Lögberg - 04.10.1956, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.10.1956, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1956 5 v?rf’yvv?v¥i AHLSAHAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mr. og Mrs. Albert Wothne heiðruð Próf. Tryggvi J. Oleson heimsækir Island — Vinnur að samningu sögu Engilsaxa á 11. öld — Á föstudaginn hélt hann- yrðafélagið, Manitoba Branch of the Canadian Handicrafts Guild, aukafund til að kveðja þau hjónin Albert og Sofíu Wathne, en þau eru senn á förum til Vancouver, þar sem þau ætla að búa framvegis. Voru þeim við þetta tækifæri báðum afhent ævifélaga skír- feini í félaginu, og þeim þakkað frábært starf í þágu þess síðan það var stofnað 1933. < Áður hefir í þessum dálkum verið að nokkru skýrt frá listaferli frú Sofíu, en hún er listakona í hannyrðum, sér- staklega í vefnaði. Hún á þrjá vefstóla, einn sérstaklega vandaðan, er hún fékk frá Svíþjóð. Aldrei hefir hún selt dúka sína, en heimili hennar þer vitni um listræni hennar; fögur gluggatjöld, ábreiður, handklæði og alls konar dúk- ar, auk þess sem hún hefir ofið efni í kápur og föt. Hún hefir °g gefið vinum sínum mikið af vefnaði sínum. Frú Sofía hefir lagt sérstak- ^ega rækt við íslenzk munstur 1 vefnaði sínum, og efast ég Urn að nokkur hafi lagt eins mikið á sig eins og hún að kynna fólki hérlendis íslenzka list í hannyrðum og munum alls konar. Hvenær sem um var að ræða sýningu á þjóð- legum listum, kqm hún þar venjulega fram af hálfu ís- lendinga og hlaut jafnan verðskuldað lof fyrir sýning- armuni sína og framkomu. I í mörg ár var hún upplýs- ingastjóri hannyrðafélagsins og ferðaðist víða til að sýna handiðnaðarmuni og aðferðir við framleiðslu þeirra. Hún hefir flutt ótal ræður á sam- komum og yfir útvarp, auk þess, sem hún hefir ritað blaða- og tímaritsgreinar um þessi efni. Hún hefir og í mörg sumur kennt unglingum í Sunrise Lutheran Camp vefn- að. Ekki hefði hún getað af- kastað þessu hefði hún ekki notið aðstoðar og skilnings manns síns í öllu þessu starfi, og það kunna konurnar að meta. Mr. Wathne var niðurjöfn- unarmaður — Assessor — fyr- ir Winnipegborg. Þau hjónin hafa verið mikilvirkir með- limir Fyrsta lúterska safn- aðar á undanförnum árum og tekið mikinn og góðan þátt í íslenzkum félagsmálum. — Undanfarið hefir Vestur- Islendingurinn Tryggvi J. Oleson prófessor í miðalda- sögu við Manitoba-háskóla dvalizt hér á landi. Heimsótti hann m. a. Hóla í Hjaltadal, þar sem móðir hans er fædd og ferðaðist nokkuð um landið. Blaðamaður frá Alþýðu- blaðinu átti tal við Oleson í fyrradag. Skýrði Oleson svo frá, að hann væri að koma úr tveggja mánaða ferðalagi um England, en þar dvaldist hann við rannsóknarstörf, styrktur af Nuffield Foundation. — Kvaðst hann hafa komið hingað til þess að sjá land feðra sinna og hitta Finnboga Guðmundsson góðvin sinn frá Manitoba. Semur sögu Engilsaxa á 11. öld Oleson hefur um 10 ára skeið verið prófessor í mið- aldasögu við Manitobahá- skóla. Hefur hann fengið árs- leyfi frá störfum til þess að vinna að rannsóknum vegna ritverks síns um sögu Engil- saxa á 11. öld. Mun hann dveljast við Harvard háskóla meðan hann vinnur að samn- ingu bókarinnar. Margir munu sakna þessara vinsælu hjóna héðan en jafn- framt óska þeim allrar bless- unar í hinu nýja væntanlega umhverfi þeirra. Sá um 4. og 5. bindi af Sögu Veslur-íslendinga Tryggvi J. Oleson hefur rit- að mikið í blöð og tímarit vestra um