Lögberg


Lögberg - 19.01.1956, Qupperneq 4

Lögberg - 19.01.1956, Qupperneq 4
4 ' LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 Lögberg Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AATENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft rltstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Wínnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 ÁRNI G. EYLANDS: MOLD KVÆÐI - Hafnarfirði 1955 - Prenismiðja Hafnarfjarðar H.F. Höfundur þessara kvæða, Árni G. Eylands, er oss Vestur- Islendingum löngu að góðu kunnur af heimsóknum sínum hingað ásamt frú sinni, hlýyrðum í vorn garð og frábærri gestrisni á heimili þeirra í Reykjavík, er ferðalanga héðan bar þar að garði. Árni er Skagfirðingur að ætt, fæddur í gamla moldarbænum að Hólum í -Hjaltadal, en menntaður í búvísindum bæði á íslandi og í Noregi; hann er víðförull maður, mikilvirkur rithöfundur og meira ljóðskáld, en margur mun hafa rent grun .í. Það er engin tilviljun, að Árni nefnir þessa ljóðabók sína Mold; hann hefir helgað starfskrafta sína því göfuga hlutverki, að rækta móðurmold- ina, græða sár hennar og fá hana frjósamari og arðbærari þeim kynslóðum í hendur, sem landið eiga að erfa. — Árni G. Eylands ann Islandi hugástum; hann þorir að elska land og þjóð upphátt, svo sem kvæðin bera svo glögg merki um. Fyrsta kvæðið nefnist Landíð helga, og í rauninni má með fullum rétti segja, að ljóðin öll séu ein óslitin ástar- játning til Islands, en tvö erindin eru á þessa leið: Úg er á leið til landsins helga, sem lengst í norðri bíður mín, þar sem að hvelið blánar breiðast og bjartast sól í heiði skín. Ég er á leið til landsins helga, sem lengi starfs og trúar beið, þar sem vér skuldum öll að efna vorn ættardraum og skírnareið. Ljóð Árna G. Eylands eru mótuð hetjuskapgerð og mann- dómslund, en laus með öllu við lítilmótlegan tepruskap; það er óneitanlega hressandi að lesa eftirfarandi vísu: Ennþá vinnubognu bökin brjóta og hefja Grettistökin. Önn og sviti eru æðstu rökin enn í gróðurmálum lands. — Launið handtök landnemans. Látið sjá að landið okkar ljósu drauma og vona beri menjar manndóms dætra og sona. Höfundur helgar ljóð þes'si konu sinni, og er hún vissulega drápunnar verð; kvæðinu lýkur þannig: Hjá þér finn ég Guð er góður, gefur betra en auð og hróður, og ég krýp á kné mín hljóður, kyssi björtu augun þín, þar sem ástin aldrei dvín. — Góða, kæra konan mín. Kvæðið á Tiberhæðum er fagurt og táknrænt upp á þau viðfangsefni gróðrar og ræktunar, er svipmerkja lífsviðhorf skáldsins: t Sólin gengur til suðurs og signir ítalska fold, í brekkunni planta börnin barrtrjám í frjóa mold. Þau eiga að erfa landið með aldanna sagnaauð, framtíð þess vonir og frelsi, sem færir þeim daglegt brauð. En þótt hin suðræna dýrð orki óhjákvæmilega á vitund skáldsins nær þó föðurlandið yfirtökunum þar, sem hin sjálfsögðu verkefni bíða: Og mín bíður för yfir fjöllin, í fjarlægð er brimhrjúf strönd, „Aðalsteinn" eftir séra Pál í Gaulverjabæ, komin út á ný Sagan kom út 1879, og var þriðja skáldsagan, sem skrifuð er á íslenzku I dag kemur í bókaverzlanir skáldsagan „Aðalsteinn" eftir séra Pál Sigurðsson í Gaul- verjabæ, föður Árna Páls- sonar prófessors og þeirra systkina. „Aðalsteinn“ er þriðja skáld sagan, sem rituð er á íslenzku, eða næst á eftir sögum Jóns Thoroddsen, „Pilti og stúlku“ og „Manni og konu“. Naut bókin mikilla vinsælda er hún kom út árið 1879, og var svo að segja lesin upp til agna, enda hefir hún verið ófáan- leg um áratugi. Er það því vissulega bókmenntaviðburð- ur, er saga þessi kemur nú út í nýrri og vandaðri útgáfu. Bókin er gefin út af Bókaút- gáfunni Fjölni, og hefir Hall- dór Pétursson listmálari myndskreytt hana með nokkr um heilsíðumyndum. Sagan er 395 blaðsíður 1 stóru broti. Skáldsagan „Aðalsteinn“ er heillandi og skemmtileg af- lestrar, og er sannkallað af- rek í sögu íslenzkra bók- mennta, þegar þess er gætt að hér er um frumherjaverk að ræða. Er 'þetta saga æsku- manns, sem heyir harða bar- áttu og miskunnarlausa, en vinnur að lokum sigur. Sagan er jafnframt glögg þjóðlífs- mynd þess tíma er hún gerist á, lýsir baráttunni milli hins góða og illa í mannssálinni, og raunum og erfiðleikum, sem íslenzka þjóðin átti við að stríða í viðureigninni við fá- tækt, örbirgð og vonleysi. Séra Páll Sigurðsson samdi fleiri skáldsögur, meðal ann- ars „Draumamaðurinn", þó ekki hafi aðrar komið út í bókarformi en „Aðalsteinn“, og sagnir herma, að hann hafi brennt handrit af stórri skáld- sögu, enda mun honum hafa fundizt, þegar „Aaðalsteinn“ kom út, að sagan hyrfi nokk- uð í skuggann fyrir ljóma þeim er þá stafaði af snilldar- verkum Jóns Thoroddsen. Samt sem áður mun séra Páll jafnan verða, með „Aðal- steini“ talinn brautryðjandi í íslenzkri skáldsagnagerð, en auk þess var hann skörulegur kennimaður og þjóðkunnur á því sviði. Hreyfði hann lygn vötn íslenzku þjóðkirkjunnar á þeim tímum, svo að öldurn- ar risu langt og hátt. Árið 1894, sjö árum eftir dauða séra Páls gaf Sigurður Kristj- ánsson bóksali út Helgidaga- prédikanir hans, og voru ræð- ur hans lesnar á fjölda heim- ilum um langt skeið, og höfðu mikil áhrif á trúarlíf manna og hugsunarhátt. Séra Páll Sigurðsson var fæddur 16. júlí 1839, en and- aðist 1887, aðeins 48 ára að aldri. — 1 eftirmála um höf- und „Aðalsteins“ segir séra Sveinn Víkingur m. a.: „Séra Páll var frábær gáfu- maður, víðsýnn hugsjóna- maður, og um margt á undan sinni samtíð. í trúarefnum þótti íhaldssömum kirkju- höfðingjum hann helzt til frjálslyndur og bersögull, enda maður einarður og fylgdi fast því, sem hann vissi sann- ast og réttast og samvizka hans bauð . . . . En séra Páll Sigurðsson var ekki aðeins af- burða prédikari og víðsýnn hugsuður. Hann var einnig skáld. Ungur lagði hann út á þá braut, sem þá var að mestu ótroðin og órudd hér á landi, að semja skáldsögur, þar sem söguefnið er sótt í samtíðina“. Óhætt mun að fullyrða, að skáldsaga séra Páls, „Aðal- steinn“, verði aufúsugestur lesendum nú er hún kemur út á ný, engu síður en hún var, er hún kom út fyrir 76 árum. —VÍSIR, 2. des. Mjólkurflutningar fil Mjólkurbús Flóamanna fepptust alveg Aðeins þriðjungur af venju- legu mjólkurmagni barsi í gær. — Mjólkurbílar komusi íil Reykjavíkur í gærmorgun Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Snemma í gærmorgun byrj- aði að snjóa hér og var linnu- laus norð-austan stórhríð í allan gærdag. Allir vegir urðu gersamlega ófærir bílum, er leið á daginn og hafa því mjólkurflutningar til Mjólk- urbús Flóamanna algerlega teppzt. Bylurinn varð stöðugt svartari eftir því, sem leið á daginn, og skóf snjóinn í gríð- ar mikla skafla. I gærkveldi var talið vonlítið, að mjólkur- bílar gætu nokkuð komizt í dag. Færð var sæmileg fyrst um morguninn og fóru bílar mjólkurbúsins þá í hinar venjulegu ferðir, en færðin versnaði fljótt. Komust bíl- arnir aðeins um lágsveitirnar og í tvo hreppa, en ófært reyndist til Laugarvatns, Skál holts, í Grímsnes og Grafning. Ekki var reynt við síðari ferð- irnar, enda tilgangslaust, þar sem til dæmis þá var algjör- lega ófært frá Selfossi upp að Ingólfsfjalli. Einnig var mjög þung færð um götur á Sel- fossi. Tveir mjólkurbílar voru fastir á aðalgötunni, en öxlar þeirra höfðu brotnað, er þeir voru að brjótast um í ófærð- inni. Sú mjólk, sem barst til mjólkurbúsins um morgun- inn, er aðeins þriðjungur af venjulegu mjólkurmagni, sem þangað kemur daglega. Krísuvík og Hellisheiði ófær Hellisheiði hafði teppzt í fyrrinótt og fóru mjólkurbílar því Krísuvíkurleiðina til Reykjavíkur í gærmorgun og öræfi og annes, sem minnast við íshaf og jökulrönd. Þar bíður mín óplægður akur, sem aldrei bar korn á stöng. Þar á ég að vera að vdrki og velja mér starf — og söng. Vel sé höfundi fyrir þessa hollu og ágætu bók, þar sem ljóðgróður og þjóðgróður fallast fagurlega í faðma. komust þeir hrakningalítið. Hins vegar er útlit svo slæmt með það, að mjólk berist til Reykjavíkur í dag, þar sem veðurspáin er mjög óhagstæð, að ekki verður venjulegt magn af mjólk selt í Reykja- vík í dag. Krísuvíkurleiðin tepptist einnig í gærdag, og komust því aðeins mjólkurbílarnir, sem lögðu af stað um morgun- inn til Reykjavíkur. Var stór- hríð þar síðari hluta dags. Snjóplógar og ýtur voru þar að verki, en þeir eru útbúnir talstöðvum. Maður á einum þeirra, sem var á Selvogs- heiði, talaði við Selfoss í gær, og sagði, að ekki sæist út úr augum fyrir hríð, og snjó- skaflarnir væru orðnir svo miklir, að ekki væri hægt að athafna sig þar lengur. —TÍMINN, 22. des. Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund $42,500—, -180 £ (D C -M 1 g 2 ö o O -160 —140 -120 -100 -80 —60 ’ $52,500 —40 —20

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.