Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 NÚMER 40 Norrænn víkingur sextugur Dr. P. H. T. Thorlakson í gær átti þessi víðkunni vísinda- og athafnamaður, Dr. P- H. T. Thorlakson sextugs- sfmæli, fæddur að Park River, North Dakota, 5. októ- ber 1895. Hann sver sig mjög 1 ætt til hinna fornu víkinga Um glæsimensku og dreng- skap. Ritstjóri þessa blaðs þakkar honum langvarandi vinsemd og flytur afmælis- barninu og sifjaliði hans inni- iegar hamingjuóskir. Sjötugur ræðismaður Mr. C. T. Kummen, ræðis- maður Noregs í Manitoba, er nú sjötugur að aldri; hann er ættaður úr Guðbrandsdal og fluttist til Bandaríkjanna laust innan við tvítugsaldur; þar gaf hann sig í fyrstu við hverri þeirri atvinnu, er til féll, og aflaði sér víðtækrar og haldgóðrar mentunar í Min- ueapolis; hneigðist hugur hans brátt að rafurmagnsmál- Um og raftækjaverzlun. Árið 1928 stofnsetti Mr. Kummen bér í borg firmað Kummen- Shipman Electric Limited, Sem enn er starfrækt af fullu Ijöri. klr. Kummen er dagfarsprúð Ur maður, háttvís og yfirlætis- ^aus; hann hefir eignast marga vUii meðal íslendinga, er flytja honum hugheilar árn- uðaróskir í tilefni af þessum uierka áfanga í lífssögu hans. ^uðmundur Óskar ^inarsson — MINNING — ”^eðan hljóð við banabeð, urn sín þjóðin grætur; V|1 ég bjóða vini með Vlsu, góðar nætur. — enna blund við þráum mest, * egar stundir líða. — r þér, „Mundi“, ekki bezt, | etldurfunda’ að bíða? Lúðvík Kristjánsson ÁVARP Fluit í heiðurssamsæli fyrir Biörgvin Guðmundsson og frú í Sambandskirkjunni í Winnipeg Herra forseti, Háttvirtu heiðursgestir! Fyrir hönd ættingja yðar og vina, sem hér eru staddir, og einnig þeirra, sem ýmsra or- saka vegna ekki gátu verið hér í kvöld, en þrátt fyrir það eru þátttakendur í þessu sam- sæti, vil ég þakka ykkur, Björgvin og frú Hólmfríður, fyrir komuna hingað og allar þær ánægjustundir, sem henni hafa orðið samfara. Sumarið varð skemtilegra vegna þess að þið voruð hér á meðal okkar og því erum við nú í skuld við ykkur. Við skiljum það, að þegar um verk Björgvins er að ræða, þá má ekki gleyma því að konan hans hefir stutt hann og örfað í starfinu á mörgum liðnum árum. Fáar konur munu hafa verið betri félagar manni sínum og sýnt meiri skilning á þörfum hans og áhugamálum. Er þetta ekki talað út í hött, því ég þekki nokkuð það, sem hér um ræðir, og veit að þetta er ekki ofmælt. Vil ég í því sambandi einn- ig minnast Margrétar dóttur ykkar, sem hefir frá fyrstu tíð leitt svo mikinn fögnuð inn í líf ykkar beggja með sínum góðu hæfileikum og prúðmannlegu framkomu. Eins atriðis langar mig til að minnast úr eigin reynslu, sem ég veit að margir aðrir geta borið vitni um. Það er hin frábæra gestrisni, sem þið hjónin hafið sýnt okkur Vestur-íslendingum á okkar pílagrímsferðum til gamla landsins. Auðvitað er gestrisni almenn á íslandi, en í minni reynslu, stóðuð þið þar fram- arlega í fylkingunni. Hvernig sem á stendur, þá rúmast allir í ykkar húsi. Þótt húsið sé nú ekki annað en fjölskyldu- íbúð, þá gerir vilji og góð- hugur húsbændanna það nægilega stórt til þess, að rúma alla, sem að garði ber, og láta þeim líða svo vel, sem frekast verður á kosið. Á umliðnum árum höfum við átt því láni að fagna, að fá marga góða gesti hingað að heiman, og vonandi verður áframhald á því um mörg ár enn. Við erum þess minnug, að þeir hafa oft fært okkur góðar fréttir af vinum okkar og ættingjum á Islandi. Nú hafið þið komið og dvalið hér um stund, og Björgvin hefir lofað okkur að heyra sín yndislegu tónverk, sungin af ágætu söngfólki, og munu þeir unaðsómar okkur seint úr minni líða. Allt þetta hefir verið og er okkur mikið fagnaðarefni. Það hefir opnað okkur