Lögberg - 31.01.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.01.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957 Vetnissprengjan er vooaleg Þetta er útdráttur úr grein eftir William L. Laurence, sem fengið hefir Pulitzer-verðlaunin fyrir ritgerðir sínar um kjarhorkusprengjur. Það var einni stundu fyrir sólarupprás, mánudaginn 21. maí 1956, að ég stóð á stjórn- palli herskipsins "Mount Mc- Kinley" og horfði á tilraunina með fyrstu vetnissprengju, sem kastað var úr flugvél. Henni hafði verið kastað frá B-52 árásarflugvél í 16 km. fjarlægð, og hún sprakk í rúmlega 10,000 feta hæð. Áður höfðu verið gerðar til- raunir með vetnissprengjur þarna suður á Marshall-eyjum í Kyrrahafi, en þetta var sú fyrsta, sem kastað var úr flug- vél. Og henni hefði getað verið varpað niður hvar sem var í heiminum. Margt bar fyrir augu meðan ég horfði á þetta, og það var líkast martröð vakandi manns. Fyrst blossaði upp ógurleg sól yfir bláum fleti Kyrrahafsins. Hún var í fyrstu hvítgræn á lit, en ljósmagnið var 500 sinnum meira heldur en ljós- magn sólar hér á jörð. Ég horfði á hvernig hinn ógur- legi eldhnöttur þandist út og varð á einu andartaki 5 km. í þvermál ,eða 17 sinnum stærri en blossinn sem eyddi Hiroshima og Nagasaki. Eftir tæpa klukkustund var eld- blossinn horfinn en furðulegt var að sjá alla þá liti, sem komu fram í mökknum, er sí- fellt þandist út og steig hærra og hærra, þangað til hann var kominn í allt að 40 km. hæð og dreifði þar svo úr sér, að hann hefir verið um 160 km. í þvermál. Ég hafði séð sprenginguna í Nagasaki, en mér ofbauð að horfa á þetta og hugsa til þess hvílíkt ógurlegt tjón svona sprenging gæti gert í stór- borgum. Svo skaut upp hjá mér nýrri og þægilegri hugs- un: Þessi hræðilega sprenging mun verða til þess, að aldrei framar verður háð heims- styrjöld. Þessi reginsól boðar nýjan dag, nýja friðaröld, þegar enginn þorir að hefja árásarstríð, vegna þess að þá er honum sjálfum glötun vís. Menn heimta pú að tilraun- um með vetnissprengjur sé hætt. En þeim mönnum vil ég svara þessu: Þessi spreng- ing og aðrar öflugri, sem á eftir koma, eru öruggasta vörnin gegn því að heims- styrjöld brjótist út. Ég ér sannfærður um að sagan mun fullyrða þegar fram í sækir, að tilraunirnar með vetnis- sprengjuna hafi afstýrt þriðju heimsstyrjöldinni. Og til þess að sýna að þessi fullyrðing sé ekki úr lausu lofti gripin vil ég benda á þetta: Ég sá þegar kjarnasprengj- an var reynd í eyðimörkinni í New Mexico í júlí 1945, og ég horfði á er sams konar sprenja lagði Nagasaki í rúst- ir og þyrlaði þar upp 60,000 feta háum mekki. Sú sprengja var álíka kraftmikil og 20,000 tonn af TNT þráðtundrinu. Það var kallað að kraftur hennar .væri 20 kílótonn, en það samsvarar 2000 tíu tonna sprengjum. Nú er ekki talað um kíló- tonn, heldur megatonn, þar sem hvert samsvarar milljón tonnum af NTN. Fyrsta kjarn- orkusprengjan var ekki einu sinni svo mögnuð, að hægt hefði verið að nota hana til að kveikja í vetnissprengjunni. Kveikiefnið í vetnissprengj- unni sem reynd var 21. maí, samsvaraði 500 kílótonnum, eða 500,000 tonnum af TNT. Vér erum nú komnir inn á megatonn öldina, þegar ein flugvél getur kastað einni sprengju, sem hefir fimm sinnum meira sprengimagn heldur en allar þær sprengjur, er allar ófriðarþjóðirnar létu kasta í seinni heimsstyrjöld- inni. Hver mundu verða áhrifin ef megaton sprengju væri varpað á stórborg? Vér getum gert oss nokkra grein fyrir því ef vér athugum hvað ameríska kjarnorkunefndin sagði um afleiðingar sprengju, sem reynd var í nóvember 1952. Þessi sprengja var ekki nema 5 megatonn, en hún þurrkaði algerlega út eyna Elugelab í Kyrrahafi. Sprengi- gígurinn eftir hana var rúm- iega IV2 km-. í þvermál og 175 íeta djúpur. Sprengingin gjör- eyrðilagði allt á 5 km. svæði, olli stórskemmdum í allt að 10 km. fjarlægð og miklum skemmdum