Lögberg


Lögberg - 01.12.1955, Qupperneq 1

Lögberg - 01.12.1955, Qupperneq 1
HAGBORG FQEL/Sbfo Sole Distributors OiLNITE LIGNITE COAL PHONE 74-34SI HAGBORG fuel /fcfcl Sole Distributors OSLNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955 NÚMER 48 MINNINGARORÐ: Sigfús Sigurðsson F. 19. október 1874 - Enn er annar landnáms- naaður fallinn í valinn, eftir langa, heiðarlega og atorku- oiikla ævi. Sigfús Sigurðsson, sem kom með foreldrum sín- um heimanað frá íslandi tveggja ára að aldri, ólst upp á landnámsárunum í Nýja- íslandi og Mikley. Hann flutt- ist síðar, á fullorðinsárum til Otto í Álftavatnsbygð og bjó þar í meira en þrjátíu ár, og svo önnur tuttugu ár á Oak Point, þar sem, á háum aldri, hann kvaddi þennan heim 2. nóvember þ. á. Sigfús var fæddur að Klömbrum í Þingeyjarsýslu, 19. október, 1874. Foreldrar hans voru Sigurður Erlends- son og Kristjana Einars- dóttir, kona hans. Þau fluttu vestur rnn haf árið 1876 og tóku sér bólfestu í Nýja- Islandi og síðar í Mikley. Eina systur átti Sigfús, Mrs. Kristjönu Þórðarson í Winni- Peg og tvo hálfbræður í Riverton, Stefán Sigurðsson °g S. R. Sigurðsson, sem eru báðir á lífi. Einn hálfbróðir, sem er dáinn fyrir mörgum arum, var Jóhannes Sigurðs- son, kaupmaður á Gimli og víðar. Sigfús kvæntist 5. ágúst 1898 eftirlifandi konu sinni, Sigurlaugu Jónsdóttur, Frí- ■nanns Kristjánssonar. Og þegar þau hjónin áttu gull- brúðkaupsafmæli, 1948, var þeim haldið veglegt samsæti af vinum og nágrönnum á Oak Point, og sóttu meira en 300 manns það samsæti, til að samfagna þeim og óska alls góðs. Börn þeirra hjóna voru 10 alls; en einn sonur, sá þriðji í röðinni, dó í barnæsku. Hin börnin, sem lifa föður sinn eru: Kristján og Joe, báðir til heimilis í Winnipeg; Felix á Lundar, og Franklin á Oak Roint; og dæturnar eru: Mrs. O. Stefánsson og Guðrún, báðar í Winnipeg; Mrs. J. O. Olson og Mrs. H. S. Eyjólfs- son við Vestfold, og Mrs. Eric Stefánsson á Gimli. Einnig tuttugu og eitt barnabarn og Ivö barnabarnabörn. Kveðjuathöfn fór fram á Oak Point 5. nóvember, og komu margir vinir og bygðar- hienn þá saman, sumir langt að, til að kveðja mann, sem þeim hafði þótt vænt um og virtu mikils. Og var það hierki þeirrar vináttu, sem aUir, er þektu hann, báru þonum. — Bæði hjónin nutu D. 2. nóvember 1955 Sigfús Sigurðsson mikillar vináttu og trygðar öll þau ár, sem þau bjuggu í Otto og síðar á Oak Point. Allir sakna nú hins látna vinar. Að athöfninni lokinni, sem fór fram á Oak Point, var lík hins látna flutt til Winnipeg og jarðsett í Brookside graf- reit. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðju- og minningar- orðin á Oak Point og embætt- aði í grafreitnum í Winnipeg. Útfararstofa Bárdals sá um útförina. P. M. P. Kiljansvaka Efnt verður til „Kiljans- vöku“ á vegum Þjóðræknis- deildarinnar Fróns laugar- dagskvöldið 10. desemebr kl. 8.15 í neðri sal Sambands- kirkjunnar við Banning. Verða þar lesnir valdir kaflar úr ritum Halldórs Kiljans Laxness og gerð grein fyrir æviferli höfundarins. Þeir sem lesa eru Áskell Löve, Björn Sigurbjörnsson og Helga Pálsdóttir, en kynnir verður Finnbogi Guðmunds- son. Svo sem kunnugt er, mun Svíakonungur afhenda Hall- dóri Kiljan Laxness bók- menntaverðlaun Nóbels í Stokkhólmi hinn 10. desember og er efnt til ofangreindrar kvöldvöku í tilefni af því. Samskot verða tekin til styrktar starfsemi Fróns. 104 mænuveikitilfelli Mænuveikitilfellin voru í gærkveldi orðin 104 í Reykja- vík og nágrenni, að því er dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir skýrði blaðinu frá. Þar af eru 34 lamanir, en flestar vægar. —Alþbl., 23. okt. Vinna frægan sigur Eskimo fótboltahetjurnar frá Edmonton unnu í Van- couver á laugardaginn var frægan sigur yfir Montreal Alouettes með 34 mörkum gegn 19. Var þetta ein hin harðsóttasta Grey Cup kepni, sem um getur. Vancouver- borg var öll í hátíðarskrúða I meðan á atburðinum stóð. — Mælt er að tala áhorfenda í Empire Stadium þar í borg- inni hafi numið 39,417. Úr borg og bygð — Chrisimas Social — The Icelandic Canadian Club invites you and your friends to a pre Christmas Social evening on December the 3rd, 1955, in the Federated Church Parlors at 8.15, P.M. Prizes will be given for ICELANDIC WHIST and BRIDGE. Refreshments and dancing will follow. Members and their guests are invited to bring an in- expensive gift or novelty (value approximately 25c or there abouts) in gay wrapp- ings. "A gifl or a prize for Everyone." Come and bring your friends. Get into the spirit of Christmas. