Lögberg - 04.10.1956, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.10.1956, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1956 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Næsta morgun vaknaði Anna áður en bjart var orðið. Henni hafði ekki orðið svefnsamt. Hún hafði óttazt, að Jón myndi velta sér fram úr rúm- inu, en það var óþarfa hræðsla. Hann hafði sofið eins og steinn alla nóttina. Hún klæddi sig í myrkrinu og gekk hljóðlega út að glugganum til þess að opna hann. Loftið inni var þrungið af vín- stækju. Hræðilegt að láta barnið sofa inni í þessu, en vonandi léttist loftið, þegar glugginn yrði opn- aður. Allt í einu reis Jón upp við olnboga í rúminu, greip vatnskönnu, sem stóð á stólnum við rúmið, og svolgraði í sig vatnið eins og belja. En að sjá, hvernig maðurinn leit út. Það var nú til allrar mæðu farið að birta svo mikið, að hún sá að hárið hékk eins og ullarflóki ofan í augu. Aldrei hefði hún getað ímyndað sér, að hún ætti eftir að sjá hann svona. Hún hafði fært sig upp í skotið öðrum megin við gluggann, svo að hann kæmi ekki auga á sig, en það þurfti víst ekki að gera ráð fyrir að hann sæi svo vel. Hann slengdist út af aftur og var sofnaður um leið. Hún hafði hálfvegis búizt við að verða fyrst til að opna bæinn þennan morg- un, en þegar hún kom fram í eldhúsið var þar glaðaljós og Þórður sat á stól nálægt dyrunum og var að binda á sig skóna. Aðrir voru þar ekki, en gufustrókurinn fram úr ketiltúðunni gaf til kynna, að líklega væri Borghildur risin úr rekkju fyrir góðri stundu. Þórður leit upp, auðsjáanlega hissa. „Mér þykir þú vera snemma á fótum“, sagði hann. „Er nokkuð að?“ „Ekki veit ég til þess“, svaraði hún hálfönug. „Það er svo sem ekki að undra, þó að maður geti lítið sofið eftir annað eins og gekk á í gærkvöldi“. „Hvað var það eiginlega?“ spurði hann utangátta. „Þú heldur kannske að mér hafi liðið vel eftir að hafa heyrt, að Jón lægi ósjálfbjarga á síkisbarmi“. „Þá hefðirðu átt að sofa vel út“, svaraði hann stuttlega. Henni sárnaði þetta rólyndi. „Þið vilduð náttúrlega helzt að ég væri alltaf í rúminu. Þá væri þægilegast fyrir ykkur að fara á bak við mig“, sagði hún. „Náttúrlega reiddist Þórður þess- um slettum", hugsaði hún, en það var ekki hægt að sjá að hann hefði heyrt það, sem hún sagði. )VÞig hefur líklega grunað, að það syði á katlinum, en enginn væri til að hella á könnuna“, sagði hann. Þetta var Þórði líkt, svona var hann alltaf, ómögulegt að láta hann hreyfast. „Hvar skyldi Borghildur vera?“ spurði Anna. „Nú, ætli hún sé ekki í slátrunum, helzt býst ég við því“. „Er það ekki það, sem ég sagði í gær, þetta sláturstúss er óþolandi. Ég er hissa á því, að Borg- hildur skuli ekki vera dauðuppgefin á því fyrir löngu“. „Kánnske þú sért að hugsa um að selja bú- stofninn og flytja í kaupstað?“ spurði hann og henni sýndist hann glotta háðslega. Líklega var það satt, sem Ketilríður hafði sagt, að Þórður væri óhreinlyndur. Það var allt of margt satt, sem hún sagði. „Nei, það hef ég ekki hugsað mér, en það mætti kannske hafa færri skepnur“. „Það hefur alltaf verið búið stórt hérna, svo» að það er ekki von að Jón kunni við að fara að hokra“. Anna sótti kaffikvörn inn í búr og útskorinn baunabauk og fór að mala í könnuna. „Þú ert hressari en þú varst í gærkvöldi“, sagði Þórður. „Ég hef sjálfsagt styrkzt við þetta í gær- kvöldi. Þið hafið náttúrlega álitið að ég stein- svæfi“, sagði hún með talsverðum þykkjusvip. „Það hefði sjálfsagt verið betra að svo hefði verið“. „Ætli það geri mikið til, þó að ég komist stöku sinnum að því, sem á að leyna mig“. „Það er áreiðanlega ekki gert í illum tilgangi að fara á bak við þig, eins og þú kallar það. Eða því reynir þú að leyna Jakob því, sem þér þykir ieiðinlegt í fari föður hans? Því vildurðu ekki að hann vaknaði í gærkvöldi? Er það ekki vegna þess, að þú vilt forða honum frá að heyra og sjá það, sem þú álítur að honum muni falla illa?