Lögberg - 31.01.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.01.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957 3 Business and Professional Cards byggingarlag bátum þeim, sem tíðkuðust á Norðvestur- strönd Noregs fram á vora daga.' 1 grafhýsi á þiljum „Gauk- staðaskipsins“ fannst beina- grind af karlmanni, og var umbúnaður allur mjög vand- aður; hafði hann verið heygð- ur í skrautklæðum og alvopn- aður. Kom A. W. Brögger pró- fessor fram með þá tilgátu, að það væri Ólafur konungur Geirstaðaálfur, er þarna hefði grafinn verið. Síðan hefir ýmsum stoðum verið kippt undan þeirri ágizkun, þó eigi hafi henni með öllu hrundið verið. „Ásubergsskipið" fannst á samnefndu býli á Vestfold 1903, en var ekki grafið úr jörðu fyrri en næsta sumar. Eins og hin víkipgaskipin tvö sneri það í haugnum stafni til sjávar. Það er 21,5 metrar á lengd mijli stafna og rúmir 5 metrar á breidd miðskips, og róið 15 árum á borð. Mjög er til þess vandað um efnivið og gerð, og hið tígulegasta ásýnd- um, stafnhátt, og stefnan fagurlega útskorin. Hins vegar er það það mjög flatbotna og borðlágt að sama skapi, og að því leyti harla ólíkt haffæru skipi sem „Gaukstaðaskipinu“. Enda er litið svo á, að „Ásu- 'bergsskipið“ hafi verið skemmtiskip, og því smíðað sérstaklega til ferða með ströndum fram, en eigi ætlað að ganga á hólm við æðandi úthafsöldur, og það hefir auð- sjáanlega náð þeim tilgangi sínum ágætlega. í haugnum hafði skipið orðið fyrir all- miklum skemmdum, en það hefir verið endurbætt, eftir því, sem þörf krafðist, og hlær nú við safngestum í upprunalegum glæsileik sín- um. „Ásubergsskipið“ er talið vera smíðað í byrjun 9. aldar, en mun hafa verið 50 ára gam- alt, er það var hauglagt. í grafhýsinu á skipinu fundust beinagrindur tveggja kvenna, og er litið svo á, að það hafi verið drottning og þerna hennar, og skipið þá um leið skemmtisnekkja hinnar fyrr- nefndu, eins og þegar er vikið að. Fjöldi dýrmætra muna fundust efnnig í skipinu, seni bera því vott, að þar hafi höfðingskonu mikilli verið búin hinzta hvíla, og eiga munir þessir jafnframt mikið menningarsögulegt giídi. Brögger prófessor hefir í sambandi við þennan ein- stæða skipsfund og fornra minja, getið þess til, að Ásu- berg hafi verið kennt við Ásu, ömmu Haralds hárfagra, og hafi hún verið heygð þarna í skipinu með öllum þeim virðuleika, er drottningu sæmdi að sið þeirra tíma. En sé það rétt til getið, er óþarft að fjölyrða um það, hversu sá fornminjamundur er.nátengd- ur landnámi íslands og jafn- framt óvenjulega merkilegur fyrir okkur íslendinga. Á hinn bóginn bera „Gauk- staðaskipið“ og „Ásubergs- skipið“ því fagurt vitni, hverj- ir snillingar í skipasmíð nor- rænir menn hafa verið orðnir á víkingaöldinni, enda áttu þeir - sér þá þegar langa reynslu að baki í þeim efnum. Jafnframt er þess að minn- ast, að skip norrænna manna voru þeim eigi aðeins flutn- ingstæki, heldur samtímis mikilvægur þáttur í þjóðfé- lagslegu og trúarlegu lífi þeirra, og því er það einnig, að skipagrafir þær, sem fund- izt hafa, varpa um margt björtu ljósi á líf og hugsunar- hátt norrænna manna á vík- ingaöldinni, en klæði, fé ogt margs konar gripir voru lagð- ir í haug með mönnum, og eru f;undirnir í ofannefndum fornmannahaugum ljós dæmi þess. Skipagrafirnar benda líka ótvírætt 1 þá átt, að fornmenn hafa lagt hina dauðu í skip, af því að þeir trúðu því, að hann ætti sjóferð fyrir höndum. Stundum voru líkin lögð í skip, og hvorttveggja síðan brennt; loks eru dæmi þess í fornum sögum, að konungar, sem vissu dauðann á næstu grösum, stigu í logandi skip, sem þvínæst var ýtt frá landi á haf út. Víðfræg að verðleik- um er eftirfarandi lýsing Snorra Sturlusonar í Heims- kringlu á dauða Haka konungs hins sænska: „Haki konungur fékk svo mörg sár, að hann sá, að hans lífdagar myndu eigi langir verða. Þá lét hann taka skeið, er hann átti, og lét hlaða dauð- um mönnum og vopnum, lét þá flytja út til hafs og leggja stýri í lag og draga upp segl, en leggja eld í tyrvið og gera bál á skipinu. Veður stóð af landi. Haki var þá að kominn dauða eða dauður, er hann