Lögberg


Lögberg - 17.05.1956, Qupperneq 2

Lögberg - 17.05.1956, Qupperneq 2
2 I LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1956 Egg eru meistaraverk — MISMUNANDI VARPHÆNUR — Talið er að um 8,500 fugla- tegundir sé til á jörðinni, og þótt þær séu mjög mismun- andi, er varla nokkur telj- andi munur á eggjum þeirra. En hér skal sagt nokkuð frá hænueggjum, þeim eggjunum sem flestir kannast við, en vita þó svo lítið um. Það er þá fyrst að segja, að hænur verpa, enda þótt eng- inn sé haninn. Margir hænsna eigendur láta hana aldrei koma nærri varphænum sín- um. Telja sumir að þær verpi betur með því móti, og svo vilja kaupendur líka heldur ófrjóvguð en frjóvguð egg. Þykja þau bragðbetri og geymast lengur. Eru það því hér um bil eingöngu ófrjóvguð egg, sem koma á markaðinn. Eggið skiptist í tvo aðal- hluta ,rauðu og flóka. Rauðan er ákaflega rík af næringar- efnum. Hún er hér um bil hnöttótt og ýmis ljósgul eða rauðgul á litinn. í nýorpnu eggi er rauðan þyngri en flókinn og sekkur því út að skurni. En eftir svo sem klukkustund hefir gufað svo mikið vatn út úr flókanum, að hann er orðinn þyngri og þá færist rauðan á sinn stað í miðju egginu. Rauðan er samsett af mörg- um lögum, og þegar hún er þversneidd má sjá í henni hringa líkt og árshringa í viði. Hver hringur táknar eins dags vöxt ,en skil þeirra sjást ekki nema í stækkunargleri. Þó má finna, ef maður tekur harðsoðna rauðu, að hægt er að flysja hana sundur, og kemur eins og hver rauðan innan úr annari. Annars fara þarna saman tvö lög, annað miklu þykkra en hitt og gult á lit. Það hefir vaxið að degi, meðan hænan hefir sem mest að starfa. Utan á því er annað örþunnt ljósleitt lag, og það hefir vaxið um nótt, meðan hænan hélt kyrru fyrir. Flókinn er meiri að vöxt- um heldur en rauðan. Hann er um 60% af egginu, rauðan 30% og skurnið 10%. Flókinn er glær kvoða, en verður hvít- leitur þegar eggið er soðið, og er því oft nefndur hvíta. Hann virðist vera heilsteypt- ur, en er þó í lögun eins og rauðan. Innst er örþunnur belgur utan um rauðuna, og úr honum liggja tveir merki- legir þræðir, sem ná út í þriðja lag flókans, en það er þeirra þykkst, og er áfast við egghimnuna á báðum endum. Þessir ósýnilegu þræðir eru snúir eins og gormar, og eru snúningarnir sitt á hvað. Þessi einfalda vélsmíð hefir sinn tilgang. Ef egginu er snúið, herðir á öðrum gorm- inum, en slaknar á hinum, og verður þetta til þess að halda rauðunni í jafnvægi í miðju ekki, hvernig svo sem eggið hallast eða snýst. Utan um flókann er örþunn himna, sem fellur alveg «ð skurnhimnunni svo að flest- um virðist þetta einhimna. En hægt er þó að rekja þær sundur, og efst í egginu má sjá að himnurnar eru tvær, því að flóka himnan nær þar ekki alveg út í endann, held- ur er dálítið bil á milli þeirra. Það hólf, sem þarna myndast. er nefnt lofth&fið, og það hefir sína þýðingu eins og allt annað. Þegar egg fer að unga, er nefið á unganum rétt við þetta hólf, og þegar hann fer að anda, þá fær hann loft úr hólfinu. Á nýorpnu eggi er skurnið gagnsætt, en brátt verður úr því hörð skel, sem er bæði hlíf fyrir ungann og veitir honum þau málmsölt, er hann þarf á að halda, þegar hann fer að stækka. En skurnið hefir ennig aðra hæfileika. Það er allt með örsmáum götum, sem loft kemst í gegn um, svo að ungann skorti ekki lífsloft. Mönnum telzt svo til að á einu eggi séu 7,500 slík göt, en svo eru þau smá, að ekki verða þau greind með berum augum, og svo hug- vitsamlega eru þau gerð, að þótt loft geti leitað inn um þau, kemst engin útgufun um þau, en útgufun mundi eyði- leggja flókann. 1 þessum til- gangi er utan á skurninu næfurþunn gagnsæ himna, sem enginn tekur eftir. Það er hún sem varnar útgufun, en hleypir lofti í gegn. ------0----- Á nítjándu öld héldu vís- indamenn að hægt væri að ganga úr skugga um hve mörgum eggjum hæna gæti orpið, með því að telja blómin í eggjastokknum. En þetta hefir ekki reyzt rétt. Fyrir hundrað árum þótti það góð varphæna, er eign- aðist 300 egg um ævina. En samkvæmt talningu vísinda- manna voru þá 600 blóm að meðaltali í eggjastokk hverr- ar hænu. Með kynbótum og bættri meðferð hænanna, er nú svo komið, að góð varp- hæna skilar um 300 eggjum á ári, eða allt að 1500 eggjum um ævina. Og nú eru líka um 3,600 blóm í eggjastokk þeirra. Hlutfallið verður því líkt og áður, þannig að svo virðist sem annað hvort blóm verði að eggi, en ekki sé hægt að fá hænurnar til þess að auka eggjatöluna, hvernig svo sem farið sé að. Góðar varphænur geta ver- ið svo ákafar