Lögberg - 19.04.1956, Side 4

Lögberg - 19.04.1956, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDABINN 19. APRÍL 1956 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Ofíice Department, Ottawa PHONE 74-3411 Kirkjuritið Lögbergi hefir nú borizt í hendur Kirkjuritið, 22. ár — 1956 — 2 hefti, og er það venju samkvæmt fjölbreytt að efni og um alt hið læsilegasta; ritstjórar eru Ásmundur Guð- mundsson biskup og séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum; ritið hefst að þessu sinni með undurfögrum sálmi eftir Sverri Haraldsson undir laginu „Þann signaða dag vér sjáum enn“, og ritgerð, „Boðskapur kirkjunnar" eftir Ásmund biskup, sem er hvorttveggja í senn kröftug og glæsilega samin. Þá flytur ritið eftirfarandi viðtal við séra Robert Jack, fyrrum prest í Nýja-lslandi, en undir því standa stafirnir G. Á. Lögberg telur víst að mörgum vestur hér leiki hugur á að kynnast ummælum séra Roberts, og af þeirri ástæðu verða þau birt hér í heild: „Séra Robert Jack situr hjá mér sællegur og hress í bragði, og hann svarar ýmsum spurningum mínum. Fyrst um prestsskap hans vestan hafs. Hann þjónaði í rúm tvö ár Árborgar- og Riverton-söfnuðum, en í hvorum um sig eru sveitaþorp með um 1000 íbúa og svo sveitasöfnuðir. (Víðir, Geysir, Framnes og Hnausar). Þarna búa aðallega íslendingar, Pólverjar og Ukraníumenn, auk nokkurra af enskum ættum. Landið er marflatt og vel ræktað, efnahagur dágóður, mjög sólríkt. Staðviðri að vetrinum. Jafnaðarlega messað tvisvar á hverjum sunnudegi að vetrinum, en þrisvar að sumrinu. Þótt vegirnir séu vondir, jafnvel á íslenzkan mælikvarða, sums staðar, er samt venjulega hægt að komast á bíl hvert, sem maður vill. Um 30 km. voru milli kirkna að meðaltali. Kirkjusókn var prýðileg. Allt að 80 af hundraði sækja kirkju að jafnaði. Séra Robert messaði alltaf á ensku, þegar frá leið, enda fáir, sem skilja vel íslenzku, nema gamalt fólk. Hann gifti aðeins ein hjón á íslenzku, en jarðaði oft á báðum málum, ensku og íslenzku. Þetta kveður hann áðallega skilja prestsstarfið þar og hér: Prestarnir taka miklu meiri þátt í daglegu lífi safnað- anna fyrir vestan. Sjálfsagðir á hverri samkomu, framámenn í flestum félagsmálum. Algengast, að þeir séu önnum kafnir við prestsstörf og samkomuhald flesta daga. Húsvitjanir tíðkast ekki, en prestum er gert viðvart og þeir beðnir að heimsækja gamalt fólk og sjúka. Þeir hafa hönd í bagga með sunnudagaskólahaldi, en fermingarundirbúningur er svipaður og hér. Þar er líka siður, að prestar skiptist á messum og heimsækji oft hver annan. Séra Robert segir mér frá þeirri samkomunni, sem hon- um er einna minnisstæðust. Hún fór fram í Indíánafylki norður af Árborg í Manitoba. (Þ. e. Landi andanna). Ætt- flokkur þessi hafði innfæddan prest, sem tilheyrði ensku biskupakirkjunni. Árlega greiðir ríkið ákveðin sáttmálsgjöld til Indíána. Er þá mikil hátíð og fenginn að ræðumaður. Þarna var séra Robert í fyrra sumar. Miklar tjaldbúðir stóðu á fögrum velli umkringdar risavöxnum trjám. Fjórir rauðklæddir lögreglumenn úr riddarasveit Canada sátu hjá gríðarmiklum peningakassa í opnu tjaldi og greiddu Indíán- um skattinn, sem komu víðsvegar að, ríðandi, gangandi og akandi, jafnvel á kajökum eftir ánni. Útborgunin stóð yfir á annan dag. Síðara kvöldið var allt svæðið uppljómað með