Lögberg - 19.04.1956, Page 6

Lögberg - 19.04.1956, Page 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDABINN 19. APRÍL 1956 GUÐRtJN FRA LUNDI: DALALÍF Klukkan var orðin ellefu, þegar Önnu var vísað til sængur. Hún var orðin syfjuð og þreytt. Hún litaðist um í stofunni ánægjuleg á svip. Þetta hafði verið svefnherbergi foreldra hennar. Hér hafði hún sofið í æsku. En hvað þetta herbergi var orðið breytt, en þó svo líkt. Útsýnið var hið sama. úr öðrum glugganum sást út á sjóinn, en úr hinum út á Ströndina. Ósköp hlyti hún nú að kunna vel við sig og sofa vært. Hún reyndi að rifja upp eitthvað skemmtilegt frá æskudögun- um, en mundi fátt, nema þá helzt frá síðustu dögunum, sem hún átti hérna heima. Móður sína veika og föður sinn fámálan og hryggan. En hugurinn var horfinn áður en hún vissi af fram í dalsbotninn og inn í hjónahúsið til Jakobs. Lík- lega þætti honum tómlegt að sjá rúmið hennar autt og geta ekki boðið mömmu góða nótt. Út frá þeim hugsunum sofnaði hún og svaf í einum dúr þangað til Helga fór að hringla og skrölta í eldhúsinu, sem var við hliðina á stofunni, sem hún svaf í. Önnu langaði til að sofa lengur eftir vananum, því að þetta var löngu áður en hennar svefntíma var lokið heima hjá sér. Herbergi bræðranna var rétt yfir henni, og fóru þeir fljót- lega að láta heyra, að þeir væru vaknaðir. Þeir flugust á og hrinu. Ósköp gátu börnin látið illa. Myndi Jakob hafa látið svona, ef hann hefði átt bróður? Óhugsandi var það, jafnstilltur drengur. Mest var hún hissa á, hvað stúlkurnar voru lengi að hita kaffið. Hana var búið að sárlanga í það lengi áður en Villa kom með það. Hún bauð góðan dag og spurði, hvernig hún hefði sofið. „Agætlega“, svaraði Anna. Villa setti bakkann á lítið borð, sem var við rúmið, og fór fram. Kaffið var létt, og mjólkin litaði það eins og skólp. Það hlaut að vera undanrenna. Þá var rjómi eitt af því, sem hún varð að kaupa sér í sjálfsmennskunni. Aldrei gæti hún vanið sig á að drekka svona kaffi. En hvar átti að kaupa þann rjóma? Hún yrði að biðja Borghildi að senda sér rjómaflösku með hverri ferð. Og svo yrði hún sjálf að fara á fætur til að hita kaffið — eða þá að biðja Helgu áð hella á könnuna fyrir sig. Það yrði margt öðru- vísi en hún hafði vanizt í sveitinni. En allt kæmist það í vana. Aðalatriðið var að fá stofuna leigða. En óskemmtilegt yrði, ef drengirnir létu svona á hverjum morgni yfir henni. Anna klæddi sig og fór út. Frúin var víst ekki komin á fætur. Hún ranglaði ofan að sjó og stóð þar stundarkorn. Veðrið var kyrrt, en sól- skinslaust, og leit helzt út fyrir rigningu. Eftir því sem hún hugsaði lengur um þá breytingu, sem hún hafði verið alráðin í að gera á högum sínum, fann hún fleiri og fleiri erfiðleika. Henni var tæplega nóg að fá eina stofu leigða, ef Jakob yrði hjá henni. Hún þurfti að matbúa handa þeim, og það voru engar líkur til, að það gæti orðið í þessu húsi. Loks afréð hún að kaupa fæði hjá frú Matthildi handa þeim báðum. Anna hafði víst staðið þarna helzt til lengi. Fólkið á götunni var farið að veita henni athygli og pískra sín á milli. Svo kom Siggi allt í einu og fór að tala við hana. Með honum fylgdist hún heim að kaupmannshúsinu. Dagurinn leið tíðindalaust. Matthildur fór með henni til læknisfrúarinnar, og þar töfðu þær lengi. Frú Svanhildur var ræðin og skemmtileg kona. Önnu fannst hún athuga sig ailt of mikið, eins og reyndar allir aðrir, sem hún hafði talað við. Hún hafði heyrt það eins og aðrir, að hún hefði verið lasin. Hvað hafði þessu fólki verið sagt um hana? Auðvitað var hún mögur og tekin. — Þegar þær komu heim, voru einhverjar ríkiskonur komnar, og þurfti að laga kaffi handa þeim. Anna þekkti þær ekkert og fór því inn í stofuna, sem hún hafði augastað á sem framtíðarheimili sínu. Hefði hún verið heima hjá sér, myndi hún hafa lagt sig upp í rúmið og sofnað, því að hún hafði vaknað fullum