Lögberg - 30.08.1956, Síða 1

Lögberg - 30.08.1956, Síða 1
SAVE MONEYl 11S6 LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vt Lb. Tlns Makes the Flnest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEYl US6 LALLEMAND quick rising dry yeast In Vi Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 69. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956 NÚMER 35 Fréttir frá GimÍi, 27. agúst, 1956 Mr. og Mrs. Harold Bjarna- son og Dr. og Mrs. F. E. Scribner tóku höndum saman °g höfðu veizlu á hinu fallega nÝja heimili Bjarnason’s hjón- 0nna, s.l. mánudagskveld til þess að gefa fólki tækifæri að mæta hinum góðu gestum, séra B. A. Bjarnason og frú Ölmu, sem hafa verið síðast- liðin sex ár í Bandaríkjunum, °g eru nú búsett í Green Leaf, Kansas. Skemmt var með því að sýna myndir og ryfja upp liðin samveruár. Svo var farið að hljóðfærinu og sungið vel °g lengi. Það voru um þrjátíu °g fimm gestir. Veitingar voru nnjög rausnarlegar. ----0---- Daníel Peterson og Mrs. Inga Storm voru gefin saman 1 hjónaband 17. þ. m. kl. hálf tvö í'Lútersku kirkjunni á Gimli. Séra Bragi Friðriksson gifti. Sveinn A. Sveinsson á Betel, stóð upp með brúð- gumanum, Mrs. Ingibjörg Sveinsson var brúðarmey. Mrs. Helgi Stevens var við hljóðfærið. — Að afstaðinni hjónavígslunni var farið í neðri sal kirkjunnar, og þar var dúkað borð og falleg brúðarkaka ásamt góðum veit- ingum. Tíu manns sat veizl- una. Nýgiftu hjónin fóru strax til Winnipeg í heim- sókn til skyldfólks þeirra. — Börn Mr. Peterson höfðu kveldverð og veizlu fyrir þau a heimili Thorvaldar sonar hans og tengdadóttur að 173 Bourkevale, St. James. Mr. og Mrs. Peterson komu heim til Betel s.l. þriðjudag, og var tekið á móti þeim með söng og lukkuóskum. Þau dvelja á Betel framvegis. ----0---- Endurkjörnir tt’il flokksforustu Mr. Valdi B. Árnason og Mr. Kjartan Geirhólm voru endurkosnir í bæjarráðið á Gimli. ----0---- Mrs. Sigríður Ólafsson frá Plenty, Sask., kom til Gimli fimmta þ. m. og dvaldi hér tíu daga hjá Mr. og Mrs. I. N. Bjarnason, heimsótti hún marga forna vini. — Hún er ekkja Jóns Ólafssonar kaup- manns í Leslie. Mrs. Kristín Thorsteinsson Fimmtugur Valdimar Bjornson 1 gær átti Valdimar Bjorn son blaðamaður í Minneapolis fimmtugsafmæli, einn hinn mælskasti Vestur-íslendingur, sem nú er uppi, kunnur að höfðingslund og andlegri sðalsmensku. :rú Guðrún Harold ótin Þann 24. apríl síðastliðinn lézt frú Guðrún Hannesdóttir Harold í Hanover, New Hampshire, en þar hafði hún átt heima hjá dóttur sinni Fredu í síðastliðin 26 ár, og •ar var hún lögð til hvíldar íinn 27. apríl. Guðrún heitin var á þriðja árinu yfir nírætt, ^egar kallið kom, og var ern fram á síðustu ár. Hún var dóttir séra Hannesar Þor- varðssonar og Hólmfríðar, dóttur Jóns stjórnfræðings Bjarnasonar. Hún fluttist vestur um haf árið 1884 og giftist Páli Guðmundssyni sama ár og settust þau að 1 Parry Sound, Ont. Guðrún misti mann sinn ungan frá tveim börnum, Fredu og Hannesi. Jón og Ingibjörg Pálmason ólu upp drenginn og gáfu honum sitt nafn, en mæðgurnar fylgdust ávalt að. Börn Guðrúnar náðu hárri menntun; Freda brautskráðist frá Wesley College í nútíðar tungumálum 1908 og hlaut hæstu verðlaun háskólans, kenndi um langt skeið við Mosse Jaw Collegiate og hlaut þar $1200.00 War Memorial Scholarship til áframhálds ixáms í tungumálum á Frakk- landi. Hannes Jón Harolc Pálmason er hinn alkunni Chartered Accountant. Auk þeirra lætur Guðrún heitin eftir sig þrjú sonarbörn, Jack og Einar, báðir útskrifaðir í Engineering, og Carol, gift A. S. Kristjánssyni lögmanni. — Guðrún Harold var móður- systir W. J. Lindal dómara og þeirra kunnu Líndalssystkina. DWIGHT D. EISEHHOWER Á mánudaginn hinn 20. m., hófst framboðsþing Republicana til undirbúnings forsetakosningunum í haust, ef segja mætti að um undir- óúning hefði verið að ræða, iví það komu víst flestir er- indrekar með það á vitund, að aeir Eisenhower og Nixon yrði útnefndir gagnsóknar- aust og sú varð raunin á; and- staða Harolds Stassen gegn Nixon hjaðnaði eins og vind- bóla, enda var auðsjáanlega alt þannig í pottinn búið, að allir segðu skilyrðislaust já og amen við útnefningu hinna RICHARD M. NIXON áminstu forkólfa; stefnuskrá in hafði víst líka verið samin