Lögberg - 30.08.1956, Síða 8

Lögberg - 30.08.1956, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956 Úr borg og bygð Fyrripart vikunnar, sem leið, kom úr íslandsför frú Helga Pálsdóttir kona Björns Sigurbjörnssonar há- skólastúdents; þau hjónin brugðu sér í stutta heimsókn til íslands, en Björn kom vestur á undan, og flutti eins og vitað er ræðu á íslendinga- deginum á Gimli. ☆ Mr. Albert Goodman full- trúi við ameríska sendiráðið í Reykjavík, er fyrir skömmu kominn hingað til borgarinnar sunnan úr Bandaríkjum þar sem hann dvaldi um hríð; hann heimsótti þessa borg fyrir rúmu ári, og nú ráðgerir hann að dvelja hér fram um miðjan septembermánuð og nýtur gistivináttu systur sinn- ar og tengdabróður síns, þeirra Mr. og Mrs. Steindór Jakobsson 800 Banning Street. ☆ Dr. Sveinn E. Björnsson er nýlega farinn norður til Ár- borgar og stundar þar lækn- ingar um hríð; hann var árum saman héraðslæknir þar nyrðra, og er því í rauninni kominn til heimabygðar sinn- ar, sem honum hefir löngum verið kær. ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Sleinunn Loptson, 94 ára að aldri dó á Dvalarheim- ilinu Höfn í Vancouver á þriðjudaginn 14. ágúst. Hún bjó í Campbell River áður en hún fluttist til Vancouver 1947. Hún lætur eftir sig tvo sonu, Ásmund fylkisþing- mann í Saltcoats, Sask., og Vilmund í Regina; átta dætur: Mrs. Gertrude Essex, Van- couver; Mrs. Daisy Morris og Miss Olivia Brown í Cali- fornia; Mrs. Sigríður Gunn- arsson að Campbell River; Mrs. Kristín Pritchard, Prince Rupert; Mrs. McQueen, Ed- monton; Mrs. Margret Mc- Leod og Mrs. Guðlaug Sveins- son, báðar í Saskatchewan; ennfremur eina systir Mrs. Rúnu Erlendsson í Vancouver. Ættleggur Steinunnar heit- innar er orðinn afar stór, af- komendurnir 99 að tölu. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson flutti kveðjumál; hún var lögð til hinztu hvíldar að Campbell River. ☆ — DÁNARFREGN — Hinn 22. þ. m., lézt á St. Lukes sjúkrahúsinu í Chicago, 111., Halldór Guðjón Finnsson, fæddur í grend við Church- bridge, Sask., 8. desember 1919. Þar ólst hann upp til ellefu ára aldurs unz hann fluttist með foreldrum sínum til Winnipeg; skólamentun sína hlaut hann í Winnipeg og við Toledo-háskólann í Toledo, Ohio. Hann flutti til Chicago 1946 og varð þar starfsmaður við Palmer House Hotel. Árið 1944 kvæntist Halldór Maxine Bachanan, er lifir mann sinn ásamt tveggja ára syni, Jeffrey að nafni; einnig er á lífi móðir har)s, frú Anna Finnsson. Faðir hans, Kam- binus, lézt árið 1950. Einnig syrgir hann ein systir, Mrs. Vernon R. Jones, Chicago, svo og frænkur, Mrs. S. Einarsson og Mrs. Jónína Johnson, báðar í Regina, Mrs. S. Anderson, Yorkton, Sask., og Mrs. J. Thorsteinsson, Tantallon, Sask. Útförin var gerð í Chicago á laugardaginn hinn 25. þ. m. — BRÚÐKAUP — Laugardaginn, hinn 18. þ.m. kl. 4 e. h. fór fram gifting í St. George’s kirkjunni í Woodlands, Man., er Grace •Ólöf Sigríður einkadóttir þeirra hjóna Dr. Núma Hjálmarssonar og frúar hans Sigríðar Stefánsdóttur, gekk að eiga Raymond William Brauchamp. — Hjónavígsluna framkvæmdi séra B. S. Mont- gomery frá Winnipeg. Að hjónavígslunni afstað- inni var öllum viðstöddum boðið til kvöldverðar í sam- komuhúsi bæjarins, þar sem fram voru bornir ljúffengir réttir af kvenfélagi staðarins. Nými læknir flutti dóttur sinni heillaóskir í bundnu máli (ensku) og var gerður að því góður rómur, enda er lækninum létt um að skeiða á túni Braga. Að lokinni máltíðinni skemti fólk sér við samræður; bændur töluðu um uppskeru- horfur og heyskap, en yngra fólkið ræddi um það sín á milli hver myndi nú verða næstur eða næst að ganga í hið heilaga hjónaband. Brúðurin hlaut feyknin öll af brúðargjöfum, svo sjaldan hefur sést annað eins, og er það ljós vottur um vinfengi brúðurinnar og foreldra hennar. Klukkan 7 e. h. fór fólkði að týgja sig til heimferðar. Allir virtust glaðir og ánægðir yfir að hafa notið glaðrar stundar. —Viðstaddur ☆ Mrs. Guðmundur Sigvalda- son frá Árborg var stödd í borginni á fimmtudaginn í vikunni, sem leið. ☆ Miss Fríða Harold frá Hannover, New Hampshire, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Miss Harold sem er útskrifuð af háskóla Manitobafylkis gegnir bóka- varðarembætti við háskóla- bókasafnið í New Hampshire og starfaði um allmörg ár fyrir Dr. Vilhjálm Stefánsson; hún er systir Hannesar Pálma sonar