Lögberg - 25.04.1957, Síða 7

Lögberg - 25.04.1957, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1957 7 Handritafundurinn við Dauðahafið Kaþólskir og evangeliskir vísindamenn segja: — Rii Essena siaðíesta áreiðanleika hinna krislnu kenninga Merkur bindindisfrömuður gistir fsland „Þetta er ekki fimm aura virði,“ sagði starfsmaður einn við þjóðminjasafn Palestínu, er honum voru sýnd fyrstu handritin, sem fundizt höfðu nálægt Qumran. Hann grun- aði ekki, að þrem árum síðar mundu verða greiddir 250,000 dollarar fyrir nokkurn hluta handrita þessara. Honum kom ekki til hugar, að allur heim- urinn mundi fylgjast af spenn ingu með þeim rannsóknum, sem uppgötvun Bedúína- drengs nökkurs hafði hrundið af stað. Drengur þessi var úr litlum smyglarahópi, sem slegið hafði upp tjöldum sínum í þessu hrjóstruga héraði. Dag einn hafði geit, sem flokkurinn átti, hætt sér of hátt upp í klettana. Drengurinn klifraði upp á eftir henni og kom á leiðinni auga á einkennilega sprungu í i klettabeltinu og kastaði steini inn í hana. Inni fyrir heyrði hann brothljóð, eins og eitthvert stórt ílát hefði orðið fyrir steinum. Drengurinn lagði við hlust- irnar. Skyldi hann hafa rekizt á fólginn fjársjóð, sem gömlu mennirnir í flokknum kynnu ef til vill einhverjar sögur um? Hann sótti vin sinn einn, og síðan skriðu þeir báðir inn í hellinn. En vonbrigði þeirra urðu mikil. Það, sem steinn- inn hafði brotið, voru há en ekki að sama skapi víð leirker, rúmlega hálfur annar metri á hæð. En í staðinn fyrir silfur- sjóðinn, sem þeir höfðu vonazt eftir, fundu þeir aðeins fúla, óhreina stranga, sem auk þess voru þaktir einhverju kvoðu- kenndu efni, er síðar reyndist vera skinn, sem farið var að rotna. Bedúínadrengirnir unnu þó bug á viðbjóði sínum og ristu upp nokkra strangana. í þeim var ekki annað að finna en handritavafninga, ritaða með mjög einkennilegu letri, sem þeir höfðu aldrei áður séð. Áttu þeir nú að láta þetta gagnslausa drasl eiga sig, þar sem það var komið? Samt hugsuðu þeir með sér, að þeir gætu ef til vill fengið fyrir það nokkra skildinga hjá ein- hverjum skransalanum í Jerúsalem, svo að þeir tóku með sér strangana ellefu og héldu á brott. ----0---- Eitt ár leið. Árið 1948 hratt hinn frægi prófessar Albright í Ameríku frá sér stólnum, sem hann sat á, svo að hann féll um koll, er hann virti fyrir sér tvær myndir, sem honum höfðu verið sendar frá Palestínu. Gat þetta verið rétt? Hann hljóp yfir háskóla- ganginn á fund eins starfs- bróður síns. Hann varð að sýna honum myndirnar. Þetta var, eins og hann sagði, merk- asti handritafundur síðari alda. Þetta var ein af bókum Gamla testamentisins, skrifuð fyrir fæðingu Krists, og því um það bil þúsund árum eldri en nokkurt þeirra biblíuhand- rita, sem þá voru kunn. Og þetta handrit var eitt þeirra, sem litli Bedúínadrengurinn hafði fundið vorið 1947 ná- lægt Qumran. Hvorki hann né skransalinn, sem hann seldi smám saman strangana sína ellefu, höfðu hinn minnsta grun um, að nokkrum árum síðar yrðu gretddir 250,000 dollarar fyrir fimm af ströng- unum. Þrátt fyrir alla íortryggni fræðimanna kom það tví- mælalaust í ljós, er kolefnis- rannsókn sú, sem nútíma eðlis fræðingar viðhafa til að ganga úr skugga um aldur dýra og jurta, svo að ekki getur skeik- að nema í mesta lagi þrjú hundruð árum, að línið, sem saumað var utan um handrita- strangana, hafði verið fram- leitt úr hörþráðum á tímabil- inu frá 160 f. Kr. til 230. e. Kr. ----0---- Enginn í hinu dauða landi við Danðahafið hefði getað látið sig dreyma um öll þau umsvif, sem nú hófust. í tvö þúsund ár hafði athygli fræði- manna aldrei beinzt að auðn- inni kringum Qumran. Menn höfðu látið sér nægja það, sem rómverski rithöfundur- inn Pliníus hafði skráð, stuttu áður en hann beið bana í einu eldgosi Vesúvíusar (79 e. Kr.). Pliníus skrifaði: „Vestanvert við Dauðahafið búa Essenar, þó það fjarri því, að eitraðar gufur þess ná ekki til þeirra, —einir út af fyrir sig, án kvenna, án ástar og án peninga . . .