tveimur tímum fyrr en vanalega þennan morgun, og var því dauðsyfjuð. En hér varð hún að haga sér eins og gestur. Hún mátti ekki leggjast upp í umbúið rúmið, jafnvel þó að hún gæti lagað það aftur. Það greip hana óþreyja — hana langaði heim til Jakobs og Borghildar og eiginlega allra. Það var satt, sem Matthildur hafði sagt, hún var orðin svo samgróin heimilinu, að hún gat hvergi annars staðar verið. En nú varð hún að vera dugleg og stríða á móti heimþránm. Hún sat í stólnum og dró ýsur. En hvað henni þótti vænt um, þegar Villa bauð henni að koma inn og drekka kaffi. Það hafði verið lagt í ofninn í stofunni og var þar notalega hlýtt. Henni var hálf ónotalegt eftir ýsudráttinn. Kaffið var lítið betra en um morguninn og hressti hana því lítið. Hún settist við ofninn, en henni hlýnaði lítið. Loks stundi húnþví upp, að sig langaði til að fara að hátta. Það var náttúrlega sjálfsagt. Hún sofnaði strax og hún var lögzt út af og svaf í einum dúr þangað til albjart var orðið af degi. Hún leit á úrið — klukkan var ekki nema sex. Hún lá lengi vakandi, en loks datt henni í hug að klæða sig og fara út. Það yrði svo langt þangað til stúlkurnar kæmu á fætur. Þegar hún hafði klætt sig nostraðí hún mikið við að greiða sér til þess að láta tímann líða. Þegar því var lokið ætlaði hún að fara út, því að • veðrið var ágætt, en dyrnar voru þá læstar. Henni varð illa við — hún var þá læst inni hér eins og heima. Var frúin þá hrædd um, að hún færi að rölta um húsið á nóttunni — eða var það komið til hennar eyrna, að hjónahúsið heima hefði verið læst á hverri nóttu? Vissi hún hvernig heimilislííið á Nautaflötum hafði verið síðustu vikurnar? Hún opnaði gluggann og leit út. Hún minntist þess, að út um þennan glugga hefði hún svo oft farið, þegar hún var krakki. Þarna var einmitt kassi rétt neðan undir. Skyldi hún ekki geta leikið það ennþá, að komast út um gluggann? Hún var ekki svo gild. Annars yrði hún að sitja hér alklædd þangað til stúlkurnar kæmu á fætur og meira að segja þangað til þær væru búnar að hita kaffið, eins og þær voru nú lengi að þvi. Hún færði stól út að glugganum og eftir litla stund var hún komin ofan á kassann og hló ánægjulega yfir því að hafa sloppið úr þessu stofu- fangelsi, sem vinkona hennar hafði búið henni. Anna gekk út að ánni, sem æddi áfram kol- mórauð eftir rigninguna og myndaði stranga, leir litaða röst langt fram á sjó. Hún var ægileg. Ef hún hefði litið svona út í vetur — kvöldið, sem hún hafði ætlað að binda enda á sitt óhamingju- sama líf — hefði hún ekki vantreyst henni til að bera sig fljótlega burt úr veröldinni. En nú hryllti hana við ánni. Dauðaþráin var líka algerlega horfin. Hún hafði yfirgefið hana, þegar maður hennar hafði sagt henni, að óvíst væri að hún fyndi börnin þeirra, ef hún yfirgæfi líiið á þann hátt. En nú fór hún að hugsa um Jakob og hina krakkana. Kannske færu þau nú ofan að ánni. Nú var hún ekki heima til að hafa vakandi auga á þeim. Skeð gat, að Borghildur gleymdi því — hún hafði svo margt að gera. Mikið vandræða- ferðalag var þetta, sem hún hafði lagt út í. Henni hefði verið nær að sitja heima og hugsa um drenginn sinn. Mannamál neðan úr fjörunni fullvissaði hana um, að það voru fleiri vaknaðir en hún. Báti var hrundið á flot og þrír sjómenn reru frá landi. Þeir skröfuðu og hlógu. Einn þeirra var Siggi Daníels. Sjómennirnir eru kátir menn að eðlisfari. Gamall maður gráskeggjaður var með honum. Anna þekkti hann vel. Hann hét Páll og átti heima í kofa, sem hét Lágabúð. Hún hafði leikið sér við krakkana hans fyrrum, bæði hér og svo voru þau oft tekin heim að Nautaflötum nokkurn tíma, þegar þröngt var í búi í Lágubúð. Nú voru þau öll orðin fullorðin, flest komin af landi burt og gamli maðurinn orðinn einstæðingur í lífinu. „Svona gengur þetta!