Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 7 KVEÐJU- OG ÞAKKARORÐ: Þorsteinn J. Gíslason, „Svo ertu Island í eðli mér fast, að einungis dauðinn oss skilur." Hann var fæddur að Flata- tungu í Skagafjarðarsýslu 12. uiaí 1875. Foreldrar hans voru Jón Gíslason Stefánssonar og Sæunn Þorsteinsdóttir frá Gilhaga í sömu sýslu. Var Sæunn dóttir Þorsteins Magnússonar og konu hans Oddnýjar Þorsteinsdóttur, er var afkomandi Ruth Konráðs- dóttur systur séra Jóns Kon- ráðssonar prófasts á Mæli- felli. Þorsteinn ólst upp með for- eldrum sínum í Flatatungu, °g með þeim flutti hann til Vesturheims 1883. Þau settust uð í grend við Hallson, N. Dak., á landi er faðir hans keypti. Faðir Þorsteins and- sðist 1893, höfðu dvalarárin í hinu nýja landi orðið honum serið örðug; lítil uppskera hin fyrstu ár, — og hrörnandi heilsa er leiddi til dauða hans. Eftir lát hans tók Þorsteinn við búsforráðum með móður sinni; kyntist hann snemma af eigin reynd hörðum kjörum frumlandnemanna. — Síðar seldu þau bújörð sína og sett- ust að í Hallson-þorpi, unz fjölskyldan flutti til Brown- bygðar í grend við Morden 1 suðurhluta Manitoba-fylkis. Voru þau Þorsteinn, móðir hans og systkini í brjóstfylk- ingu íslenzku landnemanna þar. Flestir þeir, er fyrstir námu þar land, munu hafa komið úr íslenzku bygðunum í Norður-Dakota. Af systkinum Þorsteins er °ú einn bróðir á lífi, Jón Magnús, bóndi í hinni fornu Erown-bygð við Morden, gild- Ur bóndi og hinn merkasti ^aður, kvæntur Margréti Pálsdóttur ísakssonar og konu hans Sigríðar Eyjólfsdóttur, er bæði voru ættuð úr Árnes- sýslu. Látin eru: Anna Ingibjörg, Mrs. J. S. Gillis, d. 1927; Dr. Gísli Guð- ttiundur, Grand Forks, N. Eak., d. 1934; Oddný, d 1949, í Erown P.O. bygð. — Á ung-þroska árum sínum, °g alla ævi, átti Þorsteinn uiikla fræðslu- og mennta- iöngun, en kringumstæður Öftruðu honum frá skóla- Sóngu, utan þess að í tvo Þorsíeinn J. Gíslason vetur stundaði hann verzlun- arskólanám í Grand Forks. Fyrstu árin í Brown bygðinni bjó hann með móður sinni og systkinum, er heima dvöldu. Árið 1909 keypti hann verzlun Jósteins Halldórssonar og starfrækti hana til ársins 1927. Samtímis hafði hann póstaf- greiðslu með höndum í bygð sinni. Er hann hætti við verzl- un hóf hann búskap á eignar- jörð sinni og bjó þar til dauða- dags. Árið 1927 kvæntist Þor- steinn Lovísu hjúkrunarkonu Jónsdóttur Þorlákssonar frá Stóru-Tjörnum í Suður-Þing- eyjarsýslu, bróður séra N. S. Thorlákssonar og þeirra syst- kina. Kona Jóns en móðir Lovísu var Petrína Guðna- dóttir Jónssonar, fædd að Arnarvatni í Mývatnssveit. Móðir Guðna var Sigríður Sigurðardóttir frá Gautlönd- um. Petrína móðir Lovísu andaðist í Grand Forks, N. Dak., 9. jan. 1912, aðeins 46 ára að aldri. — Heimili Þorsteins og Lovísu mun ávalt hafa mátt telja fé- lagslega miðstöð bygðarinnar. Þangað var gott að koma, góðar viðtökur, jafnt heima- bygðarfólki sem langferða- mönnum. Ættar- og ástvina- tryggð hjónanna beggja var óvenjulega traust og fögur, svo að fágætt má telja. Bæði voru þau leiðtogar og megin- DR. TED GREENBERG formerly of 814 Sargenf Ave., is now associated with doctors’ KATZ, KATZ, KATZ and BERGMAN for the practice of dentistry at Kelvin Street and Carman Avenue Elmwood, Manitoba Phone 50-1177 stoðir í félagslífi bygðar sinn- ar. Mér virðist vart ofmælt, að þau væru lífið og sálin í s t a r f i Guðbrandssafnaðar, þótt þar séu og hafi jafnan verið dyggir og trúir starfs- menn að verki. Sama má segja um starf þjóðræknisdeildar- innar í bygðinni, sem ávalt hefir verið fjörugt og lifandi. Hjónin bæði áttu yfir svo miklum hæfileikum að ráða: Lovísa, frábæra sönghæfni og túlkun í music, sem knýr fólk til að vera þátttakendur hvort heldur í því að syngja hina dýrðlegu íslenzku sálma eða ættjarðarljóð; samfara áhuga hennar og elsku til félagslegra mála. — Fóstursonur Gíslason’s hjón- anna er Lárus Sigurðsson, er þau tóku til fósturs 5 ára gamlan; mannvænlegur mað- ur, kvæntur Elfrida