Lögberg - 24.01.1957, Síða 5

Lögberg - 24.01.1957, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1957 5 wwwwwww AlilJGAHAL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Sýnishorn úr barnaljóðum og ritgerðum Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar Með því að Lögberg er nú senn í þann veginn að ljúka persónulegum hugleiðingum ritstjórans um mannvininn og skáldið Sigurð Júlíus Jó- hannesson, og með það enn- fremur fyrir augum, hve kvenréttindamálið átti honum margt og mikið upp að unna, og hve barnaljóðin hans læstu sig inn í vitund lesenda, þykir hlýða, að Kvennasíða Lög- bergs sé að þessu sinni helguð minningu hans. Jesús, vinur barnanna Á jólunum Jesús fæddist, í jötu var rúmið hans, en englarnir sungu og syngja í sálu hvers dauðlegs manns. Því hann var í heiminn sendur á heilagri jólanótt að minnka hjá okkur öllum það allt, sem er dimmt og ljótt. Hann þekkti hvað var að vera svo veikt og svo lítið barn; hann blessaði börnin litlu svo blíður og líknargjarn. Hann brosti þeim eins og bróðir, og bros hans var dýrleg sól; hann fól þau í faðmi sínum og flutti þeim himnesk jól. Hann sá inn í^sálir þeirra hann sá þeirra hjartaslátt; hann gladdist með þeim í gleði og grét ef þau áttu bágt. Þau komu til hans 1 hópum, og hvar sem hann fór og var; þá fundu það blessuð börnin að bróðurleg hönd var þar. Og því verður heilagt haldið í hjarta og sálu manns um eilífð í öllum löndum á afmælisdaginn hans. / Tveir barna vinir Það eru til tvær bækur, sem flestir unglingar hafa lesið, og öllum þykir vænt um, þegar þeir hafa lesið þær. Það er För pílagrímsins og Robinson Crusoe. En það eru mörg börn, sem ekki vita neitt um#mennina, sem skrifuðu þessar bækur. Það er samt nokkuð, sem allir ættu að vita. Það á vel við að minnast á þetta núna, því á mánudaginn kemur, 24. apríl (1916), eru liðin 185 ár síðan sá maður dó sem skrifáði söguna Robin- son Crusoe. Hann hét Daniel Dafoe, og var sonur fátæks kjötsölumanns í Lundúnum á Englandi, en vann lengi í fata- búð þar í bænum. Hann varð síðar hálærður maður og mikill stjórnmálamaður og skipti sér af öllu mögulegu, sem honum þótti þurfa að lagfæra. í þá daga voru engin dag- blöð eins og núna; menn sem skrifuðu eitthvað og vildu láta fólkið lesa það, létu þess vegna prenta það í smábækl- ingum og selja það á götunum í bænum. Þetta gerði Daniel Dafoe. Árið 1704 var hann settur í fangelsi fyrir það sem hann skrifaði um stjórnmál. En hann var ekki iðjulaus»í fangelsinu, heldur skrifaði hann hitt og þetta. Meðal annars skrifaði hann þar rit móti kaþólsku trúnni og með siðbótinni. Hann hefir skrifað fjölda af sögum og dæmisögum, ' og er talinn fyrsti maður sem hafi skrifað reglulegar skáldsögur. Þegar ritstjóri Sólskins var í Lundúnaborg í hitteð fyrra, þótti honum gaman að sjá staðinn, þar sem höfundur Robinson Crusoe var grafinn. Sá staður heitir Banhill og minnisvarðinn yfir gröf hans er Egypsk steinsúla eða varði, og það er gaman fyrir börnin að vita hvernig stendur á þeim minnisvarða. Fyrir nokkrum árum var upphaflegi legsteinninn yfir Daniel Dafoe orðinn allur brotinn og letrið svo að segja ólæsilegt; þá var það að blað eitt í Lundúnaborg stakk upp á því, að öll börn bæjarins legðu fram nokkur cent hvert um sig til þess að reisa minnis- varða yfir skáldið, sem orti Robinson Crusoe. Þessu var vel tekið og börn- in kepptu hvert við annað að leggja til það sem þau gátu; sum voru ósköp fátæk og gátu ekki látið nema eitt eða tvö cent, en þau voru svo mörg börnin í Lundúnaborg að það safnaðist fljótt saman og þar var mikið um dýrðir, þegar minnisvarðinn var reistur fyrir peninga barnanna. Þar voru haldnar margar ræður og minnst á skáldið, sem hafði skrifað söguna, er öllum börniyn þótti gaman að lesa. ☆ Það sést