í allt að 16 km. fiarlægð. Þegar ég horfði á vetnis- sprengjuna 21. maí, sagði ég við sjálfan mig að nú gæti mannkynið dregið andann léttar, því að nú væri því bjargað frá kjarnorkustyrj- öld. Það er ekki aðeins, að þessi voðalegu vopn verði æ kraftmeiri, heldur verða þau einnig sífellt minni í vöfum. Það getur ekki átt sér stað að nokkur þjóð dirfist að hefja kjarnorkustríð, því að það yrði sama og eigin tortíming. —Lesb. Mbl. Það er sagt að Mark Twain hafi sagt þetta: „Þegar ég var 19 ára, fannst mér, að faðir minn vissi ekki, en þegar ég 'var 25 ára, var ég undrandi yfir því, hve mikið hann hefði lært á undanförn- um árum." •k — Hvernig stendur nú eigin lega á því, að þú ferðast á fyrsta farrými, maður með ekki meiri tekjur? — Það er ill nauðsyn, því að á öðru og þriðja farrými hitti ég svo marga, sem ég skulda peninga. Próíessor dr. RICHARD BECK: Dagur á þjóðminjasafninu á Byggðey Að lokinni ógleymanlegri norskra bænda. Eins og vera dvöl okkar heima á ættjörð- inni fram eftir sumri í hittið- fyrra, héldum við hjónin til Noregs og vorum þar í nærri mánaðartíma; ferðuð- umst víða um landið, skoðuð- um fagra staði staði og merka, og lögðum sérstaklega leið okkar um þá landshluta, sem fornir feður vor Islendinga höfðu komið úr á landnáms- öld. Fær enginn Islendingur, sem eitthvað verulega þekkir til sögu þjóðar sinnar, ferðast svo um þær slóðir, að hann finni eigi til þess, hve rætur hans standa þar djúpt í mold og að honum glöggvist eigi með ýmsum hætti skilningur á þjóðernislegum og menning- arlegum u p p r u n a sínum. Verður saga þeirrar ánægju- legu og lærdómsríku ferðar okkar um fornar feðraslóðir þó eigi frekar rakin hér, því að það hefi ég áður gert á prenti beggja megin hafsins, og sú frásögn þess vegna að líkindum komið fyrir sjónir ýmsra þeirra, sem lesa Sjó- mannadagsblaðið. Hins vegar vil ég nú gera einum degi í Noregsferðinni nokkru ítar- legri skil skil en ég hefi áður gert í ofannefndri frásögn, því &ð hann varð okkur um margt sérstaklega minnisstæður, en það var ágústdagurinn yndis- legi, sem við áttum á Þjóð- minjasafninu í Byggðey (Bygdöy) í úthverfi Oslóborg- ar. Og þar sem sú frásögn fjallar öðru fremur um skip og siglingar, mun hún lesend- um Sjómanndagsblaðsins vel að skapi. Enginn, er til Oslóar kemur og á þar dvöl, og sízt af öllu nokkur íslendingur, má láta það undir höfuð leggjast að skoða hið fjölþætta Þjóðminja safn í Byggðey, og mun þess seint iðra, því að þar getur að líta margt það, sem bregður birtu bæði á menningarsögu Norðmanna og hins norræna kynstofns. Þar á eyjunni hefir verið safnað í einn stað og prýði- lega fyrir komið hálfu öðru hundraði gamalla norskra bændabýla úr öllum lands- hlutum, búin hinum gömlu húsgögnum, vinnutækjum og híbýlaskrauti. Getur hér í rauninni að líta víðlenda norska byggð með öllum sín- um svipbrigðum, eða öllu heldur mörg byggðarlög í samfelldri heiíd, sett í um- gerð fagurra skóglunda, hæða og grænna grunda. Má í bændabýlum þessum lesa sögu norsks sveitalífs og menningarbragsfrá því snemma á öldum og fram á vora daga. Björnstjerne Björnson, önd- vegisskáldið norska, kemst svo að orði á einum stað í ritum sínum, að kirkjan skipi háan sess og virðulegan í hugum ber, getur þá einnig að líta á ábærilegum stað í bygginga- safninu á Byggðey eina af hin- um merku og sérstæðu norsku stafkirkjum, og er hún komin í safnið úr Hallingdal, er Haddingjadalur nefnist í forn- um sögum. Og kynlega er þeim norrænum manni farið innan brjósts, og þá ekki sízt þeim íslendingi, sem ekki finnst hann verða eitt með horfnum kynslóðum, er hann gengur hljóðum skrefum gólf þess aldagamla guðshúss .eða sezt þar á bekki innan veggja. Mér hvarflaði í hug meitluð ljóðlína Einars skálds Bene- diktssonar: „Kórinn sveipar bergmál hljóðra bæna". Héð- an höfðu bljúg og heit bænar- orðin stigið til himins „mann frá