var lagður á bálið. Sigldi skipið síðan logandi út í haf, og var þetta allfrægt lengi síðan“. Og ekki er erfitt að gera sér í hugarlund, að það hafi verið ágætle^a að skapi hinum fornu sækonungum, að setjast við stjórnvöl og sigla eigin skipi út á rúmsjó eilífðarinnar — á fund Óðins. Sjáni blái sver sig ótvírætt í ættina, eins og Örn Arnarson lýsir honum í samnefndu kvæði sínu, og þá ekki sízt í þessu mælska og myndríka erindi: Vindur hækkar. Hrönnin stækkar. Hrímgrátt særok felur grund. Brotsjór rís til beggja handa. Brimi lokast vík og sund. Stjáni blái strengdi klóna, stýrði beint á drottins fund. Víkingaskipin í Byggðeyjar- safninu minná áhorfandann jafnframt kröftuglega á víð- tækar víkingaferðir og landa- fundi norrænna manna og á sögulegt og menningarlegt gildi þeirra ferða þeirra. Þeir voru „frumherjar frelsisins“ $3.00 per House Call EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 miklu víðar en á Islandi, þó að lýðveldi það, er þeir stofn- uðu þar, beri hæst við himin í stjórnarfarslegri sögu þeirra til forna. En fleira er það á Byggðey, sem minnir á dirfsku og snilli norrænna forfeðra vorra og frænda vorra Norðmanna í sæförum. Við lukum deginum á Þjóðminjasafninu með því að ganga um þilfar hins víð- fræga skips dr. Fridtjofs Nan- sen „Fram“, er hann sigldi í Norðurheimskautsför s i n n i 1893—1896 og Roald Amund- sen í Suðurheimskautsför sinni 1910—1912; síðan skoð- uðum við gaumgæfilega hinn einstæða farkost „Köntiki“, sem Thor Heyderdahl og fé- lagar hans létu berast á fyrir stormi og straumi yfir Kyrra- haf árið 1949, og pnnu með því mikið afrek bæði frá sigl- inga- og vísindalegu sjónar- miði. En fleki þeirra félaga er eftirlíking af farkostum þeim, sem Indíánar í Perú notuðu til sæfara 500 árum fyrir Krists burð. í þessu mikla Sjóminjasafni Norðmanna ber því allt að sama brunni. Sæferða- land- fundasaga norrænna manna verður áhorfandanum, sem er henni að einhverju leyti kunnugur, ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. í löngum röðum sér hann víkingaskipin halda á haf í margar áttir; svipmikil, borðhá og skjöld- um sköruð. Og íslendingurinn lítur þar í anda forfeður sína leggja úr höfn áleiðis til hins fyrirheitna lands þeirra, ís- lands, og honum verður ofar- le^a í huga myndin fagra af þeim, sem Davíð skáld Ste- fánsson hefir brugðið upp í Alþingishátíðarljóðum sínum: Þér landnemar, hetjur af konungakyni, sem komuð með eldinn um brimhvít höf, sem stýrðuð eftir stjarnanna skini, og stormana hlutuð í vöggugjöf — synir og farmenn hins frjálsborna anda, þér leituðuð landa. I særoki klufuð þér kólguna þungu, komuð og sáuð til stranda. 1 fjalldöluni fossarnir sugu. Að björgunum brimskaflar sprungu. Þér blessuðuð Island á norræna tungu. Fossarnir sungu, j og fjöllin bergmála enn: Heill yður, norrænu hetjur. Heill yður, íslenzku landnámsmenn. Sjómannadagsblaðið 1956 Minnist BETEL í erfðaskróm yðor Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusíml 92-3851 Heimaslmi 40-3794 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 Office Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson, Eggerlson, Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. PHONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöa&byrgö o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dtrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 National Realty Co. New and older homes—farms— stores and other businesses in Winnipeg and surrounding areas. PAUL ANDERSON, Manager 214H Sherbrook St., Winnipeg, Man. Days SPruce 4-5568—Evgs. 42-4924 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- við, heldur hita frá aö rjflka út með reyknum.—Skrifiö, slmiö til .KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North oí Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 \------- S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipefl PHONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Ukkistur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaöur s& beztf. StofnaÖ 1894 SPruce 4-7474

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.