á þessum tveimur mönnum, manninum sem skrifaði Robinson Crusoe, og þeim sem skrifaði För píla- grímsins, að maður þarf ekki að vera ríkur eða af heldra fólki kominn til þess að geta gert mikið. Þessir menn voru PISTLAR Jólaskylda Enn mun sumum, sem í skammdeginu koma til höfuð- borgarinnar, finnast mest til um ljósin, er leiftra á móti þeim líkt og brot af stjörnu- himninum væri fallið niður fil jarðarinnar. Það er falleg og hrífandi sjón að horfa á dimmu kvöldi af Kjalarnesi til Reykjavíkur. Von að margur, sem býr enn við dauf lampa- Ijós og ef til vill afskekkt, þar sem ekki sér nema til fárra eða engra bæja öfundi oss, sem eigum jafnvel á nóttum kost þess að ganga í ljósi úti óg inni. Engin furða, þótt hann þrái, að sveitin njóti sem fyrst þeirra þæginda og unað- ar. Og nú er verið að lýsa landið. Hefði átt að hefjast af meiri krafti fyrr, en mest um vert, að loks þokast talsvert árlega í þá áttina. Á jólunum má líka heita, að alls staðar sé upplýst, og hafi verið síðan kristni var lögtekin. Því að þá er þess minnzf, að jólin eru hátíð Guðs, sem býr í meira ljósi en mannlegt auga getur litið, og fagnaðarhátíð fæð- ingar Jesú Krists, sem kallaði sig ljós heimsins og er það. í minningu þess óskum vér nú hvert öðru gleðilegra jóla. Og jóla. Og Guð gefi, að sú ósk verði alls staðar að veruleika. En mig langar til að varpa fram þeirri spurningu, hvort vér gætum nú einnar mestu skyldu jólanna, þeirrar, að bera sjálf eins mikið ljós í bæinn og mannlífið og oss er fært. Kristindómurinn er ekki eingöngu, ekki einu sinni fyrst og fremst dýrðarsöngur. Hann er hins vegar m. a. heims- stefna. Barátta "fyrir aukinni mannúð, almennu bræðralagi, alhliða menningu, og hin sanna heimsfriðarstefna. Hvar sem eittþvað vantar á þetta, er skortur á kristni. Það er ekki sönnun þess, að honum sé sjálfum ábótavant, heldur að einstaklingarnir séu van- kristnir, þjóðfélagið ekki nægi lega gegnsýrt af kristnum anda. Hinir hörmulegu atburðir, sem heimsfréttirnar hafa snú- izt um undanfarnar vikur, eru hryggileg staðfesting þessara sanninda. Þeir sýna, að vér eigum enn langt í land að vera sannkristnir í hinum svokall- kallaða kristna heimi. En því síður geta þeir af miklu státað, sem kosið hafa guðleysið. Ég játa hiklaust, að árás Frakka og Englendinga á Egypta er að mínum dómi mikið áfall fyrir kristna kirkju. Slíkar aðfarir ættu báðir bláfátækir alþýðudreng- ir, en samt hafa þeir í tvö hundruð ár orðið til þess að skemta og kenna þúsundum og miljónum pilta og stúlkna með bókum sínum. ekki að geta átt sér stað, ein- mitt sakir aldagamalla áhrifa kristninpar í þessum löndum, og margra yfirlýsinga þessara þjóða um fylgi sitt við kristin- dóminn. Það er líka rík á- stæða til að gefa því gaum og minnast þess, að ýmsir enskir kirkjuleiðtogar, með erkibisk- upihn í Kantaraborg í broddi fylkingar, hafa fordæmt þessa árás. Talið hana' ókristilega, blett á þjóðinni og brot á anda og stefnu bandalags Samein- uðu þjóðanna, sem raunar er runnið af kristnum rótum. Sæmd þessara kirkjuleiðtoga minnkar hvorgi né haggast við það, þótt sumir enskir prestar, og jafnvel erkibiskup- inn í York, hafi leitazt við dð bera í bætifláka fyrir epsku stjórnina. Sprengja, sem varpað er yfir borgir, er alls staðar vítis- sending, og hún kemur jafn hart niður og veldur sömu kvölum og sorginni í Egypta- landi og annars staðar. Hver á rétt til að drepa hvað sem verkast vill, þ. á. m. saklaus börn, að vild sinni? Ég tel slíkt óverjandi í kristilegu til- liti. Hinu ber svo að fagna, að fljótlega tókst að taka í taum- ana og stöðva blóðsúthelling- arnar við Miðjarðarhaf. Múgmorðin í Ungverjalandi hafa gengið oss nær hjarta, m. a. sakir þess, að þau hafa orðið langærri og í stærri stíl. Þar er einnig að ræða um