manni og æfi eftir æfi". En fjarri fer því, að Þjóð- minjasafnið mikla á Byggðey sé einskorðað við margþætta og litbrigðaríka lýsingu á norsku sveitalífi' og menn- ingu, sem þar er að finna. Hinni meginhliðinni á norsku þjóðlífi og atvinnulífi, sjó- mennskunni og siglingunum, er þar engu áhrifaminna rúm skipað, nema síður sé, þar sem eru víkingaskipin og önnur sögufræg skip Norðmanna. Víkingaskipin munu einnig að flestra dómi_y.elnstæðust hinna mörgu og gagnmerku fornminja á safninu, og safn- gestum að sama skapi verða hvað starsýnast á þau. Fannst okkur hjónunum einnig fara ágætlega á því að hefja hinn minnisstæða dag okkar á Byggðéy einmitt með því að skoða þessa frægu farkosti norrænna manna. Og hver veit, nema einhverjir forfeður okkar hafi á sínum tíma knúið þar ár eða ajafnvel haldið þar um hjálmunvól. Víkingaskipin eru þrjú tals- ins og hefir þeim verið búinn staður í sérstöku húsi, og njóta þau sín þar ágætlega. Af svöl- um í húsinu geta safngestir séð öll þrjú skipin í einu, og er það tilkomumikil sjón hverjum þeim, sem ann sög- um vorum og öðrum fornum fræðum. Skipin bera heiti staðanna, þar sem þau fund- ust, og verður hér lýst stutt- lega í þeirri röð, en þau fund- ust öll í fornmannahaugum í nágrenni Oslófjarðar, er nefndist Víkin að fornu fari. „Tuneskipið" fannst árið 1867 í'haug austan Oslófjarð- ar, nálægt tíæ, er Haugur (Haugen) heitir á Hrólfsey (Rolvsöy). Svo var skipið þó skemmt orðið og fúið, að erfitt er að kveða á um lengd þess, en getið hefir verið til, að það hafi verið 20 metra langt, og 11 eða 12 árar á borð. Hefir það því verið styttra, og einnig borðlægra, heldur en hin vík- ingaskipin, sem varðveitzt hafa. Vegna ásigkomulags „Tuneskipsins", hefir einnig reynzt örðugt að ákveða aldur þess, en líklegt þykir, að það sé frá lokaárum 9. aldar. 1 grafhýsi á skipinu fundust bein úr karlmanni og hesti. Er talið, að þar hafi konungur heygður verið. Ætla sögu- fróðir menn, að voldug kon- ungaætt hafi á tímabili því, er hér um ræðir, ráðið ríkjum á þessum slóðum og átt aðsetur í Hrólfsey, pg megi til þeirra rekja fornmannahauga þá hina miklu, sem þar eru í ná- grenninu. Hin víkingaskipin . tvö, „Gaukstaðaskipið" (Gokstad- skibet) og „Ásubergsskipið" (Osebergskibet), fundust bæði vestan megin Oslófjarðar, þar sem var Vestfold hin forna. Standa þau nú, að gerðum nauðsynlegum endurbótum, í hinni upprunalegu mynd sinni og fegurð á Þjóðminja- safninu. „Gaukstaðaskipið" var graf- ið úr haug á Gaukstöðum skammt frá bænum Sande- fjord árið 1880. Það er allt úr eik, nema þiljurnar, sem eru úr greni og furu, og er 23,33 metrar að lengd milli stafna cg 5,25 metrar að breidd mið- skipa. Það er sextán róið á borð, og hefir hér því verið um að ræða haffært skip, sem bæði mátti róa og sigla, eins cg títt var um slík skip. Einnig var það skarað 32 skjöldum á hvort borð. Skip þetta er traustlega byggt og af miklum hagleik, um allt hið fegursta að gerð. Hefir það verið svip- mikil sjón að sjá það koma siglandi af hafi. Það er talið vera frá seinni hluta 9. aldar og má skoða það sem ágætt sýnishorn víkingaskipa þeirr- ar aldar. Er ekki ólíklega til getið, að því lík hafi mörg þau skipin verið, sem fornmenn sigldu til Islands. Ýmsir merkisgripir fundust í „Gaukstaðaskipinu", og má þar sérstaklega nefna leyfar þriggja smábáta, sem voru í smáskutnum; hefir reynst fært að endurnýja tvo þeirra, og eru þeir til sýnis í víkinga- skipahúsinu á Byggðey. Bera þeir drjúgum svip víkinga- skipsins sjálfs og líkjast um Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $............ for.............. Icelandic weekly, Lögberg. NAME ............................................ ADDRESS .................................... City................................................... subscription to the Zone

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.