Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1957 7 Heimspekingurinn Jean-Paul Sartre tekur afstöðu gegn kommúnistum á ný Hann hefir daðrað við komm- únista síðan 1952 en skipti um skoðun eftir atburðina í Ung- verjalandi Atburðirnir í Ungverjalandi vöktu fjölmarga meðal franskra menntamanna til nýrrar umhugsunar um heims málin og stjórnmálaviðhorfið í dag. Margir þessara manna höfðu léð kommúnistum fylgi sitt í meira eða minna góðri trú á friðarvilja þeirra og góð' markmið. Athygli umheimsins hefir samt aðallega beinzt að einum þessara manna, heim- spekingnum og rithöfundinum Sartre, höfundi existenzial- ismans, en hann hefir verið framarlega í „friðarhreyfingu" kommúnista undanfarin ár. Vítaskuld er það áberandi kollstökk þegar Sartre forðar sér nú svo spögglega frá kommúnistum og öllu þeirra athæfi. En samt er það ekkert nýjabrum á stjórnmálaferli hans, satt að segja tók hann svipaðan kollhnís fyrir nokkr- um árum, þegar hann gekk fyrst í lið með kommúnistum — þótt hann stefndi þá í öfuga átt við það sem nú er. Sartre er nú liðlega fimm- tugur að aldri, og síðan í stríðs lok hefir hann verið einn af kunnustu og umdeildustu bók- menntamönnum Frakklands. Heimspekistefna hans, exist- enzialisminn, öðlaðist trausta fylgismenn og hatramma and- stæðinga, varð jafnvel tízku- fyrirbrigði um tíma. Hann stofnaði stórt tímarit, Les Temps Modernes, sem brátt varð mjög áberandi og hann starfaði mikið sem heimspek- ingur, ritgerða-, leikrita- og skáldsagnahöfundur. Erlendis var hann talinn fyrsta tákn eftirstríðsáranna í menningar- lífinu og skoðanir hans urðu til þess að hefja umræður um andleg mál, sem legið höfðu í láginni á stríðsárunum. Marg- ir töldu verk hans tákn dæmi gerðrar lífsskoðunar eftir- stríðsáranna, sem taka yrði tillit til, þótt skoðanir hans væru í rauninni býsna óþægi- legar. Verk Sartre voru nú þýdd á fjölmörg tungumál, leikrit hans leikin víðs vegar um heim og kvikmyndir gerð- ar eftir þeim. Hér á landi hafa verk hans verið fjutt í útvarp og í Þjóðleikhúsinu en enn sem komið er liggur engin bók hans fyrir í íslenzkri þýð- ingu. 1 Samkvæmt kenningum Sartre er enginn guð til. Mað- urinn er algerlega frjáls og ber þess vegna einn alla á- byrgð á gerðum sínum. Það er því eðlilegt frá þessum sjónar- hóli séð, að Sartre teldi kom- múnista erkióvini sína og það kemur einnig glöggt fram af heimspekiritum og ýmsum ritgerðum í fyrstu árgöngum Les Temps Modernes. Og sömuleiðis er eitt bezta leikrit hans, Flekkaðar hendur (1947) ástríðufullt og áhrifamikið uppgjör við flokksaga komm- únistaflokksins. Þegar þessa var minnzt, hlaut það að koma mjög á óvænt, þegar Sartre tók að daðra við sjálfan erkióvininn, kommúnistana, árið 1952, þótt hann hefði að vísu mjakast hægt og sígandi til vinstri árin næstu á undan. Á svo- kölluðu heimsfriðarþingi, sem haldið var í Vín í desember 1952 skipaði Sartre sér í flokk með kommúnistum án þess að setja þeim hin minnstu skil- yrði, og hann gekk meira að segja svo langt að hann mót- mælti sýningu á Flekkuðum höndum sem fór um sama Jeyti fram í Parkring Theater í Vín. Þessi svip hans við sinn eigin skáldskap urðu enn greinilegri 'er leikritið Nekrassoy var frumsýnt í júní 1955. Það er einasta skáldverk- ið, sem Sartre hefir birt síðan hann gekk í lið með kommún- istum og efnislega er það taumlaus árás á öll málgögn lýðræðissinna í Frakklandi og vörn fyrir friðardúfu komm- únista. — Þetta leikrit leiddi raunar í ljós, að Sartre hafði fórnað kommúnistum fleiru en heimspeki sinni — skáldlist hans var líka í veði. —Leik- ritið var lítilfjörlegur farsi, sömu tegundar og þeir, sem leikhúsin í Moskvu hafa leikið árum saman. Hreint áróðurs- verk, sem var