Lögberg


Lögberg - 27.09.1956, Qupperneq 1

Lögberg - 27.09.1956, Qupperneq 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Ya Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 69. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1956 NÚMER 39 Social Credit’ vinnur frægan sigur í British Columbia Á fimtudaginn hinn 19. þ-ni., fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins í ^ritish Columbia og lauk þeim með glæsilegum sigri fyrir Social Credit stjórnina undir forsæti W. A. C. Bennetts; vann flokkur hans 39 þingsæti af 52. C.C.F.-sinn- ar fengu 10, Liberalar 2, en óháðir verkamenn 1. Stjórnin græddi 10 þingsæti. íhalds- Oienn fengu engan þingmann kosinn, og það gerðu komm- únistar ekki heldur. Foringjar Liberala, íhaldsmanna og Kommúnista féllu allir í val. Svo sem nærri má geta ríkti fnikill fögnuður í herbúðum Social Credit fylkingarinnar, er úrslitin urðu heyrinkunn, °g lýsti Bennett forsætisráð- herra þá brátt yfir því, að í næstu sambandskosningum ^yndi flokkur sinn útnefna þingmannsefni í öllum kjör- ó*mum fylkisins. Laetur af Hokksforustu Hon. George Drew tíðindi gerðust í lok ^yrri viku, að Hon. George Prew, foringi íhaldsflokksins ' þessu landi lýsti yfir því, að Vegna heilsubilunar treystist hann eigi lengur til að hafa Lokksforustuna með höndum °g verður flokkurinn þar af ^iðandi að kveðja til flokks- Þings áður én reglubundið Sarnbandsþing kemur saman, Sennilega snemma á öndverð- Urfi næsta vetri, til þess að Velja nýjan foringja; með Mf. Drew hverfur af vett- Vangi opinberra mála mikil- aafur og glæsilegur stjórn- ‘nálaleiðtogi, sem mikið hefir Veðið að á þingi. Um eftirmann Mr. Drews á Þessu stigi málsins, skal ekk- ert fullyrt, þó líklegt þyki að vesturlandið hallist ^ð John • Diefenbaker. Jóhann G. Jóhannsson sjötugur Síðastliðinn föstudag komu saman í Marlborough hótelinu allmargir vinir Jóhanns G. Jóhannssonar prófessors í til- efni af sjötugsafmæli hans og var þar, svo sem vænta mátti, glatt á hjalla; að undirbúningi þessa samkvæmis hafði unnið manna mest Mr. Oliver Björnson fésýslumaður. Sam- kennarar afmælisbarnsins við Daniel Mclntyre skólann fluttu ræður, en orð fyrir gestum af hálfu íslendinga hafði W. J. Lindal dómari, er afhenti heiðursgestinum fyrir hönd viðstaddra vina dálitla minjagjöf, en auk hans flutti Dr. S. O. Thompson þing- maður Gimli kjördæmis stutta ræðu; afmælisbarnið þakkaði með stuttri og laggóðri tölu þann vinarhug, er samsætið bæri vott um, ásamt gjöfinnþ og kvaðst hvorstveggja lang- minnugur verða. Jóhann G. Jóhannsson er góður félagsmaður; hann er líka mikill lærdómsmaður, er fyrir löngu hefir vakið orð á sér fyrir stærðfræðilega þekkingu. Úr bréfi fró Tyner, Saskatchewan 5. SEPTEMBER Það má ekki minna vera, en ég sendi Lögbergi nokkur þakkarorð — ásamt $10.00 greiðslu fyrir blaðið. Ég þakka þér, Einar Páll, IngibjörgU konu þþini og Þór Víking hjartanlega fyrir blaðið ásamt þeim öðrum, er að útgáfu þess standa; ég, sem er langt í burtu frá íslendingum finn e. t. v. ljósar til þess hvers virði það er að fá fréttir af fólki okkar hingað, þó stund- um komi tár í augu mín, er sagt er frá láti gamalla og góðra vina. Margt er fallegt á síðum blaðsins, gaman af fregnum af því, sem landar okkar hér aðhafast og kær- komnar eru fréttirnar heiman af ættjörðinni. Uppskeruhorfur hér um slóðir eru í ,góðu meðallagi, en frost hafa lækkað gæði hveit- is og hörs að talsverðu leyti; að undanförnu hafa verið sólarlitlir dagar, en þó er “combining” í algleymingi. Með alúðarkveðju, Krisíinn Oddson Merkur maður fallinn í val Þrjótíu óra st-arfsafmæli Daniel S. Olafson Þann fjórða þessa mánaðar söfnuðust saman vinir og samstarfsmenn Daniels S. Ólafssonar til að samfagna og árna honum heilla í tilefni þess, að hann hafði þá verið 30 ár samfelt í þjónustu Com- monwealth Edisons félagsins í Chicago. Mr. Ólafsson var fæddur og uppalinn að Skógarnesi, Hecla, Man. Þótt heimili hans væri sjö mílur frá skóla eyj- arinnar, naut hann þar þó náms í nokkur ár og stundaði síðan fiskiveiðar og aðra at- vinnu, er þar gafst. En hugur hins unga manns stefndi hátt; hann lagði leið sína til Chi- cago til að