blysum og ljóskerum, og var þá sára Robert beðinn að stíga upp ú skreyttan pall og flytja ræðu sína. Fyrst var honum samt fagnað með sálmi, er sunginn var á Cree-máli. (Það er Indíánatunga). Sagði prestur svo frá Grímsey, og var gerður góður rómur að máli hans. Á eftir var sunginn sálmur. Svo hlé. Síðan dansað. Leikið var á harmoniku. Veitingar voru framreiddar í tjaldi og stóð gleðin fram til morguns. Þjóðflokkur þessi stendur á fremur lágu menningarstigi, samt er öll skólavist kostuð af ríkinu. Þar er og spítali með lækni og sex hjúkrunarkonum. Aðalatvinnuvegir eru land- búnaður og fiskveiðar. Fólkið er yfirleitt fremur barnslegt. íslendingar hafa haft ýmis konar samskipti við Indíána, þykir t. d. gott að bindast félagi við þá um fiskveiðar á Winnipegvatni. Talsverð blóðblöndun hefir átt sér stað milli þessara þjóðflokka. Gifti séra Robert ein slík hjón. Virðist það gefast vel, að íslenzkt víkingsblóð blandist hetjulund og barnslegri einlægni Indíána. Ég spurði séra Robert um kynni hans af prestum vestra. Hann kvað þau hafa verið hin ánægjulegustu. Taldi hann, að íslenzkir prestar væru þar yfirleitt í miklum metum, enda mikilhæfir margir. Séra Valdimar J. Eylands sagði hann að væri ræðumaður mikill. Hann er nú forseti íslenzka Kirkju- félagsins og Þjóðræknisfélagsins. Þeir séra Sigurður Ólafs- son í Selkirk, sem fór vestur 19 ára gamall, séra Rúnólfur Marteinsson, sem stofnaði marga söfnuði í Nýja-íslandi, og séra Jóhann Friðriksson, núv. ritari Lútersku kirkjunnar þarna vestra, hafa allir stutt málstað íslenzkrar kirkju og þjóðrækni í Kanada. Yngstu íslenzku prestarnir, þeir séra Bragi Friðriksson og séra Ólafur Skúlason, hafa báðir þegar aflað sér mikils álits og vinsælda, og er það von manna, að þeir starfi þar áfram á næstunni. Þá kom séra Robert með fullt fangið af kveðjum góðra og gamalla Islendinga, sem hér yrði of langt upp að telja. Síðast spurði ég séra Robert þessa: „Hvað olli því, að þú hvarfst svo skjótt aftur til íslands?“ Hann svaraði samstundis: „Eingöngu það, að ég taldi mér ekki fært að festa rætur í Manitoba. Bæði náttúran og fólkið dró mig hingað heim. Bergur Hornfjörð, gamall Skaft- fellingur, heilsaði mér með þessum orðum: „Kanada er mér allt!“ Ég kvaddi hann hins vegar svona: „Island er mér allt!“ Þetta er fögur játning þessa manns, sem ísland hefir heillað. Guð gefi, að honum farnist hér vel“. G. Á. Norska skáfdið Arnulf Överfand í sfríði við „iðnvæðingu andans" Flutti mergjaða ádeilu á útvarp, sjónvarp, kvik- myndir og hasarblaða- útgáíu á fundi Norræna félagsins í Höfn. Norska skáldið Arnulf överland er stundum kallað „Mark Twain“ Norðurlanda í gamni og alvöru. Hann er einhver málsnjallasti maður, sem nú er uppi með norræn- um, þjóðum, haldinn spá- mannlegum krafti og eld- móði. Hann er ætíð í krossferð gegn ófrelsi í einhverri mynd, og öllu, sem torveldar framsókn sannrar menningar. Þannig þrumaði överland hér á árunum gegn kúgun og ófrelsi kommúnismans og kennisetninga hans, er hann kvað forheimska manninn, nú hefir hann tekið upp þráðimi á ný, en nokkuð breyttan. Nú verða aðrir fyrir barðinu á honum. Fundur i Kaupmannahöfn Nú um miðjan marz fékk Norræna félagið danska över- land til að koma til JCaup- mannahafnar og ávarpa fé- lagsmenn í Kaupmannahöfn. Varð þar húsfyllir, Danir og