ☆ ☆ ☆ Óhjókvæmileg samgöngubóf- Eftir að Miðbæjarbrúin nýja yfir Assiniboineána var tekin í notkun, hafa samgöngur milli Suðurbæjarins og Mið- Winnipeg, tekið slíkum stakkaskiptum, að manni finnst sem maður sé í raun og veru kominn í nýja borg, og víst er um það, að ferðamenn, sem hingað sækja voru ekki lengi að átta sig á mismuninum; en þó þetta væri gott og blessað og hefði löngu fyr átt að hafa verið gert, er þó síður en svo, að með því sé ráðið framúr öllum umferðavandanum, sem borgin á við að stríða; enn er ekki auðhlaupið að því, að komast í látlausri bílaþvögu inn í borgina að norðanverðu, né heldur norður úr henni þegar umferðin er sem mest. Nú er fyrirhugað að koma í framkvæmd hinni svo- nefndu Disraelibrú og Expressway yfir Rauðá, er tengi saman Kelvin Street og Main Street, en með því telja sér- fræðingar, svo sem W. D. Hurst yfirverkfræðingur Winnipeg- borgar, að slíkum áfanga verði náð á vettvangi samgöngu- bóta innan vébanda borgarinnar, er hún lengi muni búa að. Við bæjarstjórnarkosningarnar, sem nú fara í hönd, verður lögð fyrir úrskurð gjaldþegna lánsheimild að upphæð $4,900,000 í þeim tilgangi, að hrinda áminstu mannvirki í framkvæmd; verði lánsheimildin samþykt, sem ekki ætti að þurfa að draga í efa, selur bærinn 20 ára veðbréf unz lánið verði að fullu greitt. Fylkisstjórnin í Manitoba hefir heitið miljón dollara fjár- framlagi fyrirtækinu til fulltingis. Eftir því sem nær dregur kosningunum, mun Lögberg minnast nokkru frekar á þetta mikla nauðsynjamál, sem varðar alla borgarbúa jafn. Að þessu sinni birtir Lögberg tvær myndir af hinni fyrirhuguðu Disraelibrú, og er hreint enginn smáræðis fróðleikur í því fólginn að skoða þær gaumgæfilega. Frú Boynton hefir hlotið góða menntun, stundað nám í stærðfræði, fyrst við háskól- ann í Manitoba og síðar við Columbia-háskólann en þaðan lauk hún prófi. Stundaði hún síðan kennslu í stærðfræði um alltlangt skeið. Maður hennar er doktor í stærðfræði og prófessor í þeirri grein við Northern Michigan College í borginni Marquette. Faðir hans var hinn þekkti Percy Holmes Boynton, prófessor í ensku við háskólann í Chi- cago. Skrifaði hann allmargar bækur um amerískar bók- menntir, sem hlotið hafa mikla viðurkenningu víða um heim. Sonur hans, dr. Boyn- ton, sem hér er staddur, hefir einnig fengizt við að skrifa bækur. Þannig kom árið 1948 út eftir hann bók„ er hann nefnir “Beginnings of Modern Science,” í senn sögu- og fræðirit. — Frú Boynton lagði og hönd á plóginn við samn- ingu bókarinnar, þótt hún vilji sem minnst úr því gera. Fréttamaður frá Mbl., átti stutt samtal við þau hjónin, þar sem þau dvelja á Fjölnis- vegi 11 hér í bænum hjá Guðmundi Árnasyni og Höllu KRAFA "27" Ullor-fóðruð NÆRFÖT hlý og endingargóð og óviðjafnanleg að notagildi. Mjúk og skjólgóð, fóðruð með ullarreifi og ákjósan- leg til notkunar að vetri. Penmans nær- föt eiga engan sinn líka að gæðum eða frágangi. Skyrtur, brækur eða samstæð- ur handa mönnum og drengjum. Fraeg síðan 1868

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.