Lögberg - 07.03.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.03.1957, Blaðsíða 6
GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Þú fengir nú sjálfsagt eitthvað af Nauta- flataauðnum. Jón hugsaði líka um þdð, að þér liði sæmilega, því hvað sem öllum hans göllum líður Svo er nú Jakob bráðum orðinn fuiltíða maður og verður hann þó alltaf tryggui' vinur og félagi. fer að giftast og þú getur verið hjá honum. Þetta verða víst ekki mikil vandræði". „Minnstu nú ekki á að ég verði tengdamóðir — það gerir mann svo gamla. Ég vil eiga Jakob minn ein.“ t Þórður brosti og stóð upp í annað sinn. „Þú hugsar um þetta í kvöld. Ég vildi náttúrlega helzt að þú yrðir samfetða“, sagði hann með hendina á hurðarhandfanginu. „Farðu nú ekki strax. Það er ekki kominn háttatími enn á þessu heimili — þú heyrir há- vaðann í krökkunum“. „Ég gæti hugsað, að þér þætti börnin nokkuð^ ærslafengin. Bregður þér nú ekki við margt — saknarðu ekki umhyggjunnar og eftirlætisins hjá Borghildi?“ „Jú, ég sakna óteljandi margs, Þórður. Ég er ekki farin að spyrja þig ennþá eftir henni Lísibetu litlu. Hefur hún verið frísk?4* „Já, hún hefur verið frísk, en oft er hún búin að spyrja eftir þér“. ^ ,Hvar sefur hún síðan ég fór?“ „Hún sefur í rúminu sínu. Borghildur sefur þar inni síðan Jón fór“. Þórður var seztur í þriðja sinn. „Hvernig dettur þér í hug að ég geti gengið alla leið norður í Hrútadal?“ sagði hún næst. „Það hefur mér aldrei dottið í hug. Ég fæ vél- bát með okkur norður á Ósinn“. „Ég var næstum búin að heitstrengja að koma aldrei á sjó framar“. ' „Nú, varstu þá ekki að hugsa um að halda ferðinni áfram vestur?“ „Jú, maður ráðgerir svo margt, þegar maður er svona einn og ráðalaus. Ætli ég hefði nokkurn tíma haft mig upp í það?“ „Þá bíðurðu bara þangað til Jón sækir þig á hestum eins og ég sagði áðan“. „Það er víst ekki viðkunnanlegt, ef við förum að skilja“. „Heldurðu þið sættist ekki á leiðinni? Það er sælt að semja frið. Ekki skaltu taka orð mín svo, að ég sé að telja þig á að skilja. Ég tel það bara , skárra en þennan skollaleik“. „En ef svo færi — hver heldurðu þá að settist í húsmóðursætið á Nautaflötum?" Þessi þráláta spurning hafði verið að brjótast út fyrir varir hennar lengi. Nú var hún komin alla leið fram fyrir Þórð og Anna beið með óþreyju eftir svari. En það þurfti nú enginn að búast við, að Þórður svaraði þessari spurningu strax. „Og ætli hún yrði nokkur“, sagði hann loks. „Það fer nú að kólna blóðið í okkur, þegar við förum að þokast á fimmtugsaldurinn. Hann er alveg hættur öllu svoleiðis". „O-sei-sei, þú veizt sjálfsagt lítið um það, þó að ég viti ekki hversu einlægir þið eruð. Kannske segið þið hvor öðrum, hvað ykkur verður ágengt í þeim efnum. Kannske hann taki Línu sína til sín? Fyrirgefðu, Þórður, ég ætlaði ekki að glopra þessu fram úr mér. Ég þykist vita, að þér sé það ekki ljúft umtalsefni“, sagði Anna og roðnaði. „Það má víst minnast á það. Það er engum í Hrútadal ókunnugt um Línumálið. Ekki gekk svo lítið á, þegai* það var á döfinni. En hún snýst sjálf- sagt um þann tjóðurhæl, sem henni var fest við, vesalingurinn. Henni hefur liðið þar vel, þó að efnin séu lítil. Okkur fórst ómannlega við hana. — Góða nótt! Reyndu nú að sofa vel“. Þórður var horfinn áður en hún gat beðið hann að sitja lengur. Helzt hefði hún viljað spyrja eftir hverri manneskju á heimilinu, en þetta hafði alveg riðið baggamuninn, að hún skyldi minnast á LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1957 Línu. „Okkur fórst ómannlega við hana“, hafði hann sagt. Sjálfsagt átti hann við Jón og sig sjálfan. Ekki gat hann þó átt við, að hún hefði ekki komið almennilega fram við hana? Það höfðu víst ekki margar eiginkonur leikið það eftir henni, sem hún gerði. Allar þær gjafir og sendingar. Hún hafði náttúrlega verið harðorð við bhna, þegar hún heimsótti hana einu sinni. En hvað svo sem vissi Þórður um það? Nei, hann hafði áreiðanlega ekki talað þetta til hennar. Á ÓSNUM Frúin kom með morgunkaffið, bauð góðan daginn og dáðist að veðrinu. „Er þessi maður ekki frá þínu heimili?