“ En nú vaknaði skyndilega áhugi manna fyrir Essenun- um. Fornleifafræðingar frá fjölmörgum löndum flykktust til héraðsins kringum klaust- urrústirnar í Qumran, til þess að leita, grafa upp og mæla út, og það sem þeir fundu, var stórkostlegt. Svo stórkostlegt, að nú voru það ekki aðeins lærðir menn um allan heim, sem lögðu við hlustirnar, heldur allur hinn kristni heimur. Tungumál Krísts Áður en handritafund þenn- an bar að höndum, var ekki til eitt einasta heilt handrit af þótt ekki væri nema einni bók Gamla testamentisins, sem skrifuð væri fyrir fæðingu Krists. En við handritafund- inn í Qumran kom í ljós öll spádómsbók Jesaja, skrifuð um það bil 100 árum fyrir fæðingu Krists, og auk þess óteljandi slitur úr öllum bók- um Gamla testamentisins — að Esterarbók undanskilinni. Það er einnig mjög þýðing- armikið, að þarna fundust fyrstu skrifuðu textarnir á arameisku, sem fundizt hafa, en arameiska var það mál, sem Jesús Kristur talaði. Upp- götvun þessara handrita er sérstaklega þýðingarmikil fyr- ir þá sök, að nú verður fært að gera sér ljósari grein fyrir mörgum orðum Krists, sem aðeins voru kunn af grískum textum. Og loks kemur það atriði til greina, sem mestu ryki hefir þyrlað upp í sambandi við uppgötvun þessa, en það er, að upp úr mölinni og grjótinu hafa verið grafin fjölmörg skjöl, er varpa björtu ljósi inn í það myrkur, sem áður hafði umlukt Essenana, þetta trúar- félag guðhræddra Gyðinga. Hægt var að slá því föstu, að Qumran hefði verið aðal- klaustur þeirra. öll þau hand- rit, sem fundizt hafa kringum Qumran — gerð hefir verið skipulagsbundin rannsókn á miklu meira en þúsund hell- um, og nýir fjársjóðir eru allt- af að fynnast — eru skrifuð upp af hinum guðhræddu munkum eins og sama klaust- urs. En hvers vegna hafa þau verið falin svona vendilega? Við uppgröftinn í Qumran- klausturrústunum f u n d u s t peningar og ýmsir aðrir hlutir, sem benda eindregið á sama ártal. Af því sést, að klaustrið hefir ekki lengur verið til sem slíkt eftir árið 68 e. Kr. Þetta ár hélt tíunda rómverska her- sveitin inn í landið. Essen- arnir höfðu grun um, að skjótt tæki að líða að lokum fyrir þeim, svo að þeir komu dýr- mætustu fjársjóðum sínum-, og þá fyrst og fremst hinu ó- metanlega bókasafni \ sínu, fyrir á öruggum stað. Nú er jafnvel leitað að gull- og silf- ursjóði, sem leyndardómsfull- ar sagnir hafa geyzt um í tvö þúsund ár, allt til okkar tíma. En hverjir voru þessir Essenar? Þeir voru þriðji trú- arlegi sérflokkurinn í síð- gyðingdómi Palestínu (hinir fornu Farísear og Saddúkear) og voru við líði í þrjár aldir, eða um það bil frá 200 f. Kr. til 70 e. Kr., en þá var Jerúsalem eyðilögð. Kristinn siður 100 árum fyrir fæðingu Krists Hvaða fræðslu er að fá af hinum nýfundnu handritum um trúarsamfélag þetta, sem lifði að verulegu leyti sam- kvæmt kristnum sið, hundrað árum fyrir fæðingu Krists? Var ekki Jóhannes skírari einn þeirra? Lá ekki nærri að gera ráð fyrir — eins og skýjaglópar síðustu 150 ár- anna hafa oft haldið fram — að Kristur hafi einnig verið áhangandi Essenanna, og að það 'hafi verið kenning þeirra, sem hann hafi boðað sem sína? „Við megum vera Guði þakklátir . . ." Enginn fræðimanna þeirra, 1 gær var staddur hér í bæn- um merkur bindindisfrömuð- ur frá Ameríku, William E; Scharffenberg prófessor frá Washington. Kom hann hér yið á ferð sinni vestur um haf, en að undanförnu hefir hann ferðazt um meginland Evrópu og Norðurlöndin og hitt þar að máli leiðtoga þjóð- anna, bæði konunga, forseta, yáðherra og þingmenn. Jafn- framt hélt hann bindindis- námskeið fyrir ameríska her- inn í Þýzkalandi á vegum bandarísku stjórnarinnar. í gær heimsótti hann forseta Islands, forsætisráðherra og forustumenn bindindishreyf- ingarinnar, en hélt áfram vestur í gærkvöldi. Prófessor Scharffenberg var forstöðumaður fyrir skóla nokkrum í Kína í 18 ár og talar kínversku