fegurri útsýn, og ávalt reynzt styrkur þáttur í okkar þjóðræknis- starfi. í kvöld erum við hér saman komin til þess að gleðjast með ykkur og þakka ykkur fyrir komuna hingað. Við þökkum fyrir söngvana, sem við höf- um hlustað á með hrifningu. í minningu um komu ykkar og sem lítinn vott virðingar og þakklætis hafa ættingjar ykkar og vinir falið mér að af- henda ykkur þessa gjöf að skilnaði með innilegri ósk um farsælt ferðalag á heimleið ykkar og heila heimkomu. Marja Bjornson Úr borg og bygð The Icelandic Canadian Club will meet in the lower auditorium of the Federated Church Sargent & Banning on Monday evening the 17th of Oct. at 8.15 P.M. The speaker will be Miss Matthie Halldorson, and she will speak on her trip to Europe this last summer. Members and friend of the Icelandic Canadian Club please keep the date and place in mind. ☆ A metting of the Jon Sigurdson Chapter IODE will be held at the home af Mrs. F. Stephenson, Ste 12 Edge- water Apts., 39 Balmoral Place, on Friday Eve. Oct. 7th at 8 o’clock when Mrs. F. Stephenson and Mrs. O. Stephensen will be hostesses. ☆ Mr. Rósmundur Árnason, Mr. Stefán Stefánsson og Mr. Thor Sveinbjörnsson frá El- fros, Sask., voru staddir í borginni í byrjun vikunnar. FRÓNS-fundurinn, sem haldinn var í G. T.-hús- inu s.l. mánudagskvöld var óvenju vel sóttur og þótti um allt hin bezta skemmtun. Skipaðir í hdskólaráð Háskólaráði Manitobafylkis hafa bætzt tveir meðlimir, og eru það þeir Edward A. Hansford, fyrrum leíðtogi C.C.F.-flokskins í fylkinu og George T. Richardson. Mr. Richardson, sem er að- eins þrítugur að aldri, er sagður að vera yngsti maður, sem tekið hefir sæti í háskóla- ráði; hann er varaforseti James Richardson and Sons Limited og útskrifaður í við- skiptafræðum af háskóla Manitobafylkis 1946. Mr. Hansford fluttist hing- að ungur frá Nova Scotia, átti í mörg ár sæti á fylkisþingi, var í tvö ár borgarstjóri í St. Boniface og hefir gegnt mörg- um meiriháttar embættum í samtökum járnbrautarþjóna. Canadian Chamber of Commerce J. G. CREAN forseti G. S. THORVALDSON, Q.C. fráfarandi forseti Þessi fjölmenni og áhrifaríki félagsskapur hefir haldið árs- þing sitt hér í borginni undanfarna daga og stýrði því frá- farandi forseti, G. S. Thorvaldson, Q.C., af hinum mesta skörungsskap. Öðlast mólafærsluréttindi Arthur Kristján Swainson Hinn 30. september síðast- liðinn öðlaðist Arthur Krist- ján Swainson fullkomin mála- færsluréttindi, og hefir þegar sett á fót í eigin nafni lögmannsskrifstofu að 308 Avenue Bldg., hér í borginni. Mr. Swainson er 'hinn mesti efnismaður og líklegur til mikils frama í sínum nýja verkahring; hann er sonur hinna mætu hjóna, Mr. og Mrs. Ingi Swainson 571 Home Street. Fernar aukakosningar f-il sambandsþings A mánudaginn hinn 26. september síðastliðinn, fóru fram í fjórum kjördæmum aukakosningar til sambands- þingsins í Ottawa og lauk þeim á þann veg, að Liberalar gengu sigrandi af hólmi í Quebec kjördæmunum þrem- ur, en í Restigouche-Mada- waska kjördæminu í New Brunswick, sigraði frambjóð- andi Konservatíva, V. C. Van Harne, lögfræðingur 49 ára að aldri, og var sigur hans þeim mun íhyglisverðari sem vitað er, að ávalt síðan 1933 hefir kjördæmi þetta sent Liberala á þing. í Temiscouata kjördæminu var Jean-Paul St. Laurent, sonur forsætisráðherrans, kos- inn með afarmiklu afli at- kvæða, en í South Quebec, var einnig kosinn með yfir- gnæfandi meirihluta Frank Power, sonur fyrverandi flug- málaráðherra, Mr. Powers, sem fyrir skömmu hefir tekið sæti í efri málstofunni; kosn- ingar þessar voru sóttar af kappi miklu, þótt alt færi frið- samlega fram.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.