endurskoðanda og á margt annað skyldmenna hér í borg svo sem W. J. Lindal dómara. ☆ Þjóðræknisdeildin FRÓN tilkynnir hér með að bóka- safn deildarinnar verður opn- að til útlána miðvikudaginn 5. september á vanalegum tíma, sem er kl. 9.30 f. h. og 6.30 til 8.30 e. h. hvern miðvikudag. Fólk er vinsamlega beðið að veita athygli bókalista yfir nýjar bækur, sem prentaður er á öðrum stað í þessu blaði. Einnig má geta þess að yfir 100 aðrar nýjar bækur hafa bætzt í safnið, sem ekki eru birtar á þessum lista. Komið, sjáið og lesið skemmtilegar bækur. Fyrir hönd deildarinnar FRÓN, J. Johnson. bókavörður MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Sunnudaginn 2. september: Ensk messa kl. 7 síðdegis. ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighls — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, September 2nd: Family Service 11 A.M. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. sept: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni að prestssetrinu í Selkirk þann 25. ágúst: John Barry Young, Selkirk, Man., og Maria Margaretha Meddous, sama staðar. — Við giftinguna aðstoðuðu Mr. og Mrs. Eric ísfeld. Nokkrir ætt- ingjar og vinir voru við- staddir athöfnina. ☆ Til kaupenda Lögbergs Síðan áskrifendum voru send bréf til að minna þá á, að borga Lögberg hafa á- skriftagjöldin borist jafnt og þétt inn á skrifstofu blaðsins, og fleiri munu á leiðinni. —• Kærar þakkir, — og ekki síður fyrir hin mörgu hlýju orð í garð Lögbergs. Athugið nafnmiðann á blað- inu. Um leið og áskrifta- gjaldið er móttekið, er ártal- inu breytt; það er kvittun til kaupandans. ☆ Vilhjálmur Einarsson frá Laufási á Egilsstöðum, Islandi, brautskráðist í vor með Bachelor of Arts stigi og ágætiseinkunn frá hinum fræga háskóla, Dartmouth College, Hanover, New Hamp- shire. Svo sem kunnugt er, fá ekki aðrir inngöngu í þann háskóla en hinir beztu náms- menn. — Vilhjálmur var út- skrifaður úr Menntaskóla Akureyrar og hlaut Scholar- ship til að stunda nám við Dartmouth College. ☆ — TIL SÖLU — Ný íslenzk ferðaritvél; verð $65.00. Lögberg vísar á. Til kaupenda Lögbergs á Gimli og í grendinni Vegna annríkis getur Mrs. I. N. Bjarnason ekki lengur sinnt innheimtu fyrir Lög- berg á Gimli og í grendinni. Hafi hún beztu þökk fyrir ágætt starf á umliðnum árum. Mrs. Kristín Thorsteinsson, 74 — First Ave., Gimli, er nú innheimtumaður blaðsins á Gimli, Betel, Húsavík og Winnipeg Beach. Þeir, sem skulda blaðinu eða vilja ger- ast kaupendur þess, eru vin- samlega beðnir að snúa sér til hennar. ☆ Dr. Helgi Johnson prófessor í jarðfræði við Ruthger-há- skólann í New Jersey, hefir dvalið í borginni undanfarinn vikutíma ásamt frú sinni í heimsókn til föður síns Gísla Jdhnson ritstjóra, systra sinna og annarra ættmenna og vina. Þau Dr. Helgi og frú halda heimleiðis í dag. ☆ Hingað kom til borgar um síðustu helgi frú Sólrún Þóra Kristjánsdóttir frá Hafnar- firði; hún hefir dvalið nálega árlangt hjá dóttur sinni og tengdasyni að Long Island, New York, og er nú senn á förum heim til íslands. Frú Sólrún er systurdóttir frú Kristrúnar Thorgeirson hér í borg og á hér margt annað náinna skyldmenna. ☆ Mr. Skúli Benjamínsson trésmíðameistari er nýkominn heim úr íslandsför ásamt frú sinni; höfðu þau ósegjanlega ánægju af heimsókninni. ☆ A meeting of the Jon Sig- urdson Chapter I.O.D.E. will be held in the University Women’s Club 54 West Gate, on Friday Sept. 7, at 8 o’clock. ☆ Bók til sölu Ég hefi nokkur eintök af bókinni minni IN DAYS GONE BY til sölu. Bókin er gefin út af Stockwells á Eng- landi. — Verð $1.60 með póst- gjaldi. Box 106, Leslie, Sask. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Ritstjóri kímniblaðs í Ame- ríku kvartaði mjög undan því við Cecil B. de Mille, að hann hefði engan frið fyrir að- sendu „gríni“ og skopsögum- „Það er aumt,“ sagði Cecil B. de Mille, „að þér skulið aldrei hafa getað birt þær.“ ☆ Margir muna eftir hinni gömlu, mexíkönsku hetju þöglu kvikmyndanna, Ramon Novarro, hinum mikla töfrara á hvíta léreftinu og hafa ef til vill brotið heilann um það, hvað af honum hafi orðið, þegar þöglu myndirnar hurfu úr umferð. En hann er ekki alveg dauður. Nýlega var hann staddur i París og hélt sig þar mjÖg ríkmannlega* Hann er nú einn af stærstu kvikmyndafram- leiðendum Mexicoborgar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.