Barke, er býr á næsta landi við fóstur- móður sína. Ungu hjónin eiga tvo sonu. — Þorsteinn Gíslason var í hópi ágætustu leikmanna- leiðtoga kirkjufélags vors, af hinni eldri kynslóð. Hann átti yfir fjölhæfum gáfum að ráða, samfara glöggum skiln- ingi, er jafnan reyndist af- farasæll er til framkvæmda kom og leiðsögn í velferðar- málum um'hverfisins — og þjóðarbrotsins hér vestra. Yfirlætislaus og sönn trú mótaði framkomu hans alla, samfara drenglyndi, jafnt í prívat-lífi sem félagslegri af- stöðu. Hann átti glöggan skilning á réttri meðhöndlun mála á mannfundum. Þess vegna var hann svo affarasæll samverkamaður á' kirkju- og þjóðræknisþingum og öðrum mannfundum. — Kýmnis- gáfu átti hann í ríkulegum mæli, en beitti henni jafnan með stillingu og varúð. — Hann var hugljúfur félagi og samverkamaður, sem gott var að kynnast og ljúft að eiga samleið með; skapfestan mild og máttug. Ást hans á íslenzkum erfðum og íslenzku máli og órofa fastheldni við hvorttveggja var byggð á djúpri aðdáun og næmum skilningi, er gekk tilbeiðslu næst. Hann var maður víð- lesinn, átti ágætt bókasafn; átti mörg hugðarefni og var víða heima; minnið var stað- gott og tryggt. Hann var einkar ljóðelskur og kunni ógrynni ljóða, jafnt enskra sem íslenzkra. Oft naut fólk þess, að hann las upp ljóð á mannfundum utanbókar. í daglegu tali kryddaði hann oft ræðu sína með gullkornum úr fornmálinu — jafnt og úr ljóðum nútíðarskálda. Hann átti djúp ítök í sálum sam- ferðamanna sinna sökum skilnings og innsýnis á duld- um rökum í reynslu og lífi manna — lærisveins lunderni hans gerði honum ókleyft að ganga á hag annara manna eða nota hin beittu brögð — sem of mjög tíðkast í við- skiptum og samlífi manna. Þorsteinn hafði verið heilsu veill í meira en tvö ár; naut hann þá sem ávalt frábærrar umönnunar Lovísu konu sinnar. Hann varð alvarlega veikur þremur vikum áður en hann dó. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Morden þann 19. júlí. Útförin fór fram þann 22. s. m. Við útförina var lesið ávarp frá vini hins látna — og um langa hríð sóknarpresti og samverkamanni hans, dr. Haraldi Sigmar, er var hindr- aður frá að vera við útförina lasleika vegna. Einnig mælti sóknarprestur umhverfisins og nágranni hins látna kveðju orð. Undirritaður stjórnaði athöfninni og flutti kveðju- mál. Hartnær 300 manns mun hafa verið viðstatt út- förina. — Ástvinir Þorsteins J. Gíslasonar, ásamt fjöl- mennum hópi frændaliðs, samherja og vina, tileinka honum og helga minningu hans orð skáldsins: „Vertu sæll. við söknum þín." —S. ÓLAFSSON m BLOOD BANK T H I S SPACE CONTRIBUTED B Y Drewrys MANITOBA D I V I $ I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D MD-366 B. E. M. Television Service • Factory Trained Technicians. • All Work Guaranteed. • Swift Efficient Service. Phone 75-2875 1786 Logan Ave. WINNIPEG 3 ☆ ☆ ☆ Þorsteinn J. Gíslason Fæddur 12. maí 1875 — Dáinn 19. júlí 1955 (Stutt kveðja tileinkuð ástvinum hins látna og samtíðarsveit hans) Látni vinur! Þrautin þunga þín er sigruð, hlotin grið. Dauðinn bæði aldna og unga yfirstígur heims um svið. Hvíld er þreyttum kvala stillir kærleiksrík, af mörgum þráð. Ekkert framar vegu villir, vald er allt í Drottins náð. Kæri vinur! Löng var leiðin, lúin hönd af framtaks plóg. Brautryðjandans göfgis greiðinn goldinn samtíð; rótað skóg landnemans um lendur víðar lítt var slórt um morgun stund, unz að lokum æfitíðar endurminning kætir lund. Góði vinur! Þér við þökkum þreytt til dáða gæðasafn. Hnýpir byggðin huga klökkum, hylur gleymskan sízt þitt nafn meðan íslenzk öld hér dvelur. Engum fyrnist leiðsögn þín, þeim er nutu; þögnin elur þrotalöm, samt minning skín. Hjartans vinur! Hljótt er yfir heimaranni þennan dag. Þú í æðra ljósi lifir á landi sólar; skipt um hag, mitt í húmi söknuð sefar sigurvon um fagnaðs gnótt. Þar við mætumst, enginn efar. Ástarkveðjur! Góða nótt! Samúðarfylzt, Jóhannes H. Húnfjörð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.