að verpa, að þær hreint og beint drepi sig á því. Um varptímann er tvisv- ar eða þrisvar sinnum meira af kalkefni í blóði hænanna, heldur en þann tíma, sem þær verpa ekki, það er að segja ef þær eru vel fóðraðar. Þetta kalkefni fer til þess að mynda eggskurnið. Ef ekki er nóg af því í blóðinUjhætta hænurnar stundum að verpa, en aðrar halda áfram, og dregst þá kalkefni úr beinunum til þess að mynda skurnið. Fer þá stundum svo að beinin í hæn- unum verða svo meir, að þær geta ekki staðið á fótunum. Hæna verpir aldrei í myrkri. — Þess vegna eru nú hænsnaeigendur farnir að hafa ljós hjá þeim á nóttunni. Hænsi geta orðið 20 ára gömul, og hænur geta orpið þangað til þær eru tíu ára. En með aldrinum fækkar eggjun- um svo mjög, að nú er talið óráðlegt að láta varphænur verða eldri en þriggja ára. Hæna sem verpir 240 eggjum fyrsta árið, verpir tæplega fleiri en 40 eggjum þegar hún er komin á níunda ár. Sum hænsnaegg eru hvít, önnur brún. En enginn munur er á þeim fyrir það, þrátt fyrir skiptar skoðanir. Á sumum stöðum eru brún egg seld hærra verði en hin, vegna þess að kaupendur halda að þau séu betri, en á öðrum stöðum vilja menn heldur hvít egg, og kaupa þau hærra verði. Þetta er ekkert annað en hjátrú. Þessar upplýsingar eru fengnar úr bókinni “The Avian Egg,” eftir Alex Lawrence Romanoff, prófes- sor í líffræði við háskólann i Cornell. —Lesb. Mbl. LÆGSTA FLUGFAR TIL met5 Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 6 skandinaviskra manna áhöfn, sem fengiC hafa flugæfingu í Bandarikjunum. C. A. B. skrásettar, reglubundnar flugferSir frá New York. Þýzkalands . Noregs . Svíþjóðar Danmerkur . Duxemtmrg KaupitS far hjá næstu fertSaskrifstofu. n /—\ n KílAMMfl AlRLINES luAmjzi ÍSLANDS 31000 BAÐAR LEIÐIR 15 West 47th Street, New York 36 Pl 7-8585 Hreindýrarækt á Grænlandi Lappafógetinn í Finnmörku, Arne Pleym, hefir nýlega skýrt frá því í viðtali við blaðamenn, að rétt M hermt það sem frétzt hefir, að nokkr- ir „Samar“ (þ. e. ,,Lappar“) ætli að fara til Grænlands og setjast þar að. — Fyrir nokkrum árum keyptu Danir dálitla hreindýrahjörð í Þrændalögum í Noregi og fluttu til Vestur-Grænlands, cg fylgdu með hjörðinni tveir Lappar, sem áttu að sjá um hana fyrstu árin. Hafa þeir dvalið þar vestra síðan og láta vel af sér. Telja þeir afkomu- skilyrði góð, og landið vel fallið til hreindýraræktar. Hafa dýrin þrifizt vel, og fjölgunin verið allsæmileg, en þó ekki eins ör og reynsla hefir sýnt hér heima eftir friðunina 1939. Arne Pleym, Lappafógeti, er norskur embættismaður á bezta aldri, harðduglegur á- hugamaður. Hann hefir verið bréfavinur Helga Valtýssonar um margra ára skeið. Hélt hann fyrir nokkrum árum út- varpserindi um Hreindýrin á íslandi (sem upprunalega vorn flutt frá Finnmörku). Hafði hann þá viðað að sér efni úr bók H. V. „Á hrein- dýraslóðum“ og einnig úr bréfum hans. Þótti erindi Pleyms fróðlegt og • einnig furðulegt að ýmsu leyti. — Sérstaklega þó hvað íslenzku dýrin væru frjálsleg og falleg (samkv. hinu ágætu ljós- myndum bókarinnar) og þroskameiri en „forfeður“ þeirra í Finnmörku! — í bréfaskiptum þessum ræddi H. V. all-lengi og ýtar- lega við Pleym Lappafógeta um framtíðarhagnýtingu hinn ar hraðfjölgandi hjarðar á Vestur-öræfum og bar undir hann, hvort eigi myndi fsert að gera hjörð þessa svo mannvana og smölunarhaeía* að viðráðanleg yrði, þar sem það væri nauðsynlegt skilyrði til fullkominnar hagnýtingar, og eins til frekari dreifingar um landið, sem ekki væri framkvæmanleg á annan hátt. Og senn yrði brýn nauðsyn að dreifafhinni stóru hjörð. Taldi Pleym að þetta myndi vel framkvæmanlegt, vaeru kunnáttumenn að verki, þ. e. góðir hjarðmenn og traustir. Sagði hann að kunnir hjarð- menn þar eystra (Lappar) fullyrtu, að þetta mætti vel takast á tiltölulega skömmum tíma, t. d. 1—2 árum. Fyrir nokkrum árum stóð til boða að fá hingað tvo hjarð menn, sem fúsir voru að tak- ast þetta verk þetta á hendur. Voru Lappar þessir þaul- vanir hreindýrarækt fra bernsku, mágar tveir, og hafði sá eldri átt allstóra hjörð, en misst hana og orðið að farga sumu á hernámsárunum. — Taldi Arne Pleym menn þessa framúrskarandi duglega hjarð menn, áreiðanlega og drengi Framhald á bls. 3 BALBRIGGAN LÉTTU NÆRFÖT Halda yður þægilega köld- um með verndar-hlífum fyrir handarkrika og læri. Penmans léttu bómullar- nærföt, eyða svitanum — fara vel, engin bönd þörf, auðveld í þvotti. 1 hvaða sniði sem er fyrir menn og drengi. FRÆG SÍÐAN 1868 B-FO-6

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.