Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1957 Úr borg og bygð KHARTUM TEMPLE 23rd Annual Spring Circus 1957 Saturday, May 4th, to Satur- day May llth Inclusive, — Winnipeg Arena. All seats re- served for regular shows 50c, 75c, $1.00, $1.25, $1.50. Even- ings 8.00 p.m. Matiness Satur- days and Wednesday 2.15 p.m. Special — “Kiddies Show” — Saturday Morning May 4th. Children 25, Adults 50c 10.00 a.m. — Coupons can be ex- changed from April 22nd to May llth. General Sale to the Public commences April 24th. Winnipeg Arena, — Phone SU 3-7421. McKinney’s Jeæellery Store, 367 Portage Ave. Phone 92-9043. Reid Drug Store 408 Academy Rd. Phone 43-1146. Ross Men’s Wear 235 Portage Ave. Phone 92-7642. This is our second show in this splendid New Arena, and we can promise that it will be bigger and better than ever before. There are, for instance, more animals than we’ve had for some years, some acts we’ve had before, others will be in Winnipeg for the first time, and of course, inter- spersed with the Acts will be Clowns, Clowns, and more Clowns. This Show has been booked solidly for “Shrine Circuses” since early in January. It will be at Brandon on May 15th, 16th, 17th and 18th; then on to Edmonton for the week of May 27th, then it disbands as “America’s Favorite Indoor Circus” and the various acts will travel on their own dur- ing the summer months ap- pearing at Fairs and Exhi- bitions all over North America. ☆ . f — Heimsókn iil Betel — Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju — Wom'en’s Lutheran Association — fer sína árlegu ferð til Betel á fimmtudaginn 9. maí Farið verður frá kirkj- unni kl. 12 á hádegi og komið aftur til Winnipeg kl. 6.30 sama dag. — Pláss í farþega- vagninum fyrir nokkra fleiri en meðlimi félagsins. Farmið- inn fram og til baka aðeins $1.50. Fæst hjá Mrs. Paul Sigurdson, 662 Wellington Crescent, sími 42-7378. ☆ Ólafur Hallsson kaupmaður að Eriksdale, Manitoba, biður þess getið, að hann hafi tekið að sér að annast um útsölu á bók Finnbóga prófessors Guð- mundssonar, — „Foreldrar mínir,“ — sem ekki alls fyrir löngu kom út í Reykjavík; í bókinni eru fjórtán minningar Vestur-lslendinga um frum- byggja foreldra sína; bókin hefir hlotið ágæta dóma á ís- landi; hún kostar 5 dollara, en útsölumaður greiðir burðar- gjald á póstsendingum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: . Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúíerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. maí: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ÞJÓÐRÆKN I Framhald af bls. 5 skálds og Bjarna Jónssonar Skálholts-rektors, en báðir voru þeir fylgjandi umræddri stefnu, þó að viðhorf þeirra væru gjörólík. Eggert Ólafs- son reyndi að vekja landa sína af svefni og boðaði þeim nýja tíma og ný úrræði. Hann benti þeim á, hvernig hagnýta mætti gæði landsins. Eggert Ólafsson vildi úmfram allt hyggja á þjóðlegum grund- velli og lagði megináherzlu á að viðhalda öllu því, sem bezt væri í íslenzkri menningu. Öll eftiröpun var eitur í hans beinum, en fegrun og hreins- un íslenzkrar tungu voru hon- um hjartans mál. Eggert dó á bezta aldri, eins og kunnugt er, en fáir menn hafa orðið Islendingum hjartfólgnari. Hinn maðurinn, Bjarni* Jónsson magister, var því sem næst jafnaldri Eggerts Ólafs- sonar. Hann var yfirmaður æðstu menntastofnunar á ís- landi um 30 ára skeið, eða skólameistari Skálholtsskóla. Ein fyrsta tillaga þessa melintamanns til viðreisnar íslendingum hljóðaði svo: „Mér virðist það ekki ein- göngu ónytsamlegt, heldur og mjög háskalegt, ef íslending- ar ætla að halda móðurmáli sínu.“ Rök þau, sem skóla- meistarinn færði fyrir tillögu sinni voru þau, að þjóðinni hefði vegnað , vel í fornöld, þegar íbúarnir töluðu sömu tungu og aðrar Norðurlanda- þjóðir, en eftir að skildi með íslenzku og öðrum norrænum málum, hefði gengi íslendinga farið mjög lækkandi. Skóla- meistarinn gekk enn lengra í tillögum sínum en nú var sagt. Hann vildi láta íslend- inga leggja niður þjóðbúning sinn, eða í stuttu máli, allt það, sem greindi þá frá Dönum. Báðir þessir menn, sem nú var getið, vildu þjóð sinhi vel, en þeir hafa hlotið misjöfn eftirmæli. Eggert Ólafsson varð eins konar þjóðardýr- lingur. Bjarni Jónsson skóla- meistari varð frægur að end- emum, ef svo mætti segja. Ef litið er til þeirra manna, sem skópu íslenzka sögu á 19. öld og jafnan verða kendir við allsherjar viðreisn, sjáum við þar fyrst og fremst þjóðrækna menn. Einn af lærðustu mönn- um aldarinnar, Sveinbjörn Egilsson, beitti lærdómi sín- um í þágu íslenzkrar tungu. Fáir menn hafa opnað augu Islendinga fyrir fegurð fóstur- jarðarinnar og móðurmálsins sem Jónas Hallgrímsson. Bjarni Thorarensen orti ó- dauðleg kvæði í nýjum stíl, en þó undir sömu háttum og fyrstu skáld íslandsbyggðar. Jón