höfundi sínum ósamboðið eins og mörg önn- ur verk er höfundar sem fylgja kommúnistum að mál- um hafa áður birt. Nú hefir Jean-Paul Sartre breytt um stefnu eeinu sinni enn. 1 franska vikublaðinu I’Express gerir hann grein fyrir þeim ályktunum, sem hann kveðst hljóta að draga af atburðunum í. Ungverja- landi. Ef marka má orð heim- spekingsins, er þetta síðasta kollstökkið, sem hann tekur á ævinni: „Ég fordæmi kommúnism- ann, ógnarstjórn hans og ótrú- lega heimsku". En maður getur ekki lesið þessi skrif eftir einn af gáfuð- ustu mönnum álfunnar, án þess að maður sjái hversu dýr- keypt þessi sinnaskipti hans hafa orðið — dýrkeypt fyrir aðra. —TÍMINN, 30. des. Dánarfregn Marteinn Guðmundsson Martin var fæddur þ. 2. júní 1873 að Flugu í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Hann dó á sjúkrahúsinu í Baldur, Mani- toba þ. 26. janúar s.l., 83 ára gamall. » Foreldrar Marteins h. voru hjónin Guðmundur Marteins- son og Kristín Gunnlaugs- dóttir, bæði frá Flugu í Breið- dal. Marteinn kom til Canada með foreldrum sínum, fimm ' ára gamall árið 1878. Þau sett- ust að í Nýja-lslandi í nánd við Hnausa. Systkinin voru 11; fimm eru dáin þau sem syrgja bróður sinn eru: Helgi, bú- settur í Winnipeg, Jón í Lang- ruth, Sigrún, Mrs. Oddleifs- son í Árborg, Kristborg, Mrs. McGilliway, Minneapolis, Minn., og Antóníus í Árnes, Man. Þann 18. október 1897 giftist Marteinn h. eftirlifandi ekkju sinni Kristbjörgu Jóhannes- son Gunnlaugssonar og Val- gerði Finnbogadóttur frá Flugu í Breiðdal. Þau voru í nokkur ár í Nýja-íslandi en fluttu 1903 til Baldur. Þar vann Marteinn við járnbraut- arvinnu yfir 40 ár, að fáum árum undanskildum sem þau áttu heima í Sperling og Indian Spring, Man. Þeim hjónum varð ei barna auðið, en tóku til fósturs eina dóttur, Florence, Mrs. Barney Thor- leifsson. Þau voru henni góðir foreldrar og hún þeim elsku- rík dóttir. Það er dásamlegt hvað hún hefir lagt á sig að hjúkra fósturforeldrum sín- uih í veikindum þeirra í fleiri ár, af ástúð og umhyggju, sem hún segir þau' verðskulda fyrir hvað þau hafi verið sér góð. Marteinn var ötull og góður vinnumaður; hann var söng- elskur, las mikið, og var gest- risinn og góður heim að sækja; hann var einnig hinn bezti nágranni. Hans er sakn- að úr vinahópnum í Baldur. Sjálfur valdi hann sálmana fyrir útföörina og þar á meðal,^ „Ég heyrði Jesú himneskt orð“: „Kom, hvíld ég veiti þér, þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að brjósti mér. Ég kom til Jesú. Örþyrst önd þar alla svölun fann; hjá honum drakk ég lífs af lind; mitt líf er sjálfur hann.“ Þetta var hans einlæg bæn og trúarreynsla. Hann var bænheyrður. * Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni í Baldur þann 28. jaúnar að fjölda fólks viðstöddu. Sóknarpresturinn jarðsöng. Subscription Blank < COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for Icelandic weekly, Lögberg. subscription t.o the NAME ADDRESS City • Zone Kynnist bankastjóra yðar . Það er auðvelt að kynnast honum — og hann er góður maður að ráðgast við. Ekki einasta vegna kunnáttu hans í bankamálum, heldur engu síður vegna þess að þér megið treysta honum til að beita þekkingu sinni í yðar þágu. Hann veit að bankaþjónustan er annað og,meira en talning peninga og bókhald. Hann veit að slík þjónusta veitir tækifæri til að vinna með fólki — greiða götu þess með banka- viðskiptum til að ráða fram úr vandamálum, glæða vonir þess og gera skipulagningu auðveldari. Með þetta fyrir augum hefir hann öðlast sérþekkingu sína. Að þessu er honum ljúft að starfa. Þér sannfærist um að slíkum manni sé gott að kynnast. LÖGGILTU BANKARNIR ÞJÓNA SAMFÉLAGI YÐAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.