Lögberg - 04.10.1956, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1956
Lögberg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrif ritstjórans:
EDITOR IvÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Dögberg” is published by The Columbía Press Limited,
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Printers Limited
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 74-3411
Dr. Sigurður Nordal hyltur á
sjötugsafmæli sínu
Hinn 14. september síðastliðinn átti bókmentafræðingur-
inn og ritsnillingurinn dr. Sigurður Nordal, ambassador Is-
lands í Kaupmannahöfn, sjötugsafmæli, og var hann í tilefni
þess hyltur af íslenzku þjóðinni svo sem vera bar, auk viður-
kenninga frá fjölda vísinda- og fræðastofnana víðsvegar um
Norðurálfuna, því landnám hans í ríki bókvísinnar er víð-
kunnugt vegna skarpra, bókfræðilegra athugana hans, stíl-
snildar og heilsteyptra, frumsaminna listaverka í smásagna-
formi íturhugsuðum ritgerðum og leik.
Dr. Nordal er einn hinna allra glæsilegustu forustumanna
í ríki andans, sem íslenzka þjóðin hefir eignast, og er vonandi
að honum endist enn lengi heilsa og líf til þess að auka á
menningargróður hennar og styrkja hana í trúnni á tilveru-
rétt sinn.
Fyrir nokkrum dögum bárust ritstjóra Lögbergs í flug-
pósti frá Reykjavík ummæli þau, sem hér fara á eftir um
afmælisfagnað til heiðurs við dr. Nordal, en þar að lútandi
bréf var dagsett hinn 16. september: /
„Dr. Sigurður Nordal, ambassador íslands í Kaupmanna-
höfn, varð sjötugur í fyrradag og í því tilefni efndi Almenna
bókafélagið til hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu þá um
kvöldið. Dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor ávarpaði
heiðursgestinn, og síðan fluttu 14 leikarar þætti úr verkum
Nordals, Þulu, Ferðina, sem aldrei var farin, Þjóðarþing á
Þingvelli, Kafla úr Hel, og að lokum fyrsta þáttinn úr leik-
ritinu Uppstigningu. Þessu næst kvaddi Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri sér hljóðs og bað menn hylla afmælisbarnið og
var það gert með ferföldu húrrahrópi. Dr. Sigurður Nordal
sagði að lokum nokkur orð. Þjóðleikhúsið var þéttskipað og
meðal gesta voru forsetahjónin. — Afmælisrit kom út og
heitir Nordæla, afmæliskveðja til Sigurðar Nordals sjötugs.
Útgefandi er Helgafell, ritnefnd skipuðu fjórir háskóla-
kennarar, og í ritið skrifa fjölmargir íslenzkir fræðimenn.
Mikill fjöldi vísindamanna og fræðastofnana sendir Nordal
þar árnaðaróskir sínar. — Þá hefur Almenna bókafélagið
tilkynnt, að það hyggrst gefa út úrval úr verkum Nordals. í
afmæliskveðju, sem einn af nemendum Nordals, prófessor
Jón Jóhannesson skrifar, minnir hann m. a. á það í hvaða
farveg störf Nordals hafi einkum fallið. Annars vegar hafi
hann reynt að skýra fyrir okkur, löndum sínum, margt hið
bezta í íslenzkri menningu og hlúð eftir mætti að þeim
menningararfi, sem hann telur hafa veitt okkur rétt til
tilvistar sem sjálfstæðrar menningarþjóðar. Hins vegar hafi
hann lagt mikla stund á að kynna erlendum þjóðum íslenzka
menningu og nú síðustu árin hafi aukastörf hans nálega ein-
göngu beinst inn á þær brautir. Hann hafi því í rauninni verið
sendiherra okkar erlendis í tvenns konar skilningi.
í ávarpi Rithöfundafélags íslands segir m. a.: Þegar hafa
þrjár íslenzkar kynslóðir fylgzt með starfi yðar og notið
þeirrar hamingju að sjá ísland vaxa af verkum yðar.“
Árið, sem dr. Nordal gegndi sendikennaraembætti við
Harvard-háskólann heimsótti hann oss Vestur-íslendinga, og
var einn hinn allra kærkomnasti fulltrúi íslenzku þjóðarinnar,
sem hingað hefir komið; hann átti hér marga aðdáendur
áður en hann kom, en sá hópur stækkaði að mun við heim-
sóknina; þeim, sem á hlýddu, mun seint úr minni líða erindi
það, hið kyngimagnaða, er dr. Nordal þá flutti í Fyrstu
lútersku kirkju, og þeir eru líka margir, sem aðnjótandi urðu
þjóðræknislegrar hjartastyrkingar við hina mergjuðu ritgerð
hans í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, sem enn lýsir af vítt
um byggarlög vor Vestmanna oss til örvunar og yndisauka.
Dr. Nordal kom, sá og sigraði. Vinir hans vestanhafs
árna honum sjötugum allra hugsanlegra heilla.
Dr. Sigurður Nordal er Húnvetningur í húð og hár,
fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 14. september árið 1886,
og við landnám Ingimundar hins gamla, er hann tengdur
órofaböndum.
Frétt-ir fró Gimli, 1. október, 1956
Gimli Women’s Institute
félagið hafði fund 20. septem-
ber í Skautaskálanum. —
Fjórtán meðlimir sóttu fund-
inn, og tíu gestir frá Good
Neighbours félaginu á Gimli.
