Lögberg - 01.12.1955, Page 2

Lögberg - 01.12.1955, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955 Nám í hússtjórn og barna uppcldi er nauðsynlegur þattur í menntun kvenna Spjallað við frú DÓRU S. LEWIS, prófessor í hússtjórnar- og hagfræði ER ég hafði heimsótt ísland varð mér fyrst ljóst, hverju íslendingarnir, sem fluttu vestur um haf, urðu að sjá á bak, og þegar ég er stödd hér, á ég oft á tíðum erfitt með að skilja, hvernig þeir gátu yfirgefið þettk stór- brotna land, segir frú Dóra S. Lewis, prófessor í hússtjórn- ar og hagfræði við Hunter College í New York. Frú Dóra talar mjög sæmi- lega íslenzku og skilur hana ágætlega. En mér hefir farið dálítið aftur, segir hún. Móðir mín talaði alltaf íslenzku við mig, en hún dó fyrir nokkrum árum. — Frú Dóra er fædd í Norður-Dakota. Foreldrar hennar voru Sumarliði Sum- arliðason, gullsmiður, frá Kollabúðum við Þorskafjörð í Reykhólasveit, og Helga Kristjánsdóttir frá Tungu í Dalamynni við ísafjarðar- djúp. -----0---- Er frú Dóra kom hingað í fyrsta skipti árið 1933, heim- sótti hún æskustöðvar móður sinnar við ísafjarðardjúp, en nú hélt hún til æskustöðva föður síns að Kollabúðum. Og margt hefir breytzt hér síðan, einkum þótti mér mikilfenglegt að sjá yfir Reykjavík úr flugvélinni, þegar við lentum hér í hvass- viðrinu á þriðjudagskvöldið. Borgin hefir stækkað gífur- lega. Það var hreint ekki auð- velt að ná tali af frú Dóru. Hún var önnum kafin við að hitta vini og skyldmenni, „enda á ég hér fleiri ættingja en heima í Bandaríkjunum11, segir hún. Ég hefi gert mér far um að rækja vinskap við íslendinga eftir föngum, bætir hún við. Enda munu margir íslendingar hafa notið gest- risni frú Dóru á heimili henn- ar í New York. ----0---- Þegar ég kom hingað árið 1933, þekkti ég aðeins 'einn ættingja minn, Jón Fjalldal, sem búsettur var á Melgras- eiði við ísafjarðardjúp. Ég hafði skrifað honum um fyrir- hugaða Islandsreisu mína, og sendi hann son sinn til Reykjavíkur til að taka á móti mér. Á Melgraseiði var yndislegt að vera — þaðan var dagleið á hestbaki til æsku- stöðva móður minnar. Frúin kom hingað fyrir 10 dögum og fer héðan á morgun, þar sem hún hefur umfangs- miklum störfum að gegna heima fyrir auk kennslu- starfanna. Hún kom hingað frá Evrópu. Hafði hún ferðazt LÆGSTA FLUGFAR TIL með Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 7 skandi- naviskra manna áhöfn, sem fengið hafa flugæfingu í Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglu- bundnar flugferðir frá New York. Kaupið fnr hjá næstu ferðaskrlfstofu. n /-\ n iceiAHoia 'airuhbs u lAauu ISLANDS 265 oo BÁÐAR LEIÐIR 15 West 47th Street, New Yorti 36 Pt 7-8585 Frú Dóra Lewis ásamt hóp þjóðfélagsfræðinga um löndin fyrir botni Mið- jarðarhafs — ísrael, Tyrkland og Grikkland — einnig um Júgóslavíu, ítalíu og Frakk- land. ----0---- Var tilgangur þessa ferða- lags að kynnast ýmsu, er lýtur að þjóðfélagslegri þróun, fjöl- skyldulífi, barnauppeldi og sókn kvenna til metorða og mannvirðinga í þjóðfélaginu. Segir frú Dóra, að þessum málum hafi fleygt fram í Tyrklandi og Júgóslavíu, og konur láti áberandi mikið til sín taka í ísrael. Helztu áhugamál frú Dóru eru bætt fjölskyldulíf og barnauppeldi og auknir mögu leikar kvenna á að vinna sig UPP í þjóðfélaginu. Sjálf veit frú Dóra af eigin reynslu, hversu mikils virði það er fyrir konur að geta rutt sér braut af eigin rammleik. Hún giftist ung að aldri, en missti mann sinn eftir mjög stutta sambúð. Hann féll í fyrri heimsstyrjöldinni í Frakk- landi skömmu áður en vopna- hlé var samið árið 1918. ----0---- Henni hefur heldur ekki orðið skotaskuld úr því að ryðja sér braut í þjóðfélaginu. Vart mun nokkur vestur- íslenzkt kona skipa hærri virðingarsess en frú Dóra, og hafa þær þó margar látíð að sér kveða. En hún er senni- lega ein af þeim fáu vestur- íslenzku konum, sem eiga nafn sitt skjalfest í „Hver er maðurinn?