Lögberg - 10.11.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.11.1955, Blaðsíða 1
HAGBORG fuel fa<&( Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 HAGBORG FUEL fefct Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL 'PHONE 74-3431 63. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1955 NÚMER 45 Carl K. Thorlaksson MINNINGARORÐ UM Þegar samferðamenn okkar hverfa af sjónarsviðinu eftir margra ára nána og hlýja kynningu, fær saknaðarkend- in venjulegast yfirhönd, að minsta kosti fyrst í stað, þó þakklætið fyrir ljúft samstarf verði í eðli sínu öllu öðru þyngra á metunum til fram- búðar. Fundum okkar Carls K. Thorlakssonar bar daglega saman í mörg herrans ár; skapgerð hans var slík, að1 annað var óhugsanlegt en að manni yrði hlýtt til hans; hann var brosmildur og sí- spaugandi hvernig sem viðr- aði og hvernig sem kaupin gerðust á eyrinni, þótt sjald- an gengi hann heill til skógar vegna fötlunar, er mörgum manninum myndi reynst hafa ofurefli að glíma við; hann vildi verða gæfu sinnar smið- ur og hann varð það í þess orðs fegurstu merkingu. Carl var fæddur á ísafirði hinn 25. dag septembermán- aðar árið 1888. Foreldrar hans voru Þorlákur Magnússon og kona hans Júlíana Ingi- mundardóttir prentara; voru þau hin mestu sæmdarhjón. Carl nam úrsmíði á Isafirði og fékk brátt orð á sig fyrir hæfni í þeirri iðngrein sinni; hann fluttist vestur um haf árið 1911, settist þegar að í Winnipeg og var þar til heimilis jafnan síðan; eftir að hingað kom, starfaði Carl við úrsmíða- og skrautmuna- deildir Dingwalls og T. Eaton’s verzlunarfélaganna, unz hann stofnaði í eigin nafni 1926 fyrirtæki sitt The Waich Shop, er hann rak við góðum árangri til dánar- dægurs í Columbia Press byggingunni að 695 Sargent Avenue, Winnipeg. Árið 1927 kvæntist Carl og gekk að eiga ungfrú Valdheiði Benjamínsson, ættaða úr Geysisbygð í Nýja-lslandi, merka konu, er frá upphafi og til hinztu sambúðarstunda, reyndist manni sínum ást- ríkur og tryggur lífsförunaut- ur; þau eignuðust einn son, Carl Robert, er stundar úr- smíðanám hjá T. Eaton fé- laginu og ásamt móður sinni syrgir hinn vinsæla og lífs- glaða föður. Carl hafði unun af skák og var um eitt skeið skákkon- ungur Winnipegborgar og traustur félagi í Winnipeg Chess Club. Hann var einnig styrktarfélagi Karlakórs Is- lendinga í Winnipeg, meðlim- ur Þjóðræknisfélagsins og Carl K. Thorlaksson meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar síðan 1922. Af sjö systrum Carls eru fjórar á lífi. Carl safnaðist til feðra sinna hinn 4. júlí síðastliðinn og bar til þess síðasta sjúk- dómskross sinn með stakri hetjulund. Útför hans var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju þann 8. júlí að við- stöddu fjölmenni, en slíkt vitnaði fagurlega um vin- sældir hins látna samferða- manns. Dr. Valdimar J. Ey- lands flutti hin hinztu kveðju- mál, er voru hvorttveggja í senn fögur og huggunarrík. E. P. J. Landamæraskærur Undanfarna síðustu daga hafa alvarlegar landamæra- skærur átt sér stað milli ísra- elsmanna og Egypta með all- miklu mannfalli á báðar hliðar; nú hafa Sameinuðu þjóðirnar skorist í leikinn og krafist þess, að aðiljar þessir, hvor um sig, hypji sig inn yfir eigin landamæri eigi ekki verra að hljótast af. Staðhæft er að stjórn Egyptalands hafi fengið all- miklar vopnabirgðir frá Tékkóslóvakíu' í skiptum fyrir baðmull, en slíku hafa Israels- menn mótmælt kröftuglega. Stórtjón af völdum vatnavaxta 1 fyrri viku varð margur lækurinn í British Columbia að skaðræðisfljóti vegna helli- rigninga og annara náttúru- hamfara; hamlaði þetta víða samgöngurri, svo að flytja varð fólk úr strönduðum járn- brautarlestum til áfangastað- ar í leigðum langferðabílum; flóðin þjökuðu allmjög kosti íbúanna í North Vancouver. Úr borg og bygð Séra Bragi Friðriksson prédikar í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið kemur, 13. nóv. 1955 kl. 7 e. h. ☆ FRÁ VANCOUVER, 2. nóvember 1955 Kæri riisijóri Lögbergs: Nú sendi ég þér, þó seint sé, áskriftargjald mitt fyrir Lögberg og læt það vera 10 dollara, sem er tvöfalt árs- gjald fyrir blaðið. Ég hefi keypt og lesið Lögberg frá þeim tíma, er það hóf göngu sína og stend við það í mikilli þakkarskuld. Ég er nú orðinn 92ja ára gamall og þar af leiðandi fer nú sennilega að verða hver seinastur að ég greiði andvirði blaðsins. Með þökkum fyrir allt og alt og blessunaróskum til ykkar hjóna. Þinn einlægur vinur, Ófeigur Sigurðsson ☆ Á miðvikudaginn hinn 2. þ. m., lézt að Oak Point, Man., Sigfús Sigurðsson 81 árs að aldri; hann kom af íslandi sem