Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 THT rr i CLOVERLEAF FIXED SPAN CLEARS NAVI6ATIOH CLOVERLEAF HIGGINS AVE. OVERPASS 1 1 -1,1 U.— C.RRTRACKS OVERPASS —i—i— —1—1—iji y—j—1—1—i-i— SUTHERLAMO AVE. OVERPASS 1 1 1 ' M 1-— GLADSTONE ROVER AVE. _L_ DIVERSION OVEKPASS OV£«PASS I 1 1 1 RED RIVER \mm —^ | TO KELVIN -J- TALBOT AVE. DIVERSION OVERPASS 1 1 Hér er um að ræða hliðarmynd af hinni fyrirhuguðu Disraeli-brú, einni hinni mestu og þörfustu sam- göngubót, sem Winnipegborg nokkru sinni hefir tekið sér fyrir hendur að hrinda í framkvæmd. Við bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. þ. m., verða lögð undir úrskurð gjaldþegna við atkvæðagreiðslu lánsheimild að upphæð $4,900,000, sem nauðsyn krefst að nái fraro að ganga. NOHIO FUJINAMI: í Japan er fiskimaðurinn fátækari en betlarinn I Japan er fiskimaðurinn fátækari en betlarinn. Fólkið verður að borða hvalkjöt frá Suðurheimskautssvæðinu. Það er slæmt, en ódýrt. Fyrsti japanski fiskifræð- ingurinn í heimsókn í Evrópu síðan styrjöldinni lauk, Nohio Fujinami, hefir að undan- förnu dvalið í Noregi í kynn- ingarferð. Hann hefir átt við- tal við blaðamenn og skýrt frá ástandinu í Japan, eins og það er í dag. Ferð hans er kostuð af S. Þ. og mun hann lengst af dveljast í Noregi, eða tvo mánuði. skorturinn verið svo mikill, að hernámsstjórnin hefir krafist þessa af okkur. Yfir alla vertíðina halda flutninga- skip uppi ferðum milli hval- veiðisvæðisins og heimalands- ins með hvalkjöt, það er hvorki gott né vel séð, en við borðum það vegna þess hve ódýrt það er. Við neytum yfir- leitt mikils fiskmetis. í borg- unum er fiskur á borðum, svo að segja hvern einasta dag, en samt sem áður er neyzlan tiltölulega meiri í Noregi, heldur en hjá okkur. Ef miðað er við hitaeiningar úr sjávar- fæðu, er talan 11 hjá okkur á móti 30 hjá Norðmönnum, eftir því sem mér er sagt. Hinir girnilegu frosnu mat- pakkar hjá ykkur, eru því nær óþekkt fyrirbrigði hjá okkur, þótt byrjunin sé kom- in, en mest af okkar fiski er seldur í heilu lagi. Hann er geymdur í kossum með ís- molum, en útflutningsvaran er aftör á móti hraðfryst, eða niðursoðin. Við flytjum, til dæmis, talsvert út af styrju til Ameríku, en mestur hluti hennar, eins og annara fisk- afurða, fer til innanlands neyzlunnar. Þetta er nauð- synlegt því fólksfjöldinn er svo mikill að ekki er um neitt að velja“. Veiðar á fjarlægum miðum „Það er langt að sækja styrjuna. Við veiðum hana í Indlandshafi í kringum Ástralíu. Þó er mestur hluti fiskiflotans • bundinn við heimamið. Við eigum 420,000 skip og þar af eru 120,000 vélknúnin". „Veiðið þið síldina á djúp- miðum?“ „Hana veiðum við að mestu leyti við strendur nyrztu eyj- unnar okkar. Við neytum meirihluta aflans fersks, í mót setningu við ykkur, sem vinn- ið úr henni mjöl og olíu. Um þessar mundir erum við að Framhald á bls. 8 Hann hefir mestan áhuga á að kynna sér bátalag, en að menntun er hann skipaverk- fræðingur, hefir stofnun sú, er hann vinnur við í Japan, umsjón með öllu því sem varðar fiskiðnað, fiskiskip, veiðarfæri, hafnir, vélar o. fl. Fujinami dvelur mestan hluta tímans í Þrándheimi og kynnir sér allt er að fiskveið- um lýtur. Ferð hans er fyrir- fram skipulögð af viðeigandi stofnun S. Þ. og er gert ráð fyrir miklum breytingum í fiskiskipabyggingum og veiði- aðferðum í Japan, eftir þessa kynningu á vestrænni tækni. „Ég veitti því strax at- hygli“, segir Fujinami í við- tali við B. T„ „hve miklu betur norski fiskimaðurinn hefir það, borið það saman við okkar, ég veit ekki ná- kvæmlega töluna, en held að milli 1 til IV2 milljón manns lifi af fiskiveiðum í Japan — þótt það tæplega verði kallað að lifa. En „lifistandardinn" er yfirleitt lágur í landi okkar og flestir fiskimenn okkar eru þannig settir að við höfum að máltæki, að betlarinn sé æðri fiskimanninum. Fiski- bátarnir eru of margir og of smáir. Þeir gefa of lítið af sér. Auk þess er verðlagsspurs- málið langt frá því að vera leyst. Ef veiði er mikil fellur verðið niður úr öllu valdi, en aftur á móti ef veiðin er lítil, hækkar verðlagið geysilega, en það bætir svo lítið úr skák vegna þess hve fáir njóta þess. Fiskibátarnir eru jafn- margir og fyrir stríð, en held- ur ekki fleiri. Flotinn var endurnýjaður strax í stríðs- lok, en við höfum ekki fengið leyfi til þess að auka hann“. Slæmt en ódýrt „Okkur er leyft“, segir Fujinami, mað dálítilli kald- hæðni, „að borða hvalkjöt frá heimskautasvæðinu. Allt frá stríðslokum hefir matvæla- Can you picture what life in your town would be like without a weekly newspaper? You’d have nothing to keep you up to date on happenings right in your own neighbourhood. If you had something to sell, you’d have to go out and look for a buyer. If you needed to buy something, you’d have to look all over town for it. Your neighbours could marry, have children, or even die, without you hearing about it until much later. Council could pass a by-law affecting you and you might never hear of it. Plans for worthwhile community projects might never get started for lack of news and support. And how would you keep up with the fortunes of the hockey team or the baseball club? Fortunately, your town has a weekly newspaper, a source of local information that no other kind of publication can replace. Over the years, Canadian weekly editors have lent their support unstintingly to many a good community cause. This year, for the first time, they are celebrating National Weekly Newspaper Week, and Imperial Oil is glad to participate in paying tribute to your weekly newspaper. natiomalweekly mewsfwper WEEK-OCTOBER 1^-70 8™* &SO) IMPERIALOILUMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.