Vestur-íslendinga, þá sá hann um 4. og 5. bindi Sögu Vestur-íslendinga fyrir Menningarsjóð og Þjóðvina- félagið, er út komu 1951 og 1953. Sérstaklega hefur Ole- son mikinn áhuga á fornum heimildum um Jón Arason biskup og Vínland hið góða. Fréttir fró Gimli Framhald af bls. 4 fjölskylda hans boðin til Betel. Mrs. Talman, forstöðu- konan, tilkynti að Betel heimilið væri að kveðja þessi kæru prestshjón og þeirra in- dælu börn; svo bað hún séra Braga að stjórna samsætinu. Fyrst vor söngur, Ó, fögur er vor fósturjörð, næst afhenti Mrs. Talman séra Braga minningargjöf frá heimilinu, með þakklæti fyrir hans ein- stöku umhyggju og umönnun um vistfólkið. Séra Bragi þakkaði gjöfina, mælti fögur og skilningsrík orð til vist- fólksins, og lofaði að flytja þeim síðustu messu næsta morgun, sunnudaginn 23. september. Svo var söngur, og að því búnu fengu allir súkkulaði og sætabrauð. Kvöddu svo þessi sæmdar- prestshjón allt vistfólkið á Betel, sem saknar þeirra mikið. Ekki er ólíklegt að seint verði þeirra sæti skipað á Betel. Lærði íslenzku þegar í æsku Oleson er fæddur vestan hafs en lærði þegar íslenzku í æsku, jafnvel áður en hann lærði ensku. Talar hann ís- lenzku reiprennandi sem hann hefði búið hér á landi. Móðir hans er Kristín Tóúiasdóttir, fædd á Hólum í Hjaltadal og fluttist hún barn að aldri vestur um haf. En faðir hans Guðni Júlíus Eyjólfsson er fæddur í Vesturheinfii. Er hann ættaður úr Norður- Múlasýslu. Ferðaðisl norður Oleson kvaðst hafa notað tímann, er hann dvaldist hér til þess að ferðast um landið. Fór hann ásamt Finnboga Guðmundssyni norður í land og heimsótti þar Akureyri, Blönduós, Sauðárkrók, Hóla og fleiri staði. Fannst honum sérstaklega fallegt að Hólum og þótti verst að vera ekki nógu fljótt hér á ferð til þess að geta verið við Hóla- hátíðina. Reykjavík er snoiur bær Oleson kvaðst hafa skoðað höfuðborgina vel undir leið- sögn Finnboga. Kvað hann Reykjavík snyrtilegan og fallegan bæ og enda þótt hann hefði ekki séð bæinn áður og hefði því ekkert til saman- burðar skildist sér að bærinn hefði vaxið mikið á skömmum tíma. Vill koma afiur Að lokum kvaðst Oleson mjög ánægður með hina skömmu dvöl sína hér á landi ----0---- Föstudagskveldið 29. sept- ember var hafður “Shower” í Skautaskálanum fyrir Miss Guðrúnu Stevens, dóttur Mr. og Mrs. Norman Stevens á Gimli. Hún er að giftast 6. þ. m. Miss S. Stefánsson á- varpaði heiðursgestinn með fögrum orðum; hún mintist meðal annars föðurættar hennar, sem hefir verið búsett á Gimli frá landnámstíð. Systurnar litlu, Janice og Jennifer Johnson afhentu gjafirnar. Eru þær dætur Dr. og Mrs. George Johnson og frænkur Miss Stevens. Fyrir samsætinu stóðu: Mrs. George Johnson, Mrs. J. Menzies, Mrs. Clifford Stevens, Mrs. Jón H. Stevens, Mrs. Helgi Stevens, Mrs. Laurence Stev- ens, Mrs. John Josephson, Mrs. John Howardson, og Mrs. M. Evans. Miss Stevens þakkaði góðar gjafir með vel völdum orðum. Mrs. Kristín Thorsieinsson Subscription Blank x COLUMBIA PRESS LTD. 695 Sargent Ave., Winnipeg I enclose $ for Icelandic weekly, Lögberg. subscription to the NAME ADDRESS City Zone og vona að hann gæti sem fyrst komið aftur og þá með fjölskyldu sína. Kvað hann móttökur allar hafa verið frá- bærar hér og bað blaðið að færa öllum vinum sínum og kunningjum hér þakkir. — Oleson hélt heim í fyrrinótt. —Alþbl., 2. sept. COPENHAGEN Heimsins bezto munntóbak

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.