áður en á þingið kom til að létta ögn undir með þreyttum og sveittum jábræðrum utan af landsbygðinni; tiltölulega var þar fátt eitt mælt um kyn- þáttaskiptinguna, eða sam- búðina milli hinna blökku og hvítu frá réttarfarslegu sjón armiði séð, en á hinn bóginn gylt í alla enda velmegunin, sem ríkja ætti í landinu og bændum heitið meira af gulli og grænni og umfangsmeiri skógum. Merkur tungumóla- fræðingur lótinn Þann 2. þessa mánaðar lézt í Washington, D.C., John Wesley Perkins, 69 ára að aldri. Hann kunni 26 tungu- mál, sem hann hafði lært að mestu tilsagnarlaust, þar á meðal íslenzku. Hann var svo fimur þýðari, að hann þýddi við fyrstu sýn marga greinar- kafla á ensku, er jafnvel voru torskildir þeim er áttu tung- una að móðurmáli. Hann var yfirmaður tungumáladeildar stjórnarinnar í Washington og einnig Sameinuðu þjóðanna, og var því jafnan viðstaddur á ráðstefnum þjóðhöfðingja stærri þjóðanna (Big Four). Daginn áður en hann átti að leggja af stað til Geneva með Dwight Eisenhower í fyrra, veiktist hann af slagi, og sagði af sér embættinu nokkru síðar. John W. Perkins var kvæntur íslenzkri konu, — Mekkin Perkins, — og lifir hún mann sinn. Hún er einnig skjalaþýðari hjá stjórninni, og er einnig kunn fyrir ágætar þýðingar úr íslenzkum bók- menntum á enska tungu. Haraldur prófessor kominn Hingað kom til borgarinnar síðastliðinn laugardag hinn nýskipaði prófessor við ís- lenzkudeild Manitobaháskól- ans, Haraldur Bessason, ásamt frú sinni, tveimur kornungum dætrum og tengdamóður sinni; í för með þeim var Ólína Sigurgeirsdóttir ættuð úr Köldukinn í Suður-Þing- eyjarsýslu; er hún systur- dóttir Mrs. S. Sveinsson 351 Riverton Avenue hér í borg. Vegna þess hve prófessor Haraldur hefir verið önnum hlaðinn við að koma sér fyrir, hefir Lögberg ekki átt þess kost að eiga við hann viðtal að nokkru ráði, en væntir þess að geta birt mynd af honum í næstu viku og sagt frá ætterni hans og námsferli. Þeir Dr. Valdimar J. Ey lands forseti Þjóðræknis- félagsins, Grettir L. Johann son ræðismaður og Einar P. Jónsson ritstjóri, komu til fundar við prófessorsfjöl skylduna á flugvellinum. Lögberg býður þessa góðu gesti innilega velkomna í ís- lenzka mannfélagið hér um slóðir og væntir þess að það finni sig brátt heima. Fimm þjóða ncfnd Á Lundúnafundinum, sem fjallaði um þann vanda, sem skapast hefði vegna þjóðnýt- ingar Egypta á Suezskurðin- um, var kjörin fimm þjóða nefnd til að vitja á fund Nassers einvaldsherra í því augnamiði, að leita úrlausnar málsins. Formaður nefndar- innar er Robert Menzies for sætisráðherra Ástralíu. Nasser hefir gengist inn á að veita nefndinni áheyrn, en jafn- framt gefið í skyn, að litlar líkur séu á að henni verði að nokkru ráði ágengt. Nefndin mælir með því, að áminst siglingaleið verði und- ir alþjóða eftirliti, en Egypt- um verði trygður bróðurhlut- inn af þeim tekjum, sem skurðurinn gefi af sér. Nasser heldur því fram, að hér sé um sérmál að ræða, er Egyptum einum beri að ráða fram úr. Tuttugu og tvær þjóðir sátu áminnstan Lundúnafund, og voru átján þeirra á einu máli um það, að hin eina viturlega úrlausn málsins væri sú að tryggja alþjóða eftirlit með siglingum um skurðinn til að útiloka hlutdrægni eða mis- rétti. Fjórveiting til sjúkrahúss Rétt áður en sambandsþingi sleit kunngerði heilbrigðis- málaráðherrann, Mr. Martin, að stjórnin hefði veitt $359,900 fjárveitingu til byggingar nýrrar álmu við Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg, og kemur víst öllum saman um það, að mál þetta þyldi ekki lengri bið; nú hefir Campbell stjórnin ákveðið að leggja fram hliðstæða upphæð, og má því víst telja, að tekið verði til óspiltra málanna varðandi framkvæmdir við byggingu hinnar nýju álmu. Þingrof í British Columbia Forsætisráðherrann í British Columbia, Mr. Bennett, hefir leyst upp fylkisþing og efnt til nýrra kosninga hinn 19. september næstkomandi. Mr. Bennett veitir forustu svo- kallaðri Social Cretdit stjórn, og mun nokkurn veginn mega víst telja, að hún vinni endur- kosningu jafnvel þó hún verð- skuldi það ekki, því andstöðu- flokkarnir þrír C.C.F., Ihalds- menn og Liberalar, eru í ótal brotum og mega sín þar af leiðandi ekki mikils.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.