“ andvarpaði hún mæðulega. Anna vissi ekki, hvað hún var lengi búin að rangla þarna aftur og fram, þegar henni var boðinn „góður dagur“. Það var Rósa, kærastan hans Sigga. Hún var að hengja út barnaföt á snúru rétt hjá henni. Anna hafði ekki gætt að því, hvert hún fór. „Þú ert snemma á fótum“, sagði Rósa. „Já, ég gat ekki sofið lengur“, sagði Anna. „En ekki hefur þú farið seinna á fætur — búin að þvo þvott“. „Hann er nú ekki stór“, sagði Rósa. „Hvar hefurðu litlu stúlkuna, meðan þú ert að þvo? Siggi bauð mér að koma og sjá hana“, sagði Anna. „Hún er víst ekki vöknuð ennþá“, sagði unga móðirin brosandi og bauð gestinum inn. Það logaði á olíuvél í eldhúsinu. Þar var funheitt. Anna gaf öllu nánar gætur, en sá engan sóðaskap, þó að þrengslin væru mikil. Inni í stofunni var líka allt hreint. Matthildur hlaut að vera ókunnug á þessum stað og hafa fellt ranglátan dóm yfir þessari fátæku konu. Anna settist á rúmstokkinn og horfði á litlu stúlkuna sofandi. „Það er til lítið rúm heima, sem þið getið fengið handa henni — það verður aldrei notað. Það er óþægilegt að hafa hana í rúminu hjá ykkur“, sagði Anna dapurlega. „Ykkur þykir náttúrlega fjarska vænt um hana“, bætti hún við. „Þú getur nú nærri. Hún er líka svo þæg og lofar mér að sofa á morgnana, meðan pabbi henn- ar hitar kaffið“. „Nei, er þá Siggi minn svona konugóður“, sagði Anna. „Já, hann er nú svona. Fólkið segir, að það verði allir, sem hafi verið á Nautaflötum". „Já, pabbi var ósköp konugóður", sagði Anna. Hún lét það ósagt að viðurkenna, að hún ætti góðan mann. Svo fór hún allt í einu að tala meira við sjálfa sig en Rósu: „Hún var falleg litla stúlkan, sem átti að ylja upp rúmið mitt, falleg eins og þessi. En dauðinn tók hana áður en hún kom til mín. Hún átti líka að heita Lísibet“. Hún missti stjórn á sér og fór að gráta átakanlega sárt. Rósa stóð ráðalaus á gólfinu. Það var þá satt, sem Gróa var að segja og fleiri: Hún var ekki með réttu ráði, aumingja konan. Rósa hefði helzt kosið að hlaupa út og biðja einhverja manneskju. að koma og vera hjá sér — hún þorði ekki að vera ein og ekki heldur að skilja litlu stúlkuna eftir hjá henni. Loks áræddi hún að tala til hennar: „Því liggur svona illa á þér, góða* mín? Leiðist þér hérna niður frá? Það verður komið eftir rauðmaga heiman að frá þér í dag og þá verður líklega komið með hest handa þér“. „Ég talaði ekki um það — ætlaði að verða hér lengi. En þú minnist ekki á þetta við neinn. Það greip mig hugarkvöl, þegar ég sá litlu stúlk- una. Ég er svo kjarklaus og einmana, og svo hef ég sofið svo illa undanfarið“. Rósa kom með kalt vatn og handklæði, svo að hún gæti baðað augun. Rétt á eftir var hún farin að brosa. „Svona getur maður orðið mikill aumingi“, sagði hún afsakandi. Litla stúlkan hreyfði sig undir sænginni. Báðar konurnar litu við. Svolítill krepptur hnef. kom í ljós undan sænginni, augnalokin lyftust til hálfs og munnurinn myndaði bros. „Nei, sjáðu, hún ætlar að fara að hlæja!“ kallaði Anna. „Hvað hún er indæl. Hún ætlar að fara að vakna. Drott- inn minn! hvað það er gaman að sjá svona lítið og saklaust barn“. Anna var orðin yfir sig glöð og hló og skríkti yfir barninu. Rósu fannst það jafn- óviðkunnanlegt eins og gráthviðan. „Ég er nýbúin að skipta á henni og þvo henni. Hún sefur nú lengi í þetta sinn“, sagði Rósa. Anna kyssti barnið á ennið, klappaði Rósu á öxlina og sagði: „Þú ætlar að verða góð stúlka og engum að segja frá vanstillingu minni. Nú er ég að fara. Mig er farið að langa í kaffi“. „Það er heitt á könnunni“, sagði Rósa, en vonaði þó, að hún tæki ekki því boði. „Helga hefur ekki verið komin á fætur, þegar þú klæddir þig?“ „Nei, það var enginn kominn á fætur. Ég fór út um gluggann, því að dyrnar voru aflæstar. Það eru orðin forlög mín að vera læst inni eins og óþekkur krakki“. Svo hvarf hún út úr dyrunum án þess að kveðja. Rósa andvarpaði af feginleik yfir því, að þessari heimsókn var lokið.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.