Sigurðsson varð mesti stjórnmálamaður, sem verið hefir upp á íslandi, vegna þess, hve vel hann kynnti sér' sögu þjóðar sinnar. Þannig mætti lengi telja, og alls stað- ar rekum við okkur á hið sama, að spámenn íslenzku þjóðarinnar frá fyrstu tíð hafa einmitt verið þeir menn, sem traustasta fótfestu höfðu inn- an íslenzkra landsteina. Mönrtum verður jafnan tíð- rætt um hörmungar, þegar sögu Islands ber á góma. Því miður höfðu forfeður okkar nóg af slíku að segja, en skylt er að hafa það í huga, að við njótum þess, sem bjargað var, en ekki hins, sem fórst. Öðru máli gegnir það, að allir þeir, sem af íslenzku bergi er*u brotnir, mega virða arfleifð sína því meir, þeim mun betur, sem þeir vita, hvernig hún er til þeirra komin. Ég get ekki slegið botninn í þetta spjall mitt án þess að minnast aðalsteAmskrármáls þess félags, sem hér í kvöld er að Ijúka fundarstörfum, þ. e. a. s. íslenzkrar þjóðrækni í Vesturheimi. Því nær hundrað ára saga íslenzkra byggða vestanhafs sýnir glögglega, hvernig landnemarnir hafa reynt af fremsta megni að halda í veganestið, sem þeir, fluttu út með sér, og einnig hvernig þeim tókst það. Þessi viðleitni hefir endurspeglazt í orðum og athöfnum, í félags- lífi, trúarlífi, bókmenntum, blaðamennsku og skólahaldi, svo að eitthvað sé nefnt. Hundrað ár, eða tæplega það, eru ekki langur tími, en þó nægilega langur til þess, að menn ættu nú að geta dæmt fyllilega um það, hvort rétt stefna var tekin eða ekki. Dómurinn hefir þegar verið upp kveðinn. Enginn Vestur- Islendingur vill segja sig úr lögum við þjóðræknisstarfið, og þýðingarmikil spor hafa verið stigin á síðustu árum til tryggingar því, að merkið verði ei látið niður falla. Það er erfitt að skera úr um það, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. Eitt er þó víst, að mestu máli skiptir, hvernig sú kynslóð Vestur-íslendinga, sem nú er að vaxa úr grasi, bregzt við. Veltur þá á miklu, hvaða fræðslu og svör hún fær hjá foreldrunum um gildi þess að viðhalda íslenzkri tungu og öðru því íslenzku, sem þeim hefir bezt dugað. Persónuleg reynsla ætti að vera þung á metunum, þegar til svaranna kemur, en eftir- talin atriði má einnig brýna fyrir ungu fólki: íslenzk tunga og íslenzkar bókmenntir er hvort tveggja talið til sígildra verðmæta um allan hinn menntaða heim, og allir fremstu háskólar, báðum megin Atlantshafsins, veita fræðslu í þessum greinum. Það er ekki lítil uppörvun í slíkri viðúrkenningu, en hún leggur mikla skyldu á herðar öllum þeim, sem af íslenzku bergi eru brotnir. 2) Enginn er sá, að hann vilji ekki í nokkru virða það, sem foreldrum hans var hjartfólgnast, og menn mega jafan vera minnugir þess, að sá, sem gleymir uppruna sín- um, týnir um leið hluta af sjálfum sér. Úr borg og bygð Snjólaug Sigurdson will give a series of five broadcasts over Station C.B.W. during the month of May. The first of the series will be heard on Thursday May 2nd at 8.15 p.m.—then each Thursday evening at the same time during the month of May. Her programs will consists of poular piano classics. ☆ Fridrik Raymond Einarson, sonur Mrs. G. O. Einarson og Guðmundar heitins Einarson, Árborg, Man., gekk að eiga Isabella Jean Copeland frá Grandview á laugardaginn 13. apríl. Hjónavígslan fór fram í First United kirkjunni í Dauphin, Man. Heimili ungu hjórianna verður í Swan River. ☆ Melvin Einarson frá Winni- pegosis hefir tekið að sér at- vinnu í Minaki. ☆ Ársþing íslenzka lúterska kirkjufélagsins verður haldið að Mountain, North Dakota, dagana 23. til 26. júní í sumar. Forseti og skrifari félagsins, Dr. Valdimar J. Eylands og séra Eric H. Sigmar, fóru suður til Mountain á mánu- daginn til að annast um undir- búning þingsins í samráði við séra Ólaf Skúlason. Kaupið Lögberg V ÍÐLESNASTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ KENNARAR ÓSKAST Manitoba þarfnast fjölda nýrra kennara á ári hverju með vaxandi nemendafjölda og þær aÖstæður, sem nó gilda. Kensla býður yður • Nám við lágu verði • Styrki og lán ef þörf gerist • Örugga atvinnu • Úrval um stöður um fylkið þvert og endilangt • Gott gtrunnkaup • Tækifæri til stöðuh^ekkunar • Tækifæri til þjóðfélagsþjónustu. XII. bekkjar nemendur og aSrir, sem hyggja á kennara- skólanAm, ættu aS senda umsóknlr slnar fyrir skólaárifi 1957-58 til Normal School, sem byrjar kensiu 9. september 1957._ Eyfiubiöfi fást hjá Normal School, skólastjóranum efia hjá Registrar, Department of Education, 140 Ligislative Building, Winnipeg 1. Háskðlastúdentar, sem hyggja á kenslunám, sendi um- sóknir til The Dean, F’aculty of Education, University of Manitoba, Fort Garry, efia til Mr. E. F. Simms, Room 42, Legislative Bldg., Winnipeg 1. Birt afi fyrirmæluhi Hon. W. C. Millers meíitamála- ráfiherra Manitoba fylkis. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.