eins og inn- fæddur, en hin síðari ár hefir hann einkum beitt sér fyrir bindindismálum á alþjóða- vettvangi og hefir í því skyni ferðazt um gervallan heim. Fyrir nokkrum árum gekkst hann fyrir stofnun Alþjóða- ráðs gegn áfengisbölinu (Inter national Commission for the Prevention of Alcöholism), en í því munu er stundir líða eiga sæti 250 menn frá öllum lönd- um heims, og fer tala fulltrúa sem um þessi nýfundnu hand- rit hafa fjallað, hvort heldur hann er prestur kirkjunnar eða ekki, ber á móti því, að mjög náið samband sé á milli kenninga Krists og kenninga Essenanna. Menn þurfa ekki annað en beina athyglinni að skírn Jóhannesar skírara eða sameignarfyrirkomulaginu í frumsöfnuði Jerúsalemborgar. En hvergi í þessum nýju handritum er vikið að kross- dauða eða upprisu nokkurs af reglumeisturum trúarsamfé- lags þessa. Staðhæfingar af því tagi eru tilbúningur einn. „Enginn kristinn maður,“ sagði einn fræðimannanna, prófessor Fr. Cross, „þarf að óttast texta þessa. Við megum þvert á móti vera Guði þakk- látir fyrir það, hversu mjög þessi nýfengni söguskilningur auðveldar okkur að verða samtíðarmenn Krists“.“ Þetta er einnig afstaða kirkjunnar, hvort sem um kaþólska eða evangeliska kirkju er að ræða. Hún stuðl- ar að rannsóknum eftir fremsta megni, því að hún veit, að sannleikanum þarf al- drei að leyna. En torræðustu leyndardóm- arnir munu ekki skýrast fyrr en síðar . . . „Fullkomna • þekkingu á þessu,“ segir einn þeirra, sem að rannsóknunum starfa, „munum við ekki öðlast fyrr en á efsta degi. Þá munu líka hinir torræðustu leyndardóm- ar ekki lengur verða leyndar- dómar . . .“ —Heimilisblaðið eftir íbúafjölda hvers lands. Eins og stendur eiga 40 ríki aðild að þessu ráði, og er Brynleifur Tobíasson fulltrúi Islands í því. Forseti ráðsins er A. Ivy prófessor í Chicago, en prófessor Scharffenberg er framkvæmdastjóri þess. Heið- ursforsetar eru þeir William Prees forsætisráðherra Hol- lands og Ibn Saud konungur í Saudi-Arabíu, en í ráði er að heiðursforsetar verði einnig tilnefndir frá Indlandi, Austur Asíu og Suður-Ameríku. Alþjóðleg námskeið Umrætt Alþjóðaráð er fyrst og fremst upplýsinga- og vís- indastofnun. Það hefir þegar gengizt fyrir alþjóðanám- skeiðum í Bandaríkjunum, Svisslandi og Indlandi. Á sumri komanda verður slíkt námskeið haldið í annað sinn í Genf. Koma þangað fræði- og vísindamenn og halda fyrirlestra um bindindismál .og baráttuna gegn áfengisböl- inu í heiminum. Það hefir ,komið sér upp sérstökum fræðslumiðstöðvum í Genf, ,Bombay og tveimur í Banda- ríkjunum, en aðrar verða sett- ar upp í Afríku og Suður- Ameríku. Áfengisveitingar afnumdar Á ferðum sínum um heim- inn hefur prófessor Scharffen- þerg meðferðis sérstakt plagg til undirskriftar, sem hann .leggur fyrir þá ráðamenn, er hann á tal við. Þeir sem undir- .skrifa plaggið heita því að hafa ekki áfenga drykki um hönd í veizlum sínum eða opinberum boðum. Forseti ,Burma varð fyrstur til að skrifa undir þetta plagg, en ,síðar hefir það verið undir- ^krifað af ríkisstjórnum Ind- lands, Ceylons, Egyptalands og Saudi-Arabíu. Um 25 ráð- þerrar í ýmsum löndum hafa sömuleiðis undirritað plaggið, svo og fjöldinn allur af þing- mönnum, fylkisstjórum, dóm- ,urum o. s. frv. Prófessor .Scharffenberg gat þess, að Eisenhower hefði þegar bann- að áfengisveitingar í Hvíta húsinu og í opinberum veizl- um, sem hann heldur. Var hann vongóður um árangur viðleitni sinnar, enda væri ,það sannað mál, sagði hann, að 90% af þeim, sem neyta áfengis, hefði þótt það bragð- vont í fyrstu, og 57% þætti það alla tíð vont á bragðið, en neyttu þess aðeins vegna þess að til þess væri ætlazt í boð- ,um og veizlum. „Við þurfum ,að útrýma þeirri firru að það sé fínt að drekka,“ sagði hann, ,„og í því efni er bezt að leið- togarnir ríði á vaðið, því að ,það eru þeir sem skapa tízkuna.“ I —Mbl„. 21. marz KAUPIÐ og LESIÐ . — LÖGBERGI

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.