“ Henni fannst eins og ásökun lægi í hverri setningu, sem hann sagði. „Jakob hefði líklega ekkert gott af því að sjá föður sinn eins og hann leit út í gærkvöldi. Kannske gæti honum ekki þótt vænt um hann lengur. Það væri hræðilegt“. „Það, sem við gerum, gerum við af sömu ástæðu. Þér hefði, eins og ég sagði áðan, liðið betur, ef þú hefðir sofið eins og Jakob“. „Já, það segirðu satt. Mér fannst tíminn aldrei ætla að líða“, sagði hún hlýlegri. „Var það ekki erfitt fyrir þig að koma honum í hnakkinn?“ „Það var erfiðast að vekja hánn“. „Ég var svo hrædd um, að hann færi í síkið“. „Svo að þér hefur þá ekki verið alveg sama, hvort hann yrði fluttur heim til þín lífs eða liðinn, þó að hjónabandið sé heldur bágborið nú í seinni tíð“. „Nei, það var mér ekki. Mér leið afar illa“, sagði hún dauflega. Það var óvanalegt að þau töluðu svona mikið saman, Þórður og hún. Hana langaði svo mikið til að tala meira við hann, fyrst þau á annað borð voru hér tvö ein. „Talað er margt, þegar tveir sitja saman", hafði Sigga gamla sagt stundum. En Þórður var ekki ákjósanlegur maður til langra samræðna. Þar að auki hafði víst þykknað í hon- um yfir því, sem hún sagði, að það færi á bak við sig, heimilisfólkið. Hún fór að hella á könnuna. „Finnst þér það ekki voðalegt, að hann skuli vera orðinn svona mikill drykkjumaður?“ spurði hún. „Hann, sem var svo góður-----------“. Hana rak í vörðurnar og sagði ekki meira. Þórður var seinn til svars eins og fyrr. „Hann hefur víst alltaf drukkið þó nokkuð, en það hefur verið reynt að fara með það á bak við þig, eins og þú kallar það. En fyrst þér fellur það illa, að þér sé hlíft við því að heyra sannleikann, er bezt að láta þig heyra mitt álit. Hann þolir ekki þetta heimilislíf, sem hér er orðið, skemmtanalaust og alvörugefið. Hann hefur alizt upp við annað, og svo grípur hann til flöskunnar“, sagði Þórður. „Þetta er nú það sama eins og séra Hallgrímur prédikaði“, sagði Anna dálítið kímin. „Ég get sagt þér lát séra Hallgríms“, sagði Þórður. „Er hann dáinn!“ sagði Anna og hætti að hella kaffinu í bollana. „Það hefur þó ekki orðið neitt voveiflegt?" „Hann varð bráðkvaddur — var að koma heim að nóttu til. Hún heyrði til hans, konan hans. Hann liafði bankað í gluggann, en hún gaf því engan gaum, því að hann var víst alvanur að komast hjálparlaust í rúmið, hversu sjónlaus sem hann var. En þegar henni fór að lengja eftir honum, kallaði hún til tengdadóttur sinnar og hún fór út að vitja um hann, og þá var hann dáinn — sat dauður upp við bæjarþilið“. „Guð minn góður! Að hugsa sér annað eins og þetta. Svona fara þessir drykkjumenn“, sagði Anna. „Það verður nú margur maðurinn bráð- kvaddur, þó að hann drekki ekki“, sagði hann. Nú kom Borghildur og ætlaði að fara að hugsa um kaffið, en þá var það komið í bollana á borð- inu. „Skárri er það nú fótaferðin hjá þér, Anna mín“, sagði hún og sneri svo fram aftur til að kalla á stúlkurnar. Þórður sagði þeim frá því, að gamli prestur- inn, sem allir könnuðust svo vel við, væri ekki lengur í tölu hinna lifandi. Anna athugaði vel, hvernig Borghildi yrði við þau tíðindi, því að alltaf fannst henni að hún myndi hafa slæma samvizku út af því, hvað hún hafði verið köld við prestinn. En henni brá ekki hið minnsta, en sagði bara: „Það er gott að þetta lánlausa líf hans fékk þó svona góðan enda“. Nei, hún var ekki innviða- veik, hún Borghildur. Það var sama á hverju gekk — henni sást aldrei bregða. „Ég hugsa um matinn“, sagði Anna. „Það er víst nóg handa þér að gera. Hvað ég verð fegin, þegar þessu sláturerfiði er lokið“. Stúlkurnar sátu og mösuðu dágóða stund, svo hurfu þær fram aftur. Gróa fjasaði yfir því, hvað það væri sorglegt að presturinn skyldi vera dáinn. „Við hefðum þo öll haft skemmtun af því, ef honum hefði enzt aldur til að koma aftur“. „Og ekki get ég nú talað svo þvert um huga minn að taka undir það“, anzaði Borghildur, „hann er víst bezt geymdur í gröfinni“. Þetta var það, sem Anna heyrði seinast til þeirra. Henni fannst hreinskilni Borghildar yfir- gengileg. Anna gekk iðulega út að búrglugganum, meðan hún var að matreiða. Þarna héngu reið- buxurnar af Jóni og jakkinn. Borghildur hafði eins og vanalega látið það verða sitt fyrsta verk að þvo fötin og koma þeim út. Það draup úr þeim vatnið ofan í grasið undir snúrunni. Hún hugsaði til þess með hryllingi, hvernig sér og öllu heimilis- fólkinu hefði liðið, ef hann hefði verið klæddur úr þeim dáinn — drukknaður — og líkið af honum hefði verið framm í herbergi. Líklega hefði hún aldrei þorað að líta á það. Jakob kom fram og bauð góðan dag. „Pabbi sefur ennþá — hann hefur víst komið fjarska seint heim“. „Já, ekki fyrr en einhvern tíma í nótt. Þú skalt ekkert vera inni, svo að hann hafi næði til að sofa“, sagði hún. Það var ekkert skemmtilegt að drengurinn sæi hann í fullri dagsbirtu. Þegar allt vinnufólkið var setzt að snæðingi, var húsbóndasætið autt inni við borðsendann, en Jakob spurði, hvort hann ætti að fara inn og vekja pabba sinn, en það vildi Anna ekki. En hún gat ekki setzt sjálf til borðs, heldur ranglaði inn að búrglugganum enn einu sinni. Þá kom Jón fram í eldhúsið og heilsaði. Helzt hefði hún viljað hjúfra sig að brjósti hans og margkyssa hann, heimtan úr helju, en slíkt var óhugsandi eftir aðra eins fáþykkju, sem á milli þeirra hafði verið síðan taskan kom upp um hana. Það var heldur ekki hennar að hefja fyrstu sáttatilraunina. Það var einmitt það, sem alltaf stóð í vegi. En hún fór fram í búrdyrnar til þess að sjá, hvernig hann liti út. Hann var búinn að greiða sér og kominn 1 hreina skyrtu — og yfirleitt var ekki hægt að sja það á neinu, að hann hefði verið á fylliríi, nema helzt á dálítilli hruflu annars vegar á höfðinu. „Hvernig hefurðu meitt þig svona, pabbi?“ spurði Jakob. „Það er nú bara svoleiðis, góði minn, að Fálki setti mig af sér og höfuðið hefur víst lent a steini, þó að þeir séu ekki margir í landareigninm- Það var víst orðið nokkuð þungt“. Hann hlo dálítið í lokin. Þá gerði Anna alla forviða með því að ganga til manns síns og heilsa honum með kossi í stað þess að venjulega settist hún í sæti sitt með fýh*' svip og tók dauflega kveðju hans. „Hvað er nú þetta!“ sagði Jón. „Komdu ssel, góða. Ég hélt að þú steinsvæfir og læddist þvl eins og köttur um húsið, meðan ég var að tína utan á mig spjarirnar“. -Borghildur hló ánægjulega: „Það er nú eitt- hvað annað. Hún reis úr rúminu jafnt Þórði og hellti á könnuna bg eldaði matinn“. „Ó, það kemur svona einstaka sinnum að letingjunum að vinna“, sagði Anna. Þegar allir voru farnir út og Anna var að þv0 upp, kom maður hennar fram og ætlaði auð- sjáanlega eitthvað út. „Hvert ætlarðu?“ spurði hún. Hana langaði til að hann settist og talaði við sig. „Bara í garðinn til að taka upp með honum Steina, meðan ekki rignir meira“. „Stúlkurnar geta kannske gert það, þegar \?æl eru búnar í slátrunum“, ságði hún. „Þá getur verið komin fönn og frost. Það or mikið úrfelli í loftinu. Hríðarnar koma stundum snemma til þeirra, sem búa nálægt fjöllunum eins og við“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.