Lögberg


Lögberg - 19.01.1956, Qupperneq 2

Lögberg - 19.01.1956, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 \ Opið bréf til ritstjóra Lögbergs 1096 Richmond Sl., London, Onl., 9. janúar 1956 Kæri herra: í tilefni af því að mér hafði gleymst að senda áskriftar- gjald mitt fyrir blaðið þessar síðustu vikur, er ég að sneyp- ast til að koma því í fram- kvæmd í dag, svo mér datt í hug að hripa fáeinar línur, ekki af því að ég sé tryggur lífstíðar áskrifandi og lesandi Lögbergs, heldur í tilefni af því að ég man að ég tók út eyðublað hjá vin okkar, Sig- trygg, haust nokkurt fyrir mörgum árum síðan, þegar Lögberg fyrst kom út. Ég held að ég hafi náð fáeinum nöfn- um, til þess að hafa eitthvað til að þykjast af, ef ég yrði gamall. Nú er ég orðinn nógu gamall til að teljast með mönnum, en athafnirnar eru ekki teljandi. Ég er fæddur að Miðhúsum, spölkorn útfrá herragarðinum Reykhólum, þar sem Jón Thoroddsen fæddist og ólst upp. Miðhús er kotjörð, þar sem Gestur Pálsson fæddist. Páll Ingimundarson átti kotið Miðhús, en afi minn Jón Ein- arsson „meðhjálpari" kallar Gísli Konráðsson hann, bjó að Mýratungu ágætis jörð í Reykhólasveit, og hafði lífs- tíðarbyggingu á henni. En faðir minn, nýlega kvæntur Björgu, dóttur Jóns Einars- sonar, byrjaði búskap í skjóli tengdaföður síns í Mýra- tungu. Páll fór þess á leit við afa og móðurföður minn Jón Einarsson, að hann gæfi upp lífstíðar bygginguna í Mýra- tungu og kom máli sínu svo, að afli minn, Jón Einarsson, gaf byggingarheimild sína upp. Hætti búskap og flutti ásamt konu sinni, Sigríði Guðlaugsdóttur, til Guð- mundar Péturssonar, sem bjó að Miðjanesi með konu sinni, Sigríði Jónsdóttur, móður- systir minni. En Páll, sem átti jörðina Miðhús, flutti að Mýratungu og bjó þar, að ég held, til æviloka, en byggði kotjörðina Miðhús föður mín- um, sem bjó þar aðeins tvö ár, en bróðir minn Helgi Jóhannes og ég fæddumst á Miðhúsum. Ég man ekkert úr eða um dvöl okkar á Miðhús- um, en foreldrar mínir fluttu að Gufudal, prestssetri, þar sem við dvöldum í 2 ár. Ég man eftir okkur þar, og þegar ég 13 árum seinna reið þar um í fylgd með sóknarpresti okkar, séra Ólafi Ólafssyni að Brjánslæk, þá mundi ég eftir og kannaðist við kirkjuna úti á eyrunum og vatnið, sem ég hafði leikið mér hjá og móðir mín þar við hendina til að líta eftir mér. Já, ég man eftir komu okkar á bát að Brjáns- læk og eins eða tveggja daga viðstöðu þar, og ég man eftir að sitja á kodda 1 kláf yfir Hagavaðal og þannig komum við heim á þann stað, sem reyndist að verða æsku- og uppeldisstöðvar mínar. Við bjuggum á Grænhól í 13 ár. Ég mun hafa verið 3% árs, þegar ég kom að Grænhól, já, ég man aðeins eftir því; amma mín, Helga, kom þangað sngmma, — kannske á fyrsta ári okkar þar, og ég var henni við hönd þar til hún var svo hrum að hún sjálf þurfti annara hjálp og eftirlit. Ég átti tvíburabræður, Jón og Þórólf, sem ætíð var vitnað í sem „stóru“ drengina. En ég og Helgi vorum kallaðir „litlu“ drengirnir. Helgi var djarfur og þróttmikill piltur og lærði verkshátt mest við heyskap, eins og eldri syst- kini mín, en ég var aldrei framgjarn; þar sem Helgi flaugst á og barðist við jafn- aldra og eldri pilta í nágrenn- inu, og þótt ég fylgdi honum kom ég þar lítt við sögu. — Helgi og ég vöktum yfir velli eitt vor, en svo vakti ég einn tvö vor eða lengur. Svo þegar Þórólfur réðist á næsta heimili og sat hjá, fylgdi