leita sér fjár og frama, og vann þar um skeið á verkstæði Dr. Hjartar Thordarson, hins merka raf- fræðings, en gekk síðan í þjónustu ofangreinds félags. Samtímis stundaði Daniel á þessum árum nám í rafmagns- fræði í kveldskóla, þar til hann lauk námi sem Profes- sional Electrical Engineer og tilheyrir nú A.I.E.E.. Jafn- framt voru honum falin æ ábyrgðarmeiri störf hjá fé- laginu. Þannig ruddi þessi ungi maður sér braut bæði á mennta- og atvinnusviðinu, með lítið veganesti og af eigin rammleik, og má það heita fágætt afrek. Daniel og kona hans Eleanor eiga silfurbrúðkaup 31. október. Þau búa að 2927— 77th Avenue, Elmwood Park 35, Illinois. — Hinir mörgu vinir þeirra munu á þeim tímamótum samfagna þeim; þau eiga tvo sonu, Robert í þjónustu Bandaríkja sjóhers- ins í Guam og Dale, sem stundar nám við miðskólann í Elmwood Park. Það hljóðnaði yfir íslenzka mannfélaginu hér um slóðir á miðvikudaginn í fyrri viku, er sú frétt barst út um bæinn, að þá væri nýlátinn á Deer Lodge sjúkrahúsinu Kristján Halldórsson, venjulega nefnd- ur Chris, þingmaður St. George kjördæmis í fylkis- þinginu í Manitoba, 65 ára að aldri, því þótt vitað væri að hann hefði eigi gengið heill til skógar nokkur síðustu árin, hugðu vinir hans og sam- ferðamenn honum lengra líf fyrir höndum, en raun varð á. Chris var þrívegis kosinn á þing, í eitt skiptið gagnsókn- arlaust, og var slíkt talandi vottur þess trausts, er hann naut; hann var skyldurækinn þegnskaparmaður, er jafnan lét gott eitt af sér leiða; hann var gæfumaður, kvæntur úr- valskonu, Guðlaugu, og þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Roy Oscar og Doris Guðrúnu. Hinn látni þingmaður var fæddur að Lundar, sonur hinna valinkunnu sæmdar- hjóna Halldórs Halldórssonar og hinnar gjörfulegu frúar hans; glæsileg og fjölsótt minningarathöfn um Chris var haldin í Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn undir Kvöldskemtun sú, eða kynningarkvöld, er Þjóð- ræknisdeildin Frón í samráði •við stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins efndi til í Sambands- kirkjunni hér í borg á mánu- dagskvöldið, var með ágætum sótt og tókst um alt hið bezta; forseti Fróns, Mr. Jón Jóns- son, flutti nokkur inngangs- orð og stjórnaði samkomunni. Veigamesta atriði skemti- skrárinnar var ferðasaga Björns Sigurbjörnssonar frá íslandi í sumar, ásamt fögrum og fræðandi litmyndum; á- nægjuefni var það mikið, að hlusta á þau Mrs. Barry Day {Lilju Eylands), og Erling Eggertson lögfræðing, sýngja mörg og fögur lög á íslenzku, er ber því fagurt vitni hvern hljómgrunn íslenzk tunga enn á í hjörtum yngri kynslóðar- innar. Dr. Valdimar J. Eylands kynnti samkomugestum hinn nýja prófessor við íslenzku- deild Manitobaháskólann, — Harald Bessason, er flutti faguryrt og hlýlegt ávarp í garð Vestur-íslendinga; er prófessorinn stakt prúðmenni og mikill gáfumaður. Chris Halldórsson, M.L.A. forustu Dr. Valdimars J. Ey- lands, en útförin fór fram á Lundar daginn eftir, þar sem Dr. Valdimar einnig flutti kveðjumál; staðhæft er að um 600 manns hafi verið við út- förina, sem verið mun hin fjölmennasta í sögu bygðanna við Manitobavatn. Chris lætur eftir sig tvö systkini, Salome, fyrrum M.L.A., og Magnús. Vonandi verður þessa ágæta manns frekar minst áður en langt um líður. Séra Bragi Friðriksson, sem gegnt hafði um hríð prests- embætti í Lundarbygðum og að Gimli, ávarpaði samkom- una nokkrum hlýyrðum með þakklæti til samstarfsmanna sinna vestan hafs, en hann lagði af stað ásamt fjölskyldu sinni alfari til íslands daginn eftir. Að lokinni skemtiskrá sýndi Kvenfélag Sambandssafnaðar af sér þá miklu rausn, að bjóða hinum mikla mann- fjölda til kaffidrykkju í sam- komusal kirkjunnar. Heimsækir ísland Hinn mikilsmetni utanríkis- ráðherra canadisku þjóðar- innar, Lester B. Pearson, kom til Reykjavíkur á mánudag- inn og gisti landið fram á þriðjudag; lét canadiska út- varpið þess getið, að Mr. Pearson myndi eiga viðræður við forseta íslands, og senni- lega ráðuneytið, fyrripart þriðjudagsins. Til Reykjavíkur kom Mr. Pearson af Nato-fundi í París. Fjölsótf og ónægjuleg samkoma

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.