“ spurði hún svo ákaflega forvitin. „Jú, hann er að vitja um mig. Líklega hætti ég alveg við þetta ferðalag vestur. Það vill endi- lega að ég komi norður aftur, fólkið heima“, sagði Anna. „Hann talar fátt“, hélt frúin áfram. Anna jánkaði því. Krakkarnir kölluðu frammi, svo að frúin varð að sinna þeim. Hún hafði þó ætlað að spyrja svo margs. Það var nokkuð ein- kennilegt að eiginmaðurinn skyldi ekki koma eftir þessari konu, heldur senda vandalausan mann. Henni var farið að þykja margt grunsam- legt við þennan gest sinn. Aldrei minntist hún á heimili sitt eða neina manneskju þar fyrir norðan nema son sinn, sem væri í skóla. Og svo kom þessi maður, sem svaraði með jái og neii flestu, sem talað var við hann. Anna var fljót að klæða sig. Hún var næstum staðráðin í því að fara með Þórði norður og fór að taka saman það ,sem hún hafði meðferðis. Þarna var Þórður að rangla úti fyrir glugganum. Hún opnaði gluggann og bauð góðan daginn. „Finnst þér “'þetta ekki gott veður?“ sagði hann. „Heldurðu að þú treystir þér ekki á sjóinn? Það er blæjalogn. Við verðum ekki nema nokkra klukkutíma norður á Ósinn“. „Mér finnst ég ekki geta séð þig fara einan heim. Ég var ekkert sjóveik um daginn og nú vex mér kjarkur, þegar ég hef svona góðan ferða- félaga“. „Það er ágætt“, sagði Þórður glaðari en áður. „Ég fer þá út í kaupstaðinn og útvega bátinn. Svo kem ég að sækja þig“. „En það tekur svo langan tíma — þá verðum við ekki komin norður fyrr en í nótt“, sagði hún óþolinmóð. „Ég fer strax með þér. Mér er ekkert að vanbúnaði. Þú hlýtur að geta fengið bát“. „En ef ég fengi hann ekki?“ 1 „Þá gisti ég í kaupstaðnum“, sagði hún. Nú ,var áhugi hennar vaknaður og þá vildi hún ekki tefja lengur. Varla að hún settist við matborðið, því að henni bauð við matnum. En Þórður var rólegur eins og vanalega, og henni fannst hann aldrei ætla að verða búinn að borða. Loksins var því þó lokið. Anna kvaddi alla með virktum. Hér hafði henni liðið vel. — Þegar þau voru farin trúði presturinn konu sinni fyrir leynd- armáli, sem hann hafði heyrt fram í sveit eftir þesari norðlenzku stúlku á Jódísarstöðum. Hún var eitthvað undarleg á geðsmununum, þessi kona. Hann hefði ekki viljað segja henni það, m'eðan hún var á heimilinu. Hún hefði þá kannske farið að ímynda sér, að eitthvað kæmi fyrir. Konur eru svo hjartveikar. Þetta hafði henni sjálfri oft dottið í hug, að hún væri ekki eins og annað fólk, þessi kona. Samt hafði henni fallið hverjum deginum betur við hana. Hún var indæl manneskja. Anna gekk beina leið heim að eldhúsdyrunum til Lóu, þegar hún kom út í kaupstaðinn. Hún þakkaði henni fyrir síðast og fékk henni kjólinn, sem hún var búin að sauma. ,Hvað þú ert himnesk", sagði Lóa. „Ég verð svei mér „pen“, þegar ég fer að stássa mig í honum þessum“. Anna spurði eftir Sífu. „Iss, blessuð vertu, hún fór strax daginn eftir að við fylgdum þér fram að Borg. Henni var ekki vært fyrir hornaugum frúarinnar. Hún vill fá sér vor- og sumarvinnu í sveit. Ef þig vantar stúlku, góða mín, þá skal ég útvega þér hana. Hún er bráðskörp“. Anna hafði aldrei haft mikið fyrir því að ráða vinnufólkið að Nautaflötum, og þá ekki sízt núna, þegar hún var fastráðin í því að yfirgefa það heimili fyrir fullt og allt. Svo var Sífa kannske eitthvert sérstakt karlmannatál, en svoleiðis kven- fólk var