kví- fénu til beitar fram um beiti- lönd, tók ég að mér eða var látinn „sitja hjá“. Þórólfur beitti kvífé beggja heimil- anna um hin víðáttumiklu beitilönd, sem Haga heyra til og sem Grænhóll á fjórða hluta af, svo ég varð kunn- ugur víða um hin nærliggj- andi' fjall-lendi, sem hafði bæði slægjur og beitilönd, sem við notuðum, öðrum fremur. Eitt ár var ég smali hjá búenda þar nálægt, en dvaldi heima og passaði kvíféð. Syst- kini mín, flest uppkomin, voru meira eða minna af ár- inu á öðrum heimilum. Þannig leið tíminn og ég náði staðfestingaraldri. Gamli sóknarpresturinn okkar lagði hönd sína á koll 'mér og gerði mig að ábyrgðarmanni fyrir orðum mínum og athöfnum, þegar ég var 15 ára, eins og til stóð; en svo hætti hann prestsstörfum sínum og við fengum ungan, ókvæntan ný-vígðan prest, Ólaf Ólafs- son, alinn upp í Miðfirði, son sóknarprestsins að Melstað í Miðfirði. Hann varð okkur kunnugur, og það réðist milli föður míns og 'hans, að ég tæki dvöl á prestssetrinu Brjánslæk næsta vetur til að fá tilsögn í hinum helztu greinum bóklegrar þekkingar, svo ég og nágranna piltur fórum þangað að hausti og dvöldum til vors. Við féngum þar þá einu skólagöngu, sem við annars áttum kost á í málfræði, réttritun, skrift, reikning og dönsku. Næsta vor hættu foreldrar mínir búskap og fjölskyldan tvístraðist. Annar tvíburinn, Jón, fór í siglingar og lærði kafarastörf; varð frægur kaf- ari, kvæntist danskri stúlku og hafði heimili í Kaup- mannahöfn, en var löngum að heiman og hafði komið á flestar hafnir Miðjarðarhafs- ins; þar að auki hafði hann verið í flestum plássum frá Gíbraltar til Danmerkur og Svíþjóðar, Frakklandi Hol- landi og Belgíu. Hann lézt heima í Danmörku í lok fyrra stríðsins; atgervismaður og kom sér vel. , Hinn tvíburinn, Þórólfur, fór til Ólafsdals og lærði bú- fræði, settist svo að á ísa- firði, en flutti svo til Vestur- heims og dvaldi um tíma í Manitoba, en flutti seinna vestur á Kyrahafsströnd; bjó mörg ár í Victoria og komst vel af. Systur mínar þrjár giftust á Islandi; tvær þær yngri dóu á íslandi, en ég umgekkst og og sat í fögnuði hjá börnum þeirra á ísafirði og í Reykja- vík s.l. júlímánuð. Helgi Jóhannes, ári eldri en ég, nam gullsmíði og settist að á ísafirði, en er nú látinn fyrir nokkru. Ég sá hann og naut risnu hans 1930, þegar ég og kona mín tókum okkur ferð á hendur til íslands. Helgi var frægur í sinni iðn, enda var hann hinn mesti hagleiksmaður. Síðari hluta júlímánaðar dvaldi ég á ísafirði, Akureyri og í Reykjavík, og sá ég þá og umgekkst aðeins systkina- börn mín. Ég fór frá Grænhól á Barða strönd 1879 norður í Svínadal í Húnavatnssýslu; þar leitaði faðir minn frænda síns — Christian. — Tók ég að mér að kenna börnum skrift, reikning, lestur og málfræði og gerði það í þrjú ái). Árið 1883 fékk ég tilboð um að flytja til Vesturheims, tók ég því umsvifalaust; skrapp bara vestur á ísafjörð til að kveðja foreldra mína, fékk lánaðan hest, hnakk og beizli, seldi útveginn á Laugabóli, en fór í bát með póstinum út Djúpið; stóð við á ísafirði og vann fyrir kaupi hvern dag þar til strandskipið kom og Minningarorð Magnea Guðný Sigurðsson andaðist í sjúkrahúsi 1 Van- couver 9. des. 1955. Hún var jarðsungin frá lútersku kirkj- unni í Árborg af séra Braga Friðrikssyni. Magnea var fædd 9. sept. 1878. Foreldrar hennar voru Geirfinnur Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir. — Þau