H. J. L. Ludlow, lögmaður frá
Winnipeg, flutti ræðu um
“Laws for Women,” og svar-
aði mörgum spurningum. Fé-
lagið er þakklátt Mr. Ludlow
fyrir komuna. Ákvörðun bor-
in fram af Mrs. J. Menzies,
var samþykkt, þess efnis að
biðja fylkisþingið að gera allt
sem í þess valdi stendur, til
að stuðla að stofnsetning
stærri skólahéraða. Um $90.00
höfðu komið til styrktar
Cancer Institute á “tag day”,
sem félagið stóð fyrir, 15.
september. Ýms störf voru af-
greidd á fundinum. Fundur-
inn endaði með kaffidrykkju
að vanda. Fyrir veitingum
stóðu Mrs. G. Arnold, Mrs. R.
Bryson, Mrs. J. Wright og
Mrs. Cooms.
---0----
Gimli Kinette félagið hafði
fund 17. september að Falcon
Cafe. Voru tuttugu meðlimir
og einn gestur á fundi. Frá-
farandi forseti, Mrs. Lil Sig-
mundson, gaf skýrslu um störf
á liðnu ári; hafði félagið látið
$250.00 til Kinsmen Club. Mr.
Mickey Beouchemen, forseti
Kinsmen Club, setti þessar fé-
Kveðjuljóð
Til séra Braga Friðrikssonar og frú Katrínar Eyjólfsdóttur
Flutt í kveðjusamsæti, sem þeim var haldið að Lundar
18. september 1956.
Þið komuð hingað heimalandi frá
með hjörtun full af kærleiksyl og gæðum.
Þá beztu heimsókn fólkið muna má,
og minnast skyldi oft í ljóði og ræðum.
Svo kær og dýrmæt koman ykkar var,
er kæruleysið ríkti á andans leiðum.
Hér enginn var sem leiðarljósið bar
og leitt oss gat á mannlífs skuggaheiðum.
Og þegar sýndist mörgum fleiri en mér,
að margt hér væri fjarri góðu lagi.
Þá varstu kosinn til að koma hér
og kenna oss að lifa, séra Bragi.
Þú átt svo sterkan vilja og þrótt í þér
til þess að starfa og kristindóminn glæða.
Þú tókst við stjórn á höfuðlausum her
og honum sýndir veg til lífsins hæða.
Vor aldni lýður þakkar- ávalt -þér
þær indælu og mörgu gleðistundir.
Þín kæra minning ævarandi er,
unz ævisól í vestri gengur undir.
1 öllu falli satt að segja er bezt,
ég segi hiklaust eigin reynslu mína,
að ég hefi aldrei áður fundði prest,
sem eins vel rækti helga skyldu sína.
Víst er þeim bezt, er stíga hér í stól
að standa vel á góðra presta línu.
Það tekur meira en aðeins klerk í kjól
að komast upp að hámarkinu þínu.
Þín góða kona lagði líf sitt við
þitt líf og starf sem allra bezt hún kunni.
Þar áttu stoð sem stendur þér við hlið
og styður þig í allri baráttunni.
Frú Katrín er á fléstum sviðum fær
og fyrirmyndarkona að allra dómi.
Þá verðskulduðu virðingu hún fær
að vera kölluð stéttarinnar sómi.
Ó, að við hefðum getað haft það lán
að hafa ykkur mörgum árum lengur
í stað þess skilja og vera ykkar án
að óskum vorum misjafnlega gengur.
Þið kjósið nú að kveðja Vesturheim,
Þó kosti góða hafi til að bjóða.
Ég skal það lá þótt langi ykkur heim
til landsins kæra og vinafjöldans góða.
Nú heimtar Island ykkur heim til sín
og heitan faðminn móti ykkur breiðir.
Við hörmum sárt að samferð okkar dvín
og söknum unz að dauðinn burt oss leiðir.
Við biðjum Guð að gjalda þúsundfalt,
að gleði og blessun yfir ykkur streymi.
Af hjartansrótum þökkum alt. Já, alt.
Guð almáttugur faðmi ykkur og geymi.
V. J. Guliormsson
lagskonur í embætti fyrir
næsta ár: Forseta, Mrs.
Frances Barker; varaforseta,
Mrs. Önnu Kristjánsson;
skrifara, Mrs. Pat Foster; fé-
hirði, Mrs. Sheilu Dalman; —
fréttaritari fyrir mánaðar-
blaðið, Mrs. Marie Arnason.
Það var ákveðið að hafa
framvegis, fundi þriðja mánu-
dag í hverjum mánuði að
Falcon Cafe.
----0----
Safnaðar-kvenfélagið f r á
Fyrstu lútersku kirkjunni í
Winnipeg og Dr. V. J. Ey-
lands, prestur safnaðarins,
heimsóttu Betel 20. september
með rausnarlegar veitingar og
glaðningu fyrir vistfólkið-
Séra Bragi Friðriksson var
gestur á heimilinu þennan
dag, og tók hann á móti hin-
um góðu gestum. Dr. V. J-
Eylands flutti fróðlega og
skemtilega ræðu. Einnig tal-
aði séra Bragi nokkur vel
valin orð að vanda. Svo var
skemt með söng og samræð-
um. Allir höfðu ánægjulega
stund.
----0----
Laugardagskvöldið 22. sept-
voru séra Bragi Friðriksson og
Framhald á bls. 5
"Bef’el" $180,000.00
Building
Campaign Fund
---1—180
—160
—140
ADDITION
to Betel Building Fund
Valdimar Bjðrnson, 2914
___ 46 B-
Avenue South, Minneapolis, Mio*! ’
U.S.A.....................f5°'
Mrs. Vigdfe Hanson,
2635Hampden Crt., Chicago l’* ^
111., U.S.A...............*5U'
Mrs. John Stefánsson,
Elfros, Sask.
Given in memory of Tryg^vi
Johnson, Baldur, Manitoba .
A. S. Barlal Ltd. (Funeral Hom
843 Sherbrook Street, .
Winnipeg, Manitoba ......
Make your donations i°
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street.
Winnipeg 2.