Norðmenn, og överland í essinu sínu, herma blaða- fregnir. Nú stóð krossferðin á hendur útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndum og ýmis konar blaðaútgáfu, — ekki gegn þessum hlutum sjálfum, — heldur gegn misnotkun þeirra að áliti skáldsins. Var över- land í senn hvatur og hvass í málflutningi, lét brandara og smellnar samlíkingar fjúka, gekk fram af sumum, en tókst samt æ að halda upp úr orðaflaum og skemmtileg- heitum því meginatriði, að á þessu sviði, sem hann nefndi „iðnvæðingu andans“, er hætta á ferð fyrir menning- una og fyrir frjálsa hugsun. „Bækur drukkna í bókaflóði . . ." överland sagði m. a.: — Hin tæknilega bylting samtímans hefir vafalaust hrundið áfram möguleikunum til andlegrar frjósemi, skapað jarðveg fyrir menningarlegan gróður meiri og betri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Samt kem ég ekki auga á svo mikið sem fyrsta merki vorgróðurs. 1 gamla daga áttum við fáar bækur og lásum þær, nú drukkna bæk- ur í bókaflóði. Hraðpressan var að sjálfsögðu mikil fram- för, en hættan er að við get- um hvorki hugsað né skrifað svo ört að við höfum við vélunum. I framhaldi af þessu ræddi Överalnd um dagblaðaútgáf- una í heild og gagnrýndi hana á ýmsum sviðum, en var þó mildari í máli þar, en þegar hann kom að næsta umræðu- efni: Útvarpi, sjónvarpi, kvik- myndum og hasarblöðum. Hjartasorg útvarpsins — Útvarp hins talaða orðs getur svo sem verið gott og blessað, sagði överland, er er þó oftar um einskis nýta hluti. Útvarpið gengur með eina stóra hjartasorg: Það þarf að borga fyrir andlega vinnu. Útvarpið borgar 150 krónur (norskar) fyrir 15 mínútna erindi, sem tekur höfund viku að semja, og leikrit greiðir það með 1000 kr., og fær þá líka það, sem það borgar fyrir: vesælt leikrit. Truflar rósemi hugans. — Það, sem útvarpið sendir út er festuleysi og truflun á rósemi hugans. Þegar ég er á skipi að ferðast, opna hugul- samar manneskjur fyrir út- varpið til þess að ég geti kom- ist hjá því að líta í bók. Hvergi er frið að fá nema þegar þegar maður er seztur framan á kojuna sína og heldur fingrunum í hlustun- um. Þá er búið að blása úr höfðinu á manni. Aðrir lifa við öfug skilyrði. Þegar jassmúskin þagnar, verðúr tómahljóð í hausnum á þeim. Vitaskuld verður útvarp að taka tillit til margvíslegra óska hlustenda, og dagskrá má ekki vera of þung í vöfum. Mér dettur heldur ekki í hug að krefjast þess að hið svo- kallaða létta efni sé numið burt úr dagskránni, en hins vegar verður að taka tilllit til þess, að meðal margra hlust- enda er hungur og þorsti í menningarleg efni. Hæfileiki slúlknanna Þá sneri Överland sér að kvikmyndunum og sagði m. a., að sem fréttaskýring og frásögn gæti kvikmyndin verið hið ágætasta tæki, en þegar kvikmyndastjórarnir yrðu alteknir af áhuga fyrir listinni, þá færi að kárna gamanið. Þá er ógæfunni boðið heim. Að vísu eru skáld og rithöfundar ráðnir til að skrifa og til að klippa og líma saman, en ætli kvikmynda- stjórinn aðstoði ekki til þess að fá það fram, sem hann heldur að fólkið vilji sjá: Söguhetju með skammbyssu Framhald á bls. 8 "Befel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----1—180 —160 —140 —120 —100 Z —80 Make your donaiions to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2. i

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.