ekki æskilegt að fá á það heimili. Hún sagðist halda, að hennar væri engin þörf á sínu heimili. — Frúin var framúrskarandi kumpánleg og Anna komst ekki hjá því að drekka kaffi áður en lagt var af stað. Lóa fylgdi henni fram á bryggjuna. „Ósköp finnst mér þetta undarlegt“, sagði Anna' „hér lenti ég fyrir tæpum þremur vikum og þekkti þá engan mann, en nú finnst mér ég þekkja mörg húsin og mörg andlit. Ég er eins og farfugl, sem hvílir þreytta vængina stundarkorn og flýgur svo burtu aftur. Einhverntíma hljótum við að sjást aftur, Lóa mín. Þú kemur að finna mig einhverntíma“. Hún þagnaði, því að það var ekki heppilegt að bjóða fólki heim nema vita hvar heimilið yrði. Svo bætti hún við: „Ég skrifa seinna“. Vélbáturinn lagði af stað, hikstandi og hóst- andi. Anna horfði á hvítu vasaklútsveifuna hennar Lóu þangað til hún hvarf. Svona var lífið — heilsast og kveðjast. Hverjum skyldi hún heilsa næst? " Anna var niðri í einhverri kompu í bátnum- Þar gat hún setið og lagt sig fyrir, ef hún vildi- Þórður var sífelt að koma ofan til að vita, hvort hún væri lasin. Þegar hún spurði hann, hvort þaU ættu langt eftir, var alltaf sama svarið:: „Þetta líður óðum“. Hún var alltaf að líta á úrið sitt. Klukkan var að verða sex, þegar Þórður sagði í stiganum: „Nú ættirðu að koma upp. Þú stirðnar af að sitja svona hreyfingarlaus“. Hann rétti henni hendina og studdi hana upp stigann. Báturinn var að renna að bryggjunni á Ósnum., Hún andvarpaði af gleði. Þarna var allt baðað í miðaftansólinni, kaupstaðurinn, sjórinn og fjöllin, alveg eins og þegar hún hafði farið fyrir þremur vikum. Bryggj' an var þéttskipuð gamalkunnum kaupstaðarbúum- Hún þekkti þá víst hvern einasta. Hún heyrði Sigga Daniels tala hæst allra: „Svei mér ef það er ekki hann Þórður. Hvaðan getur hann komið? Og þarna, bíðum nú við, er hann með kvenmann. Ég fer nú að verða forvitinn — og það er-----“• Það var eins og það hefði skyndilega verið hastað - á hann og allar raddir, þegar Anna kom upp á1 bryggjuna. Siggi var sá fyrsti, sem hún heilsaði. Svo komu margar framréttar hendur. Hún var boðin velkomin 6g athuguð af forvitnum augum-' „Hvaðan úr ósköpunum ber þig að, Anna, eftir allan þennan tíma?“ sagði Siggi. „Við vorum orðin fullviss um að þú myndir ekki sjást hér aftur, og svo kemurðu svona allt í einu bráð- lifandi". „Ég var nú ekki langt frá, Siggi minn“, sagði hún og studdi sig við handlegg hans. „Ég er bara svo óstöðug á fótunum, að mér finnst ég ætla að rjúka um koll“. „Já, ég skil það, varstu sjóveik?“ sagði Siggi- „Ég skal leiða þig. Hvert ætlarðu að fara?“ „Ég ætla upp í læknishús“. Þau sigu af stað. Anna fann og sá þessi for- vitnu samúðjaraugu fylgja sér. Nú byrjaði það, sem hún hafði búizt við og kviðið fyrir. Siggi spurði hana ekki meira, talaði aðeins um að hún hefði verið heppin með sjóveðrið. „Nú þarftu ekki að fara lengra“, sagði hún, þegar þau voru komin upp hjá stóra húsinu, sem frú Matthildur hafði búið í fyrir fáum árum. „Nn ætla ég upp til frú Svanfríðar og fá að leggja mi^ fyrir. Þú getur kannske geymt töskuna mína og fleira, sem var í bátnum. Ég kem til þín seinna' • Þau kvöddust. Anna þótist þekkja nágranna- konurnar, Hlíf á Ásólfsstöðum og Helgu á Hóli, suður við búðardyrnar, en fjarlægðin var nógn mikil til þess að óþarfi var að heilsa þeim. Hún lé* því sem hún hefði ekki komið auga á þær og hvatti sporið upp að læknishúsinu og fór bakdyramegin- Það lagði móti henni hita úr eldhúsinu og ilmanch kaffilykt, þegar eldabuskan opnaði fyrir henni og bauð henni inn fyrir. Svo hvarf stúlkan strax inn 1 stofuna. Frú Svanfríður kom fram og athugaði geS* sinn gegnum gleraugun.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.