frelsisbaráttu þjóðar, sem hef- ir oft um aldirnar verið beitt meiri kúgun en flestar aðrar Evrópuþjóðir, en ekkert til sparað til að lifa frjáls. Nú virðist samt vonlaust, að hún fái hrundið af sér okinu á næstunni, og hafa þó Rússar talað margt fagurlega undan- farna áratugi um rétt allra þjóða til sjálfstæðis og frelsis. Að vissu leyti er skiljanlegt, þótt þeim, sem þarna eru mest að verki, klígi ekki við fanta- tökum, því að æðstu valdhaf- ar þeirra hafa að því, er bezt verður vitað, talið sig guð- leysingja og stutt þess háttar félagsskap í landi sínu. Þetta er raunar sagt hér þeim til afsökunar. Glæpur þeirra er því ekki glæpur ‘gegn ste/nu þeirra. Hitt sýna þeir ljóslega, að ekki er guðleysið til mann- bóta. Hér er ekki rúmi til að rekja þessi mál frekar. Aðeins undir strika þetta þrennt. Kristin kirkja fordæmir öll hryðju- verk, alla kúgun, alla nauð- ung og annað slíkt, hvar sem *er í heiminum og af hverjum sem það er framið. En oss leyfist ekki að hata. Þótt vér rísum gegn kúgurum, megum vér ekki gleyma, að þeir eru líka menn, og aldrei megum vér heldur láta heilar þjóðir gjalda fárra einstaklinga þannig, að vér dæmum þær sama dómi og þá. Loks er það frumskylda vor, ekki aðeins á jólunum heldur alla aðra daga, að vera sjálfir boðendur Ijóss og friðar. Þess er heldur ekki vanþörf í voru eigin landi, að merki kristindómsins sé haldíð hátt á lofti. Og jafn- vel í hinu smæsta r-íki hefir það meiri og minni heims- sögulega þýðingu, ef slíkt er gert. Þetta þýðir, að skylda vor er .er ekki aðeins fólgin í því að lýsa andúð vorri og viðurstyggð á því, sem verst gerist í öllum áttum, heldur og hinu að sýna mgnnúð og friðarást í verki, og í gSrð allra þeirra, sem vér náum bezt til daglega. Annars erum vér liðhlaupar undan fána frelsia- og bræðralags. Ljós í landi, ljós í heimi! Með þeirri von, að vér þráum öll að slíkt verði, endurtek ég óskir mínar um gleðileg jól öllum til handa. Sleggjudómar 1 sambandi við þau mál, sem vikið hefir verið að, hafa ýmis orð fallið um kirkjuna, og sumir jafnvel varpað að henni hnútum. Henni er fund- ið það til foráttu að vera ekki nógu skelegg í fordæmingu sinni á hinu eða þessu stór- veldi eða stríðsaðila. Sumir áegja eitthvað á þá leið, að prestarnir þvögli stöðugt að- eins einhverja vitleysu í stól- unum um hitt og þetta uppi í skýjunum, sem ekkert komi lífinu við. Enn segja þeir mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Nátt- úrlega §ætum vér eflaust gert betur á flestum sviðum. Hitt er víst, sem ég þegar hefi bent á, að vér prestarnir tölum allir stöðugt gegn ofbeldi og kúg- un, stríðsæsingum, féflettingu, svikum og ólifnaði og öðru þar fram eftir götunum. Það er auðsannanlegur hlutur, að nútímaprédikanir s n ú a s t miklu oftar og meira um ýmis þjóðfélagsleg vandamál, og jafnvel samskipti þjóðanna en áður var. Auðskilið, þegar þess er m. a. minnzt, að heim- urinn er allur miklu nátengd- ari en hann var fyrrum, og margföld samskipti manna á milli um víða veröld móts við það, sem tíðkaðist fram á síð- ustu pr. Tvær heimsstyrjaldir hafa líka sannarlega lagt mönnum mörg prédikunarefni upp í hendurnar. Aldrei hygg ég, að kristin kirkja hafi skilið það betur né kennt almennar og kröftuglegar en nú, að þetta líf og hið eilífa er af einum þræði spunnið, og að enginn getur búið sig betur undir eilífðina en með því að lifa sem guðsbarn í þessu lífi sér og öðrum til blessunar. Frekar að óttast, að sumum mikilvægum trúarkenningum sé gleymt en of hamrað á þeim á stólnum. Væri ekki ráð, að gagnrýnendurnir hefðu þann sið góðra ritdómenda að lesa bókina, áður en þeir' dæma hana. Þeir ættu að koma oft í kirkju til þess að geta sagt til um kosti og galla prédikan- anna. Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.