Lögberg


Lögberg - 06.10.1955, Qupperneq 6

Lögberg - 06.10.1955, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF „Ja, hvað er nú að sjá, hvernig þessi blessaður vinur lítur út“, gjallaði Gróa. „Svei-mér ef bux- urnar liggja ekki í ótal fellingum á ristunum á þér, og svo hefurðu troðið þér í jakka af Steina. Hvað er að þér? Þú ert þó líklega ekki fullur? Jú, svei-mér ef hann er ekki pöddufullur!" Hún skellihló. „Hvers konar kjassmælgi er þetta?“ sagði Þórður önugur. „Þér dettur þó líklega ekki í hug, að þú sért orðin móðir mín? Hefðir þú látið mín eigin föt þar, sem ég gat fundið þau, þá hefði ég sjálfsagt farið í þau, eins og ég er vanur“. „Ekkert skil ég í, hvað túnið er allt í einu orðið þýft“, tautaði hann á leiðinni til fjárhús- anna. Þetta var honum þó vel kunnug leið, en samt var hann sífelt að reka tærnar í eitthvað. Það var eins og hann væri að ganga í náttmyrkri, en þó sá hann, að það var dagur á lofti. Loksins komst hann þó alla leið. Erfiðlega gekk honum að komast upp í garðann. „Það er líklega ekki gott skapið í ykkur núna, greyin“, sagði hann við hrútana. „En hér er nú eitthvað til að sefa sárasta sultinn. Ég var svo hygginn að leysa heyið í gær í morgungjöfina — grunaði að hófið stæði fram á dag“. Svo fór hann að reyta úr stálinu með berum höndunum, því að heynálina gat hann ekki fundið. Hann lyktaði vandlega úr sígrænu heyinu. „En sá blessaður ilmur. Þetta er úr Kjóa- mýrinni, það er svo sem auðfundið á lyktinni. Þvílíkur mergur“. Hann tók fullt fangið af heyinu og kom því fram á garðann. En allt var þetta erfitt og hann gladdist, þegar því var lokið. Nú var bezt að taka á sig náðir hérna í heyinu úr Selsmýrunum. Hvergi var betra að hvíla sig. Og Þórður lagði sig niður í ilmandi merginn úr Kjóa- mýrinni og fór að hafa yfir faðirvorið og bless- unarorðin, eins og þegar hann var barn í Seli hjá mömmu sinni, en hún hafði alltaf látið hann lesa meira. Þetta var allt of lítið, en hann mundi bara ekkert annað en þetta: „Gerðu mig aftur sem áður ég var, alvaldi guð, meðan æskan mig bar“. Þetta var víst hvorki sálmur eða bæn. Hann hætti við að þylja meira, en bað aðeins frá eigin brjósti hálfsofandi: „Góði guð, gefðu mér hana aftur, hreina og saklausa, eins og hún var fyrst. Ég get ekki lifað án hennar“. Svo féll hann í þungan svefn. Rétt á eftir leið draumadísin inn um fjárhús- dyrnar og hoppaði upp í garðann og sveif inn í tóttina. Hún er alltaf nálæg þeim, sem kveina og syrgja. Og nú beygði hún sig yfir þennan ein- kennilega klædda ólánsmann, hóf hann á loft og bar hann léttilega út úr húsinu, heim túnið og alla leið inn á eldhússtólinn, sem hann hafði setið á fyrir lítilli stundu. Hún setti síðan Línu á kné honum, saklausa og hreina, í hvíta brúðarkyrtlin- um. Og hann hvíslaði sæll og brosandi í eyra henni gegnum fínu slæðuna: „Finnurðu ekki, hvað hríslyktin er góð, Lína? Alveg eins og þegar mamma var að hita á katlinum“. Það var komið fram um miðjan janúar. Stöðugar hríðar og illviðri höfðu gengið yfir öll jólin, og dalurinn var ein fannbreiða. Enginn fór bæja á milli nema á Skíðum. Jón og Þórður stóðu ferðbúnir á hlaðinu. Þeir ætluðu fram í Selsmýrar að líta eftir hrossum. Anna stóð í bæjardyrunum og horfði á mann sinn, þar sem hann togaði lamb- húshettuna ofan fyrir höku og lét upp vettlingana. „Ósköp er að sjá, hvað þú getur orðið karla- legur með þessa húfu. Hún er áreiðanlega það óþarfasta, sem Borghildur hefur prjónað í vélinni“, sagði Anna og gretti sig. „Nei, hún er ágæt. Stóðmerarnar taka ekki til þess, hvernig maður lítur út“, svaraði hann hlæjandi. „Geturðu ekki sagt hryssurnar eða þykir þér það of fínt?