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their Annual Christmas Tea Wednesday Dec. 7, in the lower audi- torium of the church from 2.30 to 5 P.M. and 7.30 to 10 P.M. General Conveners: — Mrs. G. Eby, Mrs. H. Taylor. Table Captains: — Mrs. J. T. Beck, Mrs. R. Frederickson, Mrs. Pauline Sigurdson, Mrs. S. Johnson. Home Cooking: •— Mrs. J. Anderson, Mrs. H. Olsen. Meats: — Mrs. H. Benson, Mrs. J. Ingimundson. Handicarft: •— Mrs. A. Blondal, Mrs. G. Ingimundson. Mrs. E. Isford, Mrs. H. Bjarnason. Candy: —- Mrs. W. Finnson, Mrs. J. Turner. White elephant: — Mrs. R. Armstrong, Mrs. F. Thordarson. ☆ Stúkan HEKLA I. O. D. E. heldur næsta fund sinn þriðjudaginn 6. des. á venju- legum stað og tíma. 774 stúdentar innritaðir til nóms við Húskóla íslands Nýsíúdentar eru 173 talsins Háskólasetningin fór fram í gær. 1 setningarræðu sinni gat rektor þess, að innritaðir stúdentar við háskólann væru nú 774. Hafa 173 nýir stúdent- ar látið innrita sig í byrjun þessa skólaárs. Samkvæmt venju var há- skólakantata Páls ísólfssonar flutt í upphafi hátíðarinnar við ljóð Þorsteins Gíslasonar. Látinna háskólamanna minnzt Síðan tók háskólarektor, dr. Þorkell Jóhannesson til máls. Minntist hann í upphafi ræðu sinnar þriggja manna, er lát- ist höfðu á árinu, þeirra: Einars Arnórssonar, dr. med. Jóhanns Sæmundssonar og próf. Jóns Hjartalíns. Einnig skýrði hann frá því, að próf. Ólafur Lárusson hefði látið af embætti. Bygging kvikmyndahúss að hefjast Rektor gat helztu breytinga á kennaraliði skólans og hverjar gjafir hefðu borizt á árinu, en þær eru margar og veglegar. Bygging nýs kvik- myndahúss sagði rektor að hefjast myndi innan skamms. Á húsið að vera fullgert fyrir haustið 1961, þar eð þá er út- runnið tímabil leiguhúsnæðis í Tjarnarbíó. Synjað um fjárfestingarleyfi iil náttúrugripasafns Rektor skýrði frá því, að enn hefði ekki fengizt fjár- festingarleyfi til byggingar náttúrugripasafnsins. Hefur verið synjað um leyfið undan farin 3 ár. Ber þó brýna nauð- syn til að safnið fái hið fyrsta eigið húsnæði þar eð það rúmast alls ekki í húsnæði Landsbókasafnsins. 774 stúdeinlar Þá vék rektor að nemenda- fjölda. 173 nýstúdentar inn- rituðust, en alls eru 774 manns við nám. Deildarskipt- ing er sem hér segir: Guðfræði 43 Læknisfræði 240, Lögfræði 100, Viðskiptafræði 96 Heimspeki 254 — og Verkfræði 41. Rektor sagði að búast mætt við að einhverjir hinna inn- rituðu færu utan til náms og benti há innritunartala nýju stúdentanna í heimspekideild til þess, en í hana innrituðust nú um 88 nemendur. Að lokum beindi rektor máli sínu til nýstúdenta og flutti þeim afburða snjallt ávarp. — Varaði hann við of mikilli sérhæfingu í menntun. Afhenti hann síðan nýstúd- entum háskólabréf sín. —Alþbl., 23. okt. Alvarleg umferðaslys Á síðastliðnum 20 árum hafa 30,000 Canadamenn látið lífið af völdum slysfara á bílvegum landsins, og sé tekið tillit til fólksfjölda, verður þessi tala hlutfallslega hærri en viðgengst í Bandaríkjvm- um. Þetta ófremdarástand er orðið slíkt, að eigi er lengur viðunandi, og er þess því að vænta, að hið opinbera skerist hið bráðasta í leikinn vandan- um til úrlausnar. Af slysaskýrslunum má ráða, að mikill meiri hluti þeirra, er urðu fyrir bílslys- um árið, sem leið, var ungt fólk, Um og innan við þrítugt. Árið 1954 nam eignatjón í Canada af völdum umferða- slysa freklega hundrað miljónum dollara. Frægur einsöngvari Á fimtudagskvöldið hinn 8. desember næstkomandi, kl. 8.30 efnir The Winnipeg Sym- phony Orchestra undir for- ustu Walters Kaufman til hljómleika í Civic Auditorium með aðstoð Todd Duncans, sem er víðfrægur einsöngvari. Aðgöngumiðar hjá Sym- phony Box Office, Hudson’s Bay Store. Sviplegir atburðir í fyrri viku gerðust þeir sviplegu atburðir tvo daga í röð, að tveir kornungir flug- menn, er voru á sveimi í æfingavél, létu líf sitt; annar með þeim hætti, að flugvél hans hrapaði og fór niður um ís á Winnipegvatni skamt frá ferjustaðnum undan Mikley, en hinn í Swan Lake héraðinu milli Portage la Prairie og Manitobavatns; hafði eldvu- komið upp í þeirri v?l .. ^adruuiM 1S Suruueg pqi ■ UOSUJOfg q

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.