“ í Bandaríkjunum. Hver kona ætti að reyna að verða sér úti um almenna menntun og sérmenntun, ef mögulegt er, segir frú Dóra. Hins vegar ætti nokkur hluti af menntun konunnar að vera undirbúningur undir hvers konar heimilisstörf og barna- uppeldi. Þær eyða flestar of miklum tíma við þessi störf. Slíkt nám ætti að vera hluti af menntun þeirra í framhalds- skólum. ----0---- Vann frú Dóra að því um nokkurt skeið að skipuleggja slíkt nám — bæði í mennta- málaráðuneyti Washington- ríkis og síðar við bandaríska menntamálaráðuneytið. Árið 1939 var hún skipuð prófessor við uppeldismáladeild New York-háskólans, og gegndi í fimm ár stöðu við þessa mikilvirku menntastofnun. Hún hefur nú verið prófessor í hússtjórnar- og hagfræði við Hunter College í 14 ár. Fór hún til Japan árið 1948 og vann þar að skipulagningu hússtjórnarkennslu í fram- haldsskólum. Frú Dóra stund- aði nám við háskólann í Seattle en tók meistarapróf frá Columbia-háskólanum í New York. Síðar fékk hún Rochefeller-styrk og nam þá við Minnesota-háskólann og háskólann í Cincinnati. Hunter College er mikil menntastofnun og stunda um 10 þúsund nemendur þar nám á dag- og kvöldnámskeiðum. — Til skamms tíma stærðum við okkur af því, að þetta væri stærsti kvennaskóli heimsins, en nú getum við það ekki lengur, þar sem bæði piltar og stúlkur sækja skól- ann. Skólinn hefur aðsetur sitt á tveim stöðum í borginni. Skólagjöld eru mjög lág, þar sem skólinn er rekinn á veg- um New York-ríkis. ----0---- Auk kennslu í hússtjórn og öllu, er lýtur að heimilishaldi og barnauppeldi, geta nem- endurnir búið sig undir kennslustörf, numið viðskipta fræði, blaðamennsku o. fl. Ég álít, að hægt sé að búa konur undir hússtjórn án þess, að það verði á kostnað frekari sérmenntunar, segir frú Dóra. Hún hefur skrifað fjórar bækur um heimilislíf, mál- tíðir á heimilum, klæðnað og fjölskyldulíf og barnauppeldi. Eru bækurnar kenndar í framhaldsskólum víða í Banda ríkjunum. Voru þær gefnar út fyrir nokkrum árum, „en það er svo sem ekki hægt að hlaupa í að Ijúka slíku af á milli mála“, segir frú Dóra brosandi. „Ég hef unnið að útgáfu þessara bóka síðan árið 1940“. ---0---- Konur hafa ekki enn náð því marki að fá sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu — en því verður áreiðanlega kippt í lag með tímanum, bætir hún við. í Evrópu hitti ég fjölmargar konur, sem til- heyra kvennasamtökunum, —- „Soroptimist International", en þessi samtök eiga deildir í 27 löndum. Eru þetta samtök kvenna, er skipa mikilvægar stöður í hinum ýmsu löndum. Er frú Dóra formaður í þeirri deild, er nær yfir norð-austur ríki Bandaríkjanna. Að lokinni ferð sinni til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs, fór frú Dóra í skemmtiferð um fjölmörg lönd Evrópu, England, Skot- land, Noreg, Svíþjóð, Dán- mörku, Þýzkaland, Austur- ríki, Sviss, ítalíu, Frakkland, Spán, Holland — og loks hingað. Fór hún í þessa ferð með starfssystur sinni, sem var prófessor við Cornell- háskólann í íþöku í NeW York-ríki. Kom hún einnig hingað til íslands með frú Dóru. G. Si. —Mbl., 6. okt. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ KRAFA Sparnaður, þægindi, skjólgóð, þessi nær- föt eru frábærlega endingargóð, auð- þvegin til vetrar- notkunar, gerð úr merinon-efni. Veita fullkomna ánægju og seljast við sann- gjörnu verði — alveg sérstök nærfatagæði. Skyrtur og brækur eða samstæður handa mönnum og drengj- um. Fraeg síðon 1868 71-FO-4

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.