hjón flúttu ásamt þrem börn- um sínum til Vesturheims árið 1893, og settust að í Winnipeg. Magnea giftist 10. nóv. 1910 Þorgrími Sigurðssyni að Storð í Framnesbyggð. Þau eignuðust níu börn. Þorgrím- ur andaðist 27. apríl 1931, en kona hans hélt búskapnum áfram af miklum dugnaði ásamt börnum sínum. Síð- ustu stundirnar dvaldist hún hjá börnum sínum í Van- couver. Þessi minning var flutt við útför hennar: Sjúkdóms leiðin langa lokið er nú hefur, læknuð líkams meinin, # ljúfa hvíld, er gefur. Hér í hinzta sinni hana vér hér sjáum, en í æðra heimi aftur litið fáum. Heims er hérvist manna háð oft erfiðleikum, en verkin unað veittu sem væri hún í leikjum. Þá var gleði í geði, gott þar inn að líta. Gestrisnin hin góða gjörði tíma að flýta. Börnum vildir vera viljans sanna móðir. Velferð taldir vísa, ef væru allir góðir. Væri gott að geta, að gróðri slíkum hlynna, tók mig til Skagastrandar. Þaðan fór ég á bát til Blöndu- óss og gekk þaðan heim. Að tíu dögum liðnum fór leið- angur okkar af stað til Akur- eyrar: 15 áburðarhestar, 15 ríðandi manns; vorum sex daga á leiðinni þanagað; ferj- ur voru á Blöndu og Héraðs- vötnum. Biðum á Akureyri í þrjár vikur; vesturfarar voru teknir á Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Eskifirði. Siglt til Glasgow og þaðan yfir Atlantshaf; tók sú sigling tvær vikur, og ferðalagið frá Quebec til Winnipeg tók viku. Viku seinna var ég kominn til Gimli.Vann fyrst við fisk- veiðar, en tók líka á móti fólki okkar frá Winnipeg. Lærði ég síðan að mjólka, nota exi, og önnur algeng sveitastörf. Við byggðum bjálkahús á 160 ekra landi, sem Björn hafði valið; dvaldi ég þar yfir veturinn. Sigtryggur Jónasson kom við á leið til Icelandic River og lofaði mér atvinnu næsta vor við að læra að kinda gufu- ketil á gufubát sínum næsta er þann ávöxt sýndi auðnuveg að finna. Kæru börnin kveður og kæra vini byggðar, þótt skiljist vorir vegir vonum samt er tryggðar vissa vinafundar, vor, er heimsvist lýkur, samfagnandi sjáum, þar sælan aldrei þrýtur. B. J. Húnfjörð Bóndi drukknar niður um ís í fyrradag vildi það svip- lega slys til norður í Bárðar- dal, að Sigurður Baldursson bóndi að Lundarbrekku féll niður um ís á Brunnvatni og drukknaði. Hafði Sigurður farið ásamt öðrum manni að huga að kindum uppi á Lundarbrekku heiði. Fór annar upp að norð- an en hinn að sunnan í heið- ina, og ætluðu þeir að mætast á ákveðnum stað. Þegar Sig- urður kom ekki á tilsettum tíma fór hinn maðurinn að leita hans, og fékk þrjá heima- manna með sér. Röktu þeir spor Sigurðar heiman frá Lundarbrekku upp á heiðina cg út á Brunnvatn, en það hafði verið ísilagt. Mun Sig- urður hafa ætlað að stytta sér leið yfir vatnið ,en ísinn verið ótraustur. — í gær var slætt í vatninu og fannst þá lík Sigurðar. Sigurður Baldursson var maður um fertugt. Hann var oddviti Bárðdælahrepps. — Lætur hann eftir sig konu og tvo syni. —VÍSIR, 1. des. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI Gætið mikilvægra skjala Fæðingarvottorð, vegabréf, borgarabréf og önnur verðmæt skjöl, ættu að vera geymd annars staðar en í heimahúsum, því þar er hætta af eldsvoða og þjófnaði of mikil. Geymið slík skjöl í yðar eigin öryggishólfi hjá The Royal Bank of Canada, en það kostar innan við 2 cent á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000. Framhald á bls. 3 ) iv :/ i

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.