þriggja ára drengur og dvaldi um hríð í Mikley; síð- ustu 20 ár ævinnar var hann búsettur á Oak Point. Sigfús var dugnaðarmaður hinn mesti og lagði sig í líma, ásamt frú sinni Sigurlaugu, um að ala upp og koma til menta stórum hópi mannvæn- legra barna. — Kveðjuathöfn, afarfjölmenn, var haldin í fé- lagshúsi Oak Point bæjar á laugardaginn undir forustu séra Philips M. Péturssonar, en síðan var líkið flutt sam- dægurs til Winnipeg til jarð- setningar í Brookside grafreit. Þessa mæta frumherja verð- ur frekar minst hér í blaðinu við fyrstu hentugleika. ☆ The Leif Eiriksson Club, The Icelandic Canadian Club and the Icelandic National League will hold a social gathering on Saturday, November 19, 1955, in the lower auditorium, First Lutheran Church, Victor and Sargent, commencing at 8.15 p.m. Colored slides of the Cen- tennial Icelandic Celebration held in Utah last June will be shown by Mrs. Kristin John- son. A Gudrun Norman Estate Scholarship of $100.00 will be presented to Eric George Clemens. Refreshments will be served. A Brilliant Student At the annual commence- ment exercises of the United C o 11 e g e in Winnipeg on November 3rd Miss Marian Eileen Martin who graduated in arts last spring was awarded the governor-general’s bronce medal for highest average in second, third and fourth year arts. She is a daughter of Mrs. Margaret Martin and a granddaughter of the noted pioneer, Jóhannes Einarsson of Calder, Sask. — Marian’s brother, Joseph Edward Martin who is in second year arts, received the United Church Auxiliary scholarship and the Lloyd Hignell scholarship. Ritgerð þökkuð Eins og getið var nýlega hér í blaðinu, birtist fyrir stuttu síðan í stórblaðinu Naíionen í Osló grein eftir dr. Richard Beck um ritstörf Ivar Org- lands, sendikennarans í norsku við Háskóla íslands, og sérstaklega um hinar snjöllu þýðingar hans af kvæðum Davíðs Stefánssonar á nýnorsku. í þakkarskyni fyrir ritgerðina sendi Orgland dr. Beck nýlega eftirfarandi vísu, sem sýnir það, að hinum norska fræðimanni er létt um að kasta fram stöku, og það með harla íslenzkum svip: Hjartans takk, du gjæve bror. Djupt mi sjel du gledde. Slike varme veneord vert no sjeldan sedde! Ekki mun íslenzkum les- endum verða skotaskuld úr því að skilja nýnorskuna, nema ef vera kynnu orðin „gjæve“ (ágætur, drengilegur) og „sedde“ (sögð). Frá Gimli Fundur var haldinn í Þjóð- ræknisdeildinni „Gimli“ 25. október s.l., voru þar saman komnir um 60 manns. Forseti deildarinnar, Mrs. Kristín Thorsteinsson, hafði þá á- nægju að bjóða velkomin í deildina þau séra Braga Frið- riksson og Mrs. Friðriksson. Að loknum fundi fór fram fjölbreytt og vönduð skemti- skrá. Komu þar fram 6 litlar stúlkur og sungu íslenzka söngva undir stjórn Miss Vig- dísar Víum: Linda Stvens, Jóna Bjarnason, Phyllis Sig- mundson, Karen Peterson, Margaret Kardal og Sharon Beauchemin. Mrs. H. G. Sigurdson las kvæði Guttorms J. Guttorms- sonar „Sandy Bar“ í minn- ingu um 80 ára afmæli land- nám Nýja-íslands. Ernest og María Stefánsson sungu tvísöng; systir þeirra Lorna Stefánsson spilaði undir á píanó. Miss Magnúsína Halldórs- son las sögu. Leslie Geirholm hafði fram- sögn. Þar næst sungu nokkrar eldri stúlkur tvö lög: Valdine Geirholm, Hulda Bjarnason, Diane Gottfried, Linda og Carol Bjarnason. Söngstjóri Miss Vigdís Víum. Hulda Bjarnason las smá- sögu. Af og til um kveldið var samsöngur, sem allir tóku þátt í undir stjórn Miss önnu Nordal. Þegar hér var komið stóð Mrs. H. G. Sigurdson, vara- forseti deildarinnar, á fætur og sagði við Mrs. K. Thor- steinsson að nú væri hún tek- in við stjórn, því félagsmenn Framhald á bls. 8 íslenzkukennsla fyrir börn Islenzkukennsla fyrir börn hefst á vegum Þjóðræknis- félagsins næstkomandi laug- ardag 12. nóvember kl. 10.30 fyrir hádegi í efri sal lútersku kirkjunnar við Victor stræti. Alþingi tekið til starfa Hinn 8. október síðastliðinn kom Alþingi saman til funda að undangenginni guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Forseta- kosningar féllu á þann veg, að Jörundur Brynjólfsson var kjörinn forseti Sameinaðs þings, Sigurður Bjarnason forseti í Neðri deild, en Gísli Jónsson forseti Efri deildar. Fjárlögin voru lögð fram dagj inn eftir. i Dorothy Jonasson hlýtur námsstyrk Námsstyrkir er nema alls 30 þúsundum dollara hafa verið veittir hljómlistarnem- endum við Royal Conserva- tory of Music í Toronto. Ein af þeim er hlaut námsstyrk var hinn efnilegi fiðluleikari, Dorothy Jonasson. '“W‘s 28d,u„!A1. uöS0%sg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.