Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* IA. Tlns Makes the Finest Bread Avallable »t Vour Favorite Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST Io V* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Yonr Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1957 NÚMER 18 25 Kínverjar á mínútu Fólksfjölgunin nemur 13 miljónum á ári Kínversku stjórnarvöldin hafa ákveðið að takmarka barneignir í landinu, einkum með fóstureyðingum; lækna- stéttin í Kína er alvarlega andvíg slíkum ráðstöfunum og telur að með þeim geti svo farið, að heilbrigði þjóðarinn- ar bíði þess aldrei bætur; en þeir, sem með völdin fara benda á, að fólksfjölgunin sé svo ör, að til stórra vandræða horfi nema því aðeins að gripið sé umsvifalaust í taum- ana; íbúatalan í landinu sé nú komin yfir 600 miljónir og fari hækkandi jafnt og þétt von úr viti. Merkur viðburður Hinn 23. apríl síðastliðinn hófst vinna við 50 herbergja viðbót við Lyons verustað hinna blindu, sem telja má víst að af sér leiði marghátt- aða blessun fyrir bæjarfélag- ið. Hon. R. W. Bend heil- brigðismálaráðherra mætti fyrir hönd bæjarstjórnar, Mr. Alex Robertson og Mr. F. J. Boyd fóru með umboð Lyons klúbbsins í borginni, og lét Mr. Boyd þess getið, að fylkis- stjórnin myndi veita $42,500 til að ljúka við álmuna. Situr alþjóðaþing Edward B. Taii Þessa viku fór Mr. Edward B. Tait, Miami, Florida, for- maður Rotary klúbbanna í því ríki, til Lake Placid, New York, þar sem hann mun sitja í vikutíma á alþjóðaþingi Rotary samtakanna. Þaðan fer hann á annað alþjóðaþing félagsins í Lucerne í Sviss, sem einnig stendur yfir í vikutíma. í ferð með honum verður kona hans, Kristín Laxdal Tait. Á leiðinni til baka munu þau hjónin koma við í London og heimsækja síðan Island. Þau eru væntan- leg til New York 2. júní. Kona í sendiherraembætti Eisenhower forseti hefir skipað Miss Frances E. Willis í sendiherraembætti í Noregi; hún hefir starfað samfleytt í tuttugu og sjö ár í utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna og síðustu þrjú árin verið sendi- herra í Svisslandi. Miss Willis er önnur ameríska konan, sem skipuð hefir verið í slíka virðingarstöðu; fyrirrennari hennar var Mrs. Clare Booth Luce, sendiherra á Italíu, er um eitt skeið átti sæti í neðri málastofu þjóðþingsins í Washington. Úr borg og bygð — DÁNARFREGN — Mrs. Petrína Sigrún Egg- ertson, 6Tatricia Court hér í borg, lézt á laugardaginn á St. Boniface sjúkrahúsinu. Hún var 94 ára að aldri. Hún lætur eftir sig son sinn, Edward; þrjár dætur, Mrs. Paul V. Paulson, Mrs. Eileen Gíslason og Mrs. R. J. Beaupre; enn- fremur 13 barnabörn og 27 barna-barnabörn. Útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju; Dr. Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. it Mr. H. S. Sveinsson frá Cypress River var staddur í borginni á mánudaginn. it Meðal þeirra utanbæjar- gesta, er hingað komu á mánu daginn til að hlusta á kosn- ingaræðu forsætisráðherrans, Mr. St. Laurents, voru þeir B. J. Lifman, Árborg, Árni Brandsson frá Hnausum og Ólafur Hallsson frá Eriksdale. Mr. Egill Egilsson kaup- maður í Brandon kou) til borgarinnar í byrjun vikunn- ar ásamt sonum sínum tveim- ur. — Mr. Egilsson ætlar að heimsækja Island í sumar ásamt frú sinni. Hinn 16. marz síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Sydenham United Church í Kingston, Ont., Miss Wanda Marie Magnússon frá Gimli, dóttir Mr. ' og Mrs. Grímsi Magnússon, og Ronald Fultori; sonur Mr. og Mrs. James Fulton í Kingston. — Séra Davidson gifti. — Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Kingston. Mr. W. J. Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Si. Laureni forsætisráðherra of Elman Guttormson fylkisþingmaður Mr. Elman Guttormson Liberalþingmaður fyrir St. George kjördæmið í Manitoba, er kynntur var St. Laurent forsætisráð herra síðastliðinn mánudag á Fort Garry hótelinu sem yngsti þingmaður fylkisþi ngsins. Mr. Guttormsson var aðeins 27 ára, er hann var kosinn á þing hinn 3. desember síðastliðinn. SAMKOMA Þjóðræknisdeildin í Árborg efnir til al-íslenzkrar skemti- samkomu í samkomuhúsi Geysis-byggðar þann 17. maí. Skemtiskráin er mjög fjöl- breytt. Próf. Haraldur Bessason frá Winnipeg flytur ræðu. Börn og unglingar skemta með söng. Tveir söngflokkar skemta, yngri og eldri, um 30 börn í hvorum flokk. Einnig þrísöngur og fjórsöngur. — Sömuleiðis framsögn íslenzkra Ijóða. — Þá verður sýndur gamanleikur í einum þætti, „Lási trúlofast", — leikinn af beztu leikurum, sem völ er á hér um slóðir. Þjóðræknisdeildin ESJAN er þekkt fyrir að koma af stað góðum samkomum, er óhætt að fullyrða að þessi verði engu síðri. — Með því að kenna börnum íslenzkan söng og ís- lenzk ljóð, er verið að vinna að þjóðrækni á virkilegan hátt. Þessi samkoma er þess virði að hún verði vel sótt, afyngri sem eldri. —H. E. Srórskotahríð hafin Megin stjórnmálaflokkarnir í Canada hafa hrundið af stokkum sinni pólitísku stór- skotahríð vegna sambands- kosninganna, sem fram fara þann 10. júní næstkomandi. Mr. Diefenbaker hóf sennuna í Toronto í lok fyrri viku, en forsætisráðherrann valdi Win- nipeg til ræðuflutnings á mánudagskvöldið, þar sem um 3,000 manns hlýddu á mál hans. Solon Low hóf innreið sína í Ontario, en Coldwell er væntanlegur hingað einhvern hinna næstu daga. Hótun um morð Dagblaðið Winnipeg Free Press birti á mánudaginn kafla úr bréfi til ritstjórans frá ónafngreindum manni, er kvaðst hafa tekið þátt í seinni heimsstyrjöldinni og kveðst ekki munu hika við ef svo bjóði við að horfa, að myrða forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, er selt hafi Banda- ríkjunum í hendur meginið af canadískum náttúrufríðind- um, og sömu örlög geti auð- veldlega beðið viðskiptamála- ráðherrans, C. D. Howes. — Bréfkaflinn var samstundis fenginn lögreglunni í hendur til rannsóknar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.