“ sagði hún með vandlætingarsvip. „Mér finnst það mikið leiðinlegra, skal ég segja þér. Það er víst ekkert gróft við hitt orðið“, sagði hann glettinn. „En ég sé ekki betur en að það sé einhver gestur að koma þarna handan yfir. Annaðhvort eru það tvö hross samtíða eða Helga á Hóli. Það er einmitt hún. EIli finnur þó, að hann er ekki einn í rúminu. Þórður, heldurðu að það sé ekki hræðilegt fyrir hann?“ „Það fer víst eftir því, hvað rúmið er stórt“, svaraði Þórður og steig á skíðin og rann úr hlaði. „Það er þó gaman að einhver manneskja kemur“, sagði Anna. Hún beið svo í dyrunum, þangað til Helga kom í hlaðið. Hún var greið á skíðum, þótt hún væri þunglamaleg í hreyfingum. Hún kom með band í skyrtur handa sonum sínum. Það var nú allt og sumt, sem hún var búin að spinna, það sem af var vetrinum, og átti þó að heita, að hún hefði vinnukonu. Anna talaði um það við Borghildi, að það hlyti að vera hægt að prjóna þetta lítilræði fyrir aumingja konuna, meðan hún tefði. Sjálf sagðist hún geta hugsað um matinn, því að hinar stúlk- urnar voru að þvo. Helga varð eftir í eldhúsinu og hjálpaði Önnu við matreiðsluna með því að skera niður kálfskjöt, sem hún ætlaði að brúna. Eftir að Helga var búin að lýsa öllum þeim óþægindum, sem hríðarhamurinn hefði valdið henni og hennar heimili, og kveinað undan því að hafa aldrei almennilega vinnukonu, komst Anna að og spurði, hvernig hún héldi að Línu liði nú þarna á Jarðbrú. „Ég held að henni líði nú bærilega. Ég veit nú eiginlega ekki, hvernig hún ætti að hafa það betra, þar sem væru tvær fullorðnar manneskjur að hugsa um einn kattþrifinn mann, enda er Lína snjóhvít eins og dúkka og allt fágað og pússað i kringum hana, eins og í fínasta kaupstaðarhúsi. Kerlingin og strákurinn tilbiðja hana aldeilis. Ég kem aldrei út eftir, svo að Hildur komi ekki með eitthvað, sem Lína hefur gert eða keypt, til að sýna það“. „Ósköp er það gott, að henni líður vel“, sagði Anna. „Hún er nýbúin að kaupa sér þessa fínu saumavél fyrir brúðargjafapeningana. Það er eins og ég sagði Hildi, að þau yrðu stórefnuð eftir veizluna af eintómum brúðargjöfum. Það var til- vinnandi að halda veizlu, ekki sízt þar eð þau þurftu þá ekki að borga hana. Eða var það ekki satt, að þið gáfuð þeim veizluna?“ „Ja, ég bara veit það ekki“, svaraði Anna, „ég hef ekki heyrt Jón minnast á það. Var þeim gefið eitthvað dálítið?“ „Ég er nú ósköp hrædd um það“, sagði Helga með öfundarþunga í röddinni. „Þvílík ósköp, sem kerlingin var að telja upp. Asgeir bróðir hennar og læknisbörnin og Borghildur hérna — allir höfðu gefið henni peninga. Og svo þetta lfka litla, sem þið gáfuð henni — ög fleiri og fleiri. Ég man það víst ekki allt“. THE COMMUNITY CHEST OF GREATER WINNIPEG Mikilvægt erindi til allra borgara bæjarfélagsins Líknarsamlagið var stofnað af borgurum þessa bæjarfélags í þeim tilgangi, að safna fé til reksturs nauðsynlegustu velferðarstofnunum. Alls eru í Líknar- samlaginu 35 Red Feather stofnanir, er í sameiningu þarfnast $939,000 til starfrækslunnar 1956, og þetta er lágmark. Þessi starfsemi nær til allra borgara, án hlið- sjónar af aldri, þjóðernisuppruna, trúarbragðaskoðana, eða getu til greiðslu, og hún gildir jafnt um Winnipeg og þau skipulögð bygðarlög, er að borginni liggja. Líknarsamlagið auðveldar yður að sjá nágrönnum yðar fyrir aðhlynningu og stuðlar að bættum skilyrðum fyrir fjölskyldu yðar til farsæls starfs; að baki fjár- söfnunarinnar felst brýn nauðsyn til samstiltra átaka. Allir verða að leggjast á eitt til að tryggja að tak- markinu verði náð. Ef hver og einn leggur fram sinn skerf hagnast alt bæjarfélagið. KLÍPIÐ EIGI FRAMLÖGIN VIÐ NÖGL!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.